Tíminn - 22.06.1960, Page 9
9
NORÐAN
Fjóröungsþing Norðlendinga
var haldið á Húsavík dagana 11.
og 12. júní 1960.
Mættir vom þar 16 fulltrúar frá
sýslu- og bæjarfélögunum í Norð-
lendingaf j órðungi.
M. a. voru eftirfarandi ályktanir
og tillögur samiþykktar á þinginu:
1. Handritamálið.
Þingið ítrekar samþykkt sína frá
1957 um endurheimt íslenzkra
'handrita, svohljóðandi:
„Fjórðungsþing Norðlendinga
skorar á Alþingi og rikisstjórn og
aiia íslendinga að halda fast á mál-
stað þjóðarinnar í 'handritamál-
inu. Telur þingið, að ef unnið sé
að þessu máii með þrautS'eigju,
festu og stillingu, þá hljóti svo að
fara að lokum, að bræðraþjóð vor,
Danir, viðurkenni rétt vorn til
þessara dýrmætu fjársjóða".
2. Kom fram, og var samþykkt
samhljóða, svohljóðandi
þingsályktun:
Fjórðungsþing Norðiendinga
flytur Prentverki Odds Björnsson-
ar, Akureyri, þakkir fyrir langt,
glæsilegt og gifturíkt starf í Norð-
lendingafjórðungi, og árnar því
framtíðanheilla.
3. Endurreisn Hólastóls:
Fj órðungsþing N orðlendinga-
fjórðungs, haldið á Húsavík 11. og
12. júní 1960 vill árétta fyrri sam-
þykktir um endurreisn Hólastóls
og skorar á þingmenn Norðurlands
að vinna að því að biskup, með
fullkomnu biskupsvaldi verði stað-
settur á Hólum, og að umdæmi
■hans nái yfir Norðlendingafjórð-
ung.
4. Rafvæging landsins.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Húsavík 11. og 12. júní
1960, skorar á ríkisstjórn og Al-
þingi að hraða .sem mest má verða
■rafvæðingu landsins, og þar megi
ekki lát á verða, fyrr en öllum
sveitum og þorpum hefur verið
tryggð nægiieg raforka með við-
hlítandi kjörum.
Fjórðungsþingið lftur svo á, að
ekki komi til mála að heimtauga-
gjöld séu hækkuð frá því, sem
hefur verið, og íþyngja þannig
þeim, sem orðið ihafa að bíða ofan
á þær búsifjar, er sjálfsbiðin
veldur.
5. Virkjun Jökulsár á Fjöllum. ^
Fjórðungsþing Norðlendinga,
ihaldið á Húsavík 11. og 12. júní!
1960, leyfir sér að skora á yfir-
stjórn raforkumála ríkisins að láta
svo fljótt sem verða má Ijúka fulln
aðaráætlun urn virkjun Jökulsár á
Fjöllum og jafnframt athuga mögu
leika til þess að koma upp stóriðju
til framleiðslu á útflutningsvörum
í sambandi við virkjunina. Telur
Fjórðungsþingið að virkjun Jökuls
ár — ef fullnaðaráætlun leiðir í
Ijós að 'hún sé hagfelld, svo sem
líkur virðast benda til — eigi að
ganga á undan virkjun sunnlenzkra
vatna til stóriðju, vegna nauðsynj-
ar þeirrar, sem á því er að efla
jafnvægi í byggð landsins.
Lykillinn að lífsgátunni
Það er víðar en í Reykjavík, sem mönnum blöskrar allt stöðumælafarganið. Politiken í Khöfn birti þessa
mynd fyrlr skömmu með þeirri athugasemd, að greinilegt sé, að meirihlutlnn. i borgarstjórn Kaupmannahafn-
ar, jafnaðarmennirnir, gangi með þá lífsheimspeki upp á vasann, að stöðumælar séu lokasvarið á lífsgátunni
miklu. — Barnavagnsmyndin skýrir sig sjálf — á leiðinu stendur: Hér hvílir A. Jensen — ÞÓ EKKI LENGUR
EN TVO TÍMA í EINU.
