Tíminn - 24.07.1959, Side 1
dóffur Carlo Schmid,
bls. 7
1$. írgangur.
Reykjavík, föstudaginn 24. júlí 1959.
Gu'ð forði okkur frá allri
þessari grimnid, bls. 3.
Þjóðraekni og tónlisf, bls. 5.
Geggjun Longs ríkisstjóra, bls. 6.
íþróttir bls. 10.
154. bla3.
Eysteinn jónsson Kosningaúrslitiii sýna, að skylt er að taka
á Álþingi í gær: stjérnarskrárfrumv. til endurskoðunar
í gcc: voru þessar stúlkur aö raka á Arnarhóli. Þær líta öðruvísi út á teig en þær konur,
sem Jónas HaLlgrímsson minntist, er hann kvað: Ilingað gekk hetjan unga / heiðar urn
brattar leiðir, / fanna mundir að í'inna friða grund í hríð stundum. Nú ræðst enginn
á engi, í ástarbáli fvrr sálast, / styttu-
bands storð að hitta, / stýrir priks yfir
mýri. Niðurl'ágsorðin sönnuðust á Ing-
ólfi Arnarsyni, því hann depjaði ekki
auga, þótt hann sæi þessar styttubands storðir á myndinni vera að raka völlinn.
Styttubamds storöir
Aukaþingið á ati leita ráða til þess aíJ bera
málið undir atkvæíi sérstaklega
Þá mun koma skýrt í ljós, að forystumenn
þríflokkanna blekktu í kosningabaráttunni
Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, ræddi um kjördæma-
málið í ýtarlegri ræðu við umræðuna á Alþingi í gær, en
annars er nánar sagt frá umræðunni annars staðar í blað-
inu. Verða hér rakin nokkur atriði úr ræðu Eysteins:
Fyrsta umræía um kjördæmabreytinguna í gær:
Sjálfstæðismenn þögðu en Ein-
ar var málsvari samsteypunnar
Fyrsta umræða um stjórnar
skrárfrumvarpið hófst í neðri
deild Alþingis í gær. Emil
Jónsson, forsætisráðherra,
fylgdi því úr hlaði með mjög
stuttri ræðu, og vakti það
sérstaka athygli, að við um-
ræðurnar, sem stóðu til kl. 7
síðd. tók enginn Sjálfstæðis-
maður til máls og sýndi flokk-
urinn málinu með því sér-
slaka lítilsvirðingu og jafn-
framt vantrúna á málstaðinn.
Umræían stóí til kl. 7 í gærkveldi og lauk,
en atkvæÖagreiÖsIu frestaÖ
! Hins vegar flutti Einar Olgeirs
son tvær langar ra;ður, og virðist
þar með orðinn aðalmálsvari
stjórnarliðsins í heild.
Víðfækara samstarf
! Gaf Einar það ótæpt í skyn, að
samstarf það, sem haft var við
Sjálfstæðisflokkinn um forseta-
kjör og nefndakosningar, svo og
um þetta mál, gæti orðið víðtæk-
ara og lagði áherzlu á, að ekki
mætti leggja of mikið upp úr um-
mælum og yfirlýsingum flokik-
anna. Tók hann þetta einmitt sór-
slakléga fram, þegar hann ræddi
um kosningu Bjarna Benedikts-
sonar sem íorsela Sameinaðs
þings. Fór ekki á milli mála, að
hann átti þar við ummæii Þjóð-
viljans og Morgunblaðsins í gær,
að ekki fælist neitt meira sam-
(Framhald á 2. íðu).
Eg sé ekki ástæðu til að ræða
þetta mál mikið efnislega við þessa
umræðu, sagði Eysteinn. í stjórnar
skránni segir, að engin stjórnar-
skrárbreyting öðlist gildi nema
hún sc samþykkt á tveimur þing-
um með kosningum á milli. Þetta
ákvæði er að sjálfsögðu sett inn
í stjórnarskrána til þess að tryggja
það, að henni verði ekki breytt
nema því aðeins að þær breyting-
ar séu í samræmi við vilja almenn
ings í landinu. Þetta þýðir að í
rcyndinni eiga kosningar um breyt
ingar á stjórnarskránni að vera
þjóðaratkvæðagrciðsla, þótt hún
fari fram í formi almennra kosn-
inga.
