Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1959. 7 Tómas Árnason: Það var mjög áberandi í síðuslu kosningum, hvernig þríflokkarnir höguðu áróðri sínum. Þeir héldu því fram fyrir kosningar, að i raun og veru væri afgreiðslu kjör- dæmamálsins lokið. Formsatriði aðeins ■eftir, framgangur þess tryggður, þar sem þrír stjórnmála- flokkar hefðu heitið því fylgi. Þess vegna vaari raunverulega ekki kos- ið um þétta mál sérstaklega, heid- ur önnur þjóðmál. Sjálfstæðisflokk urinn faélt því -til dæmis ákaft fram, að kosningarnar snerust um afstöðu inanna til vinstri stjómar- innar. Þegar kosningarnr voru um garð*gcngnar,var snúið við blaðinu. Þá var talið allt í einu, að kosið hefði verið um kjördæmamálið. Allir þeir, sem greitt hefðu þrí- flokkunum atkvæði, hefðu verið hjartanlega sammála um kjör- dæmaþreytinguna. Eg heid að þetta sé ekki rétt. Margir játuðu það einslega, að þeir væru á móti þessu brölti, þótt þeir vil'du ekki slíta flokksböndin. Áróður flokkanna um, að kosið væri um önnur mál, hefur án efa haft mikil áhrif. Eg leyfi mér að vísa nil ummæla, t. d. háttvirts þingmaTins Norður-Þingeyinga hér áður við þessa umræðu, þar sem hann les úr blöðum kjördæma- bylfinga'rmanna ýmis skrif á þess; um nótum, sem ég var nú að lýsa. Þjóðaratkvæði nauðsynlegt Til þess >að tryggt væri, að þjóð- arviljinn kæmi fram í þessu eina máli, þyrfti að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu imi það sérstak- lega, þar .sem menn annað hvort samþykktu eða synjuðu breyting- <unni. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti aS fara fram sem fyrst og fresta (Ðrekari aðgerðum í málinu hér á hæstvirtu Alþingi á meðan. j Þegar úrslit slikrar atkvæða-, greiðslu lægju fyrir, þyrfti ekki lengur að deila um þjóðarviljann í ikjördæmamálinu. Þótt að vísu séu ákveðin ákvæði í stjórnar- ski’ánni sjálfri um það, hvernig henni skuii breyta, þá er þó þess að gæta, að sú breyting sem frum- varpið gerir ráð fyrir, er mjög róttæk og byltingarkennd. Það er vegið að hyrningarsteinum þjóð- skipulagsins með frumvarpinu. — Það er verið að svipta byggðai'lög- in hinum þýðingarmestu réttind- um, sérstökum fulltrúum til setu á Alþingi og enginn vafi er á því, að þessar ráðstafanir munu hafa hinar örlagarikustu afleiðingar fyr ir uppbyggingu og framfarir byggð bi'otið blað í stjórnskipuninni, ný brotið blð í stjórnskipuninni, ný ákvæðtætt, sem raska undirstöðu þjóðfélagsins og hafa munu ófyr-, irséðar afleiðingar síðar méir. i Ekkert kjördæmi hefur verið iagt niffur í landinu síffan nokkru fyrir aldamót. Það er því ekkert eðlilegra en að svo þýðingarmiklu ináli >sé sérstaklega skotið til þjóð arinnar. Með þjóðaratkvæða greiðsía — málskoti til þjóðarinn- ár — myndi fást skjT og ótvíræður þjóðarvilji í þessu eina máli. Þá komast kjördæmabyltingarmenn ekki hjá því að ræða málið. Þá yrði það eina málið, sem væri á dagskré og á samkomum og fund- um fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna anyndi það verða rætt og þau rök á báðar hliðar, sem menn bæru fram metin og vegin af þjóðinni. En þaff er engu líkara en þeir vilji forðast rökræðm' um málið saman- ber sókn þeirra til þessarar umr. hér á hæstvirtu Alþingi, samanber og það, að þeir vildu drepa mái- inu á dreif í kosningunum, í blöo- unum, á Itosningafundunum, frami boðsfundunum o. s. frv. Séu fylg- ismenn kjördæmabvltingarinnai’ sannfíerðir um að þjóðarviljinn sé þeirra anegin í þessu máli, þá er ©kkert ‘hægar en að fá úr því skor- ið með því að skjóta málinu til þjóðarinnár með sérstakri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Flokkshagsmunír gegn þjóðarhagsmunum Eg vék að því áður, að með upp- töku stórra kjördæma, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, myndi