Tíminn - 24.07.1959, Page 5

Tíminn - 24.07.1959, Page 5
TÍMINN, föstudaginn 24. júlí 1959. 5 í)jafn leikur fslenzka ríkið veitir árlega ríf- legri tölu „abstrakt málara“ þús- undir króna af almanna fé, hverj- ium, til þess að þeir geti haldið áfram að mála strik sín, keilur, tungl og skákir, sem enginn skilur, ékki einu ,sinni þeir sjálfir, — fáir vilja ótilneyddir horfa á og enn jfærri eiga, — gersamlega andlaus- án og óþjóðlegan samsetning, sem ekki þarf nema % af námstíma vejulegs húsamálara til þess að geta málað. Allmargir munu vita, áð ég tala hér af nokkurri reynslu, þar sem ég er sjálfur málari. Nýju fötin keisarans Sannleikurinn er sá, að hér er um að ræða alþjóðahneyksli okkar samtíðar, og einn hinn óskiljan- legasta loddaraleik sögunnar. Iief- ur snilldarsaga H. C. Andersens, .— Nýju fötin keisarans — sjaldan eða aldrei átt betur við. Ungt fólk, sem hefur langað til að verða merkisberar þjóðarinnar í fögrum listum og lagt út á námsbrautina með þessá þrá í brjósti, hefur verið svikið af loddurum í kennarastétt þessara mála, — því talin trú um, að á þennan hátt eigi að skelpa list- ræn verðmæti, þó það komi ekki sjálft auga á þau, — ánetjast svo skollaleiknum, vanmættinum og ó’tt'anum og hafa ekki kjark til að viðurkenna fyrir sjálfu sér, hvað þá heldur öðrum, að námstíinanum hafi verið sóað til einskis eða verra en það. Þetta fólk er þvi sannar- lega brjóstumkennanlegt. Danslagahöfundarnir hafa ekki enn verið svúknir af vefurum keis- arans og standa því þessum „ab- strakt“-málurum yfirleitt miklu — Síðari grein — ' ■» ,< ..... • ..... ■ framar sem listamenn, — veita af sömu ástæðum mörgum sinnum fleiri ánægju og starfsgleði með verkum sínum og eru þjóðinni þar af leiðandi miklu þarfari í lífsbar- áttu hennar. Þeir fá hins vegar ekki grænan eyri úr ríkiskassan- um, cn skapa verk sín í þeirri fölskvallausu gleði, að fá að færa þjóðinni þau gegn örlitlu þakklæti og hlýhug, ef þau skyldu líka vel. Þó hafa komið út á plötum lög eft- ir suma þessara manna, sem út- varpið hefur stórlega spillt sölu á með kynningarskorti sínum og kæruleysi, svo ckki sér meira sagt. En útvarpið ræður að mestu söl- unni hér á grammófónplötum. Útvarpið svarar ekki bréfum Hinn 12. apríl 1956 ritaði ég tón- listaxdeild ríkisútvarpsins bréf f. h. F.I.D. og fór fram á, að upp yrðu tekin á bráðabirgðaplötur, til notkunar í danslagatímum útvarps ins, ein 20 lög eítir félagsmenn. Hinn 30. júlí 1957 skrifaði ég út- varpsráði langt bréf, þar sem ég rakti ástand þessara mála hér, bar fram tillógur í 8 liðum til úrbótar og fór fram á upptóku íslenzkra tónsmíða það haust á ca. 100 bráðabirgðaplötur til notkunar í dagskránni og skyldi helmingur- inn vera dans- og dægurlög. Hinn 15. ágúst 1958 skrífaði ég útvarpsráði aitur og itrekaði þessa sérstöku tillögu mína um upptöku 50 íslenzkra dans- og dægurlaga á bráðabirgðaplötur þá um hau.,.o, til notkunar í dagskránni, — „g enn, 27. nóvember 1958, skruaoi ég útvarpsráði bréf .og bauð til upptöku á bráðabirgðaplöLm- 10 af síðustu keppnislögum S.lv. i’. Ekkert af bréfum þessum hefur verið virt svars, og hef ég aldrei fyn’ né síðar komizt í kynni við stofnun, sem ekki hefur