Að undanförnu hefur komið í
ijós rík tilhneyging hjá einstökum
mönnum og flokkum til þess að
komast fram hjá þessu með því að
bera frain stjórnarskrárbreytingar,
sem eiga hæpið fylgi með þjóð-
inni, en segja svo við kjósendur:
! Þið verðið að samþykkja þetta því
fiokkarnir hafa ákveðið að breyting
in skuli komast á. Menn eiga m. ö.
o. að kasta sannfæringunni fyrir
borð en iáta flokkana leiða sig.
Þjóðaratkvæðagreiðsia
Af þessum ástæðum reyndu
Framsóknarmenn á síðasta þingi
að ná samkomulagi uin að setja
inn í kjördæmafrumvarpið ákvæði
sem tryg.gði það, að sérstök at-
kvæðagreiðsla yrði látin fara fram
um málið. Þríflokkarnir beittu sér
gegn því og höfðu að sjálfsögðu
sitt fram. Afstaða þeirra til þessar-
ar hugmyndár mótaðist af því að
þeim var ljóst, að stórfelld
andstaða var gegn því i
landinu að fórna hér-
aðakjördæmunum fyrir flokka-
stefnuna í kjördæmamálinu. Því
mátti með engu móti hætta málinu
undir sérstaka atkvæðagreiðslu. I
Fjöigun þingmanna í þéttbýlinu
olli ekki ágreiningi heldur hitt,
hvort leggja ætti niður héraðakjör-
dæmin og taka upp hlulfallskosn-
ingar í fáum, stórum kjördæmum.
Tilgangurinn var að reyna að
þvinga menn, með aðstoð flokks-
banda og flokkstryggðar til fylgis
við málið. Þetta staðfesti kosninga-
baráttan.
Áróður þríflokkanna
Ætla hefði mátt, að allir fiokkar
hefðu verið sammála um að virða
stjórnarskrána með því að segja
kjósendum að kosningarnar snér-
ust aðeins um kjördæmamálið.
Það var raunar lágmarkskrafa um
heiðarlegan máiflutning. En reynd-
in varð sú, að frambjóðcndur og
aðrir áróðursmenn þríflokkanna
fóru bæ frá bæ og hús úr húsi til
þess að segja mönnum, að kosn-
ingarnar ætlu að snúast um öll
mál fremur en það.
Það var ekki verið að biðja menn
að íhuga kjördæmamálið og kjósa
svo samkvæmt samfæringunni,
heldur voru menn þvert á móti
hvattir til þess að íhuga það sem
allra minst. Se.gir það ekki sína
sögu um traust þessara manna á
málstaðnum?
Auðvitað vantaði þessa menn al-
gjörlega trúna á eigin málstað. Og
þá skorti djörfung og drengskap til
þess að segja það, sem þeim bár
skylda til. Kjósið þið mig því að-
eins að þið viljið leggja niður
kjördæmið því til þess fer ég á
þing.
Á framboðsfundunum var þverl
á móti sagt: Málið er afgreitt. —■
Flokkarnir hafa samið um það. —■
Eysteinn Jónsson
Kjósendurnir hafa ekkert frekar
um það að segja. Þú ert kannski
á móti kjördæmabreytingunni en
þú ferð þó ekki að kjósa Fram-
sókn. Þetta vita allir þingmenn
með sjálfum sér að er rétt. Og
furðulegt niá það teljast ef enginn
finnur til samvizkubits vegna þess
•arar framkomu.
Illa fenginn sigur
Til voru þeir menn, sem lýstu
því opinberlega yfir að þeir væru
andstæðir kjördæmabreytingunni
og kysu því ekki flokka sína nú.
Slíkir menn voru ofsóttir með öllu
mögulegu móti. Með því að koma
í veg fyrir sérstaka atkvæða-
greiðslu um málið settu þríflokk-
arnir sína menn í sjálfheldu að
yfirlögðu ráði. Og það bragð þeirra
tókst að verutegu leyti. En ef þeir
telja sig með þessu móti hafa unn-
ið einhvern sigur, þá er liann a@
minnsta kosti illa fenginn.
„Aldrei aftur vinstri stjórn"
Hvernig var svo kosningabarátt-
an háð? Kjörorð Sjálfstæðisflokks-
ins var: Aldrei aftur vinstri stjórn.
Samkvæmt þeirra plani áttu kosn-
ingarnar þannig fyrst og fremst að
snúast um vinstri stjórnina og störf
hennar. En þetta vígorð gaf íhald-
inu bara lítið i aðra hönd, því aS
þorri manna úti um land a. m. k.
var vinveittur vinstri stjórninni,
og vildi að hún starfaði áfram. En
viðleitnin var sú sama: Að reyna a3
(Framhafd i 2. «tðu).