Tíminn - 26.07.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1959, Blaðsíða 4
Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300,18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaSamenn). Auglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12 32S Frentsm. Edda hf. Simi eftir Kl. 18: 13 948 Á meðan horfir rétt EITT af stórskáldum okkar íslendinga hefur lýst svo lífsbaráttu þjóðarinnar á umliðnum öldum, að hún hafi átt við að etja „ís og hungur, eld og kulda, áþján nauðir og svartadauða“. — Ekki fer það þó milli mála, að sú plága, sem þjakaði ís- lenzku þjóðina hvað mest, var verzlunaráþjánin. Hún varði öldum saman og þyngdist þó jafnvel því meir, sem aldir liöu fram. Hinar reyndu að vísu á þan- þol þjóðarlífsins til hins ýtrasta, meðan þær stóðu yfir, en þær liðu fyrr hjá þó að lengi sæust merki til harð sporanna. Þingeyskir bændur urðu fyrstir til að brjóta skörð í múra verzlunarkúgunarinn- ar. Það var engin tilviljun. Þingeyingar voru um þessar mundir öðrum íslendingum fremri um félagsþroska. Þeir áttu á að skipa yfirburða for ingjum. En góðir foringjar mega sín lítils einir sér. Það var gæfa Þingeyinga og þjóð arinnar allrar, að saman fóru hjá þeim mikilhæfir og framsýnir fyrirliðar og vask ir og samstilltir liðsmenn. Þessum mönnum var það Ijóst, að þegar mikið þarf að vinna, „má höndin ein og ein“ sín lítils. Samvinnan var lausnarorðiö. Og þeir mynd- uðu fyrsta kaupfélagið. Al- ger tímamót höfðu skapazt 1 íslenzkri sögu. ÞEG-AR þess er gætt ann ars vegar, að ekki er liöinn nema rúmur mannsaldur síð an Þingeyingar stofnuðu fyrsta kaupfélagið noröur á Húsavík, og hins vegar til þess litið, við hvaða ódæma erfiðleika var að etja á öll- um sviðum, þá má undravert þykja, hversu miklu þetta upphaf hefur valdið. í raun og veru var allt á fótinn. Al- þýðan öll í landinu langkúg- uð og sinnulítil um almenn mál, fátæk og menntunar- snauð. Á móti stóð fjandsam legt og fésterkt kaupmanna- vald, sem hreiðrað hafði um sig viö hverja höfn í land- inu og hélt þjóðinni í hungur keng. Engir bankar, ekkert veltufé. brautryðjendur sam- vinnufélaganna áttu í raun og veru aöeins eitt: Óbilandi trú á manngildishugsjón sam vinnustefnunnar. En sú eign var líka mikil og sú trú mátt ug. Um það getur enginn ef- ast, sem lítur yfir landið í dag. Gömlu Þingeyingarnir þurfa ekki að spyrja: „Hvað er þá orðið okkar starf“? — Árangur þess blasir alls stað ar við. Þáð hefur markað skýrustu rúnirnar í framfara sögu þjóðarinnar síðastlið- in 80 ár. Yfir það mun ekki fenna þótt aldir líði, jafnvel þó áð öllu samvinnustarfi væri lokið á íslandi frá og með deginum í dag. ENDA þótt samvlnnu- hreyfingin hafi þannig helg að sér land hjá okkur íslend ingum á svo myndarlegan og áhrifaríkan hátt og enda þótt að til áhrifa hennar megi beint og óbeint rekja flestar þær ævintýralega stórstígu framfarir, sem hér hafa orö ið síðustu áratugi, þá fer því þó víðs fjarri ,að hún eigi sér enga andstæðinga okkar á meðal. Samvinnusamtökin hafa átt í opinberu stríði við kaupmanna- og auðkónga- valdið í landinu frá fyrsta degi. Stærsti stjórnmála- flokkúr landsins, hinn svo- nefndi „Sjálfstæðisflokkur“, er stofnaður og rekinn af andstæðingum þeirra og hef ur alla tíð barizt gegn þeim af fullkoomnu hlífðarleysi. — Hefur sú barátta orðið því ófyrirleitnari