Tíminn - 27.11.1959, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 27. nóvember 1939.
Meira af benzínskatt-
inusn til vegagerðar
Frá störfum Aiþingis í gser
Fundir voru í báðum deild-
um Alþingis í gær og auk þess
í sameinuðu þingi en á dag-
skrá voru þessi 3 mál.
1. Fyrirspurnir frá Eysteini
■ .Jónssyni, hvort leyfðar skyldu og
var það samþykkt með 44 samhl.
atkvæðum.
2. og 3. Byggingarsjóður ríkis-
ins og byggingarlóðir, þingsál.til
hvernig ræða skyldi og var samþ.
ein umr.
Á dagskrá efri deildar voru
fimm mál. 1. Gjaldaviðauki 1960.
■ 2. Dýrtíðarráðstafanir vegna at-
, vinnuveganna. 3. Tollskrá. 4. Bif-
reiðaskattur. 5. Bráðabirgðafjár-
greið'slur úr ríkissjóði 1960.
Allí eru þetta sfjórnarfrv., öll
tfjalla þau um framlengíngu cldri
• ákvæða, öll voru þau til 1. umr.
og fjármálaráðherra hafði stutta
íramsögu fyrir þeim öllum. Að
því búnu var þeim vfsað fil 2.
simr. og fjárhagsnefndar með sam
hljóða atkv.
Á dagskrá neðri deildar voru
tvö mál.
1. Frv. Eysteins Jónssonar o.fl.
Framsóknarmanna um bifreiða-
skatt, 1. umr. Eysteinn Jónsson
fylgdi frv. úr hlaði með nokkrum
■orðuni. Kvað hann tilfinnanlegan
skort á fjármagni til aðkallandi
framkvæmda í vegamálum. Til-
gangurinn meg frv. væri að bæta
þar nokkuð úr. Eins og stæði
næmi' benzínskaatturinn, sem
rynni til lagningar þjóðvega milli
byggðarlaga um 5,5 millj. kr. á
ári. Með þeirri viðbót, sem ráð-
gerð væri í frv., hækkuðu tekjur
sjóðsins, sem undir þessum fram
kvæmdum stæði, um helming.
| Fyrir útflutningssjóg næmi þessi
tekjurýrnun litlu, svo mikillar
hressingar sem hann þyrfti við
hvorl sem væri.
Aðrir tóku ekki: til máls og var
frv. vísað til 2. umr. og fjárhags
nefndar með 31 shlj. atkv.
2. Frv. Einars Olgeirssonar um
áburðarverkismiðju. Rakti flm.
nokkuð sögu áburðarverksmiðj u-
málsins. Taldi óviðunandi að á-
i burðarverksmiðjan væri ekki ein
! vörðungu og óumdeilanlega ríkis
é eign eins og sementsverksmiðjan.
j Um þetta þyrfti úrskurðar AI-
! þingis aað ganga og því væri frv.
i flutt.
Forsætisráðherra vildi ekki
taka afstöðu til málsins að svo
stöddu en kvaðst mótmæla þeim
ummælum flm. að Benjamín
Eiríksson hefði misþyrmt þjóð-
inni meg efnahagsaðgerðatill. sín
um 1950.
Einar Olgeirsson sagði!st ekki
hafa talað um misþyrmingu, held-
ur mistök. Og því hefði hann á
þessi mistök minnt, að þau mættu
verða til viðvörunar þeim hag-
fræðingum, sem nú væru að gefa
ríkisstjórninni ráðleggingar.
éUHBw
Þetta eru eigendur Lækjarvers talið frá hægri: Björgvin Hermannsson,
Pétur Thorarensen og Ragnar Ólafsson.
Nýtt verzlonarhús, „Lækjarver"
opnað við Laugalæk
1 lagerpláss í kjallara er mjög full
komið og vandað.
I '
Vilja fá fiskbúð
Eigandi Kjötmiðstöðvarinnar er
Björgvin Hermannsson, en hann
hefur áður rekið og átt verzlaniir
Tómasar við Laugaveg. Matvöru
miðstöðina á Ragnar Ólafsson, en
hann var áður verzlunarstjóri hjá
Silla og Valda að Laugavegi 43.
