Tíminn - 27.10.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, þriðjudaginn 27. október 1959. 1 „Graut má gera hvort sem er í landi, hvort það er sjófang eða sýknt eða heilagt. Hann er svo heilagur að þar má engi maður fé fyrir gjalda“, segir í fornum Jögum, sænskum. Þess'i tilvitnun er þó ekki af xninni hálfu gerð í frumheimild- ina, heldur er hún ein af mörgum skemmtilegum setningum í dokt- orsritgerð um mataræði lalþýðu- nianna til forna. Höfundur þessarar ritgerðar, dr. phil. Alfa Olsson, er safnvörður við Göteborgs historiska museum. Hún hefur dvalið þrjár vikur á fslandi nú í haus't, bæði til að isannreyna eitthvað af hinni miklu þekkingu, sem hún hefur aflað sér á fornri matargerð á ís- landi, og til þess iað auka við hana. „Hún er doktor í mat“, sagði dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, er hann bauð mér að hitta dr. Olsson heima hjá sér. Svo sannarlega var girnilegt að spjalla um stund við konu, sem hefur svo grundvallaða þekkingu á þeim fræðum, ekki sízt þegar hún reyndist einkar þýðleg og geðþekk. En ég komst ekki upp með neinn moðreyk, því að dr. Olsson vildi fyrst og fremst tala um íslendinga nútímans og ferða- lög sín hérlendts, — síður um iskyrið, sem fannst á Bergþólrs- hvoli og annað þess háttar. — Hvernig virðist yður íslenzka þjóðminjasafnið? — Það gefur mjög góða mynd af lífi alþýðunnar, bæði bænda og sjómalnna, og er ykkur til BÓma í alla staði. — Hafið þér varið tíma yðar hérlendis til rannsókna í sam- bandi við það efni, sem doktors- ritgerð yðar fjallar um? — Já, það hef ég gert og alls sfaðar fengið framúrskarandi góða aðstoð, í háskólanum — ekki sízt hjá dr. Jákobi Bene- diktssyni, ritstjóra orðabókarinn- ar, — hjá þjóðminjaverði, sem hefur ekki iaðeins reynzt mér góður kunnáttumaður í þeim fræðum, sem safnið geymir, held- ur einnig sérlega góður leiðbein- andi og skipuleggjandi um ferða- lag mitt til Norðurlands. Ég flaug til Akureyrar, fór þaðan að skoða Glaumbæ, Víðimýrarkirkju og Hóla. Ég gis'ti í skólanum að Löngumýri og fór svo til Reykja- víkur með áætlunarbíl. Mér verð- ur sú ferð ógleymanleg, — aka um héruðin þar sem fornsögurn- ar gerðust og sjá þau með eigin augum, þó ekki væri nema í 6VÍp. Þá hefur Kristján Eldjárn og kona hans líka gert sitthvað fleira fyrir mig. Þau fóru með mig til Þingvalla og þar fundúm við skjól til að matast úti, þó storm- ur væri. Mikil litauðgi er þar alit um kring. Síðan ókum við að Skálholti, og heim um Hvera- gerði. Á leiðinni komum við að rétt, sem Eldjárn sagði, að í imyndu vera um fjögur þúsund fjár — að minnsta kosti fundust imér kindurnar afar margar! Síðar skipúlagði Eldjárn ferð mína austur um sveitir. Þar kom ég að Skógaskóla og naut þar gestrisni og fjTÍrgreiðsiu Jóns Hjálmarssonar skólastjóra. Byggða safnið í Skógum er prýðisgott Þórður Tómasson sýndi mér það og fylgdi mér um nágrennið. Hann er fróður um marga gamla hluti, m.a. sýndi hann mér prjónaðan ostpoka, en slíkt ílát hef ég aldrei fyrr séð. Aft Bergþórshvoli kom ég, og að Hlíðarenda. Mér þótti vænt um að fá sólskin í Fljótshlíðinni — — fannst raunar að annað kæmi ekki til mála — hef alltaf Kaldið, að þar væri sólskin síðafi Gunn- ar sagði „fögur er hlíðin ... Það sem mér verður minnisstæð ast úr Íslandsferðinni verður hin hrjúfa fegurð landsins og gest- risni fólksins, sem var hin sama hvar sem ég kom. — Hefur mataræði til forna verið svipað hér og á Norðurlönd um? — Mataræði er auðvitað alltaf „Mér þótti vænt um að fá sólskin í Fljótshlíðinni” Sigrííur Thorlacius ræíir vií dr. phil Alfa Olsson, frá Gautaborg Dr. phil. Alfa Olsson, I Þjóðminjasafninu. dálítið breytilegt eftir legu staða og auðvitað hafa það verið | landbúnaðarafurðir, sem mest eru ! hagnýttar. En þegar lengra kemur aftur í aldir, þá virðist flest hafa ■ verið sameiginlegt í fæðu almenn j ings í öllum löndunum. | —- Hver hafa helzt verið sér-1 kenni íslenzkrar fæðu? — Mjólk og mjólkurafurðir hafa verið einkar þýðingarmikill þáttur í