Tíminn - 27.10.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1959, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, þriðjudagiim 27. október 1959. Minning: Daníel Tómasson, trésmíðameistari (rá Kollsá í Hrútaf. MANUDAGINN 19. október var Daníel Tómasson, Tómasarhaga 9, til moldar borinn í Fossvogskirkju garði. Hann var íæddur 7. marz 1888 að Kallsá. Foreldrar hans voru Valdís Brandsdóttir Tómas- sonar prests að Prestsbakka, síðar að Ásum i Skaftafellssýslu og Tómas, söðlasmiður Jónsson Jón- assonar frá Kollsá. Daníel var hár vexti, ígrannur og beinvaxinn, and- litift grannt og línur skýrar, aug- un blá' og .sendu frá sér blítt og fagurt bros, sem yljaði og vermdi inn að hjartarótum þeirra, sem mutu, hárið rauðbrúnt, mikið og fór vei. Öll framkoma Daníels ■karlmannleg, drengileg og traust. D-aníel giftist eftirlifandi konu sinni Herdísi Einarsdóttur frá Hróðnýjarstöðum, 27. júní 1919. Þau hjónin- eignuðust 6 born, 2 syni og 4 dætur. Börnin fæddust í þessari röð: Þorvaldur, Iingiríður, Valdís Sigurlaug, Esther, Einar Tómas, Áshildur Esther. Einar dó fæpra fimm ára en Esther á fyrsta ári og var lögð í kistu hjá afa sín- um, Tómasi, er dó um svipað leyti. Strax í æsku bar á mikLim hagleik og dugnaði hjá Daníel að hvaða starfi, sem hann gekk. Og ungu rað árum nam hann trésmíði hér í Reykjavík hjá Steingrími Guðmundssyni, trésmíðameistara. Sveinssmíði Daniels var hurð, og. lauk hann því trésmíði með ágætis vitnisburði. Að mámi loknu hvarf Daníel aft- ur heim til átthaganna og dvaldi hjá foreldrum sínum um ára bil, en stundaði húsasmíði í sveitinni og nágrenni hennar. Á fyrstu starfs árum Daníels var hann þekklur smiður og eftirsóttur fyrir dugnað og áhuga. Áhugi og vinnuþrek þessa grannvaxna manns, var óvenjulegt. Á fyrstu búskaparárum þeirra hjónanna, Herd'Aar og Daníels, var 'túninu á Kollsá ekki skipt, en heyjað 1 samvinnu og töðunni skipt milli ábúenda. Gengu allir ábúendur jafnt að verki við slátt og þurrk á töðunni. Eitt vorið meðan að þessi háttur var á, hafði Daníel byrjað á að byggja fjárhús og hlöðu og var nokkuð eftir, er sláttur byrjaði, og hann því bund- inn alla daga. En húsunum hafði hann ákveðið að koma upp fyrir veturinn, og tókst það líka með því að leggja nótt við dag. Daníel gekk fast að slættinum o.g lét ekki á sig halla í samvinnunni. En á kvöldin er hætt var slætti, var gengið í bæ og matazt, en matar- hléið var stutt, og að því loknu var vinna hafin á ný við húsbygg- ingarnar og unnið af kappi til lág- nættis, og komið gat það fyrir, að morgunstund væri tekin til bygg- inga áður en gengið var á teig. Öll peningshús á sínum parti jarðarinnar byggði Daníel úr stein steypu og að mestu leyti í svo kölluðum frislundum sínum, það er að segja, um helgar og ef dagar gáfust frá byggingum fyrir aðra. Þegar þessum framkvæmdum er lokið, lætur Daníel sinn part jarð- arinnar með húsum og áhöfn í hendur tengdasonar síns, en flytur sjálfur með konu og börn hin.gað til borgarinnar haustið 1941. Og enn blasa verkefnin við. Nú þarf fjölskyldan að eignast þak yfir höfuðin. Daníel byrjar með það að kaupa gamalt, lítið hús með 'góðri lóð. Strax er byrjað á að stækka það og endurbyggja. Og er því verki er lokið, er þetta orðið gott hús og nægjanlegt hús- rúm fyrir meðlimi fjölskyldunn- ar. En Daníel er það samt ljóst, að framtíðin krefst meira hús- næðis. Fljótlega er því byrjað á að leysa þetta vandamál framtíð- arinnar og hornsteinar lagðir að framtíðarheimili fjölskyldunnar. Húsið er fjórar íbúðir og þar með er séð fyrir þörfum allra barn- anna, er þau mynda sitt heimili. Fyrra vinnulag er tekið upp og hver stund notuð, sem hægt er að missa frá svefni. Byggingunni skil- ar ótrúlega vel áfram. Sonur og tengdasonur fylgja föðurnum fast eftir til starfa og allt gengur vel. En hér skal þess líka minnzt, að Daníel átti góða konu — alveg sérstaklega — sem annaðist hann með þvi meiri nákvæmni og alúð, sem hann þurfti