Tíminn - 17.10.1959, Side 8
8
T I M I N N , laugardaginn 17. október 1959.
Frá Patreksfirði
(Framhald aí 5. sliru)
væntanlega kemur til landsins á
næsta ári.
Greidd vinnulaun 7 millj. s.I. ár
Með tilkomu þessara fyrirtækja
og stóxaukinni bifreiöaeign
manna hér um slóðir og vélanotk-
un bænda við landbúnaðarstörf,
reyndist brýn nauðsvn að hér
yrði sett upp járnsmíða- og bif-
vélaverkstæði. Kaupfélagið hefur
því einnig beitt sér fyrir fram-
gangi þess máls. Fyrir ,'frumr
kvæði þess var stofnað hlutafé-
lagið Logi. Þetta félag hefur
byggt upp slíkt verkstæði og
rekur það. Kaupfélagið er aðal-
hluthafi í félaginu, en aðrir hlut-
hafar eru starfsmenn fyrirtækis-
jns.
Öll eru þessi fyrirlæki undir
framkvæmdastjórn kaupfélagsins
og rekin eru þau frá skrifstofu
þess.
Öll eru fyrirtækin stofnuð og
rekin í anda samvinnu og sam-
Starfs. — Þau vinna öll saman og
styðja hvert annað í rekstrinum.
A s. 1. ári greiddi kaupfélagið
og fyrirtæki þess í vinnulaun 7
milljón krónur.
Þessi fyrirtæki fólksins, sem
enn eru ung og órevnd, eru þegar
orðinn snar þáttur í atvinnulifi
þessa staðar, en vöxtur þeirra og
viðgangur byggist fyrst og fremst
á því, að allur almenningur, sem
á fyrirtækin, bæði til sjávar og
sveita, sýni þeim áhuga og skiln-
ing, í einlægri trú á það, að mátt
ur samtaicanan getur veitt hinum
stærstu grettistökum, ef rétt er
að farið. Og reksturinn s. 1. ár
gefur góðar vonir.
Upplýsingarstarfið lieldur áfram.
Ég hef hér að framan brugðið
upp ófullkominni svipmynd af
samvinnustarfi í kauptúni á Vest-
fjörðum, sem óæmi um það hvern
þátt kaupfélögin eigi í uppbygg-
ingu dreifbýlisins á síðustu árum.
Ég er sannfærður um að sú leið,
sem hér hefur verið farin er rétt,
að fólkið sjálft tryggi afkomu sína
og lífshamingju með tilstyrk sam-
vinnufélaganna. Fólkið er kraftur-
inn og uppistaðan í þessum fram-
kvæmdum. Það reynir mikið á fé-
lagslegan þroska þess, ekki sízt
meðan fvrirtækin eru ung og sigra
verður ýmsa byrjunarörðugleika.
Þetta vita andstæðingar sam-
vinnufélaganna manna bezt. Þess
vegna halda þeir uppi vægðarlaus-
um áróðri til þess að veikja fé-
lagslega samstöðu fólksins, og
reyna að viðhalda pólitísku fylgi
úti á landi.
Þessi áróður er þó ekki líklegur
til þess að hafa mikil áhrif út um
byggðir landsins, þar sem fólkið
sjálft er vaxandi afl í samvinnu-
starfinu.
Samvinnumenn munu ekki láta
neinn blekkingaáróður villa sér
sýn, en halda uppbyggingarstarfi
sínu áfram til hagsbóta fyrir al-
þjóð, og í trú á góðan málstað.
3. síðan
(Framhald af 3. síðu).
meg að sprauta hormónum beint
inn i höfuðleðrið við háskólann
í Nevv York. í ljós hefur komið
að hárvöxtur eykst í kringum þann
sta'ð, þar sem sprautað er og hlið
arverkanir eru engar.
Gallinn er bara sá, að það þarf
nokkur hundruð sprautur til að
menn fái fullan hárvöxt aftur og
að sprauta verður alltaf aftur á
nokkra mánaða fresti.
Þessi aðferð er raunhæfari í sér
stöðum tilfellum, t.d. til að fá
hár á augnabrúnir og til að fá
hár til að gróa á smá blettum
líkamans.
ÞjóðLeikhúsib
(Framhald af 10. síðu).
frumtexta þulunnar og leikritið,
ef sagt væri til að mynda:
Hvíluvoð af hörvi,
hvílan sjálf af járni.
Höfundur vill þarna benda lil
fátæktar Leonardos og konu hans,
sem fram kemur víðar í leikrit-
inu.
