Tíminn - 29.06.1960, Page 8
8
TÍMINN, miðvikudaginn 29. juní 1964.
Þaö nýjasta úr brfreiðaheiminum:
Þjóðvegakerfi þar sem rafeindir
stjórna stýrisútbúnaði og hemlum
Rafeindakerfiö þegar tekið s notkun á sumum
þjóðvegum Bandaríkjanna
Fyrir nokkrum vikum var
opnuð nýstárleg sýning fyrir
i'lmenning í rannsóknarmið-
£töð Radio Corporation of Am-
erica, David Sarnoff, í Prince-
ton í New Jersey. Þar gat að
líta fullkomið þjóðvegakerfi,
í fullri stærð, og var það
byggt á rafeindum og „sjálf-
virkur stýrisútbúnaður“ var
fyrir bifreiðar. Að sýningunni
standa tvö bandarísk fyrir-
tæki, Radio Corporation of
America og General Motors.
Tveimur sérstaklega útbúnum
bifreiðum með sjálfvirkum stýris-
útbúnaði var ekið eftir tilrauna-
brautinni eftir rafeindamerkjum
frá veginum. Jafnframt var notað
vegabringkerfi, byggt á rafeind-
um, til að hafa samband við öku-
manninn í útvarpi bifreiðarinnar
og segja honum af þverbrautum,
benzínstöðvum við veginn eða
hættum á veginum framundan. En
það sem einna mesta athygli vakti
var hinn sjálfvirki stýris- og ör-
yggisútbúnaður í hinu nýja kerfi,
t.d. í sambandi við hraðamæling-
ar og aðvaranir um hraða, taln-
ingu bifreiða á veginum og eftirlit
með að halda ákveðnu bili milli
bifreiðanna, stjórn á umferðarljós-
um og ljósamerkjum við veginn til
leiðbeiningar ökumönnum í bif-
reiðum, sem ekki hafa sjálfstýri-
útbúnað o.fl. Þannig var sýnt,
hvernig eitt hringkerfið í veginum
mældi hraða annarrar bifreiðar-
innar og gaf sjáifkrafa aðvörun
bæði til bílstjórans og við vegar-
brúnina, jafnskjótt og ökumaður-
inn fór fram úr þeim hraða, sem
vegahrinigkerfið var miðað við og
löglegt var.
Rafeinda hringkerfin leysa
flókin verkefni
f ræðu við opnun sýningarinnar
sagði dr. James Hillier, varaforseti
rannsóknardeildar RCA, að hér
væri um mikið og athyglisvert
brautryðjendastarf að ræða, þar
sem saman færi háþróuð rafeinda-
og sjálfvirknitækni, og árangurinn
Rafeindáikerfinu er komið fyrir í
geymslu þessarar reynslubifreiðar.
væri mikið aukin þægindi og ör-
yggi í akstri og möguleiki að auka
að mun umferð á vegum úti. Eink-
um vakti dr. Hillier athygli á því,
hve markvísleg og flókin verkefni
hin ýmsu rafeindahringkerfi í veg-
inum geta ieyst af hendi sjálfkrafa.
Nefndi hann í því sambandi stjórn
umferðar Ijósa, þar sem vegir mæt
ast eða á varasömum vegaköfium,
mælingu á aksturshraða og aðvör-
un til ökumanna, sem fara eitthvað
yfir hraðatakmarkið, sem vega-
hringkerfin eru miðuð við, taln-
ingu farartækja og skipulagningu
merkja, svo að umferðin geti orðið
meiri og öruggari.
Eins og áður segir, eru það tvö
bandarísk fyrirtæki, sem standa að
þessu, Radio Corporation of Ame-
rica og General Motors.
Mælinga- og stýrikerfin í vegun-
um, sem ganga fyrir rafeindum,
voru gerð hjá RCA, en verkfræð-
ingar General Motors, sáu um
smíði stýrisútbúnaðarins í bílun-
um, sem svara eiga merkjum frá
vegahringkerfum RCA.