og örvænting- arfyllri, sem þeim þótti ósig ur sinn sýnni. Á flestum víg- stöðvum hefur liðskostur kauþmangsins verið á meira og minna hröðu og óskipu- legu undanhaldi. Hann hef- ur gefið upp hvert vígið á fæt ur öðru. Málgögn hans, Mbl. og Vísir, kjökra yfir óförun- um. Það er nú orðið helzka á- róðursefni íhaldsblaðanna að samvinnufélögin séu einok- unarstofnanir, og Samband- ið auðhringur, sem kúgi og féflétti viðskiptamenn sína. | Það er vonlaus viðleitni eins j og rangur málflutningur i alltaf er. Rétt er það, að ! kaupfélögin eru víða aöal- 1 verzlanirnar úti um land. Sú þróun hefur orðið með eðlile'gum og heilbrigðum hætti. Þar hefur aðeins verið að verki hin frjálsa sam- keppni, sem manni skilst, að ritstjórarnir og sálufélagar þeirra telji flestra meina bót. Fólkið hefur sjálft valiö um verzlanir. Það hefur yfir gefið kaupmenn af þvi að það taldi hag sínum betur borgið með því að skipta við eigin verzlun. Kaupmönnum er og á að vera frjálst að verzla hvar sem þeir vilja. Þeir verða aðeins að geta lif að af afleiðingar sinnar eig in lífsstefnu. maöur í Mbl.-höllinni er ein ÁSAKANIRNAR um ein- okun kaupfélaganna eru haldlausar og sýna aöeins algj ör rökþrot þessara manna. Sama máli gegnir um auðhringastimpilinn, sem hinir kámugu fingur úr undirdjúpum hins pólitíska viðskiptalífs reyna að klessa á Sambandið. Samtök sam- vinnúmanna standa öllum opin til inngöngu. Starfsemi þeirra fer öll fram í dags- birtunni. Þau eru sameign tugþúsunda manna um land allt, sem hafa eygt í þeim möguleikana til að skapa sér betra og hamingjuríkara líf. Velunnarar þeirra mega láta sér vel líka að Mbl.-menn og aðrir, sem standa í viðlíka þroskastigi félagslega, telja það eitt sitt þýðingarmesta hlutverk að naga þau utan. Á meðan er það víst, að rétt horfir. k TIM IN N, sunnuðaginn 26. júlí 1959. Húnvetninga- mót á Hvera- völium Föstudaginn 17. júlí s.l. efndi Húnvetningafélagið í Reykjavík til almennrar skemmtiferðar félags- manna til Hveravalla. Lagt af .sta'ð' frá húsi félagsins að Miðstræti 3, kl. 2.15. Þátttaka var mjög niikil, eða 116 manns í fjórum stórum . langferðabifr.eiðum, og auk þess tvær minni , eða alls 130 ’manns. Veður var hlýtt, en lítilsháttar rigning; og kviðu því margir óhag- ' ‘ stæðs veðurs, en hinn ágæti Hún- vetnski veðurfræðingur, Jón Ey- þjórsson, sem var leiðsögumaðúr í ‘ ferðinni, spáði batnandi v.eðri; létti því öllum í skapi, því allir .trúðu á Jón. Ekið var sem leið liggur, að „Kerinu“ í Grímsnesi,. og þar' áð. Var svo haldið til Gullfoss, og setzt Á mótinu blöktu sýslufánar Húnvetninga sinn hvorum megin við þjóðfán- þar að veitingum í boði Húnvefh- ann. — Á neðri myndinni sést reiptog norðartmanna og -sunnan. ingafélagsins. Að því- loknu" var ferðinni haldið áfram,' og ffók ' riú -áð var komið um .1. 2.30. Tjöld landið að breyta ^um .svip. /Til voi’u reist, fánar dregnir að húni, toeggja han'da vorú eyðimelar; og ,en- það voru íslenzki fáninn og sandar, og að stundu liðinni var fánar toeggja sýslnanna. komið að Sandá, er mun draga kominn með segulbandið. Formaður ’félagsins, Friðrik Karlsson, sem einnig var farar- stjóri sunnan manna, setti sam- Kl. 3.30 kemur röð norðanbif- komuna. Gerði hann grein fyrir Húnvetningar ganga yfir Hvitárbrú á leið til móts á Hveravöllum. aðdraganda þessarar samkomu, en hann