Tíminn - 22.09.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1959, Blaðsíða 6
6 T ÍM I N N, þriiíjutlaginn 22. scptember 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINa Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarin*M&, Skriístofur í Edduhúsinu við Lindarg6ts Símar: 18 300, 18 301,18 302, 18 303,1830* og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamena). Augiýsingasími 19523. - Afgreiðslan 12*2* Frentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: ÍSM* Loddaraleikur Sjálfslæðisflokksins ÞAÐ kemur alltaf betur og betur í ljós, hvað fyrir forkólf um Sjálfstæðisflokksins vakti, er þeir kusu heldur að veita flokksstjórn Alþýðufl. stuðning en að mynda sam- steyþtistjórn flokkanna. Til gangurirtn var sá að fá rík isstjórn, sem hægt væri aö láta, framkvæma ýmsar mið- úr jréttlátar aðgerðir, er væru skrifaðar á reikning hennar, en sjálfur létist Sjálfstæðis- flokkurinn enga ábyrgð bera og hvergi nærri koma, enda þótt stjórnin gerði ekki ann- að en aö fara eftir beinum fyr irmælum hans. Þannig taldi Sjálfstæðis- flokkurinn sig geta ráðið, án þess að taka á sig ábyrgð, og myndi það henta honum vel fram yfir þingkosningarnar. HÁMARKI sínu hefur þessi blekkingaiðja og loddaraleik ur Sjálfstæðisfl. náð sein- ustu dagana í sambandi við bráðábirgðalögin um land- búnaðarverðið. Málgögn Sjálfstæðisflokks ins eru ,nú látin deila rétti- Iega á ríkisstjórnina fyrir að „gefá út bráðabirgðalög, sem fela í sér mikið ranglæti og misrétti“ (sbr,- forustugrein Mbl. í- fyrradag), enda hafi „sú afurðaverðshækkun, sem bændur áttu rétt á, ekki þurft að valda nýrri dýrtíðar skriðu.“ í framhaldi af þessu lofar Mbl. svo hátíð- Iega, að þetta ranglæti skuli leiðrétt — en þó ekki fyrr en eftir kosningar Sannleikurinn, sem ekki verður leyndur, er hins vegar sá, að ríkisstjórnin gerir hér ekkert annað en að fram- fylgja beinum fyrirmælum S^jálfstæðisflokksins, enda hefur hann tilveru hennar og líf i hendi sér og getur vikið henni frá hvenær, sem hon- um þóknast. Ríkisstjórnin er svo algerlega háð stuðningi hans, að hún gerir ekki ann- að en það, sem hún veit, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins vilja láta hana gera eöa beinlínis fyrirskipa henni að gera. Það er þannig ekki annað en fullkomnasti loddaraleik- leikur þegar forkólfar Stjólf- stæðisfl. eru að stimpla um rædd bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar „ranglæti og misrétti", því að þeir eru hin ir raunverulegu ábyrgðar- menn þeirra. Loforð þeirra um að hlutur bænda skuli bættur eftir kosningar, er sami skrípaleikurinn, því að hefði Sjálfstæðisflokkurinn viljað hindra þetta óréttlæti, var honum það í lófa lagið fyr ir kosningarnar. SANNLEIKURINN er sá, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins eru frumkvöðlar og aðal ábyrgðarmenn bráðabirgða- laganna, þótt þeir reyni nú að villa á sér heimildir í augum bænda með því að eigna þau verkfæri sínu, ríkisstjórn Alþýðuflokksins. Tilgangur íhaldsforingjanna er að skapa hér fordæmi fyr ir því að binda kaup og kjör einnar stærstu vinnustéttar landsins með löggjöf. Heppn ist það, verða aðrar vinnu- stéttir landsins bundnar á eftir á sama klafann. Þegar því marki er náð, geta gæð- ingar Sjálfstæðisflokksins og fylgifiskar veitt sér enn meiri hlunnindi og sérréttindi en þeir gera þó nú sbr. útsvars- hlunnindi Bjarna Benedikts sonar, Gunnars Thoroddsens og Ólafs Thors. Það er því ekki aðeins skylda bændanna, sem lög- bindingin bitnar á í dag, að hrinda því ofbeldisverki, er hér hefur verið framið. Það er jafnnauðsynlegt verka- fólki og launafólki bæjanna, því að það mun síöar bundið á lögbindingarklafann, ef það heppnast að binda bænd ur nú. Vinnandi fólk landsins þarf að sameinast um að hrinda þessum