Tíminn - 04.11.1959, Qupperneq 8
8
T í M I N N, miðvikudaginn 4. nóvember 1959.
3. síðan
Pedro hafa sterkari taugar.
Þe:r eru sannfærðir um, að
mennirnir níu séu vopnaðir.
Þeir vita ekki að algeirski
frelsisherinn hefur gefið mönn-
um sínum í Þýzkalandi skipun
um að ganga óvopnaðir.
Hryðjuverkamaðurinn Viari
á von á kúlu í bakið á hverju
augnabiiki. Hann hleypur að
Renaultbílnum og snarast inn.
Svisslykillinn er í. Hann ræsir
vélina. Pedro hleypur upp í og
þeir aka burt í loftköstum.
Gert Miilier stendur eftir
umkringdur vinum sínum
Þeir eru stúdentar og verka-
menn, sem hinum unga Al-
geirsbúa hefur tekizt að safna
saman.
Mannaveíðar
— Viari og Pedro sitja á
næturklúbb og nýr maður hef-
ur bætzt í hópinn, Romeo, sem
réttu nafni heitir Roger Christ-
ian Durieux. Við annað borð
situr maður með loðnar auga-
brýr. Hann er einn af leiðtog-
um Rauðu handarinnar.
Þegar hann heyrir um hina
misheppnuðu morðtilraun,
hristir hann höfuðið.
— Gert Miiller verður að
deyja, segir hann, og þar næst
Morris, maðurinn, s’em annast
vopnakaup fyrir Algeirsbúa.
Mannaveiðar eru hafnar á
nýjan leik.
Minningarorð:
María Gísladóttir frá Skáleyjum
SUNNUDAGINN 9. ágúst 1959
lézt að Skáleyjum á Breiðafirði
María Gísladóttir, 91 árs að aldri.
Verður þessarar mætu og
merku sæmdarkonu hér að nokkru
getið. María var fædd að Auðs-
haugi á Hjarðarnesi 23. júní 1868.
Foreldrar hennar voru Gísli hrepp
stjóri Einarsson, Guðmundssonar
bróður Eyjólfs Einarssonar í Svefn
eyjum og Kristín Jónsdóttir Ólafs-
sonar i Hvallátrum. Björn Jóns
son ritstjóri og systurnar, Herdís
og Ólína og María voru þannig
systrabörn. Þó ekki sé lengra hald
ið í ættfærslu Maríu nægir þetta
til að sýna að kjarnakvistir stóðu
að henni í báðar ættir. Fjögurra
ára gcmul fluttist María ásamt for
eldrum sínum í Hvallátur, og þar
dó móð:r hennar óri síðar. Stein-
unn, systir Maríu, tók þá við bú-
stjórn hjá föður sínum í Hvallátr-
um og þar varð það hennar hlul
verk að ganga telpunni í móður-
stað, sem var yngst sinna systkina.
Naut hún þannig móðurlegrar
umsjár þessarar eldri systur sinn-
ar, unz hún giftist Jóni Þórðarsyni
cg reisti með honum bú að Haga
á Barðaströnd. Minntist María
ávaltl þessarar systur sinnar með
isérstakri hlýju. Þegar hún var
át-ta ára að aldri, kvæntist faðir
hennar seinni konu sinni, Kristínu
Pétursdóttur Jónssonar og Mar-
grétar Magnúsdóttur, systur Joch-
ums Péturssonar í Skógum og
fluttust þau hjónin 1 Skáleyjar á
Breiðaf'rði fjórum árum síðar, en
þá var Man'a tólf ára og átti hún
Austur-Landeyingar
Minnzt verður 50 ára afmælis U.M.F. Dagsbrúnar
í Gunarshólma 21. nóv. n. k.
Eldri og yngri félagar velkomnir.
Væntanlegir þátttakendur gjöri svo vel og tilkynni
þátttöku sína fyrir 15. þ. m. til Magnúsar Finn-
bogasonar, Lágafelli eða Ingólfs Björgvinssonar,
Laugarnesvegi 102, sími 33214.
Stjórnin.
Sendisveinn
óskast fyrir hádegi eða allan daginn.
PRENTSMIOJAN EDDA H.F.
nnnnnnnnnntnntnttttittnnttnmnmuntitttnnmmnnnmii
Blaðburður
Ungiing vanfar til blaoburðar í
HÁTELGSVEG
KÁRSNES
STÓRHOLT
Afgreiðsla TÍMANNS
♦*♦♦♦*♦*♦>*♦♦***♦♦♦♦*♦♦•
mn:
.....................
mtmmmmnmmmj
heima í Skáleyjum upp frá því,
eða í sextíu og niu ár. Hinn 3. jam.