aðhald þingmanna minnka að því leyti að vinna að hagsmunamálum einstakra byggðarlaga.Myndi þetta með tímanum verða til stórtjóns fyrir núverándi kjördæmi. Jafn- Kjördæmaskipunin þarf aö stuðla að heilbrigðu, traustu stjórnarfari Fyrirhugaðar breytingar stefna til hins gagnstæða framt því, sem þríflokkarnir ætla að leggja niður öll núverandi kjör dæmi nema Reykjavík, hefur Fram sóknarflokkurinn lagt kapp á að vernda rétt hinna sjálfstæðu, sögu lega þróuðu kjördæma til þess að hafa sérstaka fulltrúa á Alþingi. Hefur fiokkurinn kallað þessa stefnu sína byggðastefnuna í kjör dæmamálinu, en hún er andstæð hinni stefnunni, stefnu þríflokk- anna með upptöku stórra kjör- dæma. Frumvarpið miðast fyrst og fremst við hagsmuni og rótt stjórnmálaflokkanna, miðar að því að trvggja það, að stjórnmála- flokkarnir. hafi nákvæmlega jafn-' marga kjósendur á bak við hvern þin.gmann. Það er viðurkennt, a. m. k. af sumum þeim, sem standa að kjördæmabréytingunni, að sann gjarnt sé og réttlátt, að Reykja- vík hafi hlutfallslega færri þing- menn miðað við kjósendatölu en aðrir landshlutar. Mér finnst þetta ekkert umtalsmál. Þegar litið er á rétt fólksins í landinu, sem er fenginn með ákvæðum stjórnar- skrárinnar, má ekki einblína á aðeins eitt ákvæði hennar. Þar kemur margt fleira til. Tökum t. d. 13. grein stjórnarskrárinnar, sem ákveður, að ríkisstjórnin skuli hafa aðsetur í Reykjavík. Allir vita og viðurkenna að þetta þýðir ó- metanleg réttindi og aðstöðumun fyrir Reykvikinga umfram flest- alla aðra landsmenn. Þannig mætti nefna mörg fleiri dæmi í stjórnar- skránni og öðrum landslögum. — Þennan aðstöðumun er hægt að jafna a. m. k. að nokkru leyti með því að veita landsmönnum utan' Reykjavíkur rétt til hlutfallslega fleiri þingmanna. Það verður þó jafnan matsatriði hversu meta skal sérréttindi Reyk javíkur sem höfuðborgar. En þeir, sem viðurkenna þetta sjónarmið á annað borð, geta ekki, eftir að landsmenn utan ‘Reykjavikur hafa skipað sér í einn stjórmhálaflokk cn annan ráðizt að honum og kall- að hann sérréttindaflokk. Það er ekki hægt að nefna sama hlutinn bæði réttlæti og sérréttindi. Ef þetta. réttlætissjónarmið er viður- kennt, er beinlínis rangt að þurrka það út með öðrum hætti, t. d. með uppbótarþingsætum í eins stómm stíl og gert er ráð fyr- ir í þessu frumvarpi. Það er að vísu rétt, að hagsmunir fólksins úti.um landsbyggðina rekast á hags muni flokkanna af þessum ástæð- um, 'en það er stefna okkar fram-| sóknarmanna að tryggja runveru-' legt réttlæti handa öllum landsbú um, þótt það kunni að rekast á flokkssjónarmið þau, sem fram koma í þessu frumvarpi, sem hér liggur fyrir til umræðu, að ég ekki tali um þá stefnu að gera landið' allt að einu kjördæmi, en þríflokk- arnir eru mjög grunaðir um að stefna að því marki. Sumir þeirra hafa beinlínis lýst yfir því. Þess ar tvær stefnur, byggðastefnan annars vegar og flokksstjónarmið hins vegar, eru algerar andstæður. Hvort er meira virði að tryggja hagsmuni einstakra stjórnmála- flokka, þannig að það gangi á rétt fólksins úti um landsbyggðina eða halda áfram uppbyggingu þjóðfé- lagsins á breiðum grundvelli, eins og gert'hefur verið nú seinustu ár- in? Við Framsóknarmenn teljum byggðastefnuna horfa til meiri heilla fjTÍr þjóðina I heild og þess vegna á að styðja hana. Byggða- stefnan spornar gegn samdrætti ríkisvaldsins á einum stað. I höf- uðborginni og grenndinni. Að sama skapi og samdráttur opin- bers valds hefur átt sér stað í Reykjavík, hafa önnur byggðarlög landsins orðið útundan í fjárhags- legit, atvinnulegu og menningar legu tilliti. Má öllum ljóst vera, hvílíkur háski er fólginn í þessari þróun. Þróunina frá þjóðríki til borgríkis verður að stöðva, en það verður ekki gert nema