Tíminn - 22.09.1959, Blaðsíða 1
Ljósmæðrafélag
íslands,
bls. 7
Fólkið í húsinu, bls. 3.
Skákbréf frá Bled, bls. 6.
íþróttir, bls. 10.
43. árgangur.
Reykjavík, þriðjudaginn 22. september 1959.
203. blað.
Krafa útsvarsgreiðenda í Reykjavík:
Opinber athugun á verk-
um niðurjöfnunarnefndar
ÞaS er oft miklum erfiðleikum bundið að annast um vitana á skerjum og höfðum við strendur landsins. Þangað
þarf að koma birgðum og tækjum, en skerin eru stundum skreip og bratt að vitanumr Skipverjar á vitaskipum
eru því ýmsu vanir og hér sjást þeir vera að draga birgðir að einum vita.
Mun beita sér af alefli gegn
gildingu bráðabirgðalaganna
Yfirlýskg miístjórnar FramsJknarflokksins samjiykki á fundi
hennar s. 1. sunnudag
LTt af setningu bráðabirgðalaga um verð-
lagningu ríkisstjórnarinnar á landbúnaðaraf-
itírðuin(, ályktar miðstjóin Framsóknarl'lokks-
ins:
I 4. gr. laga ur. 94 frá 1947 um framleiðslu-
ráð Iandbúnaðarins o. fl. segir: „Söluverð land-
búnaðarvara á innlendum markaði skal mið-
así við það, AÐ HEILDARTEKJUR ÞEIRRA,
ER LANDBÚNAÐ STUNDA VERÐI í SEM
NÁNUSTU SAMRÆMI VIÐ TEKJUR ANN-
ARRA VINNANDI STÉTTA.“ í samræmi við
þessa meginreglu skulu þrír fulltrúar frá til-
teknum stéttarfélögum og þrír frá Stéttar-
sambandi bænda finna verðlagsgrundvöll fyrir
iandbúnaðarafuröir.
Verði ágreiningur um verðlagsgrundvöllinn
í þessari sex manna nefnd, skal málinu vísað
til yfirnefndar (gerðardóms), en hann skipa
einn fulltrúi frá neytendum, einn frá Stéttar-
sambandi bænda, en oddamaður skal vera hag
síofustjóri, sem ræður úrslitum, ef ágreining-
ur verður.
Ríkisstjórnin stáðliæfir, að svo mikill ágrein-
ingur hafi verið í sex manna nefndinni um
verðlagsgrundvöllinn, að annar aðilinn hafi
neitað að taka þátt í störfum hennar.
Átti þá gerðardómurinn samkvæmt skýlaus-
i*m ákvæðum laganna að taka til starfa. Og
ef annar aðilinn neitaði <;ð tilnefna mann af
sinni hálfu í geröardóminn, var auðvitað eðli-
legast fyrir ríkisstjórnina — og henni raunar
slylt — að lilutast til um, að dómurinn yrði
starfhæfur.
f stað þess að byggja þannig á grundvelli
laganna, hefur ríkisstjórnin og stúðningsflokk-
ar hennar nú valið þann kostinn, er ætíð
l'ofur þótt verst gegna „að Iileypa upp dóm-
inum“, taka sér dómsvald með bráðabirgða-
lögum og afnema í framkvæmd eina hina
merkustu réttindalög'gjöf. sem sett hefur verið
af Alþingi og gilt hefur ágreiningslítið á ann-
aii áratug'.
Miðstjórnin telur það enga afsökun, þótt
ríkisstjórnin telji sig liafa tryggt sér meiri
hlutafylgi fyrir framgaiigi laganna á næsta
þingi, áð svo miklu leyti, sem það verður
tiyggt fyrir kosningar.
Miðstjórnin vísar því undir dóm réttlætis-
kenndar og dómgreindar annarra stétta í þjóð
félaginu, hvílíkt gjörræðí það er gagnvart
bændastéttinni — einu stéttinni, sem sætt
liefur sig við að láta hluilausan embættismami
ííkisins hafa lirslitavald um kaup sitt og kjör
— að gefa út bráðabirgðalög til þess að varna
því, að liann geti kveðið upp dóm sinn, vegna
þess að flokkarnir, sem að ríkisstjórniiini
standa, telja, að hinn hiutlausi dómur muni
ekki, ef farið er að lögum og í samræmi við
réttlæti, fallast á að úrskurða lækkun á kaupi
bænda umfram það, sem orðið hefur hjá
öðrum stéttum. — Miðstjórnin hefur oft hent
á — og bendir enn á nauðsyn þess — að
(Framhald á 2. síðu)
Einnig birting á reglum hennar
um útsvarsívilnanir. - Engin leið
önnur til aS hnekkja rökstoddri
gagnrym
Ekkert hefur verið eins
(mikið umræðuefni manna í
Eeykjavík og þau skýru dæmi
sem nefnd hafa verið um kyn-
legar útsvarsívilnanir tiltek-
inna forystumanna Sjálfstæð-
Isflokksins og raunar fleiri
stórmenna, sem nefnd hafa
verið. Á þessu kynlega fyrir-
bæri hafa - engar viðhlítandi
skýringar fengizt enn.