þess frekar við, er hann lagði svo mikið á sig. Ég veit, að Herdís hefði óskað eftir, að maður hennar nyti meiri hvíld ar en hann gerði, en skynsemi og næmleiki hafa bent henni hina réttu leið, að standa ekki á móti vilja manns síns i áhuga hans og kappi. Hún valdi hinn gullna veg og stóð jafnan við hlið manns síns í blíðu O'g stríðu, vakti yfir að hver stund, sem hann dvaldi á heimili þeirra mætti verða honum til yndis og hvíldar. Gæfa og ham- ingja Daníels var, hve góða konu og börn hann átti og hin mikla ! vinnugleði. Hjónaband og heimilis líf Herdísar og Daníels, er það bezta sem ég þekki. En nú er toyggingu framtíðar- heimilisins er að Ijúka skeður það, að heilsa Daníels fer að gefa j eftir. Hann verður stundum að leggja frá sér smíðaáhöldin og hvílast. Það kemur að því, að sjúkrahúsvist er aðkallandi. Daní- el fer að heiman á Landsspítalann í fyrsta sinn. Skurðaðgerð er fram kvæmd og vonii- standa t'il að bati hafi náðst. En síðast liðinn vetur fer hann á Landsspítalann í annað sinn, lífshættuleg skurðaðgerð' er framkvæmd í von um að takast megi að uppræta meinsemdina. Eftir að Daníel kom heim af spítal anum, var heilsa hans það góð, að menn leyfðu sér að vona hið bezta. En er halla tók sumri, brugðust þær vonir með öllu. Seint í september fór Daníel svo að heiman á Landspítalann í þriðja og síðasta sinn. Nokkru áð- ur en hann fór að heiman, átti ég tal við hann. í þessu samtali okk- ar minntist ég á fyrirhugaða spítaladvöl hans, og heyrði ég, að hann kveið ekki fyrir að dvelja á Landsspítalanum. Hann var þar kunnur frá ,fyrri tíð og lofaði mik- ið alla hjúkrun og alúð, sem hann og aðrir þar nytu. Ég kom nokkrum sinnum til frænda míns í þessari síðustu legu hans. Seinast kom ég til hans sól- arhring áður en hann dó. í þetta sinn sat ég eftir, þó heimsóknar- tíminn væri liðinn. Ég var þess strax var, er ég kom, að frændi vildi tala við mig einan. Og er við vorum orðnir tveir, sagði hann mér vilja sinn um nokkur atriði varðandi heimili hans. „Þú setur dæmið svona, frændi minn“, varð mér að orði. „Já, mér er nú ekk- ert að vanbúnaði, ég er ekki ósátt- ur við nokkurn mann, og vona að svo sé líka í minn garð. Ég vona, að þessar þjáningar fari að taka enda.“ Ég kvaddi frænda minn, og báð- ir skynjuðum við, að þetta var okkar' síðasta kveðja í þessu lífi. Ég gekk hljóður út í haustregnið og myrkrið. Stormurinn feykti fölnuðu laufi trjánna og minnti svo átakanlega á fallvaltleik lífs- ins. Og þessi spurning leitaði á hugann: Af hverju þurfa menn að þjást svona mikið, er þeir deyja? Hvers vegna þarf Daníel að líða svona mikið? Hann, sem aldrei hefur gert á hluta nokkurs manns og unnið meðan dagur var. Lengi var svarið á leiðinni í huga mín- um. Við fæðustum í þjáriingu móður okkar og deyjum í okkar ei.gin þjáningu. Fyrir þessu lög- máli beygjum við okkur og sætt- ustum við lífið og þjáningar þess. Á þessum augnablikum erum við öll börn, viðkvæm og góð. Nú, er ég rifja upp minningar um Daníel frænda, þá koma í huga minn Ijóð eftir skáldið Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Þetta ljóð lýsir Daníel ósegjanlega vel í starfi og lífi. Já, svo miklu betur en ég gæti gert. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er l'alinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. • Han.n lærði verk sín að vanda og vera engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Br. Tannskemmdir (líTamnald af 5. sithi) rannsóknum. Þetta er einungis sagt -til að skýra sýrumyndun úr sykri en ekki til þess að hafa á móti mjólkurneyzlú. Mjólk er ein hver hollasta fæðútegund okkar. Allir geta sannprófað, hafi þeir ekki burstað tennur nýlega, að á tönnum þeirra er hvít .skán. Þessi skán samanstendur að mestu af matarleifum og bakteríum og á mikinn þátt í því, gð sýrumyndun skeður þét't við yfirborð tannarinn ar og að sýran h'elzt þar lengur en annars staðar í munninum. í hvert skipti, sem sykur kemur í inunninn, berast