Tíminn - 27.11.1959, Blaðsíða 9
T1011 n N, röstudaginn 27. nóvember 1959.
§
ESTHER WINDHAM
Kennslu-
konan
23
IIUIHtlliniltWMIMlfl
1 brjósti til Frankies, en von
aði, að augu Júlíu opnuðust
fljótlega fyrir óáreiðanleika
hans og léttúð.
Hún hafði orðið fyrir já-
kvæðum áhrifum af Hróð-
reki í símanum og hann
hafði lofað að sjá um, að
ekkert skeði, sem gerði að
verkum að Júlía yrði slúður-
kjöftum að bráð. Hann bauð
Klöru einnig að koma og líta
eftir líðan dótturinnar, hún
þakkaði hjartanlega fyrir
gott boð.
Það voru engar ýkjur að
Valería var orðin leið á
Frankie. Hann hringdi óaf-
látanlega og bað um að fá að
heimsækja hana, en hún
leyfði honum það því aðeins
að hún gæti ekki fundið
neina afsökun. í slíkum til-
fellum var framkoma henn-
ar þannig, aö hann varð í
vaxndi mæli heltekin af
henni. Slíka meðhöndlan
hafði engin stúlka veitt hon
um áður, enda fór svo, að
hann í fyrsta skifti á ævinni
varð alvarlega ástfanginn. í
nærveru hennar giataði
hann gervöllu sjálfsöryggi
sínu og varð næsta keimlik
ur óhamingjusömum skóla-
strák.
Hún kvaldi hann á þann
hátt, sem konum einum er
lagið, og þó því aöeins, að
'að fórnardýrið sé karlmaöur.
Hún brákaði hann eins og
veikan reyr með hinum tiðu
skapbrigðum sínum. Hún
stríddi honum, skammaði
hann og daðraði við hann til
skiftis. Fyrir kom líka, að
hún var beinlinis kuldaleg
og fráhrindandi og benti hon
um á að leita að nýju á fund
Júlíu sinnar.
Hún naut þess. að tala illa
um Júlíu, og Frankie lærði
fljótlega að notfæra sér það,
ef hún var í vondu skapi. Hon
um geðjaðist ekki að því að
baknaga Júlíu, sem honuin
í ramiinni hafði falliö prýði-
lega við, en hann varð um
fram allt að geðjast Valeríu.
Jafnvel foreldra sína hafði
hún á hornum sér um þetta
leyti. Margsinnis sagði hún
viö sjálfa sig, að hvað sem
annars gerðist, skyldi Júlía
aldrei krækja í Hróðrek.
Sjálf elskaði hún hann í raun
og veru, og stafaði það ein-
göngu af því, að hann var
karlmaðurinn sem ekki hafði
fallið hundflatur að fótum
hennar við fyrsta áhlaup.
Ennþá sárara féll henni
þó, að hann skyldi taka Júliu
fram yfir hana. Valería hat-
aði hana eins og drepsótt og
hugleiddi án afláts, hvernig
hún gæti hefnt sín. Henni
hafði heppnast það prýðilega
með Frankie, en hvernig gæti
hún endurtekið þann leik.
Að lokum þoldi hún ekki
aðgerðarleysið á Ashbourne
og fór til Lundúna til að
reyna að hafa upp á Hróðreki
og sannfærast um, hvort þau
Júlia væru saman eður ei.
Vinkona hennar, sem hún
bjó hjá, Hettý Sewel að nafni,
átti litla íbúð í Sloanestreet.
Hún hafði gengið í skóla með
Valeríu og var sem sköpuð
til að geðjast henni, því hún
var gersneidd allri kvenlegri
fegurð og ævinlega barma-
full af slúðursögum.
Gagnvart henni gat Valería
einnig tekið ofan grímuna,
enda gerþekktu þær hvora
aðra, svo að þeirra á milli
gat enginn feluleikur komið
til greina. Sambandið milli
þeirra var ekki sérstaklega
innilegt, en engu að síður
fagnaði Hettý heimsóknum
.yaleríu, því hún var lítt efn-
um búin, og eyðslusemi Val-
eríu kom henni jafnan að
góðum notum.
Hettý réð yfir margs kyns
furðulegum samböndum, svo
var takmarkalausri hnýsn
hennar fyrir að þakka, að
hún oftsinnis náði upplýs-
ingum um einkalíf fólks, sem
hún jafnvel aldrei hafði
kynnst.
Valeria spurði hana þegar
í stað hvort hún hefði nokkuð
séð af Hróðreki Gillingham,
en hann hafði hún hitt nokkr
um sinnum.
— En einkénnileg tilviljun
að þú minnist á hann, svar-
aði Iiettý, — þvi að ég sá
hann einmitt fyrir nokkrum
dögum á Aperitif, þar sem ég
snæddi miðdegisverð með. . .
— Hverjum var hann með?
tók Valería fram í. Hún hafði
engan áhuga á góðvini vin-
konu sinnar.
— Hann var meö frú
Yvonnu Cauldwell.
— Hver er hún?
— Stríðsekkja — hreynt
ekki ólöguleg.
Valeria hugsaði málið, því
óþekktur keppinautur var ein
hin viösjárverðasta hindrun,
sem hægt var að leggja í veg
fyrir hana.
