Tíminn - 12.09.1959, Qupperneq 5

Tíminn - 12.09.1959, Qupperneq 5
T í M I N N, laugardaginn 12. september 1959. Bréf frá Freysteini Þorbergssyni: Þegar drottinn mál- aði himnaríki Sextygy r: Bled, 4. september. „Heíurðu veitt því athygli, að ef horft er fyrst ler.gi á valnið og síðan á jörðina, bá er sem hún hreyfist“, segir f'riðrik, þar sem við sitjum á grasbakka við í'jallavatnið fagra, sem framar öðru hefur gert Bled að frægum ferðamannabæ. Já, víst sýnist svo. Nú er gola, og vatnið gárast. Það hefur kólnað hér síðustu daga. Hitinn er líkt og venjulegur sumarhiti í Reykjavík, en lofts- lagið annað og mildara — venju- legt Alpaloftslag. Við erum á göngu í kringum vatnið. Hæfileg áreynsla, kyrrðin og tært morgunloftið eru styrkj- andi fyrir taugarnar, góður undir búningur efiðra hugarþrauta. Svo er fegurðin slík, að enginn fær orða bundizt, en allar lýsingar ná þó skammt, jafnvet Túrgenév hefði átt erfitt með að koma orð- um að allri þessari fegurð. Við komum hingað í gær eftir rólegt fqrðalag ipeð viðkom-u á nokkrum stöðum í Vestur-Evrópu. Af keppendum áskore ndamót-ins var aðeins Benkö hór fyrir. Hafði hann komið nær 10 dögum fyrir mótið. Þegar blaðamenn spurðu hann um sigurlíkur hans, kvaðst liann vera öruggur um að hafna í einu af átta efstu sætunum. tíligoric kom svo í gærkvöldi, og Rússarnir eru á leiðmni við ní- unda mann, en enginn veit neitt um ferðir undrabarnsins. Raunar hugsum við lítið um skák á ferð okkar umhverfis vatnið.Nóg mun koma af slíku síðar. Vatnið er djúpt og tært. Þegar lygnt er á fögrum sumardegi, speglar það fjöllin, trén og blómir. í litum — gult, rautt, grænt, blátt— Hvern- ig varð svona fegurð til? Skyldi ekki vera til goðsögn um það? Á meðan við þekkjum ekki aðra betri, skulum við notast við þessa. Einhverju sinni héldu listmál- arar í himnaríki þing Voru þar saman komnir beztu málarar allra tíma, þeir sem ekki höfðu lent í neðra. Margt bar á góma, en brátt tóku menn að deila um stefnur í málaralist, hógvært að vísu. Sum- ir héldu því fram, að rétt stefna væri aðalatriði, aðrir, að mestu skipti hver maður á penslinum héldi. Loks reis upp vís maður og sagði, að að slíkt orðaskak væri til lítils. verkin sýndu merk- in. Gerði hann það að tillögu sinni, að allir viðstaddir gerðu hver sína mynd af. himnaríki, þar sem það er fegurst, og síðan skyldi Drottinn fenginn til að skcra úr um bezta málverkið. Hóf ust nú allir handa og luku verk- inu á tilskvldum tíma. Síðan voru myndirnar hengdar upp, og Drott inn kom sem dómari og heiðurs- gestur á sýninguna. Hann leit á öll málverkin með veibóknun, og er listamennirnir spurðu hvert þeirra væri bezt, svaraði Drott- inn. „Þið hafið allir vandað ykkur, og það er aðalatriði. Myndirnar eru allar góðar, miðað við þá litlu hæfileika, sem ég gaf ykkur í vöggugjöf, og þið haíið þroskað með elju við misjafnar aðstæður á jörðinni.“ „En hvaða málverk er allra bezt?“ spurðu þá málararnir með óþreyju. „Ekkert", svaraði Drottinn, „miðað við fjölþætta fegurð fyrir- myndarinnar eru málverkin öll lág kúruleg einhæf, lítiln,ótleg.“ „Hvað getum við þá gert til að ná góðum árangri?" spurðu list- málararnir í öngum sínum. „Vinnið saman“, svaraði Drott- inn. „Gerið allir eina mynd í sam einingu og þið munuð ná marg- i'alt lengra.