Tíminn - 15.07.1959, Síða 6

Tíminn - 15.07.1959, Síða 6
6 T í iM I N N, miðvikudaginn 15. júlí 1959. —-------------------------------------------1 Útgefaaðl t FRAMSÖKNARBLKKKURIMM Ritstjóri: Þdrsriim Þórariasf*®. Skrifstofur 1 Eddnhúsln'e rít L4aáarí*ts Símar: 18 300, 18 301, ltSM, ISSWS, 1«SM. (skrifstofur, ritstjómin 03 MaSamaiu) Auglýsingasimi 19623. • AfKraMalas 1X333 Prentsm. Edda hf. Simi ofttr kL 1S: iSSÓB Ólifnaðurinn á Þingvöllum og sambúðin við vamarliðið FÁTT hefur vakið hér eins mikla athygli um langt skeið og fréttirnar af ólifn- aði amerískra hermanna á Þingvöllum, er utanríkisráð- herra hefur nú stöðvað „fyrst um sinn“. Samkvæmt greinargerð, sem Jóhann Hannesson þj óð garðsvörður birti í Alþýðu- blaðinu í gær, hófu amerískir hermenn að setjast að á Þing völlum í byrjun júnímánað- ar s.l. í allstórum stíl. Segir þjóðgarðsvörður, að „gefin hafi verið út leyfi (passar) handa hermönnunum til á- kveðinna staða, flest til Þingvalla", en „ekki hafi verið Ijóst, hver hafi gefið þau út‘f. Þá segir hann, að „greinilegt hafi verið, að fyrirfram hafi verið ákveðið samband milli íslenzkra stúlkna og hermannanna, því að þær komu hingað sem sendar væru, nálega strax eftir að hermennirnir voru hingað komnir“. Ólifnaður sá, sem sigldi í kjölfarið, hélt svo áfram að magnast, unz varnarmálaráðuneytið greip í taumana, eftir að blaða- skrif voru hafin um þetta, og bannaði hermönnum að fa»5*a itil Þingvalla. Sam- kvæmt frásögn Alþýðublaðs ins gildir bann þetta þó aðeins „fyrst um sinn“. ÞVÍ er ekki aö neita, að þetta mál virðist á margan hátt dularfullt. Hermennirn ir hefja dvöl sína á Þing- völlum samkvæmt , leyfum“, sem þjóðgarðsvörður segir, að „ekki sé ljóst hver hafi gefið út“. Þetta þarf vissu- lega nánari skýringu. Voru það íslenzk stjórnarvöld, sem gáfu út þessi leyfi eða tóku hernaðaryfirvöldin amerísku sér bessaleyfi til að gefa þessi leyfi út? Þetta verður að upplýsast. Það væri mjög áfellisvert af íslenzkum stjórnarvöldum, ef þau hefðu gefið leyfin út, en þó enn alvarlegra og ískyggilegra, ef amerísku hernaðaryfirvöldin væru farin aö vaða svo uppi, að þau hefðu leyft sér, upp á sitt eindæmi, að ætla að gera Þingvöll að spillingar- bæli. UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur nú réttilega bannað komur amerískra hermanna til Þingvalla. Það dregur hins vegar nokkuð úr mynd- arskap þessarar ákvörðunar að Alþýðublaðið segir, að hún gildi aðeins fyrst -um sinn. Það á ekki aðeins að stöðva þánn ólifnað, sem hefur átt sér stað á Þing- völlum „fyrst um sinn“, held ur endanlega. í það horf verður varnarmálaráðuneyt- ið að færa umrædda ákvörð un sína. Það er ekki heldur nóg að verja Þingvoll einan í þessu sambandi. í seinni tið hefur það mjög aukizt, að her- menn sæki skemmtisamkom ur víða úti um land, einkum þó austanfjalls. Þetta þarf einnig að stöðva. Og það þarf fremur að draga úr komum þeirra til Reykjavík- ur en auka þær. ÞVÍ er ekki að neita, aö margt bendir til þess, að all- ir geri sér eigi Ijósa þá hættu, sem fylgir óþörfum skiptum hermannanna og lands- manna. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag segir orðrétt á þessa leið: „Kommúnistar höfðu áð- ur amazt við því, að banda- rískir hermenn kæmu á Þing völl, og eru nú heldur en ekki sigri hrósandi. Slíkur smá- sálarskapur fordæmir sjálf- an sig. Öllum á aö vera heim ill aðgangur að Þingvöllum, jafnt þeim mönnum, er dvelja hér langdvölum fjarri heimilum sínum vegna skyldustarfa, með samþykki íslenzkra stjórnarvalda, sem öðrum“. Það leynir sér ekki, hver er tilgangurinn með þessum orðum. Það er verið að læða inn þeirri skoðun, að það sé aðeins kommúnismi og smásálarskapur, að settar séu einhverjar meiri hömlur á ferðalög hermannanna en landsmanna sjálfra. Þótt að- eins Þingvöllur sé nefndur í þessu sambandi, liggur það auðsjáanlega milli línanna, að þetta eigi ekki aðeins að gilda um Þingvöll, heldur allt landið. ÓLIFNAÐUR sá, sem hefur viðgengizt undanfarn- ar vikur á Þingvöllum, er næsta glöggt dæmi þess, hvað verða myndi, ef felldar væru niður allar hömlur á samskiptum hermannanna og landsmanna. Fyrir því er og næg reynsla annars stað- ar frá. John Foster Dulles fór ekki með neina lokleysu, þegar hann brá upp mynd af því, hvernig Bandaríkja- mönnum myndi líka það að hafa 5—6 millj. manna út- lendan her í landi sínu. Eina leiðin til þess, að erlend her- seta sé bærileg, —• jafnvel þótt hún vari stuttan tíma — er að hindra sem mest öll óþörf samskipti hersins og viðkomandi þjóðar. — Alveg sérstaklega gildir þetta þó um smáþjóð, sem annars myndi verða í mikilli menn- ingarlegri og siðferðislegri hættu vegna hersetunnar. Þess vegna er nú miklu frekar þörf að herða á þeim hömlum, er verið hafa á samskiptum varnarliðsins og landsmanna, en að draga úr þeim. Vilji hinir útlendu hermenn fá að sjá landið, verður það að vera* undir ströngu aðhaldi íslenzkra eftirlitsmanna og án þess að nokkur óþörf og óeðlileg ^v-mti þeirra og landsmanna eigi sér stað. Komur þeirra VÍÐSJÁ: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii |Kassem heldur enn velli j | Vald hans er þó enn ótraust vegna andspyrnu Nasserista og kommúnista i HVERJUM skyldi hafa dott- ið í hug að Karim el Kassem, hinum íranska hershöfðingja, sem tók völdin eftir byitinguna 1 írak, myndi takast að halda völdum svo lengi. Mánuð eftir mánuð hafa menn heyrt um samsæri, uppreisnir, blóðsút- hellingar og ofbeldisverk í Irak. Svo hættuleg er staða Kassems uin þessar mundir, að enginn getur sagt um það, hvort hann verður við völd — eða á lífi — þegar þessi grein verður prent- uð. KASSEM hefur komið á ó- vart bæði i írak og gagnvart umheiminum. Menn hafa hvað eftir ánnað afskrifað hann af hinu umrótasama bókhaldi heimspólitíkurinnar. Ýmist til Nassers, kommúnista og Sovét- ríkjanna eða í hendur persónu- legra óvina hans í írak. Sjálfur hefur Kassem verið fámáll og afskiptinn, en stjórnar eins og sá, sem aldrei missir sjónar af takmarki sínu, þrátt fyrir erf- iða aðstöðu. Hann hefur þurft að styðjast við hina sundurleit- ustu hópa á víxl til að geta rutt mótstöðumönnum úr vegi. Hann tilheyrir yngri kynslóð arabískra hershöfðingja — er aðeins 45 ára gamall. Hann hlaut menntun sína innan arab- iska hersins og einnig hjá Bret- um, eins og margir aðrir kolleg- ar hans í Mið-Asíu. Hann var einmana í uppvexti sínum, en hörkulegur og ötull við að afla sér menntunar og undirbúa valdatöku sína. Örlagastund hans eins og svo - margra félaga hans með Nasser í broddi fylkingar, var herferð- in gegn ísrael. Ifún sýndi glögg lega að þjóðir þeirra voru að drukkna vegna hinnar nýju tækni Vesturveldanna