sýnt þá lágmarkskurteisi að svara bréfum, er henni hafa verið send og borið hafa með sér, að beðið væri eftir svari. Ég hef að vísu miklu oftar en þetta, skrifað útvarpinu bréf um þessi mál, sem aldrei hefur verið svarað, þó beðið hafi verið um svar, eða þess jafnvel krafizt. Virð- ist stofnun þessi hafa alveg ein- stakt mat á almennri kurteisis- tkyldu Freymóður Jóhannsson: Orðið er frjálst ræknin í tónlistarmálum Árangurinn af þessu þjarki við útvarpið urðu þó kynningarþættir S.IÍ.T. og F.Í.D. í rúma tvo vetur. En nú hefur jafnvel það þótt of mikið, eins og þegar hefur verið tekið fram. Kynningarþættir þeir, sem byrjað var á í s.l. mánuði, eru !að vísu skárri en alls ekki neitt, en ná skammt, og kynna aðeins áð- ur þekkt lög á verzlunarplötum. í bréfi mínu til útvarpsins 30. júlí 1957, fór ég fram á, að um leið og íslenzkt lag væri leikið í útvarp- inu, skyldi þess getið, hver eða hverjir væru höfundar lags og texta og hverjir lékju og syngju. Þetta hefur svo oftar en hitt verið gert um höfund lagsins, — miklu sjaldnar um höfund textans, en alltaf söngvarann. Hins vegar er nafni hljómsveitar nær alltaf sleppt, ef lagið er sungið. Því útlenzkt skal þaS vera í þessu sama bréfi lagði ég til, að útvarpið léti þýða á íslenzku heiti allra þeirra erlendu laga, sem það notaði í dagskránni og kynnti þau með hinni íslenzku nafngift. Ég lagði enn fremur til, í þessu bréfi, að athugaður yrði möguleikinn á útgáfu islenzkra tónsmíða á plötum til sölu hér inn- anlands og sala þeirra tengd Við- tækjaverzlun ríkisins. En sem sagt, engu þessu og ýmsu fleira hefur verið sinnt. Það er álíka og að skrifa fjósamann- inum í Flenzborg, sem andaðist 1729. — Því útlenzkt skal það vera. Er til nóg af ísíenzkum tónsmíðum? til þess að geta orðið við tillög- um mínum? Á þá leið myndu senni lega einhverjir svara máli mínu — og, að því er danslögin snertir, þá myndu menn segjai, að ekki dyggðu þessi fáu íslenzku lög, sem útgáfu- fyrirtæki hér gefa, eða hafa gefið út á plötum, og útvarpið er ein- staka sinnum að. leika. Þessu er því til að svara, að fjöldi íslenzkra laga hafa aldrei komið út á plötum, né fyrir eyru almennings og svo mundu fljótt skapast nýjar tónsmíðar, ef búast mætti við að þær kærnust að í dagskránni. Vel mætti útvarpið eða opin- berir aðiljar dæma um, hvaða lög og textar.væru hæf til flutnings. í útvarpinu. Sömu aðiljar mættu og hafa á valdi sínu, hvaða söngv- urum yrði falinn söngirr laganna. Mætti þá e. t. v. svo fara, að ýmsir þeirra vönduðu sig betur en nú og kostuðu ögn meira upp á söngkunn áttu sína, en venja hefur.verið til þessa. Kostnaðurinn segja sumir. Það er hlutur, sem ekki er eyðahdi orðum að, segi ég. Ekki þarf að flytja meiri gjaldeyri út út landinu vegna þess, sem hér hefur verið rætt um, síður en svo. Og við erum ekki færir um, að liafa útvarp, ef við erum ekki færir um að hafa það íslenzkt. Kostnaðinum hefur svo sem ver- ið borið við, því er ekki að neila, þegar um íslenzk skemmtilög hef- ur verið að ræða. Til dæmis tímdi útvarpið ekki að sjá af ca. þrjú þúsund krónum til þess að lofa hlustendum úti um land að heyra nokkur af lögum þeim, sem voru á hljómleikum minum í Austur- bæjarbíói