með virk- um og samræmdum aðgerðum. Á allra seinustu árum hefur slegið á þessa þróun. Allir þeir, sem hafa trú á uppbyggingu íslenzks þjóð- féla.gs á breiðum grundvelli, verða því að taka höndum sarnan um slíka uppbyggingu og koma í veg- fyrir, að aftur falli í sama farveg öfugþróunarinnar. Samdráttur valdsins Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, miðar að auknum samdrætti valdsins í Reykjavík og nágrenni, TÓMAS ÁRNASON bæði með mikilli fjölgun þing- manna og með auknum flokksáhrif um, sem kjördæmabreytingin mun hafa í för með sér. Menn hefðu getað haldið að sumum flokkanna, sem að breytingunni standa, væri ljós sá háski, sem hér er á ferð- inni og þess vegna haft tilburði til þess að auka völd hinna nýju kjör dæma og hamla þannig gegn hin- um sívaxandi samdrætti ríkisvalds- ins á einum stað. En það örlar ekki á slíku, engu virðist mega breyta nema hinum þrengstu ákvæðum kjördæmaskipunarinnar. í þing- raeðisstjórnarskrá eru ákvæðin um kjördæmaskipunina hín þýðingar- mestu. Segja má, að kjördæma- skipunin sé sá grundvöllur, sem pólitískt líf í landinu byggist að miklu leyti á, svo sem flokkafjöldi og margt fleira. Það er því mjög þýðingarmikið, að kjördæmaskip- unin sé traust og líkleg til að stuðla að góðu og heilbrigðu stjórn arfari. Þrjár meginleiðir Það mætti segja, að þrjár megin leiðir væru til um kjördæmaskip- anina. Fyrir það fyrsta að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningum, eins og hér er lagt til. í annan stað að skipta landinu öllu í einmennings- kjördæmi með óhlutbundnum kosn ingum og í þriðja lagi að gera landið að cinu kjördæmi með hlut- fallskosningum. Það liggur í aug- um uppi að ef landið væri allt eitt kjördæmi, myndaðist gróðiarstia fyrir nýja flokka. Myndi það auka stóruin á upplausn í þjóðmálum og skapa hættulegan glundroða. Auk þess myndi slikt að óbreyttum öðr um ákvæðum stjórnarskrárinnar leiða til mikils misræmis og rang- lætis til óhagræðis fyrir dreifbýl- ið, eins og ég gat um áður. En hvaða álirif er slík skipan stórra kjördæma með hlutfallskosningum, eins og frvarpið leggur til, líkleg til að hafa á stjórnarfarið í land- inn almennt? Allar líkur benda til, að stór kjördæmi muni ýta undir fjölgun stjórnmálaflokka. Reynsla annarra þjóða af hlutfallskosning- um kemur heim og saman við þessa skoðun. Ef slíkt skipulag hefði verði ríkjandi hér á landi sl. 10 ár, er ekki ósennilcgt, að stjórn iná.Iaflokkarnir væru nú 6, bæði Lýðveldisflokkurinn og Þjóðvarn- arflokkurinn hefðu fest rætur. Það er sanngjarnt, að þeir, seni gagn- rýna upptöku stórra kjördæma og niðurlagningu héraðakjördæmanna geri grein fyrir því skipulagi, sem þeir sjálfir telja heppilegra. Tillaga Framsóknar- manna Miðlunartillaga Framsóknar- flokksins í þessu máli er öllum kunn. Hún gen.gur fyrst og fremst út á það að vernda héraðakjördæm in samtímis viðurkenningu á nauð- syn þess að bæta þingmönnum við mesta þéttbýlið vegna fólksflutn- inganna þangað á seinustu árum. Hins vegar telur Framsóknarflokk urin að einmenningskjördæmi sem aðalregla sé öruggastur grundvöll ur að traustu stjórnarfari. Einn höfuðkostur einmenningskjördæm anna, er að þau tryggja tilveru hér aðakjördæmanna. Einmennings- kjördæmi efla sameiningu þeirra, sem hafa skyld sjónarmið í þjóð- málum. Þeir neyðast til að þoka sér saman í fylkin.gar,a:nnað verður augljöslega vatn á myllu andstæð- inganna. Slík skipan verkar því gagnstætt hlutfallskosningum að þvi levti, að hún stuðlar að tiltölu- lega fáum stjórnmálaflokkum. En slík þróun þjóðmálanna er einmilt heppileg, því að hún miðar að því að skapa tvær meginfylkingar í þjóðfélaginu, tveggja flokka kerfi. Fylkingar, sem skiptast á eftir stjórnmálaflokkum. En slík þróun þjóðmálanna er