Tíminn - 22.06.1960, Qupperneq 11

Tíminn - 22.06.1960, Qupperneq 11
 uððvikuðagmn 22. jóm 1960. FERRÓ: Er keramikið okkar of gott til útflutnings? Þessa dagana sýnir Glit h.f. nútíma keramik í Ás- mundarsal við Freyjugötu. f fyrradag var tekið upp á þeirri nýbreytni á sýning- unni að leyfa gestum að mála og dekúrera ösku- bakka, eyrnalokka, vasa og bolla, sem síðan er brennt inn í og eigendur geta síðar meir sagt við vini og vanda- menn: FINNST YKKUR ÞETTA EKKI FALLEGUR ÖSKUBAKKI ... JÁ, ÉG GERÐI HANN NEFNI- LEGA SJÁLFUR. Fyrsta daginn komu margir til að reyna og þeirra á meðal mátti finna húsmóðir, vél- stjóra, listmálara og blaða- mann. Undirritaður gekk þar vlð á mánudag á heim- leið úr vinnu með það eitt í huga að ná mynd af ein hverjum sem væri að mála öskubakka. í anddyrinu stóð Ragnar Kjartansson leirkerasmiður í Glit, og bauð hann blaða- mann velkominn, „en því miður ,er enginn að mála núna hinkraðu samt við og sjáum hvað setur.“ — Hefur aðsókn ekki ver ið góð hjá þér, Ragnar? — Jú, mjög góð. Hingað hafa komið svona sex til sjö hundruð manns síðan við opnuðum þann sext- ánda. — Eru gerðar teikningar af hverjum hlut áður en hann er gerður? — Jú, það erum við Diter Rot, sem erum höf- Hinn Ijóshærði, þýzki leikari Curt Jiirgens, hefur innleitt nýja tízku í Hollywod: gyllta manséttuhnappa, s híSlr geyma lírll úr. AnnaS úrlð segir Ciirt, sýnir mér Hollywood- tímann, en hitt minnir mig á, hvað klukkan er heima í Evrópu. undar að þeim munum sem eru hér til sýnis og þeir eru allir orginalar. — Vinnið þið eingöngu úr íslenzkum leir? — Nei, ekki eingöngu, það fer mikig eftir því hvaða liti við notum, en það er hvergi undir 60% af islenzkum leir í kera- mikinu hjá okkur. — Hvað er mannmargt á vinnustofunni? — Við höfum unnið þar sex. Mattur glerungur er leyndarmál hverrar vinnustofu Sýningin er á tveim hæð um og eftir að Ragnar hef ur sýnt blaðamanni fyrstu hæðina, þá förum við upp á næstu og skoðum hana meðan við bíðum eftir ein- hverjum sem vill mála. — Hér sérðu m.a. kaýfi- og testell, á'vaxtastell, vin- sett og blómavasa. Þenn- an matta glerung erum við svo til nýbyrjaðir að nota, hann er leyndarmál hverrar vinnustofu fyrir sig, svo við urðum að gera kerfisbundnar tilraunir til að finna hann og hefur það tekist vel. Mat-tur gler ungur er gerður úr oxyter uðum málum. Þessi skál með þessu munst-ri í, kostar 540 kr., en ef þetta vceri vatnslitamynd eftir ein- h\ern af málurum okkar þá myndi hún kosta svona 1500 til 2000 krónur. Svo þú sérð að vinnan okkar er ekki dýr, þar sem kera mik er dýrt í framleiðslu og vinnan er mikil, samt reynum við að stilla verði eins mikið i hóf og hœgt er. — Er markaðurinn hér góður? — Markaðurinn hefur verið mjög góður síðan fólk fór að kunna að meta modernekeramik. Ein verzl un hér í bæ hefur staðið mjög framarlega í að selja okkar vöru, en það er Stof an í Hafnarstræti, einnig verzlanir Kristjáns Sig- geirssonar og Árna B. Björnssonar. — Erlendir ferðamenn kaupa mikið af keramiki. Eina keramikið sem við framleiðum í fjöldaframleiðslu er selt sem minjagripir. Við I Glit höfum þegar gert sölutil- raunir erlendis og til Kanada hefur farið send- ing. Það er eina landið sem komið er, sem fengið Shefur sölusendingu, önn- ur hafa aðeins fengið sýnis horn. Jæja, eigum við ekki að koma niður og sjá hvort einhver sé ekki farinn að mála. Er við komum niður aft- ur er þar kominn listmál- arinn Ferró og hann sagði við undirritaðann. — Kera mik er langt um betra hér en í Evrópu. Maður sér hvergi svona góða keramik og ég verð að segja að hún er of góð til útflutnings, það get-ur farið svo að allt fari í útflutning og \ið fá- um ekkert. Þú færð mikið fyrir verkið þitt Perró settist viö vinnu- borðið og málaði í einn bakka og bar hann sig að verkinu eins og hann hefði aldrei annað gert. Eftir að hann hafði fullkomnað sköpunarverkið sneri hann sér að blaðamanni og sagði: — Reyndu líka mað ur, þú ferð ekki héðan án þess ag reyna líka. — Nei, ég held ég sleppi því, ég hef mjög takmark aða listagáfu. — Auðvitað reynir þú við einn bakka, sagði Ragn ar, og tróð tveim pennslum í hvora hendi blaðamanns ins. — Við Ragnar heitum þér fullum stuðningi, byrj aðu nú, sagði Perró. Að mála l keramik er enginn vandi ef maður ætlar að gera það illa, hitt er s\o ollu verra að vanda sig. Eftir að hafa horft lengi á öskubakkann, lit- ina, penslana og vatns- krúsina, ákvað ég að byrja á grœna litnum. EITT strik. ANNAÐ strik. Og ÞRIÐJA strikíð. — Hœttu nú með grœna litinn, sagði Ragnar, reyndu þennan rauða. Penslinum var sið- an makað upp úr rauðu og ein rauð klessa hér og önn ur þar. Síðan var penslin um dýft ofaní svarta lit- inn og slett mjög vandlega yfir bakkann, síðan sett aftur rautt í pensilinn og slett með enn meiri var- kárni. Þegar m'aður er að ska.pa listaverk verður maður að sletta með var- Hér er Ragnar að sýna Ferró hvernig á að beita hníf við dekúr- eringuna kárni, það má ekki gera það með þjösnagangi, eins og maður sé að mála. stof- una heima hjá sér„ nei, heldur mjög \arlega. — Nei, nú skaltu hætta áður en þetta fer úU vit leysu hjá þér, sagði Ferró, annars er þetta bara gott. — GOTT, sagðir þú GOTT, það er gott. Hvað heldurðu að ég ætti að kalla verkið? — Blaðamennsku, skaut Ragnar inní. jhm. 'V*V*V«V.V*V»\.«V>V*V*-V*V*V*V- Tilkynning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt skrifstofu rektors helzt fyrir 1. júlí og eigi síðar en 15. ágúst. Landsprófsskírteini og skírnarvottorð skulu fylgja umsókninni. Rektor.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.