Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 5
TÍMINN, langardaginn 8. ágúst 1959. b „Hún fær hvergi frið að hafa hvorki utan húss né innan“ Ví8 skipHborðið í SÍS situr ungur maður blindur. Hlann , yanhagar einnig um hægri höndina. Hvort tveggja. sjón og hönd, missti hann af slys- förum. Maðurinn svarar greið- lega f sfmann og leysir vanda þeirra, sem eiga erindi við stofnunina eftir bví sem í hans valdi stendur. Þetta er Gunnar Guðmundsson hús- bóndi Tiggýjar Schaefer-tíkur innar sem beit telpuna é lóð- inni við hús Blindravinafélags «ns é miðvíkudaginn. Fréttamaður blaðsins átti fyrir ekömmu tal vi8 Gunnar um hagi fcans og félagann, Tiggý. — Itvenær misstir þú sjónina, Gunnar? « — ÞaS eru tólf ár síðan. — Hernig vildi það til? — Það var í sprengingu. — Fyrir austan? — Austur á Breiðdrl, ég er ætt- aður þaðan. — Og þú misstir hönd’na um íeið... — JÚ, ofan við úlnlið. — Hvað varstu þá gamall? — Ég var sjö ára. ■— Og áttir þá langa legu fyrir íiöndum. — Ég lá á spítala í hálft ár eða svo. — Og varst þá blindur á báðum augum — Já. Talað við Gunnar Guðmundsson, húsbónda Tiggý -— Var þá hægt að gefa henni íyrirskipanir nema á dönsku? Nei, það varð sð gera það, en svo skilur hún nú íslenzku. — Þú hefur verið vel að þér í dönskunni — Það fylgdi herni listi yfir það sem átti að segja við hana, það voru ákveðnar setningai — Hvað lielzt? — Það er nú til dæmis það, þegar maður er að fara með' hana og kemur að gangstéttar- brún, þá stoppar hún og maður segir hvort hún á að fara til hægri eða vinstri. Eins et maður vill fara yfir götu, þá fer hún það og stanzar á gangstéttarbrúninni hin- um megin. Síðan snýr hún til hægri eða vinstri eftir því sem henni er sagt. Svo getur maðrn* sagt henni að finna dyr eða tröpp ur og bekki. — Og hún finnur þetta greið- lega? •— Já, já. — Og skilur íslenzkuna nu orðið? — Já, hún gerir það, flest að minnsta kosti. Sumt hef ég sagt henni á dönsku, sumt á íslenzku. Ég nota málin á vixl eftir því, livað um er að ræða. — Hefurðu þá ekki kennt henni fleiri listir? Gunnar við skipfiborðið. — Fannst þér þá ekki að öll Mind væru lokuð efur þennan missi? — Manni fannst náitúrlega vera anzi erfið aðstaðan. Nokkuð skuggaleg framtíð, mmnsta kostl fvrst í stað, en þetta lagast þeg- ar frá líSur. — llvenær fluttirðu svo úr Breiðdal? — Ég hef verið hér í bænum Slltaf síðan þetta kom fyrir, á veturna. Síminn. hringir og Gunnar svar- ar: — Samhandið. Já, bað er á M. Viljið þér bíða eftir honum? a, við getum ekki slitið samtöl: . ið gerum þaS ekki nema fyrir iands- , 'simann. Augnabliik, ég skál at- huga, hvort hægt er að ná í hann i öðrum síma hérna einhvors stað- ar. Það er verið að ná í hann, sugnablik. Gjörið þér svo vel. — Komslu þá til Blindravina- fólagsins strax eftk flutninginn til Keykjavíkur? — Já, ég hef verið hjá Blindra- vinafélaginu síðan ég kom hingað og fór af spítala. — Hvenær var Tiggý fengin? — Það eru tvö ár síðan. — Þú tókst við henni strax? — Já, já. — Hún er frá Danmörku? — Já, hún er þaðan. Hálfs ann- ‘ers árs, þegar hún kom hingað, en var tarnin — Nei, ég hef nú ekki kennt henni neitt annað en þetta. — Tekur þetta langan tíma að þjálfa svona hunda til að fylgja blindum? — Já, það