1894 giftist hún Jóhannesi Jóns-
syni, syni Kristínar Pétursdóttur,
og voru þau hjónin því stjúp-
systkin. Ungu hjónin voru á vist
meö foreldrum sínum fram til árs-
ins 1899, en þá andaðist Gísli.
óku þau María og Jóhannes þá við
búi á hálfum Skáleyjum og bjuggu
þar af mikilli snyrtimennsku fram
til ár.s:ns 1918, er Jóhannes lézt,
en María rak þó búskap ásamt
börnum sínum um níu eða tíu ára
skeið, en fékk þá búið í hendur
Gisla syni sínum, er þar hefur
búið síðan, en hjá honum og
tengdadóttur sinni, Sigurborgu
Ólafsdóttur frá Ilvallátrum, dvald
ist hún svo t;l æviloka.
Hér hefur verið drepið á mokk-
ur he-lztu æviatriði Maríu Gísla-
dóttur í Skáleyjum. En hvernig
var hún svo, þessi kona? Ég átti
því lán; að fa.gma að þekkja hana
frá barnæsku og hún mun ávallt
koma mér í hug, er ég heyri góðr-
ar konu getið. Hún átti þá góðvild
og hjartahlýju, er iaðaði jafnt
barnslundina og hertan hug.
Ég dvaldi á heimili hennar um
þriggja mánaða skeið, er ég var
enn barn að árum. Þau kynni
ein hefðu nægt til ævilangrar vin
áttu og þakklætis, þó ekki hefðu
komið til nánari kynni á þroska-
árum mínum, sem raunar hafa
engu breytt um viðhorf mitt til
þessarar göfugu konu, aðeins auk-
ið við þekkin.gu mína á hennj og
leitt til dýpri skilnings og raun-
hæfara mats.
Mér er ekki ku.nnugt um að hún
hafi nokkru sinni átt sér óvildar-
mann, enda fæ óg ekkt skilið
hvernig slíkt hefði mátt verða.
Hún vildi öllum gott gjöra og
leitaði ávallt í umsögn sinni að
einhverju góðu í fari hvers sam-
ferðamanns. Hjartahlýja hennar
og blessunaróskir náðu jafnt til
ungs og aldraðs, til manns og mál-
leysingja.
María var fríð kona og gjörvileg,
sem barni fannst mér hún bein-
línis fögur, og þannig geymist
mynd hennar í huganum, þótt ég
búist við að því mati ráði fremur
glaðlegt cg laðandi viðmót hennar
en kalt mat einhverra fegurðarsér-
fræðinga. Hún var greind vel og
starfsöm, stjórnsöm og að ég hygg
stjórnhög. Hún var ákveðin, ef því
var að skipta og gat haldið fast á
máli sínu, en þó jafnan af hógværð
og stillingu.
María var einn af búendum
V.estureyja á því tímabili, er einna
hæst ber í sögu þeirra á ýmsa
lund. Svefneyjar sátu þá Magnús
Jóhannesson cg Guðný Jóhanns-
dóttir. Hergilsey Snæbjörn Krist-
jánsson og Guðrún Hafliðadóttir.
Hvallátur Ólafur Bergsveinsson og
Ólína Jónsdóttir, Sviðnur Eyjólfur
Ólafsson og Kristín Guðmunds-
dóttir og mótbýlisfólk hennar í
Skáleyjum voru Skúli Rergsveins-
son og Kristín Einarsdóttir, bróð
urdóttir Maríu, svo nokkrir séu
nefndir. Má óhætt telja að vel
'hafi verið skipað hvert rúm þess
arar litlu en fögru eyjabyggðar.
Heimili þeirra eyjabænda voru
kunn að rausn og myndarskap og
ég hygg að María hafi þar í hópi
haldið sínum hlut og eins eftir það,
en hún missti sinn ágæta mann,
en hafði þá aðeins ungling sér til
aðstoðar við bústjórnina. Sýnir
það ásamt fleiru, hve mikilli at-
orku og kiarki hún bjó yfir, þegar
móti blés. En þar mun og hafa
komið henni að góðu haldi sú
hjartahlýja og góðvild, er hún var
svo rík af og gerði hana að hvers
mamis hugljúfa. Hún átti áreiðan-
lega velvild allra eyjabúa óskipta,
þó nánust muni sarnskipíi hennar
og sambýlisfólksiiái eðlilega hafa
verið. Var sambýlið í Skáleyjum
til fyrirmyndar, og þó María muni
þar hafga átt sinn hlut að fuliu,
kemur o.g til hlutur Skúla Berg-
sveinssonar, þess ágæta og prúða
manns, og konu hans Kristínar
Einarsdóttur, frænku M,aríu. Enda
ríkti einlæg vinátta milli heimil-
anna og mun fáa skugga hafa bor
ið á.