Fyrir nokkrum árum skrifaði
Hannes Sigfússon í tímaritið Birt-
ing, harðvígan ritdóm um Ijóða-
þýðingar Helga Hálfdanarsonar,
þa rsem hann bar verk hans sam-
an við þýðingar Magnusar Ás-
geirssonar, og þótti smátt til
Helga 'koma. Helgi svaraði í
Þjóðviljanum af mikilli prúð-
mennsku og rnæltist undan sam-
anburði við Magnús. Nú hefur
Hannes Sigfússon, með Iþvi að
ljúka verki, sem Magnús hafði
byrjað, og fella þýðingarnar sam-
an, kallað yfir sig þann skáld-
jöfnuð, sem hann áður gerði með
þeim Magnúsi og Helga. Ég læt
áheyrendum eftir að gera þann
samanburð. En þó get ég ekki
stillt mig um að benda á, að
finnast mun þarna orðfæri, sem
þýðanda hefði misþóknazt ef staðið
hefði í lijóðum Helga Hálfdanar-
sonar:
! Brjóst þeirra brýzt ég inn í
| og baða í hlýjum dreyra!
j Hjartað skal heyra mér til.
(Við sleppum því, að sögnin að
baða á að vera áhrifssögn á ís-
lenzku, hitt er danska.)
En ef sleppt er öllurh saman-
burði við Magnús Ásgeirsson og
Helga Hálfdanarson, þá hygg ég
að segja megi að þýðin,g Hannesar
Sigfússonar sé gerð af trú-
mennsku og smekkvísi, og margt
sé þar skáldlega sagt. Ég birti hér
til .dæmis lokaorð leikritsins, sem
móðirin segir um hnífinn:
A-þýzkir afmælistónleikar
Síðastliðino fimmtudag efndi
þýzk-íslenzka menningarfélagið til
tónleia í Austurbæjarbíói í tilefni
af 10 ára afmæli Þýzka alþýðulýð-
veldisins. Tónlistarfólkið var frá
Austur-Þýzkalandi, en það var pí-
anóleikarinn Dietér Brauer, fiðlu-
leikarinn, Werner Scholz, tenór-
söngvarinn Max Janssen og Ina-
Maria Jenss, sópransöngkona, sem
er eiginkona söngyarans. Öll 4 eru
þau ung að aldri, en hafa þegar
Ágæt skemmtun
í Ólafsfirði
ýlafsfirði, 13. okt. — Framsókn
armenn héldu ágæta og fjölsótta
skemmtun hér í Öiafsfirði á laug-
ardag. Alþingismennirnir Karl
Kristjánsson og Gísli Guðmunds-
son fluttu ræður og ennfremur
fór Karl með nokkra kviðlinga við
mikla kátínu áheyrenda.
Jóhann Konráðsson söng ein-
söng með undirleik Jakobs
Tryggvasonar og tóku áheyrendur
honum mjög vel ög varð hann að
endurtaka mörg lög.
Að lokum var stiginn dans til
kl. 2 um nóttina ög lék H.H. kvart
ettinn frá Akureyri fyrir dansin-
um. Skemmtun þessi þótti takast
ágætlega. B.S.
Vel hann gæti leynzt í lófa,
liðugt þó um vefi smýgur,
hæfir djúpt í holdsins myrkri
heita lind vig blóðsins elfur,
þar sem innst á rauðri rót
rámt og dýrslegt ópið skelfur.
Jónas Kristjánsson.
öðlazt frægð og frama í heimalandi
sínu og nágrannalöndunum. Efnis-
skrá þeirra var mjög fjölbreytt og
vel til hennar vandað á allan hátt.
Þar voru m. a. verk eftir Handel,
Beethoven og Brahms auk minni
■spámanna. Það er einl. á píanó,
samleikur á fiðlu og píanó, ein-
söngur og tvísöngur. Allt saman
mjög vel gert. Hins vegar var ekk-
■ert viðfangsefnið þannig, að af því
mætt'i ráða, hve langt þau næðu í
list sinni eða hvar takmork þeirra
væru. Það sem einkenndi flutning
þeirra var öryggi og látleysi sam-
fara hófsemi og óskeikulli tækni.
Heildarsvipur hljómleikanna var
mjög jafn og góður, ■ekkej’t þeirra
bar langt af öðru, eins og vera ber,
þar sem jöfnuðurinn ríkir. Að vísu
hafði söngkonan kvefast hér í rign
ingunni, sem virðist ætla að endast
lengur en syndaflóðið, og af þeim
ástæðum varð að breyta að nokkru
cfnisskránni, en af því leidjli, að
tilkynnt var milli þátta, fcvað gera
skyldi hverju sinni. A.
Frakkar vilja
óbreytt ástand
NTB—París 13 okt. Debré
forsætisráðherra Frakka lýsti
yfir því á þingfundi í dag, að
franska stjórnin vildi áð hald-
inn yrði fundur æðstu manna
eins fljótt og kleift væri.
■Debré sagði að stefna Frakka
í því máli væri, að óbreytt á-
stand yrði í Berlín, en síðan yrðu
rædd þau mál, sem vaönlegust
mættu teljast til lausnar og sam-
komulags.
n11■ 111111111111ii11111111111■ .. immMimmmMiimmmMmmmmmmmiiiimiMiMM
gerir kaffið
sterkara
og
bragðbetra