Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1960, Blaðsíða 5
5 TÍMINN, sunnndagmn 7. febrúar 1960. Fásinna Efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú fyrir þinginu. Eins og að líkum lætur á það hörðum and- róðri að mæta. Verður fátt um varnir hjá stjórnarlið- um. í ræðu, sem Eysteinn Jónsson flutti við umræðu málsins á Alþingi s. 1. föstudag, tætti hann sundur þenn- an blekkingavef stjórnarsinna. Eystemn sagði m.a.: „Ólafur Thors reyndi í framsöguræðu sinni ekkert til þess að skýra hvernig þessar álögur koma niður eða hvernig fjármagnsflutningurinn yrði í þjóðfélaginu af völdum þeirra eða hvaða afleiðingar þær hefðu. 1. Nýjar álögur til ríkisins samkvæmt fjárlagafrum- varpinu verða aldrei undir 370 millj. miðað við fjár- lög 1959 og er þá búið að draga frá tekjuskattslækk- unina. 2. Heildarverðhækkun innflutningsins, að frádreg- inni hækkun á rekstrarvörum útflutningsframleiðslunn- ar (miðað við innflutningsáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 1960) verður samkvæmt útreikningi Hagstofunnar 595 milljónir. 3. Hækkun á duldum greiðslum og dreifingarkostn- aöi innan lands og fleira er lauslega áætlað af Hagstof- unni 152 millj. Frá dregst svo hækkun á fjárlögum vegna gengis- lækkunarinnar og niðurfelling innanlandssöluskattsins vegna Útflutningssjóðs eða 119 millj. Samtals verður þetta nettó um 1000 milljónir — einn milljarður. Þá er eftir að reikna áhrif vaxtahækkunarinnar og þau hefur mér ekki tekizt að fá áætluð — það dylst mér ekki, að stórfelld vaxtahækkun bætir hundruðum millj- óna við þessar álögur. Enn fremur er mér ljóst. að nýj- ar álögur verða í reynd meiri en í fjárlögunum er áætl- að og sömuleiðis verðhækkanir vegna gengisbreytingar- innar. Lægstu tölur, sem hægt er því að nefna í sambandi við álögurnar í heild, eftir því hver vaxtahækkunin verður, eru því 1200—1300 milljónir. Getur það verið, að ríkisstjórnin hafi ekki reiknað þetta dæmi eða því er hún að láta í það skína, að kjara- skerðingin eigi að verða hverfandi iítil? Hvernig dettur henni í hug að halda því fram, að 152 milljónir í fjöl- skyldubætur og 37 millj. til aukinna niðurgreiðslna eigi að vega upp á móti 1300 millj. Það er að hæða sjálfan sig, að viðhafa slíkan málflutning". Með hverjum degi verður mönnum Ijósara hvílíkt glæfraspil hér er verið að leika með fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar og afkomu alls almennings Hér er svo glöggt fram á það sýnt, að ekki verður véfengt að samkvæmt frv. nema nýjar álögur um einum milljarð. Svo er þjóðinni sagt, að auknar tryggingar og lækkun tekjuskattsins komi til með að vega því sem næst á móti þessu. Hvers konar skynskiptmga heldur ríkis- stjórnin að hún sé að tala við þar sem íslenzka þjóðin er? Árlegar þjóðartekjur íslendinga eru áætlaðar um 5 milljarðar. Þegar þess er gætt. nvaða heilskyggnum manni getur þá dottið í hug, að unnt sé að hækka álög- ur með einu „pennastriki“ um 1 milljarð og ætlast svo til að fólk trúi því að í því felist engin kjaraskerðing? Sannleikurinn er sá, að það er fuiikomin fásinna að ætla sér að framkvæma slíkar aðgerðir með einni koll- steypu. Það mun leiða þjóðina út > meiri fjárhagslega erfiðleika en hún hefur nokkru sinni átt í síðan hún fór að eiga með sig sjálf.“ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstj6rj og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301. 18 302, 18 303 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. 57 gerðir dráttarvéia í notkun hér á landi Dráttarvél meS íslenzku húsi. Á síðustu áratugum hafa orðið miklar og stórstígar framfarir í atvinnulífi okkar íslendinga. Hefur þar raun- verulega orðið bylting, sem reynzt hefur þjóðinni örlaga- ríkari en nokkuð annað, sem fyrir hana hefur komið allt frá landnámstíð. Bændur nítjándu aldar á fs- landi voru járnaldarmenn, er at- vinnulega stóðu að mestu í sömu sporum og Egill á Borg og Gunn- ar á Hlíðarenda. En niðjar þeirra nú á tímum hafa, á sárafáum ár- um, fleygt hinum fornu amboðum og nytja í þess stað jarðir sínar roeð stórvirkum tækjum vélknún- um, er gefa margfaldan arð á við það, er fyrr þekktist. En tæknin hefur í för með sér margvísleg vandkvæði, sem taka verður tillit til ef vel á að fara. Nýlega barst mér til dæmis í hendur skýrsla um innflutning hjóladráttarvéla á tímabilinu frá 1942—1960 Samkvæmt henni hafa á þessu árabili verið fluttar inn