tekur alllangan tíma, ég veit ekki nákvæmlega hvað langan, en þeir eru í stöðugri þjálfun á meðan. — Hvernig hefur hún svo reynzt þér eftir að þú fórst að kynnast hennj og vera roeð hana? — Hún hefur eiginlega reynzt \ el. Það má kannske segja ekki alveg eins vel og venjulegt er vegna þess, að hún kom í svona ókunnugt umhverfi og þá fara þeir nú svolítið „úr stuði“. Annars held ég, að hún hafi reynzt eftir öll- um vonum. Hún hefur orðið mér til mikijlar aðstoðar, ■— Gazt þú nokkuð, Gunnar, farið um áður en þú fékkst tík- ina? — Já, ég gerði það nú, en eftir að ég fékk hana átti ég náttúr- lega auðveldara með það. — Hefur þú hana nokkurn tíma nieð þér, þegar þú ferð hérna út i Samband? — Nei, ég hef'nu ekki gert það. Ég hef iíka betri aðstöðu til að geyma hana allan daginn þar uppfrá. Hún myndi ekkiverða eins róleg að bíða eftir mér hérna. — Og hún stendur þarna bundin á lóðinni? — Já, hún er það svona öðru | hverju. Er jnni á milii. — Og fagnar þér líklega vel, þegar þú kemur? — Já, hún gerir það, greyið. Hún verður kát. Ótuktarskapur -— Hvenær fór að bera á þessu, að krakkar væru að sýna henni ótuktarskap? — Það var nú eiginlega mjög fljótlega. — Strax eftir að hún sást úti við? — Já, eiginlega sbax eftir að hún fór að verða ein úti og búnd- in. Fyrst hafði ég hana svolítið lausa úti við og þá þorðu þau nú ekkert að koma eða eiga neitt við hana, en svo fór ég að binda hana til að geta haft hana Ieng- ur úti og þá byrjuðu þau strax tneð eitthvert vesen. henda í hana og vera með alls konar læti, jafnvel stórir strákar sem fara þar með látum til að fá hana til að urra og gelta. Sumir hlaupa inn í portið til að rjála við ösku- tunnurnar og gera þannig hávaða, en henni er illa við að átt sé við nokkuð, sem tilheyrL- húsinu? •— Og hún gerir greinarmun á því, sem tilheyrir þessu húsi og þeirn næstu? — Já, hún gerir það. Henni er lla við að ókunnugir séu mikið að ’aurast í því. sem húsinu tilheyrir Jða á lóðinni. — Hefurðu orðið var við, að nokkur hafi revnt að berja hana? — Nei, þeir þora það ekki. Þá myndi hún bara hopa undan og svo getur hún stokkið á þá við næsta skref. Þeir hafa ekki gert annað en henda í hana og egna hana með skrípalátum. — Er hún bundin við inngang- inn? — Hún er bundin skammt frá nnganginum bakdyramegin og þar ganga nú yfirleitt fáir um aema heimamenn og þeir sem koma faeinlínis til að erta liana. Krakkarnir vita náttúrlega hvar íún er. — Fór hún strax að verða snegl in eftir að krakkarnir byrjuðu að ,láta svona við hana? | — Ja, svona fljótlega. 1 — Þetta er nokkuð skapstórt kyn? — Já, það er það nú víst. Ann- ars er hún ákaflega góð í sér; hún er ekki grimm að eðlisfari. Yfirleitt hefur hún verið vinaleg við alla, sem gefa sig eitthvað að henni, nema bara í þessu tilfelli. — En ef einhver gengur þarna um og ætlar að klappa henni eða gæla við hana, þá gæti hún kannske mjsskilið það? — Það gæti verið, sko, vegna þess, að þá getur einhver verið nýbúinn að erta hana eða eitt- hvað, eða hún tekið það skakkt. Það er alveg eftir því, hvernig menn fara að henni. Ef menn eru að fikra sig að hcnni hægt og hægt, þá getur hún skilið' það sem ertni. Það er helzt að ganga hara beint að henui