“ „Ágætt“, svöruðu málararnir, „en hvernig skal verkinu hagað?“ Þið fáið mitt allra bezta léreft, ella mína liti, uppáhaldspensla ykkar á jörðinni og einn dag í næði hver“, svaraði Drottinn og bætti svo við, „sjálfur skal ég hafa auga með verkinu og sjá til þess að þið skemmið ekki fyrir fyrir öðrum.“ Enn var hafizt handa. Fvrstur byrjaði Adam. Ilann hafði eitt sinn teiknað Evu í sandinn með stórutánni. Með hverjum deginum sem leið, varð málverkið svip- meira og fegurra. Ef til vill setti Van Gough óþarflega mikinn skóg á hæðir og ása í kringum- vatnið, sem var á miðri myndinni, en það er smekksatriði. Loks kom að síð asta deginum, abstraktmálarinn var nú einn eftir. í fvrstu virtist honum, sem hann gæti hér engu við bætt. Hálfan daginn tvísté hann fyrir framan málverkið og nagaði á sér neglurnar vegna vel- gengni fyrirrennara hans. Loks fann hann sér þó verkefni og tók að blanda liti. Þegar því var lokið, og hann ætlaði að fara að mála, með nöglunum, eins og venjulega, þá sá hann sér til skelfingar, að neglurnar hafði hann alveg nagað af sér í ógáti. Nú voru góð ráð dýr — abstraktlistin var í hættu. Brátt minntist hann þó þess, að áður en hann fór að nota neglurn- ar fyrir pensil, hafði hann gert nokkrar frægar mynd.r með ónýt- um tannstöngli. Hann brá sér því frá, til að leita að hcnum. Þá kom Drottinn og leit á verk- ið. Hann vissi, að abstraktmálar- inn myndi ekki bæta það, og reyndar enginn manmeg hönd. Það var harla gott, en þó litilfjör- legt í samanburði við fyrirmynd- ina. Hann fylltist nú meðaumkun með mönnunum, vegna vanmáttar þeirra, gekk að léreftinu og full- komnaði verkið. Þegar abstraktmálarinn kom aft ur með tannstöngulinn. varð hann heldur en ekki undrandi yfir umskiptunum og stóð alveg agn- dofa yfir myndinni. Loks skildi hann hvernig í öllu lá, en til að geta með sanni sagt, að hann hefði lagt hönd að verki, bætti hann dálitlu fugladriti á björgin. Síðan tilkynnti hann að verkinu væri lokið. Allir hinir málarernir, sem fengið höfðu að sjá málverkið að afloknum hverjum vinnudegi, og þannig fylgzt með viðleggi hvers og eins, báru mest lof á þann, sem málað hafði síðasta daginn. Og brátt tóku þeir allir að mála ab- strakt. Hefðu þeir sennilega haldið því áfram til þessa dags, ef abstraktmálarinn hefð' ekki líka haldið áfram að mái'á. Næstu verk hans vöktu óskipta hrifningu. Svo bein strik þóttist enginn hafa séð áður, það er að segja, þar sem þau voru ekki bogin. En brátt óx tala þeirra, sem héldu því fram, að verk hans væru engu betri en þeirra eigin. Sögðu þoir abstrakt- list vera hið mesta fúsk og tóku upp aftur sinn fyrri stíl. Himna- iíkismyndin olli nú hörðum deil- um. Eftir því sem rengur leið, fannst þeim, sem að benni höfðu unnið, að þeirra eigin hlutur væri stærri en þeir hefðu áður gert sér grein fyrir. Loks gekk ósam- lyndið úr hófi fram, og Drottinn var fenginn til úrskurðar. Er hann hafði kallað alla málarana íyrir sig, mælti hann. „Ó, þið ó- fcljúgu sálir, hvenær munuð þið kasta til fulls húð úlfúðarinnar og tileinka ykkur hið eina sanna litillæti sem er uppspretta allra dygða?