6. Askorun til atvinnumála-
nefndar ríkisins.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið í Húsavík, dagana 11. og
12. júní 1960, skorar á atvinnu-
málanefnd ríkisins að láta rann-
silka og gera ýtarlega yfirlits-
skýrslu um náttúruauðlindir í
Norðlendingafjórðungi og horfur
á hagnýtingu þeirra.
7. Ríkisskrifstofur á Akureyri.
Fjórðungsiþing Norðlendinga
haldið á Húsavík 11. og 12. júní
1960 skorar á Alþingi og ríkis-
■stjóm að láta fara fram athugun
á því að settar verði upp á Akur-
eyri skrifstofur sem vinni að hafn-
arframkvæmdum og skipulagsmál-
um bæja og sveitarfélaga fyrir
Norður- og Austurland í samráði
við aðalskrifstofur
efna í Reykjavík.
þessara mál-
8. Lögheimiluð öfugþróun
átalin.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið í Húsavík dagana 11. og 12.
júní 1960 átelur að gefnu tilefni þá
öfugþróun í fjármálum að sparifé
(Framh. á bls 15.)
fólk hittist í samkvæmislífi eða við
félagsstörf. Meira ber á þess kon-
ar hækkun á spennu og kvíða hjá
þeim sem eru spenntir, kvíðandi
eða á annan hátt íaugaveiklaðir
fyrir. Fyrir áhrif áfengisins verði
menn öruggari og eðlilegri, og
slaknar þá á taugum og vöðvum.
Bindindismenn sem alizt hafa
aftur á móti upp í þeirri skoðun að
áfengisneyzla sé siðgæðislega
röng, geta hins vegar litið á hana
með sektarvitund, þar eð sumir
trúflokkar, sem áhrif hafa haft á
þá, trúa því að áhrif hennar séu
af hinu illa. Aðrir trúflokkar nota
áfengi til helgunar á trúarsiðum
og í helgiathöfnum, þá yfirleitt
mjög í hóf stillt. Allar þessar ólíku
skoðanir skapa því tvískinnung í
afstöðu samfélaganna til áfengis-
ins. Annars vegar er því hælt og
það er lofsungið sem sjálfsagður
hlutur í trúar og siðvenjum, en
hins vegar er því kennt um margs-
konar glæpi, slys og óhöpp, og
hafa allir nokkuð til síns máls.
Gfan á allt þetta bætist mismun-
ar.di smekkur manna, en um hann
tjóar ekki að deila. Með alla þessa
skoðanaringulreið að baksviði er
ekki að undra þótt ofdrykkjumað-
urinn sé litinn misjöfnu auga.
Álíta sumir drykkjuskapar þrá-
hyggju hans stafa af breyzkleika
og aumingjahætti, öðrum finnst
ofdrykkjumanninn skorta vilja-
þ.-ek. Ofnæmi telja sumir valdi
ofdrykkjunni, og enn aðrir kenna
crfðaeiginleikum um eða jafnvæg-
iiskorti. Ringulreiðar þessarar
gætir ekki einungis hjá almenn-
ingi. Skoðanir vísindanna eru líka
rnjög á reiki. Endanlegt svar um
það hverjar orsakir liggi til of-
drykkju hefur enn ekki fengizt.
Víst er að þær eru fleiri en ein,
cg þeim fækkar óðum sem vilja
kenna siðgæðisskorti ofdrykkju-
manna eingöngu um hegðun
þeirra.