og rakleitt. Gunnar og Tiggý. — Nei, ég hef nú ekki gert það. Ekki talið ástæðu til þess, þar sem hún er bundin. Það á ongin erindi þarna upp á lóðina, þar sem hún er. — Heldurou að hún myndi ekki jafna sig, ef hún fengi að vera í friði. — Jú, ég vona það. Hún er ekki gömul, ekki nema fjögurra og hálfs árs. Ég held hún myndi jafna sig, ef hún fengi bara að vera í friði. — Hún er kannske ekki mjög langrækin? — Nei, það held ég ekki. En krakkarnir jafnvel liggja á glugg anum, þegar hún er inni og eru þar með vesen og .læti. Maður hefur stundum ekki við að reka þau burtu. Það er eiginlega von að þetta geri greyið vitlaust. Hún fær hvergi frið að haía, hvorki ut an húss né innan. Hljóðfæraleikur — Hvað er langt síðan þú fórst að vinna hér við símann, Gunnar? — Það er um hálft ár, ég byrj- aði í janúar. — Hefurðu stundað vinnu utan heimilisins áður? .— Nei, ég hef bara unnið þar. — Og þá við ? •— Við burstagerð. — En þig hefur langað að breyta til? — Já, mig langaði til þess. ■— Og hvernig hefu, þér fallið? •— Prýðilega. — Og þú gengur rakleitt á milli? — Já, ég geri það. — Einhver var að segja mér, að þú lékir á hljóðfæri. — Já, ég hef nú gert það og hef nú að vísu haft dálitla at- vinnu af því, svona á kvöldin og um helgar. •— Á hvernig hljóðfæri? — Mest á harmóniku og gítai*. — Og getur notað vinstri hend iaa til þess eingöngu? — Já, svona að mestu leyti, nota hinn handlegginn eftir því, sem hægt er og stundum sný ég inikíkunnii við og spila á hana- öfugt. — Er þetta venjuleg harmón- íka, sem þú notar? — Já, hún er alveg venjuleg, ekkert sérstaklega gerð fyrir mig. — í hvaða samkomuhúsum hefurðu spilað. — Ég heí verið mest í Kefla- vík, Aðalveri og Víkinni. •— Með hljómsveitum? — Við erum þrír saman. — Hvað heitir sú hljómsveil? — Hún hefur ekkert nafn fengið. Við höfum ekki kallað okk ur neitt sérstakt. — Og gott upp úr þessu aS hafa? — Já, það er ágætis kaup. — Nokkur fleiri hljóðfæri? — Ég hef verið með trompei; svolítið. Annars lítið spilað á hann á skemmtunum. aðalléga verið með þessi tvö. — Er ekki erfitt að ná leikni á svona hljóðfæri með annarri hendi? . — Jú, það. er það náttúrlega, en þetta kemur smátt og smát.. Skilningarvitin þroskast hjá blind um, þau sem eftir eru, heyrn og næmleiki vaxa, maður fer að finna fyrir hlutum áður en maður kem- ur að þeim, skynja frá þeim þrýsí- ing. Það hefur verið útskýrt sem hljóðendurkast. Og svo fer mað- ur að sætta sig við tilveruna og það er fyrir mestu. — Ertu þá hættur að kvíða framtíðinni í sjónleysinu? — Ég er löngu hættur að hugsa þannig. B. Ó. íWlWVAVWAW.WAVWV.VVW.V.nUVSViV.VVWl í Bundin — Eru' þetta krakkar þarna úr. hverfinu, sem láta svona við hana?^ — Ég veit ekkert um það. Þau koma sjálfsagt víðja að og eru þarna mikið. Þau Jeyfa sér þetta, því þau vita að hún er bundin og getur ekki gert neitt annað en gelta og urra framan í þau. Þau vita sem sagt, að það er öllu ó- hætt, hvernig sem þáu láta. — Hefurðu nokkurn tíma sett á hana múl? NÝR SIMI 24466 (3 línur) Vinsamlega klippið auglýsinguna úr, því síminn er ekki í skránni SæSgætisgerðin OPAL hf. Skipholti 29. V.V.W.VW.W.W.V.V.VAW.VV.V.V.V.V.V.V.V.W.a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.