Eigandi vefnaðarvörudeildarinnar
Anitu er Pétur Thorarensen. —
Mjólkursamsalan opnar innan
skamms mjólkurbúð þarna og þá
er aðeins eftir ein óbyggð lóg og
hafa hverfisbúar eindregið óskað
eftir fiskbúð þar.
Nú fyrir nokkrum dögum
var opnað nýtt verzlunarhús
að Laugalæk 2 til 8 og nefnist
það „Lækjaver". I Lækjaveri
eru nú þrjár verzlanir, en
bráðlega bætist við sú f jórcða.
Þær verzianir sem nú eru fyr-
ir eru: Kjötmiðstöðin, Mat-
vörumiðstöðin og Anita. vefn-
aðarvöruverzlun.
Verzlanirnar liggja mjög vel
vig og óhætt er að segja að þær
séu á mótum Laugarness, Lækja-
og Grunnahverfa. Allar verzlan
imar eru mjög smekklega innrétt
aðar og uppsettar. Vinslu- og
Friðun miða
Framhald af L síðu.
kæmi að gagni. Þyrla væri mjög
hentug og nauðsynleg til að koma
upp Ijósmerkjum á hættulegum
skerjum, sem ólendandi væri við
eins og til dæmis Geirfugladrang,
sem er mjög hættulegt s'ker á
skipaleið.
Hið nýja varðskip, Óðinn, er
byggður með tilliti til þess, að
þyrla geti lent um borð. Óðinn
verður mjög fullkomið skip og
mun kosta um 30 milljónir króna.
Hann er væntanlegur í byrjun
næsta árs eins og áður er Sagt.
Lúðvík Guðmundsson er nú á
förum til heilsubótar erlendis, en
við formennsku í framkvæmda-
nefndinni tekur Einar Magnússon,
menntaskólakennari.
Framkvæmdastjórn merkjasöl-
unnar var þannig skipuð: Lúðvík
Guðmundsson, formaður, Hallberg
Hallmundsson ritari, Kristján
Benediktsson gjaldkeri og með-
stjórnendur þeir Hannes Stephen-
sen og Einar Magnússon.
ÞingiíJ heim
Fjörugur fundur um
sijórnmálaviðhorfið
Stúdentana vantar
vinnu í jólafríinu
I fyrrakvöld hélt Félag
mngra Framsóknarmanna mjög
.fjölmennan og fjörugan um-
ræðufund í Framsóknarhús-
inu. Var rætt um stjórnmála-
viðhorfið og framtíðarverk-
ei'ni flokksins. Frummælandi
var Eysteinn Jónsson.
í upphafi fundarins var gengið
£rá kjöri varamanna í fulltrúaráð
Framsóknarfélaganna og voru
þeir 16 menn, sem næst höfðu
komikt kosningu í Fulltrúaráð,
samþykktir í einu hljóði.
Formaður félagsins, Einar
Sverrisson, viðskiptafræðingur,
settí fundinn en fól Skúla Sigur
. grímssyni fundarstjórn og Degi
Þorleifssyni að rita fundargerð.
Stjórnmálaviðhorfið
Eysteinn Jónsson alþingismað-
ur, flutti síðan framsöguerindi
iim stjórnmálaviðhorfið. Ræddi
hann siðustu kosningar og stjórn
armyndun íhalds og krata, og hrá
' skínnsleik og lygavef þessara
fiokka um efnahagsmálin. Kvað
hann á þessu stigi: ekki hægt að
eegja neitt um það, hvað stjórn
in hyggðist fyrir, því hún vissi
jþað ekki einu si'nni sjálf, en til
hverra úrræða, sem stjórnarflokk
arnir kynnu að grípa, þá teldi
Framsóknarflokkurinn sér skylt
að berjast gegn því, að fram-
kvæmdum og framförum í Iand-
inu verldi fórnað á altari dýrtíðar-
6freskjunnar. Var gerður mjög
góður rómur að máli framsögu-
jnanns og síðan hófust almennar
og fjörugar umræður, sem stóðu
fram undir miðnætti. ÞessiT tóku
til máls á fundinum: Jón Rafn
Guömundsson, Kristinn Finnboga
son, Kristján Fríðriksson, Mart-
einn Guðjónsson, Örlygur Hálfdán
arson, Guðmundur Bjömsson,
Halldór E. Sigurðsison og Páll
Hannesson.
