Tíminn - 21.10.1959, Blaðsíða 6
0
T í MIN N , miðvikudaginn 21. október 195»
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjári og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
m Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948
■N
Nazistavinnubrögð íhaldsins
KUNN er smásagan eöa
dæmisagan af þjófnum, sem
hljóp út með þýfi sitt og kall
aði hæst allra: Þjófur, þjóf-
ur, meðan hann komst und-
an. Þessi dæmisaga varð
kjarni baráttuaðferða naz-
ista í Þýzkalandi fyrr á ár-
um í stærri og umfangsmeiri
stíl, Þar lærðu Bjarni Bene-
diktsson, Birgir Kjaran og
ýmsir fleiri helztu leiðtogar
Sjálfstæðisflokksins fræði
sín á blómatímum Hitlers og
efldu síðán hér á landi flokk
nazista, sem átti að vera
„stormsveit“ Sjálfstæðis-
flokksins, og helztu forystu-
menn íhaldsins í þá daga,
lýstu sem unglingum með
hreinar hugsanir.
Nazistaflokkurinn íslenzki
leið undir lok, en „ungling-
arnir með hreinu hugsanirn
ar“ hurfu til föðurhúsanna í
Sj álfstæðisflokknum og urðu
brátt kjarni hans og aðal-
ráðaménn. Flokkskerfið allt
hið 'innra var síðan byggt
upþ að 'hinni þýzku fyrir-
mynd, sem lærð hafði verið
í skóla Hitlers.
EITT aðalatriði þeirrar
uppbyggingar var mjög full-
komið njósnakerfi um skoð-
anir manna, og síðan var
þessum upplýsingum beitt
óspart í sambandi við ráðn-
ingar manna í störf og stöð-
ur, einkum á fyrri árum, með
an minna var um atvinnu. Á
seinni árum hefur heldur
dregið úr þessu, vegna þess,
að fremur hefur verið fólks-
ekla til starfa, og íhaldiö því
orðið að víkja frá reglu sinni
í þessu efni.
Sjálfstæðisflokkurinn eign
aðist brátt fullkomið spjald-
skrárkerfi um skoðanir
manna, einkum í Reykjavík,
og þeim njósnabókum hefur
síðan verið vel við haldið.
Menn urðu kannske ekki
mjög við það varir milli kosn
inga, en fyrir kosningar sagði
það til sín, og kom þá í Ijós,
að dyggilega hafði verið fært
í njósnabækurnar milli kosn
inga, og gat íhaldið þá flett
upp á hverjum kjósenda í
bókum sínum eins og góður
bóndi í ærbók sinni.
Samkvæmt eldri kosninga
lögum máttu flokkar hafa
fulltrúa í kjördeildum, er
skráðu niður kjósendur, jafn
ótt og þeir kusu. Að kvöldi
kosningadags sópaði svo í-
haldið bæinn eftir tilvísan
njósnabóka sinna, og enginn
borgari, sem íhaldið taldi von
um að kysi rétt, fékk heim-
ilisfrið.
Framsóknarfl. beitti sér
fyrir því, aö þessi heimild
flokka til að skrá niður kjós-
endur í kjördeildum var úr
gildi numin. Þetta torveldaði
njósnastarf Sjálfstæðisflokks
ins nökkuð, en eftir það var
því meiri rækt lögð við að full
komna njósnabækurnar og
starfsaðferðum breytt.
EFTIR mætti er reynt að
reka njósnir, skoðanakúgun
og pólitíska ásókn í leynum,
en við og viö er mistök verða,
blasir við sú mynd, sem Hjört
ur Hjartar framkvæmdastjóri
lýsti með táknrænu dæmi í
grein í blaðinu nýlega. Þess-
ari skoðanakúgun beitir í-
haldið alls staðar, hvar sem
við verður komið, og þessu
verður ekki leynt þegar mest
gengur á fyrir kosningar.
Eina leiðin til þess að
breiða yfir ósómann telur í-
haldið, samkvæmt kenning-
um og starfsaðferðum Hitl-
ers, að sé sú, að magna upp
þann óhróður um andstæðing
ana, að þeir beiti þessum að
ferðum. Þá er búin til forsíða
á borð við þá, sem sást í
Mogrunblaðinu í gær, upp-
spunninn þrættingur og heila
spuni, enda verður afrakst-
urinn harla magur. Þá er
reynt að hrópa að samvinnu
mönnum, að þeir beiti skoö
anakúgun. Það er gamla naz
istaaðferðin að hlaupa upp
og hrópa svo að yfirgnæfi
allt, að aðrir séu að fremja
þau illvirki, sem hrópendurn
ir eru að fremja sjálfir. Slíkt
er gamalkunnugt og víð-
frægt skjálkaskjól.