og Sovét- rikjanna og hinir gömlu vald- hafar — kóngar, sjeikar og pashjar, — voru ekki lengur færir um að gegna stöðu sinni sem skyldi. í öllum þeim löndum, sem byit hafa af sér nýlenduokinu má finna manngerð Kassems — eins og Nausition í Indó- nesíu og kollega hans, ,sem eru við völd í Egyptalandi, Súdan, Burma, Pakistan og mörgum fleiri rikjum. Stefna þeirra er í höfuðdráttum hin sama: Sjálfstæði inn á við sem út á við, afnám stjórnarhátta fortíð- arinnar, uppskipti á landi stór- eignamanna milli smábænda, hreinsun í embættismannastétt landsins, félagslegar umbætur, fullveldi og efnahagslegt sjálf- •stæði. Þeir vita, að það er að- eins hin innri þróun, sem getur tryggt hina ytri. ÞESSI BARÁTTA er vægðar- laus — því að það eru margir um bráðina. Kassem á við tvö mótstöðuöfl að etja. Þá, sem berjast fyrir . panarabismanum Karim el Kassem (sameiningu allra Araba í eitt ríki) o.g óska eftir sameiningu við Egyptaland hið fyrsta, og hins vegar kommúnisla, sem vilja innlima írak í Sovétríkin. Þetta eru harðsvíraðir mótstöðu menn. Nassersinnar styðjast við hina eldiegu sameiningarhug- sjón, sem hefur náð mikilli út- breiðslu í Mið-Asíu. Kommúnist arnir styðjast — að minnsta kosti í bili — við hinn mikla efnahagslega, pólitíska og áróð- urslega styrk Sovétríkjanna. Það er einkennandi, að Kass- em aleit panarabismann hættu- legastan. I-Iann hlýtur einnig að gera sér ljóst, að hann verð- ur að semja frið við sameining- arhreyfinguna innan tíðar. Hann hefur hneppt leiðtoga hreyfingarinna,. í írak, Aref of ursta, í fangelsi, en Aref var einn tryg.gasti stuðningsmaður hans i byltingunni. Hvað eftir annað hefur hann þurft að brjóta niður uppreisnir þeirra og uppþot, og hefur í engu vilj- að hvika frá stefnu sinni, og það hefur gert marga fyrri stuðningsmenn honum frá- hverfa. Hann vill halda völdum og hefur ekkert aflögu handa Egyptum, og hann veit að það mun verða mjög hæpinn ávinn- ingur í því fyrir írak á mörgum sviðum að ganga í arabiska Sambandsríkið. SAMTÍMIS hefur hann þurft að búa sig undir næstu átök við kommúnistana, sem studdu hann við að brjóta sameiningar- sinna á bak aftur. Það var erfitt og hættulegt verkefni, því að Kassem hafði orðið að styðjast mjög við Sovétríkin til þess að takmarka áhrif vestrænna ríkja í írak. Fyrir Kassem sem aðra arabíska leiðtoga kemur sér jafn illa að vera kallaður skó- gveinn auðvaldsafla sem lepp- ur kommúnismans en Kaíróút varpið hefur verið mjög óvæg ið í garð Kassems og klínt báð um þessum nöfnum á hann. Það leið þó ekki á löngu þár til hægt væri að rekja undir- . búningsspor hans til að losa sig við kommúnista. Hann neitaði stöðugt að taka þá í stjórnina . — þrátt fyrir það, að þeir ættu góða málssvara í hans eigin liði. Hann takmarkaði stig af . stigi áhrif þeirra í landinu og . fan.gelsaði þá liðsforingja í. hernum, sem taldir voru hlynnt : ir kommúnistum, og nú hefur hann hótað að banna floksstarf- . semi þeirra í landinu. í opnu bréfi til Kassems ‘hafa kommúnistar kvartað undan , óbilgirni hans og andúð gegn þeim og krafizt breyttrar stefnu stjórnarirmar gagnvart komm- únistum. Frá blöðunum, sem eru undir sterkum áhrifum frá kommúnistum, berast hvassar . aðvaranir til stjórnarinnar um. að láta ekki glepjast af ástand fflu og tapa fótfestu í ‘barátt- unni. ÞAÐ ER enginn