Sergent kemur
kingað
Aðalforstjóri Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu, M. René Sergent
mim heimsækja ísland á leið sinni
vestan um haf dagana 29. nóvem-
ber til 1. desemher. í boði Há-
skóla íslands mun hann halda fyr-
ixlestur fyrir almenning í hátlða-
sal Háskólans sunnudaginn 29. nóv.
•kl. 2 e. h. Mun fyrirlesturinn fjalla
|um þau viðhorf, sem stofnun við-
skiptabandalaga sex- og sjöveld-
anna ‘skapar viðskiptum íslands
við Vestur-Evrópu. M. Sergent
mun einnig eiga viðræður við ís-
lenzk stjórnarvöld um viðskipta-
mál. (Frá viðsldptamálaráðuneyt-
inu). *
Postuiínsvasi
I (Framhald af 12. síðu).
mennings og fer um efni sitt nær-
færnum listamannshöndum. Jón
Þorleifsson er löngu orðinn einn
af grónustu listmálurum þjóðarinn
ar og myndir hans prýða fjölmörg
heimili og húsnæði um land allt,
Málverk þessi eru öll til sölu
og er verð þeirra frá kr. 2,000 til
12000. Og þarna kennir margra
grasa, allt frá blómum í kínversk-
um postulínsvasa til Axlarhvrnu á
Snæfellsnesi, frá túlípönum og smá
rósum til Laxár í Hornafirði.
Sýningin er opin daglega frá kl.
2 e. h. til kl. 10 að ‘kvöldi.
Svo sem kunnugt er hefur
vinnumiðlun stúdenta verið
starfrækt um nokkurra ára
skeið. Helzta hlutverk hennar
hefur verið að útvega stúdent-
um sumarvinnu, svo og vinnu
í mestu önnunum síðustu vik-
urnar fyrir jól.
Reynsla undanfarinna ára hefur
leitt í ljós að vinnumiðlun þessi
hefur verið vel þegin, bæði af
hálfu stúdenta og atvinnurek-
enda. Hefur það komið sér vel
fyrir stúdenía, sem margir eru
félitlir, að geta unnið sér inn
dálítinn aukaskilding rótt fyrir
jólin.
Vitl vinnumiðlunin því hvetja
alla atvinnurekendur, sem ætla
að bæta við sig starfsfólki fyrir
jólin að snúa sér til skrifstofu
vinnumiðlunar stúdenta, sími
sími 15959, sem er opin í Háskól
anum (bóksölu stúdenta) á þess
um tímum:
Mánud. 10—12; 13,30—15,30
Þriðjud. 10—12; 13,30—14,30
Miðvikud. 13,30—14 30
Fimmtd. 11—12; 13,30—14,30
Föstud. , 13,30—15,30
Laugard. 10—12; 13,30—14,30
(Frá vinnumiðlun stúdenta)
(Framhald af 12. siðu).
stjórnarskránni, ef stjórnin hyggst
fresta þingi nú án þess að leggja
bráðabirgðalögin fyrir það. Menn
minnast þess einnig, að aðalstjóm-
arflokkurinn lofaði því hátíðlega
fyrir kosningarnar að fella lögin,
er þing kæmi saman.
Engin úrræði.
Þá lýsir það og furðulegu úr-
ræðaleysi stjórnarflokkanna, ef
þeir ætla nú að senda þingið heim
an þess að stjórnin hafi gefið þing-
inu nokkra skýrslu um ástandið í
efnahagsmálunum og fjárhagsútlit-
ið hjá ríkissjóði og útflutnings-
sjóði, hvað þá lagt fram nokkrar
tillögur um það, hvað gera skuli
eftir áramótin.