fyrirætlun- um. Fyrsta skrefið' til þess að hrinda þessum fyrirætlunum er að láta ekki blekkjast af umræddum loddaraleik Sjálf stæðisflokksins nú í kosninga baráttunni! Eftir kosningarn ar verður það of seint. Hlutverk vikadrengsins BLÖÐ Sjálfstæðisflokksins reyna að láta líta svo út, að það sé Alþýðuflokkurinn og „ríkisstjórn“ hans, er beri ábyrgð á bráðabirgða- lögunum um afurðaverðið. Slíkt er með öllu rangt. Hlut verk Alþýðuflokksins í þessu sambandi er hið sama og vikadrengsins, er framkvæm ir fyrirskipanir húsbónda síns. Vitanlega er það hús- bóndinn en ekki vikadreng urinn, sem ber ábyrgðina. í þessu tilfelli er Sjálf- stæðisflokkurinn húsbónd- inn, því að hann hefur til- veru ríkisstjórnarinnar al- veg í hendi sér. Það er hins vegar ömurlegt tímanna tákn, að Alþýðu- flokkurinn skuli nú kominn í þá þjónsstöðu gagnvart Sjálfstæðisfiokknum, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli geta notað hann til að lög- binda kaup stærstu vinnu- stéttar landsins. Þegar Sjálf stæðisflokkurinn getur notað hann þannig fyrir kosningar, mun vafalaust ekki standa á því, að Sjálfstæð'isflokkurinn geti notað hann til að lög- binda kaup annarra vinnu- stétta eftir kosningar. Ðraumur Sjálfstæðisflokks ins er lögbundið kaup allra vinnustétta landsins, enda hefur Ólafur Thors sagt, að engar efnahagsráðstafanir komi að notum, nema kaupið sé bundið. Þegar því marki Skákbréf frá Bled: Petrosjan ætlar sér næsta einvígi við Botvinnik Bled, 14. september. Degi hallar. Vatnið er slétt sem spegill. Við förum í gönguferð með fram því, til þess að auka blóðrás- ina ,næra sálina. Trén skarta sínu fegursta rétt fyrir sólarlag. Við forðumst ailan skarkala, en ;sætt- um okkur við suð bjallanna. Enn eru margir á ferli, og þarna koma tveir kunnugir á móti okkur. Annar ungur, dökkur á brún og brá, brosleitur. Hinn miðaldra, feit laginn, værukær. Við sláumst í för þeirra. j Sá ungi er ættaður frá Armeníu. ■ Kunnugir kalla hann Tigran, aðrir [ Petrosjan. Hinn heitir Boleslavský. j Eitt sinn tók Boleslavský þátt í : áskorendamóti. Hann varð efstur og tapaði engri skák, en Bronstein nokkur náði honum í síðustu um- ferð og sigraði í einvígi, með hjálp j heppninnar, sögðu sumir. Nú er Bionstein aðstoðarmað- 'ur Tigrans, og Tigran fetar í fót- spor félaga síns. Eftir sigur hans yfir Keres í fjórðu umferð, er hann heilum vinning á undan næstu mönnum. Við spyrjiun hann um þá skák. — Þú fékkst erfiða stöðu upp úr byrjuninni á móti Keres? — Já, ég hafði lakara lengi vel, svo tókst mér að jafna, en 39. leik ur minn var mjög slæmur afleikur. í stað þess að, leika peðinu fram, hefði ég átt að leika Dh4 og hefði þá enn haldið jöfnu. — Já, staðan var ekki sérlega góð hjá þér, þegar hún fór í bið, en svo var Keres of hægfara? — Já, hann hjakkaði allt of lengi í sama farinu, segir Tigran, — og svo kom þetta---------, bætir hann við brosandi. Meira þarf hann ekki að segja, við vitum að hann á við hina glæsilegu hróksfórn og drottn ingarfórn, sem knúði Keres til upp- gjafar vegna óverjandi máts. — Meðal annarra orða, ekki manstu líklega hvað þú hefur teflt margar skákir við Keres? — Nei, ekki man ég nú töluna, þær eru orðnar nokkuð margar, en ég mun hafa eina yfir, það er að segja þessa, segir Tigran. — Þú ættir heldur að spyrja Smý sloff hvað hann hefur teflt margar skákir við Botvinnik, skýtur Bole- slavský inní. — Þær rnunu vera eitthvað um áttatíu, segjum við. — Meira — segir Tigran þeir hafa teflt þrjú einvígi. — Já, og margar skákir þar fyrir utan, segjum við. Svo fara þeir félagar að rifja upp fyrir sér, hvað þeir Botvinnik og Smýsloff hafa teflt margar kapp- skákir saman. Niðurstaðan verður nálægt níutíu. — Ef þeir téfldu eitt einvígið enn, myndu þeir fylla hundraðið, og vel það, segjum við. Petrosjan