í vetur. Voru þó meðal söngvara jafn ágætir listamenn og Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Guðjónsson, og ýmsir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins léku í hljómsveitinni. Það hefði áreiðanlega ekki stað- ið á þessum krónum, ef um hefði verið að ræða erlendan höfund og lögin hans, eða ef hingað hefði staðið til að ráða einhvern útlend- inginn til þess að taka við af land- anum, eða í sambandi við ein- hverja sinfóníuhljómleikana, sem aldrei er þó hægt að njóta í venju- legu útvarpi, og flestir loka því fyrir. UppfökuskiiyrSum þeim, sem nú eru, hefur svo sem ekki vei’ið hrósað af mörgum, sem ég hef lalað við, og ýmsir leitað út fyrir landsteinana af þeim sök- um. En þau ætti að vera hægt að bæta og verða vafalaust bætt í hinum nýju húsakynnum við Skúia götuna. Hinn þjóðfélagslegi mælikvarSi Einhverjir sértrúarflokkar í tón- listarmálum koma nú sjálfsagt, eins og áður, með þá gömlu kreddu, að danslög séu engin tón- list, — því sé sama hvorum megin lirj’g.gjar þau liggi, og ekker.t sér- stakt sé fyrir þau-gerandi. Þó að þetta sé náttúrlege hin öfgafyllsta .fjarstæða, sprottin af afbrýðisemi eða andlegum skorti, vil ég fara fram á, að rnenn hætti alveg að karpa um listrænan mæli- kvarða þessara tónsmíða eingöngu, heldur meti þau fyrst og fremst eftir þjóðernis- og þjóðhagslegum mælikvarða........Á þeirn grund- velli hef ég unnið að þessum mál- um og vil að gert sé. Ég vil enn fremur benda á, að ekki’ friðþægir það fyrir yfirsjón- irnar, þó mætir menn séu fen.gnir til að flytja hin prýðilegustu og hjartnæmustu erindi, til þess að sýna fram á, hvernig fortíðin hafi komið hraklega fram við ýmsa beztu tónlistai-menn sina og braut- ryðjendur, ef svo er breytt við sarns konar islenzka tónlistai’menn nákvæmlega á sama hátt. Á útvarpinu hvílir mikií ábyrgð Þrátt fyrir framangreinda regin- galla, flytur útvarpið svo rnikið af ágætu efni, ekki sízt í mæltu máli, að fáa hygg ég þá muni vera, sem heldur vildu láta loka viðtæk- inu sínu, en að greðia afnotagjald- ið, sem árciðanlega er hlutfalls- lega það lægsta gjald fyrir ánægju- og fræðslu stundir, .sem nokkur maður á kost á hér heinxa. Ég hef í grein þessari gert út- varpið að aðal umræðuefni. Það er svo merk stofnun og máttug, að það ræður eða getur að minnsta kosti ráðið gangi þessara nxála hér. Á því hvílir þar af leiðandi hin þyngsta ábyrgð, og hver hugsandi maður hlýtur að láta sig varða miklu, hvernig útvarpið rækir skyldur sínar. Ekki árás, heldur hreinskilin gagnrýni Grein þessi á engan veginn að skoðast sem árás á útvarpið né aðra, heldur nauðsynleg gagnrýni, sem útvarpið getur ekki komizt hjá að taka tillit til, þó það hafi að mcstu skellt skollaeyrunum við tillögum xnínunx hingað til. Ég vil taka það fram, að þó ég deili á út- varpið fyrir hættulegt einhliða dekur við erlendar tónsnxíðar og fylgikvilla þeii'ra, þá hef ég ekki persónulega nxeira undan því að kvarta, en ýmsir aðrir, nema síður sé, — enda er hér ekki verið að ræða um einstaklinga, heldur mál- efni. Og þó nxér hafi stundum svið- ið .skilningsleysið og aðrir enn verri ókostir, þá hef ég einnig mætt velvilja og einstaki’i lipurð hjá