Tíminn - 03.12.1959, Blaðsíða 9
T Í MIN N, fimmtudaglnn 3. desember 1959.
ESTHER WINDHAM:
Kennslu-
konan
28
■imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiHMMiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiiii
teikningar úti á grasflötinni,
en þær heyrðu í bíl á túninu
framan við húsið.
— Ef til vill er það pabbi!
hrópaði Katrín og stökk á
fætur.
Júlía titraði af eftirvænt-
ingu, en reis furðulostin á fæt
ur, er Frankie og Valería
komu í ljós við húshornið.
— Júlia! þetta kemur sann
arlega á óvart, sagði Valería.
— Ég bjóst ekki við að hitta
þig hér. Býrðu hérna?
— Hún er kennslukonan
okkar, sagði Katrín.
— Halló Júlía, sagði Frank
ie fremur vandræðalega, því
nú var hann hættur að skilja
rás viðburðanna. — Ég hélt
að þú hefðir farið til Lund-
úna.
— Ég hafði heldur ekki hug
mynd um að hún væri hér,
sagði Valería. — Hana hafði
ég búist við að hitta hér síð
asta manna. Að hugsa sér, að
þú hafir fengið stöðu þetta
nærri okkur án þess að gefa
nokkuð lífsmark frá þér. Þú
hefur sannarlega lært að
fela slóð þína, eða hvað
finnst þér, Frankie?
—En hvern viltu hitta?
spurði Júlía. — Þú veist- vel,
að Hróðrekur er í Lundúnum
alla vikuna.
— Já, hverjum er heimsókn
in gerð, Valeria.? spurði
Frankie.
— Ég fékk bara löngun til
að sýna Frankie gömlu mill-
una, svaraði Valería. — Hve-
nær kemur pabbi þinn heim
aftur, Katrin?
— Á laugardag, býst ég 'sáð.
Það voruð þér, sem ég kaf-
færði í baðinu forðum, og
gerði reiða, var það ekki?
Frankie hló, en Valería var
gröm.
— Það var alls ekki fyndið,
og ef mér skjátlast ekki,
fékkstu líka rækilega fyrir
ferðina.
— Nei, það fékk ég ekki. Ég
varð aö fara upp í herbergið
mitt, en pabbi talaði bara viö
mig. Hann sagöi, að í vatni
væruð þér hrædd eins og héri,
og því hefði yður brugðið svo
í brún. Ég varð að lofa að gera
þetta aldrei oftar, en hins-
vegar sagði hann, að ég mætti
kaffæra ungfrú Lovett, því
hún skyldi fyndni mun betur
en þér.
— Þannig máttu ekki tala.,
Katrín, sagði Júlía. — Föður
þínum mundi ekki geðjast að
því. Ég get ekki ímyndað mér
að hann hafi sagt þetta.
— Þakka þér fyrir, Júlía,
hvæsti Valería, — en þú þarft
ekki að bregða skildi fyrir
mig. Ég get það sjálf. Þú ert
óþekktarormur, Katrin, og
mig undrar, að þér skuli ekki
vera refsað oftar en gert er.
Júlía greip um hönd Katr-
ínar, þvthún óttaðist það sem
kynni að gerast, ef litla stúlk
an missti stjórn á sjálfri sér.
— Vertu nú svo góð að fara
inn og athuga hvort Teresa
er vöknuð, bað hún.
Sem betur fór hlýddi Katr
ín þegar í stað og hljóp upp
að húsinu, og Júlía ein veitti
því athyggli, að hún nam stað
ar í dyrunum og rak út úr sér
tunguna í áttina til Valeríu.
— Þið verðið að afsaka, að
hún er dálítið óhefluð og seg-
ir ævinlega það, sem henni
dettur í hug, sagði Júlía.
— Þú þarft ekki að biðjast
afsökunar, svaraði Valería,
— en maður kemst ekki hjá
að veita þvi athygli, að hún er
engu betri en áður, svo ekki
hefur þú haft mikil áhrif á
hana. Hún hefur alltaf verið
andstyggilegur krakki.
