Tíminn - 20.01.1960, Blaðsíða 1
byggingar í Reykjavík,
bls. 7.
44. árgangur.
Reykjavík, miðvikudaginn 20. janúar 1960.
Tarxan og háifsterkir, bis. 3.
Mesti auðkýfingur Kanada, bis. 6.
íþróttir, blr. 10. t
14. blað.
SteSnkrabbí
Þetta steinbákn er eitt þeirra fyrirbæra, sem ber
fyrir augu ó flesfum hæSum Bæjarsjúkrahússins
í Fossvogi. Fvrirbærið hefur fengið nafnið „Stein-
krabbinn" hja þeim sem hafa þurft að umgang--?
ast báknið dagiega. Steinkrabhinn er ekki ein-
kennandi fyrir Bæjarsjúkrahúsið, því hann hefur
orðið fyrirmynd að steinkrabbagluggum í Breiða-
gerðis- og Gnoðarvogsskóla. Sjá grein dr. Gunn-
laugs Þórðarsonar um byggingarmál Reykjavík-
ur, bls. 7.
Brezklr þing-
menn vægitan-
og aðdróttanir
Ákveðið hefur verið, að tveir
brezkir þiri'gmenn korni hingafi á
næsiiunni í boði Sambandsl ísl.
Samvinnufélaga. För þeirra hing
að er einkum heitið til þess að
kynna sér alla mála'vext í sam-
banrli við' landhelgisdeilu Breta
og íslendinga. Þingmenn þessir
heita Williams J. Owens og Rob
eit J. Edwards. Sá síðarnefndi er
fæddur árið 1908, og er fram-
kvæmdaafjóri Cheminal Workes
Union. Hann varð þingmaður fyrir
Framhald á 2. síðu.
Fékk sjó í
taSstöðina
I.-iafirði, 19. janúar. — I morg-
un brast skyndilega á illskuveður
hér, og átti fjöldi' báta á miðunum
erfi'tit með að ná inn línunni og
mi&vtu margir eitthvað af henni'.
Þá kcm það einnig fyrir, að' sjó
braul á v.b. Gylfa, svo brotnuðu
rúður í stýrishúsi, og sjór komst
í aðra talstöðina og s'kemmdi hana.
Fljótlega tókst að negla fyrir hina
brotnu glugga. og er allt í lagi um
borð. V.b Gylfi er væntanleur inn
um kl 8 í kvöld. GS
Lenti í myrkri
í fyrsta sinn
Sjúkraflugvélin á Akureyri lenti heilu og
höldnu á IsafircSi i fyrrakvöld og fór þaSan
aftur með sjúkling, og mun þetta í fyrsta
sini.i, sem þar er lent í myrkri
s.júkling, sera síðan var flogið
með til Reykjavíkur, og er
það í fyrsta sinn, sem flugvél
lendir þar í myrkri.
Akureyri í gær. — Hin nýja
sjúkraflugvél Akureyrar hef-
ur haft nóg að gera undan-
íarið og levst öll sín verkefni
fljótt og vel af hendi undir
öruggri stjérn Tryggva Helga-
ronar flugmanns. Síðast liðið
mánudagskvöld flaug hún til
ísafjarðar og sótti þangað
Þegar diimmt var orðið síðast
liðið mánudagskvöld var Tryggvi
Helgason beðinn að koma á sjúkra
flugvél 'Sinni frá Akureyri til ísa-
fjarðar og taka þar sjúk'ling, sem
Framhald á 2. síðu.
I gær barst blaðinu frétta-
tilkynning frá Bandalagi ís-
lenzkra listamanna, þar sem
skýrt er frá því að á stjórnar-
fundi Bandalagsins nýlega
hafi verið samþykktar ein-
lóma vítur á Ríkisútvarpið
vegna útvarpserndis, þar sem
komið hafi fram uppdiktaðar
sakir og ósæmilegar aðdrótt-
anir á hendur íslenzkum lista-
mönnum, eins og segir í álykt-
un fundarins, er ánnars hljóð-
ar svo:
„Stjórn Bandalags íslenzkra
lstamanna tekur eindiegið undir
þauu orð, sem forseti Bandalags
ins, Svavar Guðnason lét falla í
Ríkisútvarpinu í byrjun þessa
mánaðar, þar sem bann for-
dæmdi á ótvíræ'Jan hátt spreng
ingu „Hafmeyjiarinnar“ í Reykja
víkurtjörn á nýársnótt. Stjórn
Bandalagsins samþykkir enn
fremur eihróm.a vítur á Ríkis-
útvarpið fyrir að hafa látið við-
gangast, að flutt var í útvarpinu
erindi uppdiktaðra saka og ó-
sæmlegr aðdlróttaúa á hendur
íslenzkum listamönnum."