MORGUNBLAÐIÐ segir
að Framsóknarmenn ráði
samvinnufélögunum. Það er
ofsagt, en væri það rétt
mætti ætla, að þeir beittu
þeirri skoðanakúgun, sem í-
haldið heldur nú fram, á
þann veg, að útiloka t.d. í-
haldsmenn frá áhrifum og
störfum í félögunum. En það
er nú síður en svo. Þar eru
fjölmargir Sjálfstæðismenn í
áhrifamiklum störfum og
stöðum, þótt þvi miður hafi
sumir þeirra reynzt vera
hreinir og beinir skemmdar
verkamenn, og stafa af því,
hin verstu áföll, sem sam-
vinnufélögin hafa hlotið hin
síðari ár.
Sterkasta varnarvirkiS
ALLIR muna þær skefja
lausu hamfarir, sem íhaldið
magnaði fyrr á árum gegn
verkalýðsfélögunum, enda
vissi það, að þar var geiri
stefnt gegn stórgróðamönn-
um landsins. Nú er gerninga
hríðinni stefnt gegn öðrum
aðalsamtökum vinnandi
fólks í landinu, samvinnu-
félögunum í þeirri von, að
þar sé unnt að brjóta skarö
í varnarsamtök íslenzks al-
þýöufólks gegn sérgróðaöfl
um þjóðfélagsins. Efast nokk
ur maður um, hvernig á þess
ari herferð stendur? Halda
menn, að það sé umhyggja
fyrir almenningi? Það væri
nýr flötur á íhaldinu á ís-
landi.
Hver einasti íslendingur
veit það, einnig hörðustu
sjálfstæðismenn, að herferð
in er gerð vegna þess ,að sam
vinnufélögin eru nú sterk-
asta varnarvirki hinna
mörgu og félitlu gegn hinum
fáu og fjársterku.
Það er engu líkar en Morg-
unblaöið og Sjálfstæðisflokkur-
inn liafi náttúru þeirra skrítnu
manna, sem liafa nautn af að
láta flengja sig.
í g'ær sést, að Mbl. hefur
gert sár ferð upp að Blikar
stöðum til þess að fá fleng-
ingu hjá bóndanum þar, Sig
stcini Pálssyni. Birtist viffital
við hann í Mbl. í gær, og þar
er þessi kafli:
„— Þú vildir kannske byrja
á því, Sigsteinn, að segja mér
þitt álit á bráðaþirgðalögunv
ríkisstjórnarinnar", segir blaða
maður Mbl.
Og Sigsteinn svarar:
„— Þau eru ólög. Ég fyrir
mitt leyti vil taka það fram,
að ég er á móti allri dýrtíð
og verðhækkunum, en útgáfa
bráðabirgðalaganna eru svik.
Það þykir ekki góð uppeldis-
aðferð við börn, ef maður lof-
ar þeim einlivepju og svíkur
þau svo, enda hljóta börn að
tortryggja foreldra, sem þann-
ig brcyta“.
Lengra var ekki farið út í
þá sálma í viðtalinu, enda ættu
þessi orð að geta talizt sæmi-
leg flenging handa Mbl.
Þrjú vandarhögg
stjórn þína einmitt af þessu
gefna tilefni. Niðurstaða: (eins
og Alþýðublaðið sagði) „Bráða
birgðalögin voru gefin út og
stjórnin situr“.
Hver var það þá, sem setti
„ólögin“? Var það sá, sem bað
um leyfið til þess, eða liinir,
sem veittu það? Það þarf ekki
að fræða neinn um það. Sjálf-
stæðisflokkurinn ber því alla
ábyrgð á bráðabirgðalögunum.
Þetta var fyrsta högg, og
liér kemur það næsta:
„Svik"
Sigsteinn segir enn: „Útgáfa
bráðabirgöalaganna eru svik“.
Hér ber að sama brunni, menn
spyrja: Hvort framdi sá „svik-
in“ sem spurði: „Má ég
svíkja?“ eða hinn sem svaraði:
„Jáf blessaður svíktu, við
styðjum þig af alefli eftirl
sem áður.“ Enn ber Sjálfslæðis
flokkurinn ábyrgðina.