Segja má að ofdrykkja hafi
þrjár meginrætur, sjálft áfengið,
en án þess gæti ekki verið um of-
drykkju að ræða, líkamsgerð og
persónuleika ofdrykkjumannsins
sem leitað hefur stuðnings hjá
áfenginu og orðið háður því, og
samfélagsaðstæðumar sem sá ein-
staklingur á við að búa og reynir að
ráða farsællega fram úr. Einblíni
menn eingöngu á eina rótina er
hætt við að skilningurinn á orsök-
um ofdrykkjunnar verði nokkuð
takmarkaður.
Athuganir og rannsóknir bera
það yfirleitt með sér, að eftir því
sem áfengismagnið, þar með talið
vín og bjór, er meira og ódýrara í
hverju byggðalagi, er meira drukk-
ið af því, og notkun þess er al-
mennari, þó drykkjuskaparvenjur
geti verið ærið mismunandi. Of-
d.rykkjumönnum fjölgar í nokkurn
veginn réttu hlutfalli við aukningu
á almennri áfengisnotkun. Talið er
að tíu af hundraði þeirra sem
neyta áfengis á annað borð verði
cfdrykkjumenn. Þegar áfengis-
neytendum fjölgar, fjölgar of-
drykkjumönnum hlutfallslega að
sama skapi.
Líkamsgerð, persónuleiki og
skapgerð ofdrykkjumanna eru
einnig mikið rannsökuð. Komið
hefur í ljós að innkirtlastarfsemi
þeirra og næringar- og bætiefna-
þörf þeirra er ekki frábrugðin því
sem er hjá mönnum almennt. Hins
vegar hefur Sheldon fundið að
þeir eru þéttbyggðir, meiri vöðva-
menn en aðrir. Sérstökum persónu
leika og skapgerðareinkennum of-
drykkjumanna hefur verið lýst
fyrr og síðar. Athuganir hafa ekki
leitt í ljós að þeir séu verulega
frábrugðnir að því leyti hinum
níutíu af hundraði .sem notað geta
áfengi sér að skaðlitlu án þess að
verða háðir því. Nokkrar rann-
sóknir sýna samt að heldur meira
beri á tveimur skapgerðareinkenn
um hjá þeim en hjá öðrum. Ann-
ars vegar sjálfseyðileggingarhvöt
en hins vegar ósjálfstæði. Sjálfs-
eyðileggmgarhötin er oftast ekki
alger, heldur hægfara og lýsir sér
sem hneigð til sjálfspyndingar
með ýmsu móti. Þeir eyðileggja
þanni'g hægt og sígandi andlega og
líkamlega heilsu sína, og oftast
verða fjölskyldur þeirra einnig
fyrir barðinu á þeim, sóa fjár-
munum sínum, og kvelja sjálfa
sig með markendurteknum „timb-
urmönnum“ og ofsalegri sektar-
vitund „moral“. Þessi sjúklegu
fyrirbrigði, sem fylgja ofnautn
áfengis má finna í dálítið breytt-
um myndum í fari ofdrykkju-
manna áður en þeir byrja að
drekka, og líka eftir að þeir hætta
því. Þeir eru oft hrakfallabálkar
og valda iðulega sjálfir ófarnaði
sínum, þó að frumorsakanna kunni
að vera að leita í slæmu uppeldi
eða samfélagsskilyrðum.
Önnur einkenni þessara sjálfs-
eyðileggingarhvata og ósjálfstæðis
þeirra má finna með .sálfræðileg-
um prófunum og sálgreiningu þó
að þeir hafi sjálfir lítið sem ekk-
ert hugboð um það. Þeim hættir
oft til þess að verða og háðir ýmsu
fleiru en áfenginu, svo sem öðrum
nautnalyfjum, ofáti eða mikilli
kaffidrykkju, of mikilli skorpu-
vinnu og svo framvegis. Skemmti-
leg tilraun hefur sýnt á raunhæfan
hátt hvað þeir geta verið háðir
umhverfinu. Lítið herbergi svipað
'klefum þeim, sem flugmenn nota
við blindflugsæfingar var útbúið
með færanlegum stól, þannig að
sá sem í honum sat gat stillt hann
þannig að hann var ávallt upp-
réttur þó herberginu væri hallað
á ýmsa vegu. Ofdrykkjumönnum
gekk ver en öðrum að halda sjálf-
um sér og stólnum uppréttum þó
allsgáðir væru. Þeir miðuðu um of
við hornalínur herbergisins þegar
því var hallað í stað þess að
treysta á eigið jafnvægisskyn. Þó
voru þeir alls ekki einir um hit-
una, fleirum gekk illa að halda
jafnvæginu af því að þeir voru
háðir umhverfinu.
