Tíminn - 26.04.1960, Síða 4

Tíminn - 26.04.1960, Síða 4
I TÍMINN, þri#jndagíim 26. apifl 19M. IiSé V ■ ..... - ’ ’ ' V,' .' \ ' \ .’ '• HEIMILISTRYGGING tryggir innbú yðar m. a. fyrir bruna-, innbroti og vatnstjónum Sisj^MIVTIMMIIJTriE'YiISCDIIMGA.IR SAM8ANDSHÚSINU - REYKJAVlK - SlMI 17080 Bókarastaða Staða bókara við bæjarfógetaembættið í Hafnar- firði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa- lögum. — Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 10. maí n. k. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför Jónasar Kristjánssonar Einnig þökkum við innilega Náttúrulækningafélagi íslands, starfsfólki heilsuhaalisins og öllum vinum hans, sem heimsóttu hann í veikindum hans og léttu honum síðustu stundirnar. Dætur og aðrir vandamenn. Útför föður okkar a Jóns B. Stefánssonar verzlunarmanns frá Hofi, Eyrarbakka, fer fram fimmtudaginn 28. og hefst með húskveðju að heimlli hins látna, Tryggvagötu 20, Selfossi, kl. 1 síðdegis. Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju. Börnin. LÍNAN Fer vel með hendur Á safni og syningii Málverkasýning Þorláks Það er athyglisvert, að okkar yngstu málarar eru að snúa baki við abstra’ktlist og hverfa aftur til náttúrunnar. Þeim virðist skilj ast það, sem er mörgum miðaldra málurum og listfræðingum óskiij- anlegt, að þrjú hundruð þúsund- asta kopían af Klee t. d. er hvorki ný né frumleg list og að það er eikfci sigurstranglegt fyrir íslenzka listaimenn að vera aðeins spor- göngumenn erlendrar tízku. Þess vegna hverfa þ'eir aftur til íslenzkr nBt náttúru og listar, sem byggð er á þjóðlegum grunni. Sýning hins unga málara Þor- láks R. Haldorsen er glöggt dæmi um þessa þróun. Þar er hvergi að finna erlenda stælingu, öll við- fangsefnm eru séríslenzk og er þetta skemmtileg nýjung í heimi myndlistarinnar, og henni ber að fagna, vegna þess að okkar fram- lag til heknslistarinnar er ekki útþynnt Parísartízka, heldur það, sem okkuf tekst að skapa af sjálf- stæðri íslenzkri Hst. Á sýnmgu Þorláks eru fjörutíu myndir, Iþar af tólf teikningar. All- ar eru þessar myndir unnar af 'kunnáttu og samvizkusemi manns, sem ber virðingu fyrir list sinni. Teikningarnar eru sumar snilldar- liega vel gerðar og nýtur Þorlákur íér meistara síns Eggerts Guð- mundssonar, sem er af mörgum talinn bezti teiknari landsins og er hinn , ágætasti listamaður. styrkja hinn unga málara með því að kaupa einlhverja þessara mynda, einkum þá síðast nefndu. Mynd no. 8 (Hrafnabjörg) og mynd nr. 17 (Þingvellir) minna um margt á Eggert Guðmundsson, þótt forgrunnur þessara mynda sé að vísu frábrugðinn vinnuað- ferðum lærimeistarans. Aftur á móti sýnir mynd no. 5, að Þor- lákur hefur vaxið frá stælingunni myndir málarans, Haustbrim (mynd no. 9), Stokkseyrarfjara (mynd no. 4), Eftirvænting (mynd no. 1), í fjörunni (mynd no. 23) og Kvöld við Gamla-Hraun (mynd no. 19), sem er sérstaklega heil- steypt mynd og meðferðin á græna litnum óvenjuléga góð. Þessar myndir eru allar sérkenni- legar og sérstæðar og segja mætti mér að þær ættu eftir að verða dýrar. Ætti Menntamálaráð að til sjálfstæðrar listsköpunar. Það er mjög vel gerð mynd, sem spáir góðu um framtíð málarans. Sama má segja um myndi hans af þorp- inu, þar er verkefnið leyst á frum- legan og sérkennilegan hátt. Það er alltaf viðburður, þegar ungur málari með ótvíræða lista- mannshæfileika kemur fram á sjónarsviðið, og af Þorláki má vænta góðra hluta í framtíðinni. Gunnar Dal. Fita og önnur óhreinindi renna af diskum og glösum. Ef þér hafið uppþvottagrind og notið vel heitt vatn. þá þarf hvorki að skola né þurrka — og leirtauið verður skýlaust og gljá- andi. Sparið yður tíma og erfiði með því að nota ÞVOL. ÞVOL hefur einnig þann eiginleika að skýra liti í ullartaui, þvo jafnt í heitu sem köldu vatni, og er mjög létt í skolun. ÞVOL er þvi ákjósan- legt til þvotta á barnataui. ÞVOL er ótrúlega drjúgt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.