Kattarþvottur niðurjöfnunar-
nefndar um málið gefur alls eng-
ar upplýsingar, og þótt hún gefi
í skyn, að þar hafi einhverjar
„sérástæður" komið til greina, er
öllum það hulin ráðgáta, hverjar
þær eru, eða hvaða sérástæður
nefndin tekur yfirleitt til greina
til útsvarsívilnunar.
Það er þó minnsta krafa, að
nefndin gefi það upp, þótt hún
telji sig bundna þagnarheiti um
framtöl einstakra manna.
Fulltrúi Framsóknarflokksins í
bæjarstjórn lagði til á bæjar-
stjórnarfundi, þar sem mál þessi
bar á góma, að samþykkt væru
tilmæli til nefndarinnar um þetta
en íhaldið felldi það með öllu.
Það skal vera svo mikil leynd yf
ir þessu máli, sem mögulegt er.
Eftir svo mikla og rökstudda
gagnrýni um útsvarsívilnanir
hefðu þeir menn, sem nefndir hafa
verið, og allir eru trúnaðarmenn
almennings á opinberum vettvangi,
þegar átt að óska eftir því við
nefndina, að hún gæfi nauðsynleg
ar upplýsingar um framtöl þeirra
og álagningu útsvarsins og leysa
hana þannig af þagnarskyldunni.
Þar með hefði hreinsun af áburði
fengizt eftir því sem efni standa
til. Auk þess hefði nefndin getað
jmælzt til þess við þessa menn, að
þeir gæfu henni leyfi til að birta
nauðsynlegar upplýsingar.
Ekkert af þessu hefur .gerzt,
'þrátt fyrir 'margendurtekna gagn-
rýni og tilmæli. Af þessum sökum
er mál þetta orðið fullikomið
hneyksli, s-em útsvarsgreiðendur
'geta ekki horft þegjandi á.
Þess vegna er það orðin krafa
alls almennings, að gerð verði
gangskör að því af opinberri
liálfu, að fá mál þessi upplýst.
Hér verður að fara fram opinber
athugun á verkum og starfshátt-
urn niðurjöfnunarnefndar. Það
verður af opinberri liálfu að
krefja nefndina sagna u ji það,
hvaða starfsreglur liún Lefur og
fer eftir um útsvarsívilnanir, og
livaða sérástæður hún metur gild
ar til slíkrar eftirgjafar.
Það verður ekki þolað skýringar
laust, að Ólafur Thors greiði 7 þús.
kr. minna útsvar -en honum ber
samkvæmt tekjuskattsútreikningi,
Bjarni Benediktsson á ekki að
-sleppa við 12 þús. eða Gunnar
Thoroddsen við 22 þús. meðan,
þorri útsvarsgreiðenda f-ær engar
slíkar ívilnanir. Séu til -eðlilegar
(Framhald -á 2. síð’u)
Ýmsir kynnu að halda að hér
vaeri einhver risasprengja á ferð
inni, en svo er þó ekki, heldur
er þetta stefnið á fyrsta herskip
inu, sem knúið verður kjarnorku.
Ber herskip þetta nafnið Long
Beach, en það er byggt í skipa-
smíðastöð i Quincy í Massachus-
etts. Búizt er við að smíði þess
Ijúki að ári, en 1961 mun það
verða tekið í notkun í bandaríska
flotanum. Verið er að smíða tvö
önnur kjarnorkuknúin skip vestra
og eitthvað um þrjátiu og sex
kjarnorkuknúnir kafbátar eru
væntanlegir á næsfunni. Nýlega
er hlaupið af stokkunum fyrsta
kjarnorkuknúna farþegaskipið
sem smíðað hefur verið ■ Banda
ríkjunum, og jafnframt það fyrsta
sem smí'ðað hefur verið í heim-
inum. Áður hafa verið sjóseftir
tveir kjarnorkuknúnir kafbátar
bandarískir, og rússneski ísbrjót-
urinn Lenin, sem að öllum lík-
indum er nú að reyna að brjót-
ast tii Norðurpóisins.