Fleira þarf með en áfengið eitt
að viðbættum meira eða minna
ákveðnum skapgerðar- og líkams-
einkennum. Miklu fleiri með sams
konar eiginleika, sem búa við
svipað áfengismagn, verða alls
ekki ofdrykkjunni að bráð. Til-
verknaður félagslegra áhrifa og
gagnverkum samfélagsins stuðla
að þvi að verulegum hluta. Sam-
félagið krefst þess oft að menn
neyti áfengis i vaxandi mæli, til
þess að þeir geti talizt góðir fé-
lagar og vel samkvæmishæfir,
ekki sízt ef þeir eru dálítið ósjálf-
stæðir. Kennir það mönnum oft
beinlfnis að styðja sig við áfengis-
notkun og til þess að fyrirbyggja
ótta um það að þeir verði síður í
vina- og félagshópum án þess. En
ofdrykkjan kemur líka hart niður
á samfélaginu sjálfu þó að tekjur
þess af áfengissköttum séu tals-
verðar hér á landi. Fjölskyldubönd
rofna, menn valda mörgum slysum
á sjálfum sér og öðrum, atvinnutap
og annað tjón verður mikið.
Óbeinn kostnaður, sem leiðir af
ofdrykkju, nemur meiru en einni
milljón dollara í Bandaríkjunum
árlega. Hliðstætt því ætti óbeinn
kostnaður hér að nema rúmlega
40 milljónum króna á ári auk 170
milljónum króna. Andlegt og
heilsufar'Slegt tjón verður ekki
mælt í milljónum en er þó ekki
síður tilfinnanlegt.
Áður fyrr útilokuðu þjóðfélög-
in holdsveika og aðra sjúklinga
frá mannlegu samfélagi í sjálfs-
varnarskyni, þetta þekkist nú ekki
lengur, því samfélögin hafa fund-
ið aðrar og ebtri leiðir til varnar
sjálfum sér og til hjálpar með-
borgurunum. Samábyrgðin hefur
aukizt og menn sjá nú að heilla-
vænlegra er að leitast við að
lækna sjúklingana og hjálpa þeim
til þess að hjálpa sjálfum sér sem
mest. samanber árangurinn í bar-
áttunni við útrýmingu berklanna
hér á landi þarf þetta að haldast í
hendur við góða heilbrigðislöggjöf
og aukna fræðslustarfsemi í áfeng-
ismálum samfara vísindalegum
rannsóknum. Ekki er hægt að ætl-
ast til þess að þau félög, sem starfa
að bindindismálum og áfengis-
vörnum, vinni hvert um sig á öll-
um sviðum, sem að þeim lúta, sam
tímis. Skoðun þessi kemur oft
frarn í ómaklegri gagnrýni og
skilningsleysi á starfsemi þessara
félaga hjá ofstækisfullum mönn-
um í hópi áfengisneytenda. Eðli-
legt sýnist vera að þau hafi með
sér nokkra verkskiptingu eins og
orðið hefur. Hitt er svo annað
mál, að þjóðfélaginu í heild væri
það mikill ávinningur að láta
þessi mál meira til sín taka á
meðan áfengisneyzla og ofdrykkja
fer vaxandi eins og nú horfir.
Esra Pétursson.
■i i