verður hugsi. Sjálfsagt hefur hann hug á að tefla sjálfur næsta einvígi við Botvinnik. Við erum þeirrar skoðunar, að líklega fái hann því framgengt, en óþarfi er að skjalla hann, með því að segja honum þá trú okkar. Brátt kveðjum við þá félaga, vilj um ekki eiga á hættu að valda þeim ónæði. Ef til vill eru þeir að brugga ein- hverjum banaráð — á skákborðinu. Við höfum áður, eitt sinn við matborðið, spurt Tigran um skák hans við Friðrik í fyrstu umferð. — Var það ebki tiltölulega auð- veldur sigur? spurðum við. er náð, geta flokksforingjar- nir og flokksgæðingarnir út- hlutað sér enn meiri fríðind um en ella, sbr. útsvarsfríð- indi Ólafs, Bjarna og Gunn ars. En illt er hlutskipti Al- þýðuflokksins orðið, þegar hann gerist vikadrengur Sjálfstæðisflokksins við fram kvæmd slíkrar stjórnar- stefnu. — Jú, því verður ekki neitað, svarar Tigran. — Friðriki hættir til að nota of mikinn tíma á byrjunina, finnst þér það, ekki? spyrjum við. — Gegn mér eyddi hann einni klukkustund og fjörutíu mínútum á fvrstu 13 leikina, sem alla hefði mátt leika án umhugsunar, svarar Tigran. Við höldum áfram göngunni við vatnið og hugsum í fyrstu um verka mannssoninn frá Armeníu, sem átti í miklum erfiðleikum í uppvexti, en náði svo heimsfrægð á sínu sviði. Hann hefur hrífandi persónu- leika, lítillátur, ljúfur og kátur. Ef Friðrik hefði hraða hans, tækni og stöðumat, þá væri hann ekki á flæðiskeri staddur. 1 leikfléttum stendur Friðrik engum að baki. Myrkrið er að skella á. Við mæt- I um ungu pari með vorbros á vör, I J og gömul hjón sitja á bekk með( ( haustkyrrð í hjarta. Þau horfa útj á vatnið. Ljósin kvikna eitt af | öðru. Vatnið iogar. Staki turninn í eyjunni ljómar í. birtu ijóskastar- anna. Kastalabergið brennur. Fisk- ur stekkur upp úr vatninu, og trén standa leyndardómsfull í myrkrniu. Við höldum heimleiðis. Hverfum aftur til efnisins. Þriðja umfcrð 10. september: Keres — Tal biðskák Petrosjan — Smysloff biðskák Benkö — Fishcer biðskák Keres og Tal tefla Kóngsind- verja. Sá fyrrnefndi leggur í peða- sókn á kóngsvæng, gerir flest til að flækja taflið og hafnar jafn- teflisboði í gruggugri stöðu. Tal tekst að opna sér línu á drottning- arvæng, og litlu síðar leggur hann út í ævintýri, fórnar riddara til að koma drottningu sinni i tæri við kóng andstæðingsins. Þrjú peð fær hann fyrir manninn, en meiri usla fær drottningin ekki gert, enda er Tal í tímaþröng. Keres teflir alla skákina af ískaldri ró og hafnar enn friðarboði, er skákin fer í bið. Hann hefur þá náð drottningar- kaupum, heldur enn manni fyrir þrjú peð og staða hans er betri, þar sem peð Tals á drottningar- væng er veikt, og frípeð hans kóngsmegin eiga enn langt í land. Petrosjan og Smýsloff tefla Enska leikinn. Framan af er eink- um stundaður skotgrafahernaður með einstaka taktískum brellum, en brátt verða mikil mannakaup og kemur upp endatafl með fjórum riddurum. Eitt sinn standa allir riddararnir fjórir í ferningi saman, svo nálægt hverjum öðrum, að þeir koma ekki við vopnum hver á ann- an, heldur snúa lensunum að peð- um andstæðingsins og halda þeim í skák. Peðstaðan er lokuð, og Petrosjan býður jafntefli, en Smý- sloff þraukar áfram í leit að smugu. Fischer beitir Kónsgindverjanum gegn Bankö. Enn sem oftar flæm- ist flóttamaðurinn frá öllum ákvörð unum á miðborði, þar til hann sér sér leik á borði. Með því að fara í drottningakaup, varna hrókum and stæðingsinus, en hróka sjálfur með skák, vinnur hann ekki einungis tíma, heldur umflýr nær alla tap- hættu og heldur frumkvæðinu. Mis- litir biskupar setja þó brátt jafn- teflismark á skákina. Friðrik teflir Nimzo-indverjann gegn Gligorie. Hinn síðarnefndi fær einbúa á d-línunni, en heldur frjálsu tafli. Brátt verða drottn- ingarka'up, og fær þá Gligoric færi á að skipta upp á einbúanum, en á meðan verða enn mannakaup. Loks kemur upp endatafl, þar sem Gligoric hefur hrók og riddara á móti hrók og biskupi Friðriks. Með lausum peðum á báðum vængjum er biskupinn sízt lakari en riddar- inn, og þar sem hvorugur á frí- peð, er jafnteflið líklegasta höfn- in, þegar lagzt er við akkeri bið- skákarinnar. 