Tíminn - 16.07.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1959, Blaðsíða 1
; g s < t> u wj SkagfirSinga á skáldabingi, bls. 7 43 árgangur. Bergsstöðum í gær. — Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, stendur yfir rannsókn vegna kæru út af alþingiskosningunum í Bergsstaðakjördeild í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Kært var að ekki hefði verið skipaður neinn dyravörður við stofuna á Leifs- .stöðum, þar sem kosið var, þar hefðu menn verið á ferli, hægt hefði verið að sjá yfir skilrúmið og tómir Framsóknarmenn hefðu verið í stofunni. Alilr kjósendur í Bergsslaðakjördeild, ulan þrír, hafa nú undirritað yfirlýsingu, „Kosningaatiiöfnin fór fram meí eílilegum hætti og eins og tííkazt hefur“ sem hljóðar svo: „í tilefni af framkominni ka;ru út af alþingiskosninguniun 28. júní síðastliðinn í Bergsstaða- kjördeild, sem er önur kjördeild Bólstaðarhlíðarlirepps, er okkur undirrituðum kjósendum kjör- deildarinnar ljúft að votta, að kosningarathöfnin fór frain með eðlileg'um hætti og eins og tíðk- azt hefur að undanförnu. Kunni einhverju að liafa verið áfátt mn útbúuað kjörklefans, teljmn við útilokað að það liafi getað haft nokkur áhrif. Kjörstjórn teljuin við hafa gætt starfs síns af fullri samvizkusemi og kæru þessa því ómakleg'a og óeðlilega.“ Einn undirskrifenda var umboðs maður Jóns í kjördeildinni. Þeir. þrír, sem ekki skrifuðu undir, létu þess getið að þeir hefðu í sjálfu sór ekkert út á framkvæmd kosn-j inganna að setja, en sögðust samt ekki vilja skrifa undir. Þeir, sem rituðu undir kosninga kæruna voru: Páll Kolka, læknir, Steingrímur Davíðsson, Blönduósi og Guðmundur Klemenzson, Ból- staðarhlíð. Hvorki Páll eða Stein- grímur komu á staðinn meðan á kosningu stóð, og fæst ekki skilið hvar þeir koma inni í málið. Hins vegar kom Guðmundur rneðan á kosningu stóð, og hafði ekkert við framkvæmd kosninganna að at- huga meðan hann stóð við, a.m.k. lél hann það ekki uppl á .staðnum. GH. Mikil atvinna er í Þorlákshöfn um þessar mundir, e-n þar er unn- ið að byggmgu frystihúss. Er það að verða fokhelt, en ráðgert er að verkinu -ljúki um áramót næst komandi og húsið taki þá til starfa. Þrí-r bátar róa frá Þorláks höfn, slundar einn reknetaveiðar, on tveir veiða huma. Humarafli hefur verið sæmilegur í vor, en dregið hefur úr hon-um í seinni •tíð. Allmikil vinna er bví við fisk- verkun. — Þá er í ráði að hefja byggingu barnaskóla í Þorláks- höfn í sumar. Á.B. Reykjavík, fimmtudaginn 16. júlí 1959. Þau, sem erfa landið, bls. 3 Vettvangur Æskunnar, bls. 5 Þýzkaland ekki sameinað i bráS — bls. 6. íþróttir, bls. 10 Kjðsendur hafa vísað kærunni á bug Frystihússbygg- ing i Þorlákshöfn mm. * * Frystihusið vinnur úr fiskafla bænda Undanfarið hafa landanir togara á Rej’ðarfirði lagzt nið ur með öllu, og hefur það mjög hamlað starfsemi frysti- hússins þar. Aftur á móti hafa smábátar frá Reyðarfirði afiað vel í sumar, og hefur frvstihúsið haft nógan starfa flesta daga að vinna aflai þeirra. Er að þessu góð at- vinna fyrir þorpsbúa. Það eru bændur út með firð- inum sem róa á smábátum og afla þeir dável á handfæri, fá mest ýsu, þorsk og steinbít. Bifreið tek ur síðan aflann af hverjum bæ allt út til Vatlarness, og ekur hon um inn í kauptúnið til frystihúss- ins. Um allmörg undanfarin r hefur kolaafli verið dágóður innst í firð inum. Nú þegar loks er kornin að- staða til að nýta þennan afla, bregður svo við að kolinn er með öllu horfinn. Nokkuð veiddist þó af honum vikutí:na í vor, en alls ekkert síðan. Vonast menn þó til að hann glæðist eitthvað aftur. Heyskápur er skammt á veg kom inn ennþá. Flestir eru þó byrjaðir að slá og nokkrir hafa hirt tals vert. M.S. Gott heyskapar- somar Allt ótlit er fyrir að í sumar ári vel til heyskapar víðast hvar á landinu. Undanfarið