Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, smmudaginn 7. febrúar 1960. Kjaraskerðingin gengur langt úr héfi fram Dæmið af Iðjuverkamanninum og heildsalanum Fyrsta umræða um efna- hagsmálaírumvarp ríkisstjórn arinnar hófst í fyrradag, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, og stóð fram á nótt. Umræður héldu svo áfram í gær og var ekki lokið er blað- ið fór í prentun. Ætlunin var þó að afgreiða frv. til nefndar, svo að hi'm gæti athugað það um helgina. í fyrradag töluðu Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Gylfi Þ. Gísla- son, Lúðvík Jósefsson, Bjarni Benediktsson, Þórarinn Þórarins- son og Einar Olgeirsson. Útdrátt- ur úr ræðum Þórarins fer hér á eftir. Sama stefna í stjórn og stjórnarandstöðu Þórarinn sagði í upphafi, að sér þætti leitt vegna þess að hann hefði talið sig allgóðan kunningja Gylfa, að hann hefði gert fátt í seinni tíð, er hægt væri að þakka honum fyrir, en þó vOdi hann þakka honum fyrir það, að hann hefði lesið upp í ræðu sinni tillög- ur, sem ráðherrar Framsóknar- flobbsins hefðu lagt fram í vinstri •stjórninni 1958, en ekki hefðu áð- ur verið birtar. Þessar tillögur sýndu nefnilega það, að Framsókn arflokkurinn hefði sömu stefnu, 'hvort heldur sem hann væri í stjórn eða stjórnarandstöðu. í um- ræddum tillögum ráðherra Fram- sóknarflokksins væri aðaláherzlan lögð á framkvæmda- og uppbygg- ingarstefnuna- Þessa stefnu legði Framsóknarflokkurinn á aðal- áherzlu nú eins og áður, og því beitti hann sér eindregið gegn' efnahagstillögum ríkisstjórnarinn- ar. AfstaSa til gengisbreytmgar Gylfi hefði reynt að telja það mótsögn hjá Framsóknarflokkn- um, að hann hefði áður fylgt geng- isbreytingum, beinum eða óbein- um, en beitti sér nú gegn þessu frumvarpi. í þessu væri þó engin mótsögn. Það hefði hvergi komið fram, að Framsóknarflokkurinn beitti sér gegn þessu frumvarpi vegna þess, að fjallaði m. a. um gengisbreytingu. Framsóknarflokk urinn væri á móti þessu frumvarpi vegna þess að hann teldi gengis- breytinguna alltof mikla og þær ráðstafanir, sem ætti að gera jafn- hliða henni, ranglátar og hættu- legar. Þessar ráðstafanir beindust alveg sérstaklega að því að draga úr uppbyggingu og framförum, og við það gæti Framsóknarflokkur- inn ekki sætt si'g undir neinum kringumstæðum. Einmitt tillögur þær, sem ráð- herrar Framsóknarflokksins hefðu flutt í vinstri stjórninni og Gylfi hefði lesið upp, sýndu það, að það væri í samræmi við fyrri stefnu flokksins að berjast nú gegn hin- um fyrirhuguðu ráðstöfunum ríkis stjórnarinnar. Framsóknarflokkur- inn gæti ekki stutt vaxtahækkun til að skerða uppbyggingu, Fram- sóknarflokkurinn gæti ekki verið með samdrætti bankalána til að draga úr framförum, Framsóknar- flokkurinn gæti ekki verið með skerðingu á opinberum framlögum til verklegra framkvæmda. Það væri í andstöðu við stefnu hans fyrr og síðar að styðja ráðstafanir, er skertu atvinnu og framfarir óeðltlega og óþarfiega. Svik Sjálfstæöisflokksins ólafur Thors Jiefði gumað mjög af því, að Sjáifstæðisflokkurinn væri að framkvæma kosningalof- orð sín. Rétt væri að athuga þetta nokkuð nánara. Sjálfstæðisflokkurinn hefði fyr- ir kosningarnar í haust lagt fram langa stefnuskrá, en dregið hana svo saman sex aðalliði eða þessa: 1. Stöðvun verðbólgunnar. 2. Jafnvægi þjóðarbúskaparins. 3. Stéttafriður- 4. Uppbygging atvinnuvega. 5. Hlutdeild í frjálsum viðskipta heimi. 