Það er fráleit viðbára, að stjórn-
in hafi ekki enn getað kynnt sér
ástandið til hlítar, þar sem sömu
flokkar og að hálfu leyti sama rík-
isstjórn hafa farið með völd allt
s 1. ár, enda gat Ólafur Thórs sagt
sitthvað um málin á Varðarfundi,
er hann lýsti yfir, að 250 millj.
vantaði.
Söfnuður og prestur
lesa bænir í kér
á Kirkjuviku, sem haldin er í Skálholti
Vatnsleysu, 25. nóv. Þessa
viku stendur yfir svokölluS
Kirkjuvika í Skálholti. Fyrir
iienn stendur sóknarprestur-
inn sr. Guðmundur Óli Óla-
son. Er þetta næsta nýstárleg-
ur þáttur í kirkjustarfi hér-
lendis, og er þar brotið upp á
nýjungum, jafnhliða því, sem
gamlir siðir eru endurreistir.
í sambandi við þessa Kirkju-
viku var komið upp sýningu á
kirkjumunum, bæði þeim sem til
voru fvrir í hinu forna biskups-
setri, Skálholti, fengnir að láni frá
Þjóðminjasafninu, íslenzka trúboð-
inu í Konsó og víðar.
Kýr á beit
„Vorið er komið'
Framhald af 1. síðu.
gengu hér úti á grænum grösum
til 6. nóv .Sauðfé gengur úti enn.
Hér eru nú tl um 1300 pakkar
af saltfiski og standa ronir til
að við losnuna við það uaagn um
mánaðamótin. «1,
í kvöld mun Ösvald Knud-
sen frumsýna á kvöldvöku
hjá Ferðafélagi íslands kvik-
mynd frá Hornströndum. Þá
verður myndagetraun og að
lokum dansað til kl. 1 e. m.
Kvikmyndinni „Vorið er komið"
Lefur Ósvaid tmniö að á undan-
fSwium ánm og m£mð efm TÍSa.
Þetta ©r onjög falleg litmynd af
voirinu á íslandi og ungviðinu, sem
þá eru að sjá dagsins Ijós í fyrsta
sinn. Mikið er um fugla, í þessari
mynd og sjaldan hafa sézt svo
naargar tegundir á íslenzkri kvik-
mynd fyrr- Þá er kafli um fjalla-
re£ina og afkvæmi hans. Einnig
(Fraœiald á 1L aUiO
h'ófsf á sunnudag
Kirkjuvikan hófst á sunnudag
með guðsþjónustu í kapellu þeirri
sem innréttuð hefur verið í kjall-
ara nýja hússins, sem oft hefur
verið nefnt Biskupshús. Sr. Guð-
mundur Óli Ólason þjónaði fyrir
altari, en sr Bjarni Jónsson vígslu
biskup prédikaði. Því næst flutti
prófasturinn, sr. Gunnar Jóhanns-
son í Skarði ávarp, og sr. Siguröur
Pálsson í Hraungerði flutti langt
og fróðlegt erindi um messuna.
Kvöídsamkoma
í gærkvöldi var svo kvöldsam-
koma. Þar flutti sr. Jóhann Hadn-
esson erindi er hann nefndi Vanda-
mál æskunnar. Sungnir voru sálm-
ar bæði fyrir og eftir. Þá var
einnig kórlestur milli prests og
safnaðar á ævafornum kvöldbæn-
um, bæði sem tíðkast höfðu hér-
lendis til íorna svo og erlendis.
Upphaflega var meiningin að
syngja þetta, en vegna ónógra æf-
inga fórst það fyrir. Þá flutti sr.
Magnús Guðjónsson hugvekju og
bæn, og loks var samkomunni
slitið með því að snnginn var
sálmurinn Til hafs sól hraðar sór,
eftir sr. Arnór Jónsson í Vatna-
leysu, sem uppi var u:n miðja 19.
öld. Erlendur Björnsson í Vatna-
leysu stjórnaði.
Lýkur ásunnudag
Ekkert verður aðhafsf í kvöld,
en samkomur verða öll kvöld önn-
ur þar til Kirkjuvikunni lýkur með
messu á sunnudaginn. Er ekki
annað vitað, en forseti íslands og
. frú hans muni sækja fundian
uuuJS krölcL WL