einmitt heppileg, því að hún miðar að því að skapa tvær meginfylkingar í bjóðfélag- inu, tveggja flokka kcrfi. Fylking- ar, sem skiptast á um stjórn lands- ins. Við slíkar aðstæður getur stjórnarflokkurinn engum kennt um nema sjálfum sér, ef illa farn- ast og stjórnarandstaðan fær tæki- færi til að sýna úrræði sín. Slík ■skipan kjördæma skapar meiri á- byrgð og traustara stjórnarfar, en á því er regin munur, ef þróunin er í þá áttina eða til hins gagn- stæða. Heildarendurskoðun Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirssoii sagði í þingræðu árið 1933 með leyfi forseta: „Einmenn ingskjördæmin eru ein höfuðtrygg- ing þess, að jafnan séu valdir til þingstarfa menn, sem hafa aflað sér trausts og þekkingar á því, sem starfi þeirra við kemur.“ Það mætti vitna til fleiri ummæla manna, sem ganga í sömu átt. Eg sagði áður, að ég væri andvígur frumvarpi því til laga um breyt- ingu á stjórnarskránni, sem hér liggur fyrir háttvirtri þingdeild þegar af þeirri ástæðu. að í stað þessarar breytingar ætti fram að fara hið fyrsta heildarendurskoðun á .stjórnai'skránni eins og allir þing flokkar hafa lofað þjóðinni fyrir meira en heilum áratug. í öðrit lagi legg ég áherzlu á, að hin rót- tæka breyting á kjördæmaskipan- inni, niðurlagning allra núverandi kjördæina landsins nema Reykja- víkur, verði svo fljótt sem kostur er á borin undir þjóðaratkvæði en frekari aðgerðum frestað á meðan. Þá myndi þjóðarviljinn ótvírætfc liggja fyrir í þessu máli. Hvenær sem að því kemur að endurskoða stjórnarskrána, er það áreiðanlega | þjóðinni hollast, að sem víðtækast ‘ samkomulag geti orðið um pll í grundvallaratriði stjórnskipunar- laganna. De Gaulle verður erfiður við Eisenhower forseta ítalir vilja fá forsetann til Rómar NTB—Washington, 6. ág. Nokkurn veginn þykir víst, Eisenhower forseti verði í London og París dagana 20.— 24. ágúst n.k. Mun hann einn- ig ræða við dr. Adenauer, en þó ekki í Bonn. Talið er, að fundur hans og de Gaulle kunni að verða nokkuð strembinn. Sennilegt er talið, að forsetinn muni ræð'a við dr. Adenauer í ‘Lundúnum, enda þótt fast muni hafa verið leitað eftir að hann kæmi til Bonn. Frómar óskir NTB—Moskvu, 6. ágúst. — Krustjoff vonar, aö viðræSur sínar við Eisenhower bindi enda á kalda stríðið. Sá er kjarninn í boðskap, sem hann sendi til forsetans bréflega meðl Nixon vslraforseta. Segist Krustjoff í einlægni vona, að hið fyrsta verði róttæk breyting til hins betra á sviði alþjóðastjórn- mála. Vorosiloff forseti Sovétríkj anna sendi Eisenhower einnig kveðjur og óskir um bætta saimbúð ríkjanna. Eisenhower hefur sjálfur sagf. að hann muni ekki gera neina samninga við Krustjoff né heldur eiga við hann viðræður sem full trúi fllra vesturveldanna. Engu að síður hyggst hann ræða við bandamenn sína í V-Evrópu. Mac millan verður forsetanum naumasfc mjög ósammála. Öðru máli kynni að gegna með de Gaulle og jafnvel Adenauer kanslara. Einkum eru viðræður Eisenhowers og de Gaulles taldar mikilvægar þar eð ekki verður einungis rætt um komu Krustjoffs, heldur sambúð Bandaríkjanna og Frakklands inn an Nato og istyrjöldina í Aisír. Þykir de Gaulle Frakkar afskiptir innan Nato og heto hefnt sín með því að hrekja brott bahdarísk ar flugsveitii' af frönskum flug völlum, en vélar þessar eru bún ar kjarnorkuskeytum. Settir hjá Forsetinn hefur tilkynnt, að ekki verði kallaður saman sér- stakur ráðherrafundur í Nato til að undirbúa viðræðurnar við Krust joff. Er spgt, að ítalar og Belgar hafi viljað hafa þann hátt á. Ekki vilji forsetinn heldur fallast á að koma t'il RómaborgET í Evrópu: för sinni. Er greinilegt, ag smá ríkjunum innan Nato, þykir sinn hlutur nú nokkuð fyrir ‘borð bor inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.