6. Aukin framleiðsla og bætt lifskjör. Það gæti vissulega engum dul- izt, að öll væru þessi meginatriði I kosningaloforðum Sjálfstæðis- flokksins svikin í efnahagsmála- frumvarpinu. Hver treystir sér t.d. til að halda því fram, að efnahags-' málafrumvarpið stuðli að .stöðv- un verðbólgu, þar sem það leiðir af sér stórfeldust verð- og vaxta- hækkanir? Hver þyrði t. d. að halda því fram, að það stuðlaði að stéttafriði, þar sem ekkert samráð hefði verið haft um frv. við stærstu stéttasamtökin, og væri líka alveg eins og hnefahögg í and- lit allra láglaunastétta og milli- stétta? Hver vildi halda því fram að það stuðlaði að uppbyggingu atvinnuveganna, þar sem það stefndi að því að flestu leyti að takmarka hana með verðhæki. _n, vaxtahækkun og öðrum samdrætti? Og síðast, en ekki sízt: Hver treysti sér til þess að halda því fram, að frumvarpið stuðlaði að bætturn lífskjörum, þar sem það skerti kjör almennings á flestan hátt? Meiri svik væri vissulega erfitt að hugsa sér en þau, sem Sjálf- etæðisflokkurinn hefði hér orðið uppvís að. Svik AlþýSuflokksins í þessu sambandi væri ekki rétt að sleppa garminum honum Katli, Alþýðuflokknum, því að hann hefði líka ekki síður gefið fögur fyrir- heit fyrir kosningarnar. í Alþýðu- blaðinu 21. sept. væri sagt frá ræðu, er Emil Jónsson hefði hald- ið, og þar hefði hann dregið sam- an kosningaloforð Alþýðuflokksins í fáum orðum á þennan hátt: „Emil sagði í lok ræðu sinnar, að Alþýðuflokkurinn vildi halda niðri verðlagi og kaupgjaldi til að hindra dýrtíðarekrúfu, halda at- vinnuvegunum gangandi, afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög án nýrra skatta, og afla útflutningssjóði nægra tekna, án nýrra byrða á al- menning”. Allt væri þetta svikið, nema eitt atriði. Loforðið um að halda niðri f verðlagi,, væri efnt þannig ,að hellt væri yfir þjóðina nýju dýr- tíðarflóði. Loforðið um að afgreiða1 greiðsluhallalus fjárlög, án nýrra skatta, væri efnt þannig, að bætt skatta, væri efnt þannig, að bætt 350—400 millj. kr., að tekjuskatts- lækkuninni frádreginni. Loforðið um að afla Útflutnings^^ði nægra tekna,án nýrra byrða á almenn- ing, væri efnt þann'g að skellt væri á stórfelldustu gengislækkun. Það eina, sem Alþýðuflokkurinn sýndi lit á að efna, væri að halda kaupgjaldinu niðri. Svo stórkostlega, sem SjálfsHVð- sflokkurinn hefði svikið kosninga- loforð sín, þá virtist þó Alþýðu- flokkurinn ótvírætt eiga metið í þessu efni. Stóraukin höft Ólafur Thors hefði haldið því fram, að með efnahagsmálafrv. væri stefnt að því að draga úr höft- unum. Meira öfugmæli gæti vart hugsazt. Það væri vitanlega ekkert annað en óbein höft að gera allar fram- kvæmdir dýrari. Vaxtahækkunin væri ekkert annað en stóraukin höft. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Með samdrætti á útlánum bank- anna væri bersýnilega stofnað til hinna stórkostlegustu hafta. Allar þessar ráðstafanir væru ekkert annað en stóraukin höft, er myndu draga úr framtaki megin- þorra einstaklinga og fyrirtækja, en hins vegar tryggðu þær hinum útvöldu, ríkum einstaklingum stóraukið olnbogarúm. Til þess væri líka leikurinn gerður. Hér kæmi fram hinn mikli meg- megin munur á viðhorfi aðalflokka landins til einkaframtaksins. Fram sóknarflokkurinn vildi styðja og styrkja framtak sem allra flestra einstaklinga, en því þyrfti vitan- lega 'Stundum að fylgja skerðingu á umsvifum hinna fáu „útvöldu”. Framsóknarflokkurinn vildi að sem allra flestir einstaklingar gætu verið efnalega sjálfstæðir — bjargálnamenn, sem kallað er. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa fáa útvalda auðdrottna, þótt það orsaki fátækt fjöldans. Með frumvarpi því, sem hér lægi fyrir, væri verið að stuðla að þeirri eignaskiptingu, er Sjálfstæð sflokkinn dreymir um — fáir ríkir og margir fátækir. Framsóknar- flokkuinn beitti sér ekki sizt gegn því af þeirri ástæðu, að hann vill gera sem allra flesta einstaklinga efnalega sjálfbjarga og skapa þeim aðstöðu til að njóta sín. Erlendu skuldirnar Því væri haldið fram af stjórn- inni, að hinnar stórfelldu gengis- lækkunar og samdráttar væri þörf — vegna erlendrar skuldasöfn- unar á undanförnum árum. Slíkt væri hrein falsrök, að þessi skuldasöfmm hefði haft nokkra hættu í för með sér. Lánin hefðu undwntekningarl'í'tið farið tii framkvæmda, er ýmist öfluðu meiri gjaldeyris eða spöruðu meiri gjaldevri en næmi greiðslu vaxta og ,'ifborgana af þeim. Þau hefðu því gert aðstöðu þjóðarinn ar betri, en ekki verri. Það væru því falsrök, að þau sköpuðu ein- hverja hættu eða gera þyrfti ein hverjar neyðarráðstafanir þess vegna. Stjórnin afsannaði líka fullkom- lega þessa kenningu sína, því að í frumvarpinu legði hún til að stói'auka skuldasöfnunina. Þar væri hins vegar um hættulega sku'ldasöfnun að ræða — þ.e. vöru kaupalán til stutts tíma. Slík lán væru hættuleg og þau ætti að forðast. Erfitt væri líka að skilja þá vinsemd vestrænna þjóða, ef þær vildu ekki lengur veita okk- ur framkvæmdalán til lengri tíma, en biðu í staðinn upp á éyðs'lu- lán til stutts tíma. Slík vinátta væri sannarlega tortryggileg. Langt úr hófi Hin mikla gengislækkun væii rökstudd með því, að hennar væri þörf vegna útflutningsatvinnuveg anna. Slíbt fengist þó ekki staðlst, ef nánax væri aðgætt. Hagfræðing- ar Sjálfstæðisflokksins hefðu reiknað út haustið 1958, er vinstri stjórnin fór frá völdum, að með 6% kauplækkun ætti að vera hægt að tryggja rekstur atvinnuveg- anna, án nýrra skatta og tolla. Þessi kauplækkun var samþykkt á Alþingi í fyrra. Með því hefði rekstur atvinnuveganna átt að vera tryggður, ef ekki hefði verið stofnað til nýrra útgjalda. Stjórn Emils Jónssonar hefði aukið upp bætur og niðurgreiðslur nokkuð, oö það vitanlega leitt til nokkurs halla, eins og Framsóknar.nenn hefðu bent á í kosningunum. Sá halli gæti þó ekki verið neitt stór felldur, þar sem framleiðsluaukn- ing kæmi líka á móti. Ólafur Thors hefði í nóvember s.l. birt úfreiknimga um, að þessi halli væri 250 milij. kr. og hefði þar bersýnilega verið mjög ríflega reiknað. Nú væri hins vegar ekki ráðgest að afla aöeins þessara 250 millj. kr., heldur leggja á nýjar byrðar, er nema alltaf 1000 milljónum kr., að frádregnum aukningunni á almamnatrygging- um. Hér væri með öðrum oiðum gengið fjórum sinnum lengra en Ólafur Thórs hefði talið nauðsyn- legt í nóvember. Af einhverjum kyndu'gum og ótrúlegum ástæðum er því gengið mörgum sinnum iengra í kjaraskerðingunni en ! nokkur þörf er á. Iðnverkamaöurinn og heildsalinn Þetta, sem nú er greint, er vit- anlega nægilegt til þess, að menn hljóti að verða andvígir gengis Iækkuninni vegna þess, hve óþarf lega langt er gengið, þótt ekki kæmi svo fleira til. Til viðbótar ásamt mörgu öðru, kemur svo það, að þær ráðstafanr, sem fylgja henni, koma mjög misjafn Lega og