fæðunni hér og hefur dr. Skúli Guðjónsson gert Ijósa grein fyrir því í ritum sínum. Raunar má segja, að því fjær, sem land eða landshluti var al- faraleið, því meiri liður hafi land búnaðarafurðir verið í matargerð. — Var salt ekki munaðarvara fram eftir öldum? — Það var lengi dýr vara og al- menningur notaði það lítið sem ekki, enda gerðist þess ekki þörf. Menn höfðu aðrar geymsluaðl- ferðir. Matur var sýrður, reyktur og þurrkaður, auk þess sem al- gengt var að grafa matvæli í jörðu. Sú aðferð var þekkt um alla Skandinavíu langt aftur í aldir. Við allar þessar geymsluaðferðir urðu efnabreytingar í matnum, er gáfu honum sterkt bragð og því var hvorki salt né annað krydd nauðsynlegt. Kryddið varð suíátt og smátt tízka og munaður efna- mannat, en alþýða manna hafði lítið af því að segja. Þið grafið enn í dag hákarl í jörðu og vitið hvaða áhrif sú geymsla hefur á bragð hans. Eins hefur verið farið með margar aðrar fæðuteg- undir, — til dæmis var smjör löngum geymt á þann hátt. Hafa þær lýsingar á matargerð, sem geymast í íslendingasögun- um verulega þýðingu fyrir rann- sóknir eins og þær, sem þér stundið? — Vissulega, — þar er mikinn fróðleik að finna um mataræði fornmanna, en eins og þér vitið, þá deila fræðimenn enn um heim- ildagildi sagnanna og því er ekki hægt að tímasetja þær upplýs- ingar, sem þær gefa nánar en að þær tilheyri miðöldunum. Yfir- leitt verður að hafa þann hátt á um svona rannsóknir, a3 taka elztu traustar heimildir og þreifa Hugleiðingar um fjórðungssýningu sig svo aftur í tímann, svo langt sem sagnir og fornminjar leyfa. — Hvert er þá helzta gildi þess að rannsaka íslenzkar heimildir £ þessu sambandi? 'Fyrst og fremst það, að hétr - hefur, eins og í Færeyjum, fram- - þróun orðið á þann veg, að segja jj má að stokkið hafi verið yfir viss stig. Bæði hér og þar líktist ; mataræð manna allt fram á síð- j 'ustu mannsaldra meira því forna , en annars staðar. Á báðum stöð- ( um man og kann núlifandi fólk margt um matargerð, sem annars staðar er aðeins að finna' í skjöl- um. En svo hafa líka öfiðið svo örar breytingar á báðum stöðum síðustu áratugi, að þar hverfur margt á enn skemmri tíma én annars staðar á Norðurlöndum. Alger bylting varð i allri mataiy gerð þegar tekið var að frysta matvæli. Þá urðu flestar hinar,’ gömlu geymsluaðferðir' úreltár og gleymast brátt. Ritgerð dr. Olsson er auðvjtað. mjög fróðleg, en um leið skemmti leg. Þar er m.a. dregin fram.^ú þróun, sem orðið hefur frá því í fornöld í því að hagnýtá '■ fe>rn- mat til manneldis. Forhleifafund- ir á Austur-Gautlandi, sem eeu taldir vera frá því röskúni tveim- ur öldum fyrir Krist, sánná að ,þar hefur verið ræktað korn. og- einnig hafa fundizt merki þess'að á járnöld hafi korni verið blandgð í fæðu. Elzta brauð, sem 'fundizt hefur á Norðurlöndum -X pinnig á Austur-Gautlandi — éfftTlið vera frá því um 400 árúm ef-t-ir Krist. En elztu leifar af injólkur- mat virðast vera skyrið frá Berg-. þórshvoli og Stöng í Þjórsíirdal,. Ekki eru allar maígerðarK'sing- arnar frá fornöld aðlaðandi í öidc- ar eyrum og sumar minna'-á' vís- una: ,J ...• - Góður þvkir mér grauturinn méls, gleður hann svangan maga, en þegar hann er úr soðiriú'séls, svei honum alla daga! Sigríður Thorlácíus Um tólftu sumarhelgi laugardag og sunnudag var háð á Sauðár- króki hrossasýning fyrir Norðlend ingafjórðung. Sýning þessi var um margt hin glæsilegasta og fór vel fram. Var um þessa helgi saman kominn á Sauðárkróki óvenju stór og glæsilegur hópur gæðinga og kynbótahrossa. Hrossin voru dæmd og verðlaunuð fyrri dag sýningarinnar en sýnd opinber- lega og skýrt frá dómum seinni daginn. Þrjár dómnefndir unnu að dómum á sýningunni. Felldi ein dóma yfir kynbótahestuin, önn ur yfir kynbótahryssum og hin þriðja dæmdi gæðingana. Starf dómnefndanna var oft mjög erfitt er gera þurfti upp á milli hros'sa, sem lik voru að gæðum og útliti. Yfirleitt má segja, að dómnefnd irnar hafi unnið verk sitt af alúð og samvizkusemi og hafi furðu oft