Ekki verður Maríu í Skáleyjum
svo minnzt, að ekki sé að nokkru
getið vináttu henn-ar við Látra-
heimilið, sem var bæði löng og
traust. En þær Ólína I Hvallátr-
um og María í Skáleyjum voru
æskuv'nkonur og hélzt sú vinátta
rneðan báðar lifðu, enda áltu þær
margt sameiginlegt og voru um
margl líkar.
Maria og .Jóhannes eignuðust
10 börn. Tvö dóu nýfædd, en til
fullorðinsára komust: Guðmundur
simagjaldkeri 1 Reykjavík, kvænt-
ur Sigríði Jóhannsdóttur frá Flat-
ey, Andrés Straumland, er kvænt-
ur var Sigrúnu Pálsdótlur frá
Litlu-Heiði. Hann lézt 1945. Stein
unn, hjúkrunarkona í Reykjavik,
rv-m>
LátiÓ Perlu létta störfin!
... efterfc áeppur
ókeint í gegn!
, • ,, f. '!
ekkja eftir Valtý Valtýsson lækni
á Kleppsjárnsreykjum, Gísli bóndi
og hreppstjóri í Skáleyjum, kvænt
ur Sigurborgu Ólafsdóttur frá
Hvallátrum, Jón, umsjónarmaður
á Hótel Borg, Kristín kennari á
ísafirði, Margrét, gift Birni Jóns-
syni skólastjóra á Hvammstanga
og Ingveldur, búsett í Réykjavík,
gift Bergsveini Skúlasyni frá Skál-
■eyjum.
Auk þess ólust upp á heimili
þeirra nokkur fósturbörn að meira
eða minna leyti. Má af því ráða að
heimilið var all annasamt, einnig
þegar þess er gætt, að ávallt dvöld
ust þar nokkur gamalmenni, sem
nutu umsjár og umhyg.gju húsmóð-
urinnar og er það ætlun mín, að
þeir muni á einu nváli, er nutu
umsjár Maríu að þar hafi verið
gótt að vera og ekki mun öllum
hent ag feta í fótspor þessarar
hljóðlátu konu. En ég hygg að
henni væri ekki að skapi mikil
mælgi um unnin afrek hennar.
Hún mundi gefa guð; einum dýrð-
ina og þakka honum handleiðslu
alla, því að hún var einlæg trú-
kona og þangað mun hún löngum
hafa sótt styrk sinn.
Ég tel að María í Skáleyjunv
hafi verið gæfukona, þrátt fyrir
sor.gir og andstreymi. Hún átti því
láni að fagna að eiga góð börn,
sem hún kom öllurn vel til manns
og öll hafa reynzt hinir ágætustu
þegnar. Hún átti líka óskipt traust
og kærle'ka allra sinna barna, fóst-
urbarna, tengdabarna og barna-
barna, sem flest höfðu náin kynni
af sinni góðu ömmu. Hún var því
auðug þrátt fyrir að henni safnað
ist aldrei fé á veraldarvísu. Öll
börnin hennar gerðu sér far um
að gleðja hana cg láta henni í té
alla þá umönnun, sem þau gátu
veitt.
Ur Skáleyjum vildi hún ekki
fara, hún elskaði evjuna sína, þar
vildi hún lifa og deyja.
Síðustu æv:árin var hún þrotin
að kröftum og naut hún þá sér-
stakrar umhyggju tengdadóttur
sinnar S:gurborgar úr Hvallátrum,
dóttur Ólínu æskuvinkonu hennar.
Mun það iafnt gleðiefni þeim vin-
konum báðum að svo skyldi verða.
í stuttri minningargrein gerist
þess enginn kostur að rekja langa
og merka sögu, svo sem vert væri.
En nöfn þeirra, sem afreka
miklu í hljóðlátu starfi mega ekki
gleymast.
Ég færi Maríu í Skáleyjum þökk
rnína og annarra samferðamanna
fyrir samfylgd og le:ðsögn.
í sö.gu Breiðafjarðareyja mun
nafn hennar geymast ásamt nöfn-
um þeirrar kynslóðar, er hún var
síðasti fulltrúi fyrir.
Allur hinn stóri hópur barna
hennar. vina og vandamanna
blessa minningu hennar. Meðan ís
land eignast margar mæður henni
líkar, er vel fyrir öllu séð og
einskis að örvænta um hag þess
og gengi.
Theódór Daníelsson.
ÍSÍttíttttítttttttttttttttttítttttttítttattttt
PantiS sólþurrkaðan
Saltfisk
í sima 10590.
Heildsaia — smásala
Jttttttíttttaattttttíttttttttttttttaíattttt
«11 e
frá upphafi til sölu.
Bókahúðin Klapparsííg 20 b
(Gengio inn frá Klappar-
stíg).
ítttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttia
Hremgerningar
utan- og innanbæjar.
GuSmundur Hólm
Sími 15133.