“ Síðan sagði hann upp alla sögu. Allir málararnir skömm uðust sín, nema abstraktmálar- inn, sem í rauninni hafði ekki gert neitt, nema mák klessur og strik og þegja yfir leyr.darmálinu. Þeir kváðust aldrei framar myndu mála abstrakt og báðu drottinn að fjarlægja himnaríkismyndina, sem hafði komið ósamlvndinu af stað. Drottinn féllst á það með þvi skil- yi'ði, að þeir rnáluðu abstrakt Guðjón í Gufudal er héraðskunn- ur maður fyrir stórbrotið athafna- líf í landbúnaði. Framkvæmdir hans og framsýni er óvenjulegt æfintýri í sveit á íslandi. Hann er fæddur á Grund í Svarf- aðardal 12. sept. 1899, sonur Sig- urðar Halldórssonar bónda þar og konu hans Önnu Friðriku Daníels- dóttur frá Tjarnargarðshorni í sömu sveit. Guðjón var 4 ára, er faðir hans og eldri bróðir, drukknuðu í há- karlalegu af skipinu Kristjáni, er fórst með manni og mús 12. maí 1904. Móðir sína missir Guðjón 10 árum síðar, hverfur hann þá fljót- lega frá Grund til að bjarga sér, og leita fjár og frama. Að heiman mun hann ekki hafa farið með önnur efni, en meðfætt þrek og mikinn áhuga á jarðyrkju. Kornungur fer hann í Hólaskóla, og útskrifast búfræðingur þaðan 1919. Nokkru síðar fer hann til Noregs, stundar þar verklegt nám, einkum í garðrækt, við Statens Smaabrukslærerskolen i Asker. En lýkur prófi frá Lýðskólanum í Voss 1923. Guðjón kemur aftur heim 1925, og stundar þá garðyrkjustörf í Reykjavík, skipuleggur þar marg- Gisf ydal áður fengið dalvcrpið hjá ríkis- stjórninni til nýbýlismyndunar, og liafði undirbúning að þangaðkomu sinni er hann léti af störfum við Reykjabúið. Með för Guðjóns í eyðidalinn hefst lífsævintýri hans fyrir al- vöru. Frá skólagöngu sinni hafði hann mest verið í opinberri þjón- uslu, þar sem laun voru rétt til hnífs og skeiðar, enda hóf hann landnám sitt í Gufudal fátækur -af fjármunum, en ríkur af þskkingu og reynslu sem garðyrkjubóndi. Á örfáum árum gerðist allt sam- samtímis í Gufudal, upp reis stór gróðrarstöð við jarðhitann, hús yfir fólk, fénað og verkfæri. Leirflög og skriður dalsins urðu að vel rækt uðu túni, sem gaf 10 kýrfóður. Litli eyðidalurinn var í einu vet- fangi orðinn stórbýli, sem gaf af sér hærri árstekjur en flestar gamlar bújarðir í sýslunni, gróður- húsin skiluðu blómum og ávöxtum, en grasræktin búfjárafurðum. Und- irlendi dalsins varð þrautræktað tún, en valinn búsmali leitaði haga lengra inn í fjalllendið, og skilaði kostamiklum afurðum. En Guðjóni mun hafa fundizt sér skorinn of þröngur stakkur í Gufu- dal, því bráðlega kaupir hann tvær Gufudalur — stórbýli í gróöurhúsabúskap. ar lóðir, sem þá var nýmæli. Hann stjórnar vinnu Við girðingu Þjóð- garðsins á Þingvöllum, sem ennþá lofar meistarann. 1931 varð Guðjón ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, en tók við ríkisbúinu á Reykjum í Ölfusi 1933. Rak Guðjón búið á Reykjum með forsjá og dugnaði, og skilaði stórum upphæðum til ríkissjóðs með árlegum tekjuaf- gangi. Var það óþekkt fyrirbæri á ríkisbúum hérlendis. Þegar. Garðyrkjuskóli ríkisins var stofnsettur á Reykjum haustið 1938 undn' stjórn Unnsteins Ólafs- sonar skólastjóra, hætti Guðjón störfum við Reykjabúið í árslokin. í ársbyrjun 1939 flyzt Guðjón með konu og börn í hálfbyggð hús í Gufudal, sem var eyðidalur í Reykjafjalli, skriðurunnin leirflög með urðarhólum en nokkrum jarð- hita. Þar sá landnámsmaðurinn lífsskilyrðin. Því hafði hann árið samliggjandi jarðir í Ölfusi, Gljúf- urárholt og Sogn. í