ýmsunx slarfsmönnum þess. Kostar þetta svo ekki hefndarráóstafanir Það kæmi mér ekki á óvart, þó' þeir þarna í útvai-pinu segi, að ég eigi bara hreint ekkert að skipta mér af þessum rnálum. Það séu þeir, sem eigi útvarpið en ekki ég. Ætti því ekki að standa á gagn- ráðstöfunuixi, s.s, málssókn, eða að nxinnsta kosti banni á lögum eftir Tólfta September. Það hefur verið reynt áður með „Hljóðakletta“ með þeixn prýðilega árangri, að skyndilega hætti þetta vinsæla, lag að heyrast þar, þrátt fyrix.’ beiðnir urn lagið, og þrátt fyrir leyfi for- ráðamanns vei’ka Einars Benedikts sonar skálds, til þess að mega nota þetta ljóð hans. Auðvitað þóttust útvarpsmenn- irnir hafa meira vit á þessum hlut- um heldur en ég og forráðamaður Braga,. það vantaði svo sem ekki. -— Tillögur mínar: Áður en ég lýk þessari grein, vil.ég draga sarna-n í fáum liðum, það, sem ég tel skipta mestu máli, að útvarpið framkvæmi í þessunx málum, og það án tafar. 1. Verja skal að minnsta kosti eins miklum tínxa til kynningar óg flutnings tónsmíða eftir íslendinga sjálfa, eins og til kynningar cr- lendrar tónlistar. Verði tíma þess- um skipt sem jafnast milli skemnxti tónlistar (danslaga, dægux-laga og ýixiissar gamansemi) og „klassiski’- ar“ eða létt-„klassiskrar“ tónlistar (einsöngs, kórsöngs, hljónxsveitar- verka, einleiksverka o.s.frv.). 2. Tekin verði á segulbönd eða bráðabirgðaplötur til flutnings, og endurflutnings svo oft sem þurfa þykir, framangreindar tónsmíðar eftir íslenzka höfunda, og sem ekki hafa verið, gefnar út á sölu- plötum. Mikið af þess konar efni, einkum sönglögum og danslögunx myndu fást nú þegar. Ef útvarpið tæki upp þennan I hátt, nxyndi tónlistaráhugi og tón- listarhæifleikar endurvakna um iland allt og á öllum sviðum o: J bera ávöxt, sem yrði þjóðinni bæði til heiðurs og varanlegrar hanx- ingju. Eins og er, erunx við að mestu i leyti þiggjendur erlendra, miðui’ I hollra, krása á þessu sviði. 3. Við rikisútvarpið verði ráð _ inn fastur starfsmaður, senx hefui vit á og.ann íslenzkri skemmtitón- list, og er skylt að láta hana njóta sín í dagskránni. Reynsla ei’ fyrir því, að þeir, sem x’aunverulegr- hafa ráðið flutningi slikrar tón- listar lxingað til, hafa verið jafr. fjarri því að uppfylla slíkar kröfur Maður þessi þarf að hafa jaln miki, völd og þeir, senx nú elska þai mest amerískar og enskar grammc fónplötur. 4, 'Dregið verðimjög úr, eða jafn vel alveg hætt, hvers konar áróðrx fyrir því, senx útlenzkt er, — er- lendunx mönnunx og verkuixx þeirra, — en reynt,. á hóflegai: hátt, að ýta undir og glæða sköp- unargleði og túlkunargetu ís- lenzkra hæfileikamanna, einnig á sviði léttrar tónlistai’, og reynt að láta þá njóta sín í lifenda lífi. Segjum, að framkvæmdir þær sem hér er rætt um, myndu crnkE útgjöld útvarpsins um 200 til 30C þúsund krónur á ári. Það skiptir engu máli. Þetta á að vera íslenzkt útvarp og hér er mörgum sinnun: íxieira í húfi en svo, að slik fjár- hæg geti verið þröskuldur í vegi. Sykurmoli í heitu vatni Um leið og við drögumst meira (Framhald á 9. síðu) W/A%%%W.V.V.W.,.V.W.,.,.W.V.V.VA%W.V.W.*.V. WyW.SWAVW.V.W.ViW.V.WASWAV’WASWð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.