Alþýðublaðið - 27.09.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1927, Blaðsíða 3
alP VtíOBLAUIí; o sveitum, sem nærri liggja kaup- stöðum, — J)ó aö það sé að vísu miklu miima en í kaupstöðum. * Það er leitt til þess að vita, að svona skuli vera, og það ein- mitt nú, þegar eins mikið er tal- að um menningu og mentun landsmanna. En hér er um alvörumál að raeða, er alla varðar. 0g hér þarf að ráða bót á hið fyrsta, og ekki má kasta tii þess höndum. Ann- ars má búast við hinu versta. Það munu nú fáir, sem betur fer, efast um gagnsemi böknáms- ins, Og fyrir iöngu ætti það að vera gleymt, viðkvæði gömlu mannanna, að bókvitið yrði ekki í askana látið. Gömiu mennirnir hafa sjálfsagt ekkert ilt meint með þessu. En þeir vöndust ekki á bóknárn í æsku og hugðu því, að börnin sín gætu komist áfram án þess. En nú er Öðru máli að gegna, því að nú er öllum gert að skyldu að iæra. Öll börn geta komist í skóla. Þau verða að eins að fullnægja þeirri sjálfsögðu kröfu að vera vel iæs. Hedmiiin eiga að kenna börnun- um lestur. Mörgum tekst það á- gætlega vel, en öörum miður. í kaupstöðum er æði-margt, er fjarlægir börnin frá heimitunum, — gatan, sem enn þá er aðal-leik- völlur barnanna, með öliu því i!ia, sem hún hefir að bjóða, og kvik- myndahúsin, er virðast og eiga nokkuð mikil ítök í hugum bam- anna, og það er sorgiegra en svo, að hægt sé að konia orðum að því, hvað „bíó“-ferðir barna eru ínikið að aukast, því að þangað sækja þau sjaldan gott. Það eru reyndar til ágætar kvikmyndir, sem börn hefðu gagn af að sækja. En þær eru fleiri, sem böm ættu alis ekki að sjá. Báðir þessir staðir eru skaðlegir og hjálpa drjúgum til að fjarlægja börnin frá heiiniiunum. Mörg kaupstáðaheimilin eru svo illa stæð efnalega, að þau geta ekki veitt börnum sínum þá hjálp, er þau þurfa. Heimilisfabirinn er ef til vili allan daginn úti við. En mæðurnar, sem á undan förn- um tímum hafa kent börnunum lestur og leyst það af hendi bet- ur en æíður kennari, eiga marg- ar erfitt með það, því að næg eru innanhússtörfin. Fjöldi barna verður því að sjá um sig sjálfur. Þau dvelja á göt- unni mestan hluta dags, þar sem inargt Ijótt er lær't, en ekkert gott. Það er þá hejzt á kvöid- vökunum, ab aðstandendurnir geta eitthvað bðsint, en þá em börnin orðin þreytt, og njóta því ekki þeirrar hjálpar, sem þeim er í té látin. Afleiðingin verður því sú, að slík börn verða ekki læs fyrr en seint og síðar meir og sum aldr- ei. Til þess eru fjölmörg dæmi En enginn má taka þetta svo, að ég sé með þessu að segja, að börn fátækara fólks séu ver að sér í lestri yfirleitt en börn hinna efnaðfi.' Það er f jarri því, enda væri slíkt fásinna. Á þetta er að eins bent tii þess að sýna frem á, hversu marga örðugleika sumt fóik á við að búa í kapstööum. Margir eru nokkuð skeýtingar- lausir í þessum efnum.. Telja þeir nægan tima fyrir barnið að læra að lesa, þegar það komi í skólann. Skólmn eigi að -kenna lestur o. s. frv. Er hörmulegt, að menn skuli hugsa svo, og víst er það, að ekki myndu þeir hugsa svo, ef þeir vildu gera sér ljóst, hvað þau börn líða oft mikið, sem ikloina í skólann illa lesandi, þvi að það hljóta allir að skilja, að börn, sem illa eru læs, geta ekki fylgst með þeim börnurn, sepi vel em lesandi. Venjulega dragast þau þvi aftur úr, og þau ná jiví aldrei að hafa áhuga fyrir uáminu. 1 þess stað verða þau löt og kæiulaus og fjaríægjast bækurn- ar og skólann æ meir, sem lengra iíður. Gjalda þau pá peirra, sem áttn að iecjgja unclirstöðim i. (Frh.) Hafnarfirði, 4. sept. 1927. Páll Sueinsson. Á bæjarstjórnarfundi 15. þ. m. var samþykt, eftir tillögu frá meiri hiuta skólanefndar, að- ráða Sigurb Sigurðsson frá Kálfafelli sem stundakennara við barnaskól- ann. Maður þessi mun alls ekki hafa kennarapróf. sém tryggi hon-. um rétt tii kenslu við barnaskóla. Hér í bænum er eflaust margt af kennaraskólafólki atvinnuiítið, sem skólanefndin gengur fram hjá, þegar hún þarf á kenslu- kröftum aö halda fyrir barnaskól- ann. En hinir og þe«sir með enga kennaramen tum troða sér sjálfir