alls 5220 dráttarvélar. Er hér um ailmikinn 'nnflutning að ræða, en þó naumast vonum meiri, þar eð dráttarvélin hefur fyrir löngu tryggt sér sæti sem hinn „þarf- asti þjónn“ í bóndans búi. Það, sem mér fannst athyglisverðast við skýrsluna, var hve margar gerðir þessara véla höfðu verið fiuttar inn, hvorki meira né minna en 57. Langmest hefur kveðið að inn- fiutningí Ferguson TEA-20. en af þeirri gerð hefur verið flutt inn 1481 vél. Næstar í röðinni eru Farmall Cub með 602, þriðju Ferguson 35 Dies. með 567 vélar innfluttar Af öðrum vélum hefur innflutndngur verið minni. t.d. hefur aðeins ein vél verið flutt inn að hverri þessara gerða: Case S, Farmall B-250, Farmall B-MD, Hanomag-R 22, Hanomag R-45, Hanomag R-440, Oliver Std. 70, Ota og Renault. Hér er greinilega um að ræða vandamál. sem þarf að leysa fyrr en seinna. Það segir sig sjálft. að innflytjendui eru lítt ginkeyptir fyrir að kaupa inn birgðir af vara- fclutum í vél, sem ef til vill er ein á landmu af sinni gerð Allt öðru máli gegnir með þær gerðir, sem náð hafa mikilli útbreiðslu. Fyrir varahiuti í þær er sífellt ör- uggur markaður Bóndi. sem á Ferguson eða Farmall, er því ó- líkt betur c-ettur, ef vél hans bil- ar, en nágranni hans, sem á Case eða Renau'.t. Nú er að sjálfsögðu eðlilegt, að smekkur manna í vélavali sem á öðrum sviðum sé misjafn En í þessu tilfedj virðist þó nokkuð langt gengið. Hvort hér er um að kenna bændum sjálfum eða inn- fiytjendum. skai ekki um dæmt hér. En hér er um að ræða vanda- mál, sem haðum kemur mjög við og ættu því að eiga hægt með að leysa í sameiningu. dþ. Fréttabréf frá S.Þ.: Miðar í rétta átt í málum flóttamanna Bólusetningarherferð í Sovétríkjunum Góður árangur af flóttam.anna- hjálpinni í Austurríki. FlóÆtamannavandamálið í Ausiturriki er enn aivarlegt, samkvæmt s'kýrsliu frf skriif- stofu Flófctamannahjálpar Sam einuðu þjóðanma í Genf, en á undanföinum árurr. hefur mið ag vel í áttina til lausnar á vandanum. f fehrúar 1952 voru 280.000 fLóttaimemn í landinu — hluti þeirra hafðist við í flóttamannabúðum — en í jan úar 1959 var taian komin nið ur í 65.000, þrátt fyrir það að bætzt höfðu í hópinn 180.000 ungverskir flótitamenn og all- mikidl fjöldi (noikkrir tugir þúsunda) annarra flóttamanna. f lok júlí 1959 voru aðeins 7.100 flóttamenn í búðum, en 53.800 í janúar 1953. Búðirnar hafa verifi tæmdar með full- tinigi flóttamanna til annarra landa, heimsendingu þeina sem þess ósfcuðu og öflun ríkis fangs í Austurríki til handa allstórum hópi flóttamanna. Samkvæmt áætlun sem aust- uiTÍsk stjórnarvöld hafa gert í samvinnu við Flóttamanna- hjálp S.Þ., verða alls 12.000 flóttamenn búnir að fá ný heimili innan ska'mms, segir í skýrsl.unni. Síðan 1952 hefur Flótta- mannahjálp S.þ. eytit 11,2 millj dollara til aðstoðar við flótta- menn í Austurríki (þar með talin fjáitframlög til íbúða og menntunar, en þau eru yfir- lei'tt I formi lána). Austurrísk stjórnarvöld hafa á sama tíma varig til flóttamannahjálpar upphæð sem nemur 11,3 mÚlj dollara. í þessum öilum er ekki falin sú skyndihjálp sem veitt var ungverska flóttafólkinu um áramótin 1956/57, en hún nam alls 4.250.000 dollurum. Bólusetning mcð li/andi veirum í Sovétríkjunum. Víðtæk bólusetningarherfeið gegn lömunarveiki með lifandi veiru-bóluefni er hafin í Sovét ríkjunum. og er árangurinn af henni sagður góður. 10 milljón ir manna hatfa þegar verið bóiusettar, og ráðgert er að aðrar 15 milljónir verði bólu- settar fyrir lok janúar. í lok þessa árs á að vera búið að bólusetja -88 millj.ónir manns. þar á meðal öl'l börn og ung- linga innan við tvítugsaldur. Hið nýja bóluefni er tekið inn um munninn. Aðferðin hef ur verið rannsökug af alilmörg um vísindamönnum í Banda- ríkjunum — þekktastur þeiira eru Sabin, Koprowski og Cox í samráði við sovézk stjórnar- völd hefur AlþjóðaheUbrigðis- stofnunin (WHO) fengið leyfi bandarískra heilbrigðisyfir- valda til að bjóða bandaríska sérfræðingnum Dorothy M Horstmann að heimsækja Sovét ríkin með það fyrir augum að meta árangurinn atf bólusetn- ingunni. Hún hefur ferðast til margra staða í landinu þar sem íbúarnir voru bólusettir með hinu nýja efni. og hún skýiir svo frá að allsstaðar hafi greini lega dregið úr lömunarveikis- ti'lfeHum. Hins vegar bendir hún á að ekki sé hægt afi segja neitt endanlegt um málið fyrr en að ári ,3nu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.