Tíminn - 28.01.1960, Qupperneq 1
44. árgangur.
Sígaunar, bls. 3 1 '
Vettvangur Æskunnar, bfs. 5
Veldi Krustjoffs, bls. 6 j
íþróttir, bls. 10 >
lii*..................... 4 !
Reykjavík, finnntudaginn 28. januar 1960.
21. bla'd'.
Skömmu eftir að Óðinn kom inn á ytri höfnina í gær iögðu blaðamenn af stað út í skipið á lóðsbát. Þeir mættu Magna
undan sér gráa járnsíðu varðskipsins bera við hvíta Esiuna.
t----------------------------------------------------------------—-------------------------
Hií nýja flaggskip íslenzku landhelgisgæzlun'aar, Óíinn, kom til
Reykjavíkur í gær og lagcfist a«S bryggju um kl. 2 sííd. Var skipinu
innilega fagna$ af allmiklum mannfjölda {irátt fyrir kalsaveífur. —
Fánar blöktu einnig viÖ hún víÖa um bæ í tilefni af skipskomunni.
Hið nýja skip mun að ýmsu leyti marka tímamót 1 íslenzkri landhelgisgæzlu. Hvort
tveggja er, að skipið er stærra, öflugra og betur búið en fyrri strandgæzluskip okkar,
hefur t. d. aðstöðu fyrir þyrilvængju, og rmð aukningu þessari verður ' strandgæzlan
auðveldari, enda er þess nú mikil þörf, og enn þarf að efla hana.
Ákvörðun og frumkvæði að
smíðum þessa skips er verk
ríkisstjórnar Hermanns Jónas-
sonar, vinstri stjórnarinnar.
Beitti hún sér fyrrr fjárfram-
lagi til byggingar skipsins og
vann að samninoum um að
smíði þess yrði þegar hafin.
Var þetta gert haustið 1958,
rétt eftir að hin nýja fiskveiði
landhelgi tók gildi og skömmu
áður en stjórnin fór frá völd-
um.
Blaðamenn fóru um borð í Óð-
inn áður en skipið lagðist að
tryggju og ræddu við Pétur Sig-
urðsson, forstjóra Landhelgisgæzl-
unnar og Eirík Kristófersson, skip-
herra á flaggskipinu.
Þeir Pétur og Eiríkur sögðu að
skipið væri .sérstaklega byggt til
siglingar 1 ís og hraðsiglingar í
vondum veðrum.
Innangengt í illviðrum
Pétur Sigurðs'son lagði mikla á-
FóWtið bíður þess á bryggjuhausnum að Óðinn komi
herzlu á það að skipið væri út-
húið sem björgunarskip engu síð-
ur en varðskip. Óðinn er 880 iest-
ir að stærð, 64 metrar að lengd og
er byggður samkvæmt ströngustu
kröfum Lloyds, allt rafse^'^ úr
málmi nema brúarhús og sigla úr
léttmálmi. Skipið er allt innan-
gengt ef sigla þarf á mikilli ferð
í illviðrum.
Hröð viðbrögð
Eirikur Kristófers-son sagði blaða
mönnum að það væri mikil við-
hrigði að taka við Óðni. en hann
hefur sem kunnugt er stjórnað
Þór til þessa. Kvað hann það
einkum athyglisvert hvað vélar
Óðins væru fljótar að taka við sér
og komast á ferð. Á heimleið voru
vélar ekki knúnar nema til hálfs
og gekk skipið 16 mílur. í reynslu
för gekk skipið 18 mílur, en vél-
arnar hafa ekki enn verið látnar
ganga af öllu afli svo hámarks-
hraðinn er ekki kunnur enn. Aðal-
vélarnar eru tvær Burmeister &
Wain dísilvélar, hvor um 2500
hestöfl og skrúfur tvær.
Búið beztu tækjum
Skipið er að sjálfsögðu búið öll
um nýjustu og beztu slglingartækj
um og má þar nefna Asdicfiski-
leitartæki, sem einnig er notað
við annars konar leit. Þá er í skip-
inu sérstakt tæki af gerðinni Barr
& Strout, sem er notað til að bera
saman radar og sjókort. Á skip-
inu eru tveir dýptarmælar og þrír
öflugir Ijóskastarar.
Þá er sú nýjung uiry borð i Óðni
að þar heíur verið búið svo um
í hafnarmynninu, en lengra
(Ljósm: Tíminn, KM)
hnúta að þyrilvængja getur lent
á bátadekkinu. í gærmorgun var
tíómsmálaráðuneytinu afhent hálf
milljón íslenzkra króna, sem söfn-
uðust á kosningadaginn og á það
fé að renna til kaupa á þyril-
vængju. Þyrilvængjan getur komið
að góðu gagni við að komast að
afskekktum annesjum og útskerj-
um, fljúga yfir ísbreiður o. s. frv.
T. d. gat Pétur Sigurðsson þess,
að í 'allt sumar hefðu starfsmenm
Landhelgisgæzlunnar reynt að
komast að Geirfugladrang, en þar
á að reisa vita. Ókleift hefur verið
að komast í skerið en hægur vandi,
ef þyrilvængja hefði verið til
iaks.
Framhald á 2. síðu.
HERMANN JÓNASSON,
fyrrverandi forsæti&ráðberra