„Uppeldisaðferð"
Segja má, að flenging þessi
sé eiginlega þrjú allþung vand-
arhögg.
„Þau eru ólög“, segir Sig-
steinn. Það er fyrsta liöggið.
Hve'r kom þeim ólögum á?
Það var Sjálfstæðisflokkurinn
og enginn annar. Emil sagði
við Ólaf og Bjarna: Ég gef
ekki út bráðabirgðalögin, ef
þið styðjið ekki stjórnina eftir
sem áður. Og þeir svöruðu:
Auðvitað stýðjum við þig af
alefli. Við lýsum stuðningi við
Svo kemur þriðja höggið,
og það er hreint og beint húð-
'strýking, J(egis;r betur er að
gáð. Sigsteinn segir: „Það
þykir ekki góð uppeldisaðferð
við börn, ef maður lofar þeim
einhverju og svíkur þau svo“.
Satt að segja veit ég ekki,
hvort bændum finnst mikið til
um líkinguna, að þeir séu
börn íhaldsins, en samlíking-
in er að öðru leyti sláandi og
ísmeygilega eitruð í garð Sjálf
stæðisflokksins. Það er nefni-
lega hverju orði sannara, að
það var „uppeldisaðferð“ í til-
raunaskyni, þegar íhaldið
skellti út bráðabirgðalögunum.
Það átti nefnilega að ganga úr
skugga um það, livort hægt
væri að beita stéttirnar slíkri
uppeldisaðferð, og tækist þetta
við bændur, þá gæti svona lög-
binding á kaupi orðið algild
„uppeldisaðferð“ 1 stjórnmál-
um landsins á vamtanlegum
veldisdögum íhaldsins, þ'egar
Sjálfstæðisflokkurinn er orð-
inn sá „alfaðir“ í landinu, sem
liann dreymir nú um í krafti
kjördæmabyltingarinnar.
En þetta fór svolítið út um
þúfur hjá íhaldinu. Það átti
nefnilega ekki að komast upp,
að það væri Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem hefði sett „ólögin“,
stæði að „svikunum“ eða beitti
„uppeldisaðferðinni“ við bænd
ur. Það mátti helzt ekki vitn-
ast, að hann væri pabbinn,
sem j sv'ikið“ Siefði •nin“
svo aö þau „tortryggja foreldr-
ana“.
Þetta átti allt saman að
kenna krötunum og Emil kró-
ann. Þetta er gamalt og kunn-
ugt ráð. Áður fyrr var það al-
siða, að húsbændur fengu
vinnumenn sína til þess að
gangast við svona lausaleiks-
króum, þegar óþægilegt þótti
að heimilisfaðirinn gengist við
afkvæminu. T1 þess var líka
ætlazt í þetta sinn, en vinnu-
maðurinn brást. Hann rann á
þessu og ljóstað iþvi upp, að
íhaldið væri faðirinn, og öll
blóðpróf sönnuðu þetta enn
betur. Það er því dálítið ill-
yrmislegt af Sigsteini, að taka
svona líkingar í þessu við-
kvæma máli.
Þess vegna er nú hætt við,
að allmikillar tortryggni gæti
í garð „foreldranná“ í kosn-
ingunum á sunnudaginn, svo að
notuð séu hin ísmeygilegu
háðsyrði Sigsteins á Blikastöð-
um um Sjálfstæðisflokkinn.
— Hárbarður.
(Junnars þáttur Thoroddsens
Stjornlaus
Innkaupastofnun bæjarins.
XVIII:
Hvað var í skýrslunni?
Það var sögulegur fundur í
bæjarstjórn Reykjavíkur, þeg-
ar skýrslan frá innkaupastofn-
un bæjarins lá fyrir. Það var
'Skipuð nefnd til að rannsaka
þá stofnun. Þegar nefndarálitið
var lagt fyrir, var því útbýtt til
bæjarfulltrúa. Þórður Björns-
son, bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins tók skýrsluna og byrj
aði að lesa upp úr henni. Kom
þá fát mikið á borgarstjóra og
forseta bæjarstjórnar Auði
Auðuns, og ætlaði hún að beita
forsetavaldi til að láta Þórð
hætta lestrinum. Vitanlega
neitaði Þórður því, að af hon-
um væri tekið orðið og hélt
áfram lestrinum. Nú voru góð
ráð dýr. —• Tók þá forseti það
til bragðs að reka allt út af
áheyrendapöllunum, og enn-
fremur blaðamenn, og var síð-
an fundi haldið áfram fyrir
luktum dyrum.