eða er ýtt af öðrum fram fyrir kenn- arastéttina og fengin þau störf, sem henni ber að. annast. Sam- kvæmt lögum um skipun barna- kennara má engan skipa kennara við barnaskóla, nema „að hann ■hafi lokið kennaraprófi". Nú munu hinir góÖu herrar segja, að Sigurður þessi sé ekki skipaður kennari við skólann, heldur ráðinn sem stundakennari. En þetta skift- ir engu máli. Hann gegnir starf- inu sem skipaður væn og situr i rúmi þess manns, sem á að hafa kennarapróf. Þegar hann er búinn að kenna í nokkur ár sem stundakennari, fær hann auðvitað fasta stöðu og er þá lögbrotið fullkomnað. Svipað mun hafa átt sér stað að undan fömu með fleiri kennara. Hefir ekki sumum verið Iaumað inn í 'skóiann í trássi við iög og rétt, og kenn- araskóla og kennarastétt sýnd með því ótvíxæð fyrirlitning? Hvernig skyldi t. d. háskólinn eða prestastétt landsins líta á það, ef tekinn væri maður úr Frelsis- hernum hér í Heykjavik fram yf- ir guðfræðikandídat eða prest og gerður að dómkírkjupresti? Mér þykir líklegt, að kennara- samhandið eða stjórn þess mót- mæli kröftulega þessu gerræði skóianefndar. Kennari. Tekið í iurginn á „Mgbi.“ Tveir þingmeun Alþýðuflokks- ins höfða mál gegn „Mgbl.“ fyrir meiðyrði þess um þá. „Mgbl.“ eys svo að segja dag- lega meiðyrðum yfir Aiþýðuflokk- inn og fulitrúa verkalýðsins bæði hér á landi og annars staðær. Um þetta hefir ekki verið fengist, því að álitið er, að „Mgbi.“-memiirnir séu ekki svo úr garði gerðir, að rétt sé að ætlast til, að þ-eir geti hagað orðum sínum sæmilega. Upp á síðkastið hefir þó tekið svo i hnjúkana um þetta, að ekki þykir rétt að láta hjá líða að reyna að kenna þeim viðunandi orðaiag. Þess vegna hafa tveir Aiþýðiifiokksþingmenn, Jón Bald- vinsson og Héð-inn Valdimars- son, ákveðið að stefna „Mgbi.“, því að á sunnudaginn var ofbauð blaðið sómatilfinningu ailra les- enda sinna með því að kalia þing- mennina „föðurlandssvikara" ber- um orðum, en það eru hin verstu brigzl, sein unt er að bera á þing- menn. Þess er nú að vænta, að „Mg- bl.“ lagist eitthvað í orðaiagi við þessa leiðheiningartilraun. @2.tgeI«Mi|émleIk5i2,s Fáls ísóífss®3fflaI,. Á fimtudagskvöidið hélt Páll ís- ólfsson fyrstu orgelhljómleikana af fimm, sem hann ætlar \að halda í fríkirkjunni fyrir jól, og voru þetta tíundu orgeihljömleik- 'arnir, sem hann hefir haldið, siðan nýja orgeiið kom í fríkirkjuna. Er það eigi lítið starf, sem Páll hefir í þetta lagt, en tæplega metið að 'verðleikum, því að aðsókn hefir verið fremur treg nema að fyrstu hljómleifcunum, og virðist það benda til þess, að fólk hafi ,þá fremur komið fyrir forvitni sakir — til að heyra i nýja orgelinu — heldur en af áhuga fyrir góðri list. Þó vita menn það, að Páll býður ekki upp á annað. Brá hann þá og eigi heldur venju í þetta sinn. Tvær miklar og stórmerkar tón- smíðar flutti hann að þessu sinni: Praeludium og Fúgu í G-dúr eftir Bach og Introduktion og Passa- caglia i ' f-moll eftir Reger, og túikaði þær sniidarlega að vanda. Að því myndi ég þó vilja finna, að mér þykir Pál! beita um of fullu eða nærri fullu ,jverki“ org- elsins. Fyxst og fremst er það varasamt vegna þess, að raddir vilja þá renna svo saman, að oft er ógerning-úr að henda reiður á þeim, og í öðru lagi hljómar það óþægiiega ilLa í kirkjunni, svo að liggur við, að áreynsla sé á að hlýða, ef notað er á iöngum setn- ingum. Tvö smærri íög för Páll og með, undurfagurt iag eftir Liszt, Ave Marja, þar sem lýst er bæn- arathöfn í tónum, og einfcenni- lega „Meiodiu" eftir Bossi. I fyrra laginu komu fram hinir fegurstu kostir hljóbfærisins og ágætur skilningur Páls á því að notfæra þá með smekkvísi. Ung\'erski fiðluleikarinn Georg Takács lék þrjú lög á fiðlu, en Páll lék xmdir á orgelið. Takács er mjög duglegur' fiðluleikari, einkum að því, er leikni snertir eða verklega kunnáttu („teknik") sem hann hefir jafnvel miklu meiri en í meðallagi. En tónn- inn er harður og ekki fallegur, og á meðferð viðfangsefna vill oft verða of mikiil ,.’nandvérks‘'-brag-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.