Tíminn - 28.01.1960, Side 9
TÍWINN, flmmtudaginn 28. janúar 1960.
9
Charles Garvice:
ÖLL ÉL BIRTIR
UPP UM SÍÐIR
21
okkar er í sjöunda liimni, eins
Og' þú getur riærri'. Við bjugg
■umst við að geta fengið frest
vegna gifbingar þirinar, en
þetta er þúsund sinnum
betra.
— Dæmalaust þykir mér
vænt um þetta, Guy, sagði
Rósamunda. — Föður okkar
liefur farið mjög aftur síð-
ustu vikurnar, en nú kemst
þetta allt í lag aftur, og við
þurfum engu að kviða framar.
Heldurðu það ekki, Guy?
— Það gleður mig líka þín
vegna, sagði hann, — því að
riú ertu ekki lengur neydd til
að giftast Tom hálf-nauðug. |
Henni hnykkti við.
— Því talarðu svona, Guy?
spurði hún. — Þetta er það
Ijótasta sem ég hef nokkru
sinni heyrt þig segja.' Það var
ekki eingöngu peninganna
vegna að ég játaði'st Tom,
þó að ég geti ekki borið á
móti því, að væntanleg lið-
veizla við föður okkar réði
þar nokkru um. Eg tók hon
um vegna þess, að mér leizt
mjög vel á hann.
— Jæja, þá er allt gott og
blessað, svaraði Guy hálfveg
is efandi.— En meðal annarra
orða, þá hefurðu líklega ekki
sagt honum frá veðsetning-
unni? I
— Nei, ekki hef ég gert það,
sagði hún. — Eg hef ekki
nefnt þaö við nokkurn mann
— nema Martein Dungal.
—Já, svaraöi systir hans.
— Eg hitti hann i skóginum
hérna um daginn, og þá bað
hann mig að segja sér allt,
sem á dagana hafði drifið
fyrir okkur síðan hann fór
héðan.
— Þú ert handgengnari
honum en við, svaraðai bróð-
ii' hennar, ■ — og gæti ég þó
bezt trúaö að málum okkar
væri komið í þetta horf fyrir
hans tilstilli. Eg veit eklci' hver
annar það ætti að vera, sem
hefði komið þessu til leiðar.
Við feðgarnir höfurn ekki'
minnst á þetta við neinn, en
hver sem það er, þá hlýtur
hann. að vera búgarðinum ná
kunnur, og vita vel hvaö hann
hefur í séi’, og þú mátt reiða
þig á, að það er enginn annar
en Marteinn.
— Eg^ ætla að reyna að kom
ast eftir því, ef mér er mögu-
legt, sagði Rósamunda, en
hvað sem þvi líður, þá gleður
þetta mig innilega. Nú getur
þú hagað athöfn'um þínum
hér á búgarðinum eftir þin-
um geðþótta, og' ég er fullviss,
að árangurinn verður bæði
mikiil og góður.
— Eg ætla að réyna hvað
ég get, svaraði Guy, og mér
er þetta meira gleðiefni,
Rósamunda en þú gerir þér í
hugarlund, því að ég hygg, að
þetta verði uppliaf ,gæfu
minnar.
Hún þóttist vlta hvað 'íú'nn
ætlaði að segja rrekar, m
vissi ekki hv'i'iug hún a- ,ti
að aftra honu.n frá þvi.
— Eg verð' að segjg pér,
Rósununda, við hvað ég- á;
af því að þú ert systir mín
og vinkona hennar. Eg hef
ekki þorað að gera mér nein
ar vonir undanfamar vikur,
meðan allt virtist vera komið
í óefni, en nú finnst mér allt
vera fært þegar úr þessu
greiddist á þennan hátt, og
þú verður, sem góð systir,
að segja mér, hvort þú held-
ur að mér takist að ná ástum
Charlottu, ef ég legg mig all
an fram. Kvenfólkið sér miklu
lengra í þeim efnum en við
karlmennirnir. Stundum hef
ég ímyndað mér, að henni
væri hlýtt til mín, en hugsað
svo aftur, að það væri mesta
fávizka af mér að halda að
slíkt geti átt sér stað.
Hann geröi skjótan endi
á tölu sinni, þegar hann tók
eftir því, að systir hans varð
þung á svipinn.
— Hvað er nú? spui'ði hann.
— Má ég ekki gera hér neinar
vonir? Hefur hún minnst á
þetta við þig?