komizt sem næst sanni í dóm um sínum. Á þessu voru þó eðlileg- ar undantekningar og ein sérlega gróf. Þar vakti mikla athygli sýn ingargesta, er ótamdar kynbóta- hryssur voru leiddar fram til sýn ingar að sú hryssa, sem dæmd var mesla kynbótahrossið í þessum sýningarflokki var ekki nefnd nein istaðar í sýningarskránni. Hafði hér óskráse-tt hross verið tekið til sýningar verður slíkt ag teljast mjög hæpið og slæmt fordæmi, þar sem hrossum er iðulega vísað frá þátttöku í kappreiðum hvað þá sýningum sem þessari, ef þau hafa ekki verið skrásett til keppni á réttum tíma. Það var þó ekki þetta atriði sem kom mér 'til að skrifa þessar hugleiðingar, held- ur það að þessi hryssa átti ekki þann dóm með réttu að teljast mesta kynbótahryssan sem sýnd var ótamin á þessari stóru sýn- ingu. Sú hryssa sem var látin skipa annað sætið í þessuni sýn- ingarflokki, Blesa frá Sauðárkróki, eign Sveins Guðmundssonar, átti óefað fyrsta sætið, ef dæmt hefði verið eftir þeirri megin reglu, sem formaður dómnefndar kvað dóma, | hvað mest grundaða á, en þa?> var að reyna að ráða í kynbótagildi hrossanna og dæma eftir því. Hryssan sem skipaði efsta sætið, er ekki það stórættuð að ástæða sé til að telja hana sérsakt kyn- bótahross af þeim sökum, og ef af kvæmi eru til undan henni eru þau óreynd og ótamin. Það er því hreinn spádómur ef umrædd hryssa er sögð öruggt kynbóta- hross. Blesa frá Sauðárkróki, sem dæmd var I annað sætið er al- systir Blesa, Árna Guðmundsson- ar, sem dæmdur var mestur gæð inga á síðustu landssýningu á Þing völlum. Dóttir hennar, Fjöður ,frá bært gæðings hross hlaut heiðurs verðlaun og stóð önnur af tömdum hryssum á þessarfi fjórðungssýn- ingu og á landssýningunni 1958, hlaut hún einnig heiðursverðlaun og dæmd fjórða bezta kynbóía- hryssan á sýningunni, þá aðeins fjögurra vetra. Þó ekki sé fleira sagt um Blesu*leynir sér ekki að hún er öruggt kynbóta hross og hefði 'tvímælalaust átt efsta sætið. Þeir menn er fjölluðu um þenn an dóm eru allir reyndir dómarar, isem fáir fríja vits í þeim sökum. Hvers vegna dómnefndinni fipað- ist svo i þetta skipti veit ég ekki, en hefi tilhneigngu lil aft skýra sem dómblindu, hliðstætt því er vanir skákmeistarar leika manni í dauðann. Út frá þessum atburði hefi ég hugleitt hvort það sé æski legt fyrir hrossaræktina að ein- staklingar séu algjörlega réttlausir gagnvart dómnefnd á slíkum sýn- ingum, eftir að þeir hafa lagt hross sín undir dóm. Ég álít að auka þurfi rét-t einstaklinganna í þessu efni. Það er mjög misjafnt hvernig menn brégðast við ef þeir fá ranga dóma, að þeirra áliti, á gripi sína. Sumir gugna alveg og hætta öllu ræktunarstarfi og er slíkt skaði. Aðrir harðna og leita allra ráða til að rótta hlut sinn. Dómar kynbótahrossanna þurfa að vera það öruggir as þeim megi hlíða og þeim verður að hlíða. Þess vegna ætti á öllum stærri sýningum að vera yfirdómnefnd, sem einstakir dómnefndarmenn og einstaklingar, með einhverjum takmörkum t.d. með samþykki meirihluta stjórnar , viðkomandi hrossaræktarsambands, gæti kært dóma til. Hestamenn ættu að taka íFramhald á 8 *fTh> Trrr~ Nýr skólastjóri Tónlistar- skólans Tónlistarskólinn í Reykjavík yar settur mánudaginn 5. októþer s.l. og stunda yfir 170 nemendúh núm við skólann. Hin nýja kennaradeild. skólans tekur til starfa á þessu hausti. I henni eru 10 nemendur, og, er gert ráð fyrir að fyrstu kennara- efnni verði brautskráð vor>S 1961. Árni Kristjánsson pj^nóleikarir sem verið hefur skólastjóri Tóu- listarskólans undanfarin ar, let 3áf því starfi í haust og heftir Jóri Nordal tekið við af honum, Nýir kennarar hafa verið ráðn-; ir að skólanum, dr. Rbert A. Ottós son og Sigurður Markússon jað, kennaradeildinni og Jakóhína Ax- elsdóttir að píanódeildinni. Hólm- fríður Sigurjónsdóttir tekur aftur, við kennslu við píanódMdföi, eri hún kenndi ekk isíðasliðiftn ivetur vegna námsdvalar í Bandaríkjun- um. V': Vv -T . Wt > • - Fylkt iiði á mótið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.