Fran.huití á 2. síðu.
manns með kalsár
ísafirði í gær. — Svo vildi
til hér síðast liðinn sunnudag,
að fimm manns, sem var á
leið hingað frá Skálavík eftir
stutta heimsókn, kól illa er
það neyddist til að yfirgefa
ökutæki sitt og fara fótgang-
andi klukkutíma gang í norð-
austan stormi og versta veðrí,
Nánarí tildrög eru þau, að
tvenn hjón með. þrjú börn höfðu
skroppið í iieimsókn til Skáiavík-
ur á jeppa og voru á leið aftur
til ísafjarðar. Á leið-sinni yfir
Skálavíkurheiði þtírftu þau að
fara yfir tvær ár, og við það
ruunu bremsur jeppans hafá blotn
að, án þess að ökumaður yrði var
við. Þegar þurfti svo að grípa til
þeirra á leið niður af heiðinni,
sviku þær með þeim afleiðing-
um, að jeppinn fór út af; vegin-
um og vait á hliðina. Þar yfirgaí
fóikið bílinn, og hólt. áfram fót-
gangandi. ,Þá var skohið á versta
veður með norðaustan stormi, og
fólkið var iila klætt. Klukkutíma
gangur er þaðan sem jeppinn
valt til næst': bæjar, sem er Tunga
í Bolungarvik, og þegar þangað
kom, var fóikið allt saman komið
n>eð kalsár. Þó urðu tvö venst
úti, annar karlanna, sem kól illa
á höndnm, og aðra kouna kól
eínnig svo iila á hðndum, að bú-
Izí er við, að bún missi neglum-
ar. ,Hún er -nú í sjúkrahúsi ísa-
fjarðar, óg Hður ekki vel.
6S.
Hvað sagði Emil
fyrir kosningar?
Ritstjórar Alþýðublaðsins hafa verið önnum kafnir
við það undanfarna daga að leita eftir ummælum,
sem forystumenn Alþýðuflokksins hafa látið falla fyrir
kosningarnar í haust og gætu bent til þess, að Alþýðu-
flokkurinn myndi eftir kosningarnar liá fylgi sitt við
5—6% kjaraskerðinguna og gengislækkun, er óhjá-
kvæmilega mun hækka verðlag erlendra vara og þar
með verðbólguna í landinu.
í gær birtu svo ritstjórar Alþýðublaðsins árangur-
inn af allri leit sinni í forystugrein blaðsins. Þar segir,
að Emil Jónsson hafi látið falla eftirfarand ummæli í
útvarpsræðu sinni fyrir kosningarnar:
„Kosningrnar, sem nú fara í hönd eru örlagaríkar.
Þær eru það vegna þess að þær skera úr um það,
hvort freistað verður að leysa vandamál framtíðar-
innar með svipuðu hugarfari og á sama hátt og gert
hefur verið á bessu ári, eða hvort látið verður undan
hverjum goluþyt sérhagsmunahópanna og hann látinn
feykja okkur fram af hengiflugsbrúninni."
Hver getur fundið það út úr þessu, að Emil sé að
boða kjaraskerðingu og gengislækkun, sem leiðir til
verðbólgu. Þvert á móti lofar hann að vinna með „svip-
uðu hugarfari og A SAMA HATT og á þessu ári" þ. e.
að fylgja óbreyttri stjórnarstefnu.
Fyrir Emil og Alþýðublaðið, hefði því verið betra
að láta þessi ummæli óbirt, því að þau sýna bezt, að
Alþýðuflokkurinn lýsti yfir allt öðru fyrir kosningarn-
ar en forystumenn hans ætlast fyrir nú.
Þá hefur Alþýðublaðið birt ummæli eftir Gylfa Þ.
Gíslason, sem eru svo Foðin og óljós, að þau segja
ekki neitt.
Ritstjórar Alþýðublaðsins geta haldið leit sinni á-
fram. En niðurstoðunm verður ekki breytt: Foringjar
Alþýðufiokksins sögtðu> «11* armað fyrir kosningarnar
en þeir segja og ætta a& íara að gera liú undir forystu
Sjálfstæðisflokksins.