— Ekki beiixlinis, góði minn
svaraði hún blíðlega, en eftir
því, sem Charlottu fórust orð
við xnig hérna um kvöldið, þá
komst ég að raun um, að hún
er ekki sú kona, sem ætlar
sér að lát-a ástina sitja í fyrir
rúmi' fyrir öðru — hún tók
það skýrt fram, og lagöi á-
herzlu á það.
— En það væri kannske
öðru máli að gegna ef við
gætum auðgast á búskapn-
um? sagði hann.
— Ekki held ég það, sagði
hún seinlega. — Ef Charlotta
lætur til leiðast að giftast á
annað borð, þá mun hún velja
sér þann mannirin, sem hún
veifc að hún mundi ekki telja
sig fullsæmda • af því lítil-
ræði, sem þú hefur að bjóða,
jafnvel þótt búskapurinn
gengi að öskum. Eg skal segja
þér, góði íninn, hvernig í
þe,ssu li'ggur. Charlotta hefur
átt við þröng kiör að búa að
ýmsu leyti, og það væri ósann
gjarnt að ætlast til, að hún
léti' sér lynda að lifa við jafn-
iífcil efni og viö höfum, því að
ekki getum við orði'ð stórrik
núna á sömu stundu, Guy
minn góður.
Guy Fielding brá liturn og
dró æði mikið úr fögnuði
hans. Hann þagði um stund,
en sagði svo allt i einu:
— Já þetta er nú hægt að
segja. En ef kvenmaður ann
karimanni af alhuga, þá er
hún fús til að ganga með hon
um i bliðu sem stríðu.
— Já, en gœttu nú a<5, svar
aði hún. Það væri óviðkunnan
legt að fara fram á slíka sjálfs
afneitun við hana. Setjum nú
svo að búskapurinn yrði ekki
nein auðspretta eftir allt sam
an.
— Hann skal verða það,
sagði hann einbeittur. Og
meira að segja Skal ég ekki
trúa því að ég verði gerður
afturreka fyrr en hún neitar
mér sjálf.
— Þú mátt ætla um það
hvað sem þér sýnist, sagöi
hún, og sá að ÞaÖ var ekki til
neins að eyða fleiri orðum
við Guy um þetta.
Guy svaraði engu, en stajck
höndunum í vasana, gekk út
að glugganum og sneri sér
undan til þess að hún skyldi
ekki sjá, hve mikið þetta fékk
á hann. Hann efaðist að vísu
ekki um, að systir sín segði
sér satt og rétt frá samtali
þeirra, en hins vegar varð
honum hugsað sem svo, að
Charlotta kynni að hafa sagt
þetta af glettnl, ei'ns og stúlk
ur stundum gera þegar þær
eru að spjalla um giftingar
og ástamálefni.
Hann reyndi að telja sjálf
um sér trú um að Rósamunda
hefði misskiiið hann, og fast-
réð hann með sér að tjá Char
lottu ást sina við fyrsta tæki
færi, segja henni' allt af hög
um sínum og framtíðarvonum
og því næst----
Hann vildi' ekki hugsa
lengra út í þetta, því að hon
um flaug allt í einu í hug,
hvort þessi umkomulausa að-
alsmannsdóttir hefði verið að
gefa sér undir fótinn aðeins
vegna þess, að hún hafði hald
ið hann auðugri en hann var.
Meðan hann var að velta
þessu fyrir sér, hafði Rósa-
munda gengið út og hélt á-
leiðis inn í skóginn. Hún var
aðeins komin kippkorn inn í
hann þegar hún heyrði ein-
hvern yrða á sig með nafni.
Leit hún þá upp, og sá hvar
Marteinn Dungal stóð fyrir
framan hana.
— Eg held ég verðí að kalla
yður engilinn hugsandi, sagði
hann formálalaust, — Því að
þér likist helzt einhverri þess
háttar veru með glóbjart
flaksandi hái'ið og alvöru-
gefið andlitið. Eg skil aðeins
ekki hvers vegna þér eruð
svona þungbúin. Á yðar aldri
ætti lífið ekki að vera annað I
en tómur leikur og svo er!
nú kærastinn i viðbót! Eruð
þér ckki ánægð meö hann?
Rósamunda litla.