Gljúfurárholti byggir hann nýtízku fjós yfir 60 kýr, og fyrstu sænsku votheysturn- ana, en í Sogni fjárhús. Á þessum jörðum rekur hann síðan stórbúskap í mörg ár, ásamt umsvifamikiili garðyrkjustöð í GufudaJ og öðrum búskap þar. Sívaxandi ertiðieikar : fólkshaldi við landbúnaðarstörf, munu hafa valdið því, að fyrir nokkrum árum selur Guðjón Gljúfurárholt með allri áhöfn, og er það talin hæsta sala á einni jörð á íslandi. Við sölu Gljúíurárholts herðir GuÖjón Sigurosson , Guðjón enn á nytjum Gufudalsir.;, byggir þar nýtt fyrirmyndarfjós, cg fjárhús, sem munu vera sérstoic sinnar tegundar þó víða væri lei - að. Þak fjárhúsanna er klætt gle.’i í stað bárujárns, og garðar hafð : lausir. Þegar fénu er sleppt á vo.- in eru garðarnir teknir út, og jarð- hita hleypt á leiðslur í húsunuri, eru þá fjárhúsin orðin að gróðu,- húsum, og í þeim ræktað grænmeii þar til hýsing fjárins hefst næsta vetur. Þetta er eifct dæmi um búhygg-vi og hugkvæmni Guðjóns. Þrátt fyrir umsvifamiklar athaf :V ir í búskapnum, hefur Guðjón ,ge ;- ið sér tíma til margháttaðra starfa í félagsmálum, og beitt sér fyr : stofnun margra merkilegra félags- samtaka í búnaðarmálum í sve.t sinni og sýslu. Má nefna hér nokk- ur félög þar sem Guðjón er ými.-í formaður eða frumherji að stofn. un þeirra, eða hvort tveggja: Fra. a ræslu- og áveitufélag Ölfusing >, Búnaðarfél. Ölfusinga, Garðyrkj : • bændafélag Árnesinga, Sambard Garðyrkjubænda og Ræktunarsarv- band Ölfusinga. Þá hefur Guðjón um margra ára skeið verið sýslunefndarmaður Ö1 ushrepps, form. Elliheimilisnefn '- ar Árnessýslu, í Hafnarnefnd Þo.- lákshafnar o. fl., sem ég kann ekfci upp að telja. Hefur jafnan sá beki:■ ur, sem Guðjón hefur setið, verlí vel skipaður, og hlutur umbjój- enda hans vel tryggður. Guðjón í Gufudal er maðue hress í bragði, og ákveðinn í skofc- unum, og lætur ekki hlut sinn fyr • neinum. Þiátt íyrír félksflóttar.r úi sveit- unum, hefur Guðjóni tekizt eö halda í forna reisn, með marga húskarla og höfðingsbrag í heii ■■ ilisháttum, og mun hin ágæta kor (Framhald á 11. síðu) öðru hverju, til þess að undir- strika vanmátt sinn, slíkt væri sál- um hollt, sagði Drottinn. Síðan jók hann nýjum víddum við himna ríkismyndina og setti hana niður á jörðina, á þann stað, sem við í dag köllum Bled. Og ennbá mála menn abstrakt á himni og jörð. Við Friðrik höldum áfram göngu okkar í kringum vatnið. Öðru hverju stökkva fiskarnir fjör lega upp úr því, og þar við göng- um fremst fram á baxkann, horfa þeir á okkur forvitnisaugum. Þeir stærstu halda sig gjarna í skugga undir bátum, sem liggja letilega með stefni á landi. Su.mir gægjast glottandi undan flötum botnunum, líkt og við værum fiskimenn með tórnan ögul. Fivysteinn VV.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/I Vörubílstjórafélagið Þróttur j Allsherjar atkvæðagreiösla um uppsögn samninga fer fram í húsi f^lagsms i dag frá kl. 2—10 síðdegis og á morgun frá kt. 1—9 síðdegis. Stjórnin. i <VWWWAV.V.'VWAWWAV.'.W.‘.'.VWW^iWAðia Til solu International dísilvél, TT 14, ásamt 25 kw Thon •< son-Houston rafal, reimdrifnum. Einnig er til sölu Esse gljákolavél Upplýsingar gefur skólastjó . Reykjaskóla. Sími um Brú. WW'.V.VM^V.'ASVS'.W.W.VAVW.V.W.'AVW.'.Vt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.