1 Fjórða umferð 11. september: Tal — Friðrik 1—0 • Fischer — Gligoric 1—0 Smýsloff — Benkö V2—V2 Keres — Petrosjan biðskák Ekki er ofsagt, að nú sé Sikil- eyjarvörnin í tízku. Henni er beitt í öllum skákum dagsins. Lengi fylgjast þeir Friðrik og Benikö að á móti Tal og Smýsloff, og kepp- endur taka að brosa, því þetta er upphafið að Gautaborgarleiðinni frægu, sem varð þremur Argentínu- mönnum að falli samtímis gegn Rússum á mótinu í Gutaborg 1955. Brátt breyta þó Friðrik og Benkö út af þvi afbrigði og hafa í huga peðsrán, sem hefur gefið svörtum nokkra sigra, þótt andstæðingurinn fái sókn. Ekki koma þeir þó að tómum kofunum hjá Rússunum hér. í níunda leik kemur Tal með nýjung, sem hann ségir að sé eftir forskrift Smýsloffs, og verði hann að treysta því, að fyrrveraridi heimsmeistari vaði hér ekki reyk. Svartur getur nú ekki tekið peðið vegna drottningartaps, og Friðrik verður að tefla stöður, sem eru andstæðingi hans þegar kunnar. Tal hefur teflt þetta eitt sinn áður í heimalandi sínu. Eyðist nú mjög á tíma íslendingsins. Smýsloff teflir að sjálfsögðu einnig nýjung sína, en I 15. leik, er leiðir skiljast, velur Smýsloff laltara framhald en Tal og lendir brátt í erfiðleikum. Benkö vinnur peð og litlu síðar brý.tur hann ‘kógnsstöðu andslæðingsins með skiptamunsfórn. Smýsloff <sér nú, að staða hans er verri, og .tekur þá þann kosíinn að bjóða jáfritefli. Þiggur Benkö boðið. Hann á aðeins tvær mínútur eftir fyrir 13 leiki. Tal tekst að ná drottningarkaup- um við Friðrik, sem verður að leika hraðskák í lokin. Tekst Tal síðan að njóta liðsmunar á drottn- ingarvæng, þar sem Friðrik'er veik- ur fyrir. Gligoric velur aðra leið en þeir tvímenningar, en uppsker þó ekki meira. Fischer teflir byrjunina mjög vel. Eftir 18. leik hefur hann opnað sér sóknarlínu að kóngi and stæðingsins, sem hann einnig press ar á tíma. Algengt er, að Fischer eigi eina klukkustund til góða gegn gegn andstæðingum sínum,;og virðist hann stundum leggja meira kapp á hraðann, en gæði leikjanna. Gligoric tekst ekki að ná gagnsókn að marki. Grípur hann þá til þess örþrifaráðs, að kasta góðum kóngs- biskupi fyrir riddara og peð. Litlu siðar fórnar Fischer. skiptamun, og er þá endirinn augljós. Gligoric fær það erfiða verkefni, að leika 10 leikjum á mínútu í tapaðri stöðu. Ratar hann þá skiótt í eitt af mátnetum síns unga andstæð- ings. Um skákina Keres Petrosjan var rætt áður. Biðskákir 12. september: . Gligoric — Friðrik V2 —V2 Benkö — Fischer V>—Vz Petrosjan — Smýsloff V2—-V2 Keres — Tal 1—0 Keres — Petrosjan 0—1 Eftir aðeins einn leik bauð Frið- rik jafntefli. Gligoric þáði, og fékk Friðrik þannig sinn fyrsta hálfa púnkt, og mátti helzt ekki seinna vera. Fischer náði brátt þráskák á Benkö. Hefði mátt semja fyrr í þeirri skák. Smýsloff þraukar enn lengi í riddaraendataflinu við Pgtro sjan, en einnig þar verða áætluð úrslit, er keppendur þráleika. Keresi tekst brátt að vinna hið veika peð á drottingarvæng Tals, og verður það hinum síðarnefnda að falli. Loks hefst síðasta skákin, bið- skák þeirra Keresar og Petrosjans. Petrosjan hefur látið .svæ ummælt. að staða hans í biðinni hafi verið hlutlægt töpuð. Víst var um það, að flestir töldu stöðu hans lakari. Keres sá sér enga hættu búna og fór að engu óðslega. Síðar ‘kom í Ijós, að sumir leikir hans hjálpuðu andstæðingnum dyggilega í ráða- gerðum hans. Keres átti nógan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.