Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 16
Einn réttlát-
ur í bænum
Blaðamönnum finnst gott að
reykja ekki síður en öðrum
góðum mönnum og stundum
eiga þeir fyrir vindlapakka
eftir mánaðamót. Þeir fara
ekki varhluta af þeim kvíða
sem læðist í brjóst allra
sannra tóbaksmanna, þegar
verðhækkunarbliku dregur á
loft.
Því má geta nærri að einn okkar
Tímamanna hafi orðið harðla glað-
ttr þegar hann rakst inn í vel
þekkta tóbaksbúð í miðbænum
og upgpötvaði að þar car vindla-
pakkinn ódýrari en í öðrum búð-
trm! Það er ekki þar með sagt að
mismuninum verði varið til stór-
framkvæmda, en óneitanlega er
það sjaldgæft að hitta fyrir kaup-
mann á þessum síðustu og verstu
Þorsteinn f Bristol
— engan einseyringabissniss.
tímum, sem selur vöru sína ódýrar
en aðrir.
Vitaskuld var það Þorsteinn í
Bristol sem hér átti hlut að máli.
Það sat ekki á okkur að spyrja
hann hverju þetta sætti, þegar við
vorum búnir að fá okkur góðan
teyg úr vindlinum.
— Þetta er nú ekki neitt til að
hlaupa með í blöðin, sagði Þor-
steinn, ég veit ekki nema hann
Sigurður vinur minn Jónasson yrði
móðgaður við mig.
— Það ætti þó að vera leyfilegt
að selja vöru undir hámarksverði,
sögðum við, Sigurður fær sitt fyr-
ir því.
— Vissulega, sagði Þorsteinn,
það ætti ekki að vera saknæmt.
Það er mitt tap en ekki Sigurðar.
En þegar tóbakseinkasalan hagar
álagningu þannig að vindlapakk-
inn á að kosta 20 krónur og 25
aura, þá finnst mér betra að
sleppa þessum 25 aurum, það er
ekki nema óvera. Það tefur
bara fyrir afgreiðslu. Mér finnst
að einkasalan, sem leggur 390% á
vöruna, þurfi ekki að fara út í
svona einseyringabissness. Við
leggjum þó ekki nema 17% á tó-
baksvörur, svo það mætti frekar
búast við svona smásmygli af okk-
ur. En mér finnst betra að sleppa
bara þessum aurum.
Við göngum niður Bankastræti
með vindilinn í öðru munnvikinu
og það er milt veður, ýringur í
lofti. Það er gaman að því að hitta
fyrir svona menn eins og Þorstein
í Bristol, sem binda bagga .sína
öðrum hnútum en samferðamenn.
Og okkur finnst endilega að efna-
hagsguðirnir geti ekki verið þekkt-
ir fyrir að drekkja Reykjavík í
oðaverðbólguflóði meðan finnst
einn réttlátur í borginni.
/ --------------------------...
Gegnum þak
til kvenna
Nótt eina í síðustn viku
var lögreglan á Akureyri
kvödd að Menntaskóla Ak-
ureyrar, en þar voru tveir
nátthrafnar með dárslega
tilburði uppi á þaki
kvennaskála heimavistar-
innar. Menn þessir voru
haldnir nokkurri vanlíðan,
hafa sennilega snætt ber-
serkjasveppi eða látið eitt-
hvað annað óhollt ofan í
sig, og hugðust nú rjúfa gat
á þekju kvennaskálans í
þeirri fullvissu, að þar und-
ir væri balsam að finna,
sem dregið gæti úr móð
þeirra. En lögreglan gaf
þeim hvorki gTÍð eða frið
til þess að ljúka þessu
verki, heldur krakaði þá
niður af þakinu og tók i
sína vörzlu. ED.
v — .... /
Það var mikið fjaðrafok
í dýragarðinum í London
nýlega, þegar pelíkanarn-
ir þar voru teknir og væng-
stýfðir. Þetta þarf að gera
öðru hverju, svo foglinn
fljúgi ekki. Myndin sýnir
einn varðanna í dýragarð-
inum beita skærunum af
mikilli leikni meðan flug-
fjaðrirnar fjúka í allar
áttir. Fyrir utan að vera
kunnir úr bókum hér á
landi, er Pelikan nafnið
þekkt af ákveðinni tegund
sjálfblekunga, sem hér eru
seldir auk ýmissa annarra
tækja til skrifta og skrif-
stofustarfa, sem seld eru
hér undir sama nafni. Þótt
pelikaninn sé þannig
tengdur ritfærum meir en
margur menntamaðurinn,
hefur aldrei spurzt um læs-
an eða skrifandi pelikana,
og má það einu gilda.
ÞOLA HVORUGT:
GULT NÉ SVART
Danski blaðamaðurinn Eskelund eg kona hans
fengu ekki landvistarleyfi í S-Afríku af því
konan er kínversk
Hinn kunni danski ferða-
bókarhöfundur Karl Eskelund
hefur nú vakið alheimsathygli
vegna þess að honum var neit
að um vegabréfsáritun tii Suð-
ur-Afríku Ástæðan er sú að
hann er kvæntur kínverskri
konu! Eskelund er m.a. kunn-
ur hér á landi fyrir bók sína
„Konan mín borðar með
prjónum“ en hún fjaliar ein-
mitt um hina kínversku konu
hans.
Karl Eskelund sótti um vega-
bréfsáritun þar sem hann var
staddur í Mósambík, hinni portú-
gölsku Austur-Afríku. Hann hafði
- hyggju að fara til Suður-Afríku
i því skyni að rita greinar og
ferðapistla þaðan. En yfirvöldin í
Jóhannesarborg hafa neitað um-
sókn hans.
Konan kínversk
Þessi neitun á rætur sínar að
rekja til hinnar ofstækisfullu
stefnu yfirvaldanna í kynþáttamál-
um. fbúum suðurafríkanska lýð-
veldisins er bannað með lögum að
giftast sveitingjum og þetta bann
nær einnig til Kínverja. Karl Eske
lund hefur um árabil verið kvænt
ur töfrandi kínverskri konu, sem
er orðin vinsæl i heimalandi höf-
undar. m.a fyrir bók sem hún
hefur ritað um kínverska rétti.
100 villtir fílar
Hjónin hafa ákveðið að sigla
suður fyrir Afríku og upp með
vesturströndinni Á þann hátt von-
ast þau tii að fé ofurlitla uppbót
fyrir ferðmr sem ekki var farm.
Þessi framkoma afríkönsku yfir-
valdanna gagnvart Eskelund hefur
vakið réttmæta reiði víða um
heim.
Von er á þeim hjónum til Dan
merkur með vorinu Þau hafa séð
margt ug mikið á bessari ferð
sinni. í Korgó urðu þau vitni að
oióðugri æ'tbálkastyrjöld þar sem
200 svertingjar voru vegnir fyrir
augum þeura Og f Mósambík réð
ust að þeim 100 villtii fílar. tryllt-
ir af heift — Aldrej segist Eske
Innd hafa hlaupið hraðar en þá
Aðalfundur
Ferðabókarhöfundurinn Kari Eskelund sést hér með hinni yndisfögru kín-
versku eiginkonu sinni, sem yfirvöld Suður-Afríku þola ekki innan landa-
mæra ríkisins.
Blaðamannafélag íslands
heldur aSalfund sinn sunnu-
daginn 14 febrúar kl. 3 síðd.
i Nausti uppi Lagabreytingar
á dagskrá.