bakteríunum nýj ar birgðir hráefnalað vinna úr, og því lengur sem sykur er í munn inum því lengri verður sýruverk unin. Þess vegna er sælgætið svo hættulegt fyrir tennurnar. Er hægt að gera nokuð í þcssu máli? mun margur spyrja. Fólk tekur stundum tannskemmdum eins og sjálfsögðum hlut og það eru ymsar ráðstafanir hægt að gera til þess að forðast þær. Það er ekki hægt að útiloka sælgæti sem munaðarvöru eða syku,- og kornmeti sem fæðutegundir, en það er hægt að umgangast þessa hluti á bann hátl áð tánnskemmdir minnki til muna frá því sem nú er. Foreldrar verða að gera sér Ijóst að sælgætisát eyðileggur tennur barna þeirra, og að þeir geta dregið úr því og hamlað á móti að það verði að vana hjá börnunum. Venjið ekki börnin á mjög sætan mat, dragið úr sykur- neyzlunni. Þá ber áð vara við auka bitum milli máltíða svo sem kexi, kökum, brauði með ávaxtamauki og sætum gosdrykkjum. Munifl að því lengur sem sykur og sælgæti eru í munninum, þeim mun lengri er sýruverkunin. Brauð úr grófmöluðu korni er hollara fyrir tennurnar en úr fín- möluðu korni. Sykur í mat ahnennt væri æski- legt að minnka,: en þar er um venju að ræða, sem eflaust er erfitt að breyta, en þó ekki ómögu legt. Norskur 'tannlæknir, prófessor Toverud, sem nýtur álits fyrir rannsóknir sínar á tannskemmd- um, segir á einum stað: „Sykur er ekki hægt að skilgreina sem saklausa munaðarvöru eða bragð bæti, það verður að líta á hann vegna áhrifanna á tennurnar sem efni skaðlegt heilsu manna. Sykur hefur ekkert næringargildi nema þær hitaeiningar, sem í honum eru, en þær hitaeiningar ætti að vera hægt að fá að miklu leyti úr öðrum venjulegum mat“. Með þessu síðasta á hann við að í sykri eru ekki vi'tamín eða cfni, sem endurnýja vefi likamans. Þetta er gott að hafa í huga í sambandi við mataræði og sæl- gæti: Sykrið ekki matinn mikið. Borðið á reglubundnum mat- málstímum, en ekki smábita milli máltíða, sérs'taklega ekki kex, kökur, gosdrykki - eða saft. Forðist að sælgætisát verði dag legur vani. Nýlega kom sú fregn í blöðum og útvarpi að við íslcndingar ætt- um heimsmet í sykurneyzlu, 61 kg. á mann á ári. Vægast sagt væru ýmis önnur met æskilegri, sérstaklega þegar ihugað er að þessu meti gæti, með sama áframhaldi, fylgt annað'met: heimsmet í lannskemmdum.I (Frá Tannlækningafél. íslands) Hugleiðingar... (Framha)d aí 7 síöuj þetta atriði til umræðu og alhug- unar á fundum sínum, að trýggja sem auðið er að dómar séu sem sannastir og veita einstaklingum aðstöðu til þess að leita réttar síns, ef þeir telja sig órétti beilta. Þessi atriði eru áreiðanlega; þýð- ingármikil fyrir ræktunarstarfið, sem þrátf fyrir félagsstarfsemi verður alla tíð borið uppi -af á- huga fárra einstaklinga. • Ég get ekki endáð þessar fáu línur án þess að láta í ljósi undr- un mína á því, að á þessari fjórð- ungssýningu fengu kynbótahrossin aðeins peningaverðlaun, em góð- hestarnir, þrir beztu í hvorum flokki, hlutu bikarverðlaun. Hefði mér' fundist lágmark að bezta kyn bótahrossið í hvorum sýningar- flokki hefði hlotið bikarverðlaun. Ilefði slíkt varla getað talist of- rausn þeirra aðila, sem að sýning unni stóðu, þar sem óviðkomandi stofnanir gáfu alla bikarana, sem gæðingarnir hlutú sem verðlaun. Að lokum þetta, Hrossahópur- inn, sem sýndur var á Fluguskeiði í vor, var það stór og glæsilegur að gróska hlýtur afi vera í hesta mennsku og hrossarækt í Norðlend ingafjórðungi. Ætti það að vera Norðlendingum uppörvun og hvatning til enn stærri átaka í þessum málum. Flatatungu i scpember 1959. Gunnar Oddsson. Saltfisk Pantið sólþurrkaðan í síma 10590, Heildsala — smásala Hreinsum gólfteppi, —- dregla og mottur. Gerum einnig við. Sækjum — sendurn. GólfteppageríSin kf. Skúlagötu 51. Sími 17360. Þvottaefnið, sem þvær allt Látið WIFP vinna verkið fyrir yður. Það er bæði ★ fljétara ★ auðveldara ★ hreinlegra Nýjar umbúðir — Lægra verð — Fæst í næstu búð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.