hafa frétta- ritarar Tímans á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi, látið mjög vel af tíðarfarinu. Snemm- sprottið varð í vor, þrátt fyrir kuldaköstin. Slátur höfst því snemma og þurrkar hafa verið sæmilegir, svo oftast hefur verið hægt að taka in hey eftir hend- inni. Sums staðar á Suðurlandi hefur heyskapurinn gengið erfið- legar, en þó hvergi svo að til vandræða horfi. Skífa notuð í stað krónunnar Reynt að svindla á stöðumælunum Nokkur brögð munu hafa verið að því að undanförnu, að menn spöruðu sér fimmtíu aura með því að nota þunn- s-kífur fyrir krónupeninga í stöðumælana við helztu um- ferðagötur bæjarins. Stöðumælairnir voru merk og þörf nýlunda og stöðugjaldið, sem ekki er nema króna, er það lítill útgjaldaliður fyrir hvern og einn, að engum mun hafa dottið í hug að menn reyndu að græða fimmtíu iaura á því að stinga þunnskífum í gja-ldmælinn í stað áskilins gjaldmiðils. Mismunandi stærSir Þunnskífur þessar eru notaðar undir boltahaus-a eða rær og eru framleiddar í ýmsum stærðum reikhuðum eftir brotum úr þuml- ungum. Ein stærðin hefur sama ummál og krónupeningur og þetta nnunu ,,nurlararnir“ hafa uppgötvað. Gróðinn af þessu bralli er þó ekki sem skyldi, því þunn- skífur þessar kosta eitlhvað um fimmtíu aura. Menn gripnir Blaðið frétti, án þess að geta fengið það staðfest, að einhverjir ha-fi verið gripnir á þes-su athæfi og sekta-ðir fyri-r. Ekki veit blað- íð sektarupphæði-na, en áreiðan- lega nemur hún margföldum þeim spar-naði, sem fæs-t af potinu með þunnskífurnar. Saga á bbrð vi3 þet-ta er ekki ný hérlendis, í hvert sin-n sem bryddað er á einhverju -nýmæli til þæginda fyrir nlmenn- ing, h-efur han-n verið vanur að vin-na á því einhver óþurftarverk, óður en honum hef.ur lærzt a3 skilja gagn l>ess og þægindin sem af því hafa -leitt. Vonandi tekur fyrir þelta þunnskífufargan áður en langt um líður. Féll af stól og slasaðist Trékyllisvík í gær. — Húsfreyjan f Árnesi, Oddný Einarsdóttir, varð fyrir því slysi að detta a£ stól og slasast töluvert'. Oddný var að gera hreint hjá -sér í eld- húsinu og stóð upp á stólnum. — Fékk hún þá aðsvif og kallaði á hjálp, en féll um leið af stólnum á gólfið. Kom hún niður á höfuðið og var meðvitundarlaus þeg-ar a3 var komið. Læknir kom eins fljótt og hægt var frá Djúpuvík og var hjá Oddnýju í gær og nótt. Mun hún hafa höfuðkúpubrotnað, en ekki mjög illa. Oddný er á fertugs aldri og móðir margra ungra barna. Þetta slys kemur því hart niður á heimilinu. — Maður Oddnýjar, Benedikt Valgeirsson, er nýkominn heim -af sjúkrahúsi. Átu haðlyf að kvöldi — lágu dauð að morgni Hross drepasi af eitrun á FjöKlum BEN GURION lýsti því yfir í gær, að hann væri fús að reyna stjórnarmyndun. T-alið er ólík- legt, að honum takizt að mynda stjórn, sem hefur þingræðisleg an ipeirihluta að baki. Sá atburður varð nýlega á Fjöllum að þrjú hross dráp- ust af eitrun. Höfðu þau kom- izt í baðduft sem varðveitt var í útihúsi og etið það upp, en það var baneitrað, og dráp ust öll hrossin skömmu-síðar. Þett-a gcrðist i Víðidal og átti Þorsteinn Si-gurðsso-n, bóndi þar, tvo hesta-nna, en ein-n var aðkom- inn. Hest-ar-nir voru lálnir í húsið stuindarkor.n síðdégis, og mu-nu þeir þá hafa etið baðlyfið, þótt ekki væri lekið eftir því fyrr e-n síðar. Ekki sást neitt á þeim er þeir voru látnir út um kvöldið, en að morgni, er þeirra var vitj- að í ha-gann, voru þeir allir d-auðir. Lyf það sem hér um ræðir er fíngert duft og notað til fjárböð- unar. Aftur á móti er það mjög eitra-ð, og skepnum dauðinn vís, ef þær komast í að eta það. — Eims og að líkum lætur er tjóm eigend-a hestam-na- mikið,- og þó mest tjón Þorstei-ns bónda í Víði- dal, en annar hestainna e-r h-awn m'issti var a-fburðagóður reið- hestur. K.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.