— Getur þú komið því svo
fyrir, að ég verði kynnt fyrir
henni?
— Jú, því ekki það. En til
hvers?
— ÞaÖ kemur mér einni
við. Auk þess veiztu vel, að
sjálf hef ég áhuga á Hróöreki
Gillingham.
I — En hvernig getur þá
jslík kynning orðið þér aö
haldi?
| — Það mun thninn leiða í
ljós, en getir þú komið þessu
í kring, skal ég gefa þér nýjan
kjól
j — Þá býð ég í hádegisverð,
en þú verður að gera þér það
ljóst, að ég verð nærstödd.
I — Það er í lagi. Ég ætla
einungis að rannsaka hana
j lítilsháttar.
17. kafli.
j Nokkrum dögum síða hélt
Hettý hádegisverðarboð á
kosntnað Valeriu, og fyrir
öryggis sakir bauð hún einni
konu aukalega, til að Valería
gæti ótrufluð rætt við frú
Cauldwell.
Unga ekkjan var dálítið
hissa á boðinu, því að hún
þekkti Hettý litið og féll hún
ekki vel í geö. En boðið var
þannig, að naumast var hægt
að vísa því frá. Hettý hafði
látið henni eftir að ákveða
daginn og stundina, svo að
hún átti ekki um annað að
velja en þiggja boðið.
! Er hún kom til veitinga-
hússins, heilsaði hún hinni
fögru Valeriu Dixon og ann-
arri konu, sem hún mundi
ekki hvað hét.
j Valería gerði sitt besta til
1 að kynnast vel, og frú Cauld-
well kom kynlega fyrir sjónir
Hetty Sewel skyldi eiga svona
vinkonu.
I Samræður voru harla fá-
fengilegar framan af, en svo
vék Valería sér að frú Cauld-
well og sagði:
j — Þér þekkið Hróðrek Gill-
ingham, er ekki svo?
Með þessum orðum gaf hún
Hettý til kynna, að nú væri
hennar að hefja samræður
við hinn gestinn, en jafnvel
þótt hún gerði svo, gætti hún
þess vandlega að missa ekki
af neinu því orði, er hinum
fór á milli.
j — Jú, það geri ég, svaraöi
frú Cauldwell nokkuð undr-
andi
j — Mér datt aöeins í hug að
minnast á hann, útskýrði
Valeria, — af þvi aö hann
býr rétt hjá Ashbourne, land-
setri pabba.
— Ég var á Merryweather
um síðustu helgi, ungfrú Dix-
on. Það er fallegur staður.
I — Hafið þér ekki komið
þangað áður? Þér hafið þá
sennilega ekki þekkt Hróð-
rek mjög lengi?
— Nei, aðeins í nokkrar
vikur. Ég fór með bróður mín-
jum, sem er vinur hans.
! — Hver er bróðir yöar? Ef
til vill þekki ég hann.
—. Hann heitir Haviland
— Haviland ofursti. Ég trúi
þvi naumast að þér þekkið
hann, því hann er mörgum
árum eldri en ég.
— Nei, ég þekki hann ekki,
viðurkenndi Valería og hugs
aði svo ekki frekar um ofurst
ann, sem aö öllum líkindum
j gat ekki komið henni aö nein
I um notum. — Hvað virðist
yður um börn Hróöreks? Þau
munu vera hræðilega illa upp
alin?
— Nei, ekki leist mér svo
á þau, en ef til vill má þakka
það nýju kennslukonunni.
Hún er kornung, og Hróðrek
ur er mjög ánægður með
hana.
i Þetta voru fréttir fyrir Val-
eríu.
I — Hefur hann ráðið nýja
kennslukonu — og hana unga.
Hvað heitir hún?
— Lovett, minnir mig.
— Er hún bláeygð og frem
.... isparió yóur hoaup
a mllli margra verzlana!
tölUM
ð ÖtlUM
(IBUHi
-Ausfcurstræti
Stúdentafélag
Reykjavíkur
heldur fullveldisfagnað í Sjálfstæðishúsinu 30,
nóv. n. k. og hefst hann með borðhaldi kl. 19. síðd,
Ræða: Jón Pálmason, fyrrv. forseti Sameinaðs
Alþingis.
Kveðnar rímur. {
Skemmtiþáttur: Kristinn Hallsson, Bessi Bjarna*
son, dr. Páll ísólfsson o. fl. j
Dans. T
Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu kl.
17—19 í dag og á morgun, ef eitthvað verður þá
óselt.
Samkvæmisklæðnaður.
Stjórnin.
h ef u
Sjóstakka (Víkingefni) \
Sjóbuxur
Regnsvuntur (gular og hvítar)
Regnföt (jakka og buxur) {
Regnkápur, hnésíðar
Ermar o. fl. Rafsoðnir saumar,
Gúmmííatager<$in Vopni
Aðalstræti 16. I
Elskulegur sonur okkar,
Dagfinnur Örn,
lézt 20. nóvember.
Útförin fer fram í dag.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðrá
og fatlaðra.
Pálína Hermannsdóttir, \
Sveinbjörn Dagfinnsson. )