ranglátlega niður. Óþarft er t.d. afi lýsa því, hve vaxtahækk unin getur skapað mikið órétt- læti. Sjálfar svokallaðar mótráð- stafanir stjórnarinnar, þ.e, tekju skattslækkunin og fjölskyldubæt- urnar, skapa hið mesta misrétti Eg tek aðeins tvö dæmi, sem ég þekki aí ti'lviljun. Annað er af iðnverkamanni, er hefur haft urn 50—60 þús. kr. árskaup. Hann hefur fjögurra manna fjölskyldu. konu og tvær dætur á aldrinuni milli 16—20 ára, báðar í skóla. Hann býr í eigin íbúð og á um þriðjung- inn af andvirði hennar, en á tveimur þriðju hiutum þess hvfla lán, er fylgja bankavöxtum. Þessi maður græðir lítið eða ekkert á tckjuskattslækkuninni og hann fær engar fjölskyídubætur. Geng islækkunin, söluskattshækkunin og vaxtahækkunin lenda því á honum með fullum þunga, bóta- laust. H!nn maðurinn er hcildsali, er samkvæmt útsvarsskránni mun hafa um 160 þús. kr. árslaun. Ilann hefur líka fjögurra manna fjölskyldu konu og tvö börn innan við 16 ára aldur. Hann á skuldlausr. mjög góða íbúð. Hann mun græða stóra upphæð á tekju skattslækkuninni, hann fær tals- verðar fjölskyldubætur Á hann lcggst ekki nein aukin vaxta- byrði vegna íbúðarmnar. Þessi maður fær kjaraskerðinguna því sennilega bætta að mestu eða öllu. Finnst mönnum vera jafnræði og réttlæti í ráðstöfunum, sem koma svona misjafnlega niðirr Halda menn að svona ráðstafanir þarfn- ist ekki neinna endurbóta? Mesta hættan Loks er bað svo ótalið að þær ráðstafanir, sem felast í efnahags- frumvarpinu, hljóta að leiða til stórminnkaðrar atvinnu og stórfellds samdráttar í upp- byggingu og framkvæmdum, ef þær ná fram að ganga. Þrátt fyrir aðra galla á þeirn, er þessi gallinn langmestur og hættulegastur Hér getur verið komið atvinnu- leysi fyrr en varir, ef þessum ráð- stöfunum verður fylgt óbreyttum fram. Jafnframt hlýtur að verða s'tör- felldur samdráttur framkvæmda, en ísland má þé ekki við neinu síður en að verulega dragi úr upp- byggingu. r.f þjóðin á að halda hlut sínum til jafns við aðra og dragast ekki aftur úr Bandarík.iastjónn gerði fyrir nokkrum nnsserum samdráttarráð- stafanir, sem gengu bó mun skemmra en hér er fyrirhugað. Þær höfðn skapað stórfellt at- vmnuleysi á skömmum tíma, án þess að haglræðingar stjórnarinn- ar hefðu ætlazt til þess eða búizt við því. Nákvæmlega sama gæti gerzt hér. Þá bættist við ný stórfelld kjara skerðing, er væri fólgin í því. að menn misstu fyrst eftirvinnu og aukavinnu og síðan jafvel atvinn- una. ísland má ekki við einni kyrr- stöðu, neinum óeðlilegum sam- arætti. Þess vegna hefur þjóðinni vegnað vei, að hún hefur alltaf sótt fram, aldrei hörfað til baka. Það má ekki gerast, að stigin verði spor aftur á bak. Ég skora á ríkisstjórnina að taka frumvarp sitt til endurskoðunar og lagfæringar í samræmi við þær ábendingar er hér hafa komið fram. Annars tekur hún á sig á- byrgðina og afleiðingarnar. Ef hún heldur fast við þessar fyrir- ætlanir. þá verður að snúast til öflugrar baráttu gegn þeim. Allir framfarasinnaðir menn verða að fylkja sér gegn þeim, án tillits til þess, hvar þeir hafa verið í flokki. eða hvar þeir eru í stétt eða hvar þeir eru búsettir Þeim baráttu má svo ekki linna og ekki spara r.eina iýðræðislega baráttuhætti fyrr en búið er að brjóta á bak aftur þá þjóðhættulegu afturhalds stefnu, er <elst í þessu frumvarpi. Síðar vsrður nánar greint frá öðrum ræðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.