Innkaupastofnun bæjarins
hefur alltaf verið ein af óhreinu
börnunum hennar Grýlu. Hún
hefur verið undir stjórn ýmissa
gæðinga bæjarins, sem hafa
haft snatt og snúinga fyrir
flokkinn að aðal-starfi, en feng
i'ð að bera tignarheiti „For-
stjóri innkaupastofnunar bæj-
arins“.
Að sjálfsögðu hefði stofnun
þessi getað gert mikið gagn, en
hlutvcrk hennar varð í raun-
inni annað, þetta var auðveld
leið til að gera innkaup á „rétt-
um stöðum“, því að allir hlutir
hafa sinn tilgang, þegar allt
bær - án
kerfið er miðað við það að
halda völdum.
Það er á allra vitorði, að
sjaldan hefur verið leitað til-
boða í lægsta verð — heldur
hefur verið á æðri stöðum
ákveðið hvar kaupa skyldi. Hjá
innkaupastofnun bæjarins mun
það ekki hafa verið óvanalegt,
að skipt væri við vissa smásala
með matvörur og aðra vöru-
flokka, sem úthlutað er til
þeirra snauðu, sem voru svo
ógæfusamir að þurfa á hjálp
bæjarins að halda.
Byggingarefni og rekstrar-
vörur voru oftast keyptar án
útboða hjá vissum heildsölum.
Að lokum var svo komið með
rekstur þessa fyrirtækis, að
öllum ofbauð, jafnvel þeim,
'sem höfðu skapað hana, bæjar-
stjórnaríhaldinu.
Var nú forstjóra hennar Jó-
hanni Ólafssyni, vikið til hliðar
en í stað hans var skipaður
forstjóri Valgarð Briem, sem
er í föstu starfi hjá Bæjarút-
gerðinni. — En hann er frændi
borgarstjóra. Honum til aðstoð
ar var síðan sett 4 manna
stjórn yfir fyrirtækið, hvað
hún hefur í kaup veit ég ekki,
en varla vinna þeir kauplaust.
Og hverir eru svo þessir fjór
ir menn, sem eiga að gefa í'áð-
leggingu um innkaup! Fy.rst
skal frægan telja Þorbjörn í
Borg — einn af mestu sprett-
hlaupurum flokksins, og með
honum eru aðrir slíkir „fósar“.
Eftir þeS'Sa hreinsun ætti á
næstunni að vera óhætt að hafa
opna bæjarstjórnarfundi, þeg-
ar störf innkaupastofnunarinn-
ar verða gegnumlýst í annað
sinn.
8. grein
skipulags
Ráðningarskrifstofa
Reykjavíkurbæjar.
XVIX.
Ég skal verða stuttorður um
annað grýlubarn bæjarins, sem
er ráðningarskrifstofan. Um
hana hafa löngum staðið mikl-
ar deilur og þras. Á kreppuár-
unum var hér þröngt í búi hjá
mörgum, þá óðu menn ekki í
seðlahrúgum eins og flestir
gera nú og þykir sjálfsagt.
Vinnumiðlunarskrifstofa rik-
isins .starfaði þá um nokkur ár
á meðan atvinnuástandið var
sem verst. Og þótli flestum nóg
að ein stofnun annaðist skipt-
ingu á vinnu milli manna. En
bæjarstjórnarmeirihlutinn vildi
skipta sjálf sínum osti, við þá
úthlutun þurfti að sjálfsögðu
að nota pólitísk gleraugu og
.skilja sauðina frá höfrunum.
Stofnun þessi varð fljótt all-
mikið bákn með mikið af spjald
skrám og upplýsingum um hitt
og annað. Að reka tvær stofn-
anir með sama verkefni var
vitanlega alveg út í hött en
íhaldið tók ekki í mál að leggja
niður sitt hreiður. Það hafa
oft verið fluttar tillögur um
að leggja þetta fyrirtæki niður,
því eins og atvinnuástandið frá
stríðslokum hefur verið, hefur
stofnun þessi ekkert verkefni.
Og þó mun hún nú kosta bæj-
arfélagið árlega ca. 3—400 þús.
kr. En stofnun þessi er eitt af
hjólunum undir vagni íhakls*
ins og slíkur vagn verður að
hafa öll sín hjól í lagi, vel
smurð með nýjum hjólbörðum,
ekki sízt fyr-ir ‘ kosningar.
A.B.C.
Framh.