Júliu langaði til að svara
fullum hálsi, en stillti sig, því
hún vissi, að Valería vildi ekk
ert frekar en koma rifrildi af
stað, og þá ánægju ætlaði
hún ekki að veita henni.
Valeria beið um hríð, en
þegar Júlía svaraði engu, vék
hún sér að Frankie.
— Svo er að sjá, að AÚð séum
ekkert sérstaklega velkomin
hér, Frankie, sagði hún, —
og mun því bezt fyrir okkur
að fara. En fyrst ætt-urn við
að gefa Júliu tækifæri til að
verða fyrst allra til að óska
okkur til hamingju. Veist þú
að við Frankie erum trú-
lofuð?
— En það erum við örugg-
lega ekki, mótmælti Frankie,
rólega.
Valeria sneri sér að honum,
bæði reið og hneyksluð.
— Hvað meinarðu? spurði
hún. — í bílnum. .. .
— Ég skal útskýra hvað ég
á við á heimleiðinni, tók hann
fram í fyrir henni og leit sið
an feinmislega til Júliu. — Ég
harma þessa heimsókn og
vona, að þú trúir því, að ég
hafði ekki hugmynd um til-
gang hennar. Vonandi hitt-
umst við siðar undir skemmti
legri kringumstæðum.
Hann lagði af stað til bíls-
ins, og eftir að hafa sent Júlíu
æðisgengið augnaráð, fylgdi
Valeria honum eftir.
21. kafiif
Valería yrti ekki á Frankie
fyrr en þau voru komin út á
aöalveginn en þá sprakk blaðr
an:
— Þá viltu kannski vera
svo góður að gefa mér skýr-
ingu á framkomu þinni?
Baðstu min ekki í dag, eða
hvað?
— Það er hugsanlegt, viður
kenndi hann, — en ég sá í
gegnum fyrirætlanir þínar
og geðjaðist ekki að þeim. Þú
heldur efalaúst, að ég sé
heimskur þorskur, Valeria, en
ég er ekki eins vitlaus og þú
álítur. Af einhverjum orsök-
um hefur þú lagt hatur á Júl
íu og gerir henni allt til bölv
unar, sem þú getur. Sú var
ástæðan til heimsóknar þinn
ar á Merryweather í dag, var
það ekki? Þess vegna daðr
aðir þú svo áfergjulega við
mig kvöldið góða í Barting-
ton. Þú hefur engan áhuga á
mér, en þú lofaðir að giftast
mér af því að þú hélst að hún
tæki trúlofun okkar nærri
sér. Sú er einnig efalaust skýr
ingin á því, að þú hefur aldrei
verið mjög alúðleg við mig,
þegar við höfum verið ein sam
an. Nú er mér leikur þinn
ljós. Hitt er að vísu satt, að
ég var að verða alvarlega hrif
inn af þér og býst við, að ég
• verði nokkurn tíma að gleyma
þér, en nú geðjast- mér alls
ekki vel að þér. Júlía er mörg
um sinnum meira virði en þú.
Jafnvel Katrín litla sá í gegn
um þig og ég mundi elcki gift
ast þér, þótt þú værir eina
stúlkan í heiminum.
Valería veitti honum kinn
hest, en hann hló aðeins.
— Þú ímyndar þér þó naum
ast, að ég hefði ætlað að gift
ast slíkum kauða eins og þér?
hvæsti hún. — Að þú skulir
dirfast að tala þannig til mín!
! Hann hló aftur og strauk
hendinni yfir andlitið.
— En sú guðs mildi að ég
skuli hafa þolað þig þessa dag
ana, hélt hún áfrm. — Ég var
að dauða komin af viðbjóði,
þegar þú kjagaðir umhverfis
mig og gláptir á mig þínum
ástsjúku kýraugum. Ég hefði
getað dáið af því!