var, að á árshátíð félagsins síðastliðinn vetur, hittust einnig margir norðan- og sunnanmenn. Steingrímur Davíðsson skólastj. á Blönduósi, hafði orð á því, að gam- an væri, ef Hún vetningar sunnan og norðan heiða gætu einhvern tíma hitzt uppi á öræfum, og þá helzt á Hveravöllum. Ræddi Frið- rik einnig nokkuð félagsstarfið á bre'iðari grundvelli, og bauð alla velkomna og óskaði öllum góðrar skemmtunar. Næstur talaði Steingrímur Dav- íðsson, en hann var fararstjóri norðanmanna. Þakkaði hann for- göngu Húnvetningafélagsins um þessa samkomu, og lýsti gleði sinni og norðanmsnna yfir því, að fá tækifæri til að hitta burtflutta Húnvetninga á þessum fagra og sögufræga stað. Þá lýsti Jón Ey- þórsson umhverfi og sögu staðar- ins í snjöllu erindi, en eins og flestum er kunnugt, gerðist þar mikill harmieikur, er Halla og Ey- vindur létu þar líf sitt í útlegð. Að þessu Joknu tóku til máls: ! Hannes Jcnsson, fyrrv. alþm., Ágúst Jónsson, bóndi að Hofi, Guð- mundur Björnsson, kennari, Akra- nesi, og að lokum flutti Hannes Þorsteinsson, stórkm., frumort ljóð, í tilefni þessarar farar, og færði hann íélaginu kvæðið að gjöf. Var gerður góður römur, að níáli allra ræðumanna. Veður var gott, og fólk í hátíðaskapi. Hófst nú reiptog milli norðan- og sunnan- manna. Fór það fram í tveimur atrennum, hina fyrri unnu norðan- menn, en í þeirri seinni, veitti sunnanmönnum betur, þó eigi gætu þeir dregið reipið úr höndum narðanmanna yfir markið. Lauk því reipdrættmúm með sigri norð- anmanna og mikilli kátínu allra áhorfenda. Hófst nú dansínn við dynjandi nafn sitt af umhverfinu. Er hún reiða yfir melinn að austgnverðu óhrúuð og er því stundum verulég-: við vellina, og var nú mikill fagn- ur farartálmi en nú reyndist hún aðarfundur, því nú mættist skyld- fremur vatnslítil, og því auðveld fó.1v «v* á eingum fegursta yfirferðar. Um kl. 8 um kvökliö er Btað á öræfum íslands. komið að brúnni við Hvítárvatn.( Er ^ höfðu komig sér fyrir , Veður var þá mun léttara, og allir,'tjöldum sínum, og snætt af nesti fara út úr hifreiðunum og dást að.sínu, hófst kvöldvaka. Komið hafði hinu fagra umhverfi, en .gróður er! verið fyrir magnara til að auðvelda þar verulegur, en þó mestur í Hvít-' fóiki að heyra hvað fram fór, ogiharmoniku Jóhannesar Benjamíns- arnesi, sem er miðja vegu upp með hinn kunni húnvetnski útvarps- sonar,-en hann er auk þess skáld vatninu, og þar var g:st, bæði í maður Baldur Pálmason, var þar (Eramhald á 3. síðu). tjöldum og .sæluhúsi Ferðafélágs fslands. Var fólk í góðu skáþi, og hrugðu nókkurir á dans í sælii- húsin ,til kl. 1, enda var harmonikti- spilari með i ferðinni. Árla morgun var risið, enda komið bezta veður. Tjöld voru felld og búizt til ferðar. Jón Eyþórs- son kallaði fólk til tíða, og lýsti hinu ógleymanlega útsýni og sögu staðarins. Kl. 10 var lagt af stað upp til Kerlingarfjalla, og stanzað við sæluhús Ferðafélagsins þar. Veður var þá tæplega nógu bjart, til þess að hið fagra útsýni nyti ■sín til fulls, en fjallafegurð er þar mikil. Snæddi ferðafólkið hádegis- verð þarna og steig síðan upp í bifreiðarnar að nýju, og var ekið sem hraðast til Hveravalla, því nú var von á norðanmönnum á( hverri stundu, en þeir höfðu ætlað áð fjölmenna á samkomuna. Þang-| Fararstjórn Húnvetninga a3 sunnan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.