Það var einhver hæðnis-
keimur í röddinni, sem særði
hana, og var það því ekki alls
endis þykkjulaust, að hxin
svai-aði honurn:
— Hvei's vegna erúð þér
alltaf að stríða mér á kærast
anum, rétt eins og hann væri
ekki þess verður að þér nefnd
uð hann með nafni? Þér eruð
orðinn allt axinar maður en
þér voi'uð, og allt sem þér seg
ið er einhvernveginn svo kald
ranalegt.
Hann svaraði þessu engu,
en sneri sér við og gekk þegj
andi við hljð hennar. Hundur
hans virtist vera- eitthvað
d°'"c",s hán.n árti að'sér,
og Rosamundu vöknaði um
áug..... ‘rtð pg hún laut of
an aö honum og klappaði á
hausinn á honum.
— Eruð þér angurvær Rósa
munda?? spurði Marteinn allt
i einu. og varð augnaráð hans
þá svo þýðlegt, að hana mundi
hafa grunað hváð honum var
inni fyrir, ef hún hefði litið
framan í hann. Hún heyrði að
eins að röddin var þýðari og
allur hæðnisblær horfinn úr
■ herini. Rann henni þá reiðin
á svipstundu og tárin hrundu
I riiður kinnar henni, en því
I lézt Marteinn ekki veita neina
eftirtekt.
— Þetta virðist vera allt
saman einhvern veginn öf-
.... ípanð yOur hiaup
a taíllx aiurgra verzlajari.!
iMM
«öm
M!
-Austureaæti.
Vér bjóðum yður þetta frábæra kostaboð:
Þér fáið tvo árganga — 640 bls. — fyrir 65 kr.,
er þér gerizt áskrifandi að
r Tímaritinu SAMTÍÐIM
I sem flytur ástasögur, kynjasögur, skopsögur, drauma-
| ráðningar, afmælisspádóma, viðtöl, kvennaþætti Freyju
| með Butterick-tízkusniðum, prjóna- og útsaumsmynztr-
1 um, mataruppskriftum og hvers konar hollráðum. — í
| hverju blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson,
I bridgeþáttur eftir Árna M. Jónsson, þátturinn: Úr ríki
| náttúrunnar eftir Ingólf Davíðsson, getraunir, krossgáta,
| vinsælustu danslagatextarnir o. m. fi.
10 blöð á ári fyrir 65 kr.
| og nýir áskrifendur íá einn árgang í kaupbæti, ef ár-
| gjaldið 1960 fylgir pöotun. Póstsendið í dag eftirfarandi
| pöntunarseðil:
I Ég undirrit óska aS gerast áskriiandi að SAMTÍÐ-
1 INNI og sendi hér með árgjaldið 1960, 65 kr. (Vinsam-
legast sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísun).
Nafn
Heimili
Utanáskrift okkar er- CAMTfnjM 'Pðe+nðlf 472. Rvík.
PIUAR
EFÞlÐ EiGIO UNNUSTUNA
ÞA ÁÉG NRIN&ANA /
»:>:>:>:>:>:>z»:>:>:>:>:>:>:>:>'>:>::»:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>>,.>:>:>:>'>>:’‘
Tilkynnin
FRÁ SKATTSTOFU REYKJAVÍKUR
Framtalsfrestur rennur út 31. janúar. — Fram-
talsaðstoð er veitt á skattstofunni til kl. 7 e.h.
fimmtudag, föstudag og laugardag til kl. 5. —
Áriðandi er að þeir sem vilja njóta aðstoðar skatt-
stofunnar við framtal, hafi með sér öll gögn
varðandi skatta af fasteignum, skuldir og vexti.
Skattstiórínn í Reykjavík
»:>:»»:»;>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:»:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>::4:>::,<::4:>-íK:eB
jörðin Otradalur
fet ■*' ií
við Bíldudal er til sölu nú þegar og laus til ábúðar
í næstu fardögum. Góðar byggingar. Rafmágn.
Súgþurrkun. Mjólkursala. Hlunnindi. Uppl. gefa
Pétur Þorsteinsson, kfstj. Bíldudal og Gísli Jöns-
son, alþm. Ægisgötu 10 Rvík, símar 24040 og
11740.
f |
Joro
Jörð í góðu vegasambandi óskast til leigu eða
kaups. Ef um leigu er að ræða vérður húsakostur
að vera sæmilegur. Heyskapur þarf að vera góður.
Tilboðum sé skilað til afgreiðslu blaðsins fyrir
febrúarlok merkt „Góð bújörð“.
endisveinn
óskast fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól.
AFGREIÐSLA TIMANS
• ■ - - '•
►:»öéí'