Þau voru komin að afleggj
aranum, sem lá heim að As-
bourne, og hann stöðvaði bil-
inn.
j — Hér ferðu úr bíln'um og
gengur það sem eftir er leið
arinnar, sagði hann.
j — Aktu mér alla leiðina
heim! skipaði hún. — Þetta
heill kílómeter, og ég er á há
hæluðum skóm.
— Ég vildi óska, það væru
tuttugu kílómetrar og þú yrð
ir að dragnast á fjórum fót-
um, svaraði hann miskunnar
laus. í næsta skifti, sem þú
hj-ggst hafa karlinann að fífli
skaltu krækja í einhvern, sem
ekki getur séð í gegnum þig.
Þú kemst sennilega talsvert
áleiðis með aðstoð útlits þíns,
en þó aldrei á ákvörðunar-
stað. Einn góðan veðurdag
muntu þvi komast að raun
um, hversu leiðinlegt er að
koma alltaf gangandi heim.
Hún fann, að þýðingarlaust
var að reyna að fá hann til að
aka lengra og steig út úr bíln
um.
— Eiík hefnd hæfir prýði-
lega skorkvikindi á borð við
þig, sagði hún hæönislega.
Hann virti hana ekki svars
og ók á brott, en hún lagði
liægt af st'að eftir rykugum
veginum.
j Þegar Júlía var orðin ein,
fór hún inn til að líta eftir
I telpunum. Hún var óstyrk í
hnjánum og vissi ekki, hvort
það stafaði af reiði eða fegin
leik. Hún hafði lesið í augum
Frankies, að Valeria og hann
mundu fljótlega gera ræki-
lega upp sakirnar sín á milli.
j
j .... dparið y*ur hiaup
a milb. margra verzlana!
0ÓHM.
á óm
mmi
-Austuijáaætí.
Handa góðum gsstum
Tmmmmmmmmmmmsm
Aóalsafnaðarfundur
Hatlgrímsprestkalls verður haidinn í kirkju safili
aðarins sunnudaginn 6. desember kl. 17.
Dagskrá: 1. skýrsla stjórnar. 2. Kosning 3ja 1
manna í sóknarnefnd. 3. önnur mál.
Sóknarnefndin
!
Tveir meistarar —
tveir vinir —
heimsmeistarinn í hnefa-
leikum — Ingemar Johans-
son ■— og heimsþekkta sviss
neska úrið ROAMER.
„Ég kaus Roamer, því að
ég vildi aðeins reyna úr af
beztu gerð.
Ég nota Roamer, ég ann
Roamer, því að Roamer
fullnægir tvimælalaust
beztia kröfum.
Á öllum iþróttaferli mín-
um hefur það reynst mér
traustur vinur.
100% vatnsþétt
einstaklega endignargott
-fc hæfir glæsimennsku
óbrigðuit gangöryggi
Á varahlutabirgðir og viðgerðir
í öllum löndum heims.
Meistaraverk svissneskrar úrsmíðalistar.
ROAMER er lökað með sérstökum útbúnaði,
sem margsinnis hefur verið fengið einka-
leyfi fyrir.
Ég mæli með Roamer, vinsælasta vatns-
þétta úri, sem svisslendingar búa til."
Aðeins fáanlegt í beztu úra- og skart-
gripaverzlunum.
! -----------------------------------------------------------------------
Elsku sonur okkar, j
j Úlfar
sem lézt af slysförum þ. 26. nóv. s. I., verður jarðsunginn i dag kl. 3
síðdegis frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði.
Elísabet Bendsen,
Jón Þórarinsson.
111 11 ■ ' ............................................■
Útför systur okkar,
Ingibjargar Grímsdóttur
frá Syðri-Reykjum 1 j
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. des. kl. 1,30.
Athöfninni verður útvarpað. (
Eyrún Grimsdóttir,
Ágústína Grímsdóttir,
Herdís Grímsdóttir. 1