efi, að Kass- . em hefur slakað á í biii og hef- ur fundið samkomulagsgrund- völl við hin erlendu olíufélög, jafnframt því sem hann undir- býr olíuvinnslu sjálfur með hjálp rússneskra verkfræðinga. Árangurinn af hinum djarfa leik hans er sá, að hann hefur aldrei haft svo styrka aðstöðu út á við og hann hefur nú. Nasser óskar ekki eftir fullum fjand'skap og kommúnistar eru ekki áfjáðir í að taka völdin eins og málum er nú komið. Hann vinnur að því að koma í veg fyrir að Arabar verði not- aðir af utanaðkomandi öflum vegna innbyrðis sundrungar. Bretar hafa skilið þessa stefnu hans, og þrátt fyrir það, að Kass.em hafi dregið írak út úr Bagdadbandalaginu og Banda- ríkin séu tortryggin, þá hafa Bretar hafið aftur vopnaútflutn ing til íraks til að styrkja Kassem. Og Sovétríkin hafa orðið að kyngja þeim hömlum, sem Kassem hefur sett k út- breiðslu kommúnismans í írak. Þeir hafa orðið að setja upp blíðan svip, því að þeir vilja ekki taka áhættuna af því, að standa samtímis gegn bæði Kassem og Nasser, og einnig vegna þess að þeir bíða þess tíma, er þeir telja heppilegt að láta til skarar skríða. Aðstaða Kassems inn á við er mun veikari. Völd hans eru eins og píramídi, sem stendur á haus. Allir þættir þjóðlifsins eru klofnir: herinn, stjórnin, blöðin og þjóðin. Ef hann neyð- ist til að hallast meira að íhalds öflum í landinu, stendur bylt- ing fyrir dyrum, og að þessu sinni gegn honum sjálfum. Það væri það eina, sem gæti sam- einað Nassersinna og kommún ista. Kassem verður því að styðjast við aðstoð erlendis frá fyrst um sinn. (Endursagt úr Politiken.) Tlll 11-111111111111111111111111111111111111111111111111.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMII.IIIIIIXIIIIIIIIII MMIMIIMMMMMMMMIMM.MIIIIIMMIIIIMIMIIMMMIMMIIHIIIIIIMIMMIIIIIIIIIIMMMMIMII Tvö hundruð kirkju- í landanu á skemmtistaði eru óþarfar með öllu. ÞAÐ er algjörlega röng forsenda, að hinir erlendu aðilar hafi öðlazt einhvern rétt í þessu sambandi, þótt íslenzk stjórnarvöld hafi samþykkt dvöl þeirra hér. Þeir eru fyrst og fremst komnir hingaö í þágu síns eigin lands og vegna varna þess. Það er hreinn misskiln ingur að íslendingar þurfi að sýna einhvern þakklætishug í því sambandi. Hinu mega íslendingar ekki gleyma að halda fast á rétti sinum, því að aðrir gera það ekki fyrir þá. kórar eru Aðalfundur Kirkjukórasam- bands íslands var haldinn fimmtudaginn 25. iúní s.l. á heimili söngmálastjóra Þióð- Formaður Kirkju'kórasaimbands- in's Sigurður Bimkis, söngmála- stjóni, fhitfci skýrslu um l'iðið s'tarfsár. Hann gat þess að sex ki'rkjukórar hafi verið stofnaðir á kirkjunnar, Sigurði Birkis, Barmahlíð 45, Reykjavík. Mættir voru fulltrúar frá 12 kirkjukórasamböndum víðs vegar af landinu. Fundarstjóri var kjörinn séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og fundarskrifarar þeir Bald- ur Pálmason útvarpsfuUtrúi . og Jón ísleifsson organleikari. starfsárinu og væru þeiir nú orðmr um 200 talsins um -gervallt landið. 51 kór .naut söngkeninsliu á vegum Kirkju'kórasambands ístends í samtals 73 Vikur, fjó'rttán organ- leikarar og organ'leifcairaefni stund uðu nám í söngskóla þjóðkirkj- un'rJar og ellefu sóttu námskeið á vegum Kirkjukór.asia'mbanids ís- la'Mds. Kennar!i námske iðsins var íFrambai't 4 ** uðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.