Þrjár tegundir bifreiða
i reyndar
Á sýningunni voru notaðar þrjár
bifreiðar af ýmsurn gerðum, svo
að sýningargestir gætu fengið
sem bezta hugmynd um gerð og
starfsemi þessa nýja vegakerfis.
Þar var t.d. venjuleg bifreið með
engan sérstakan útbúnað og tvær
General Motors-bifreiðir með ein-
föld rafeindahringkerfi, sem tengd
eru við hin sjálfvirku stýrikerfi.
Tilraunabrautin var einföld, egg-
laga og rúmir 400 metrar að lengd.
Hún var lögð asfalti og inn í hana
var byggt allt RCT-rafeindakerfið
og eins og það leggur sig. f því eru
m.a. nokkrar rétthymdar vírlykkj-
um. Þegar bifreið fer þvert yfir
vírlykkjuna, verður rafstraums-
Hluta af útbúnaðlnum er komlð fyrir neðan á höggdeyfinum.
breyting í vírnum. Þessi breyting
kemur fram í vegahringkerfinu og
þar er henni síðan breytt £ raf-
magnsmerki, sem hægt er að nota
til að framkvæma hvaða verk sem
óskað er, svo sem að kveikja á
ljósunum og gefa aðvörunarmerki
í hinum hringkerfunum á veginum
fyrir aftan bifreiðina. Stýriþráður-
inn gefur frá sér reglubundin
merki með mismunandi miHibili
til að leiðbeina bílnum áfram eftir
miðju brautarinnar, sem hann á.
Nú var það svo, að allar þrjár
bifreiðamar á sýningunni fram-
kölluðu rafmagnsmerki í vega-
hringkerfinu, þegar þeim var ekið
yfir vírþræðina. Merkin, sem
þannig fengust, voru síðan notuð
bæði til að kveikja á Ijósunum við
vegarbrúnina á um það bil 60 m.
löngum kafla fyrir aftan hvern
bíl, og einnig til að framkalla raf-
magnspúlsa á vírlykkjunum á
álífca löngum vegarkafla undir
yfirborðinu. Þannig fylgdi slóð
logandi ljósa og radíópúlsa í kjöl-
far bifreiðanna um leið og þeim
var ekið eftir brautinni. Hin sýni-
lega Ijósaslóð kemur sér einkum
vel, þegar skyggni er slæm-t á veg-
um úti, og ökuma-nninum í venju-
lega bílnum á sýningunni gaf hún
ennfremur leiðbei-ningar um afdrif
bflsins fyrir framan og fjarlægð
hans. Hin ósýnilega slóð radíó-
púlsa frá veginum, sem kom fram
í móttökutækjum hinna bifreið-
anna tveggja, framkallaði aftur á
móti sjálffcrafa m-erki, sem stýrðu
sjálfvirkum heml-um bifreiðanna
og hraðaauka þeirra, þannig að
bflið milli þeirra var alltaf svipað
og þurftu ökumennirnir engar
áhyggjur að hafa af því.
Hannes J. Magnússon skólastjóri:
Útvarpið og áhrif þess
Þessi unga stúlka speglar sig á meðan bifreiðin rennur áfram.
Þegar ég var að hugleiða
hvað þessi miðvikudags-grein
ætti að fjalla um, verða
fyrir mér drög að Rotary-
erindi, sem ég hafði ein-
hvem tíma flutt, og fjallaði
um útvarpið og áhrif þess.
Hvers vegna þá ekki að nota
þessa drætti, þegar sumar-
leyfið er farið að -gera mann
latan?
Það er margt skylt með
Rótarýhreyfingunni og út-
varpinu. Útvarpið vinnur
beint og óbeint að sama
marki, ef það er ekki mis-
notað: Að auka kynni milli
einstaklinga og þjóða, færa
mennina saman, efla skiln-
ing þjóða á milli og þar með
eyða hleypidómum og van-
þekkingu. Það þjónar þeim
tilgan-gi að gera mannkyn
allt að einni samstarfsheild,
þar sem hver bec ábyr-gð á
öðrum, þótt þetta takmark
sé enn langt undan.
Annars má segja, að út-,
varpið sé undursamlegt
menningartæki og eitt af
furðuverkum síðari alda —
eða raunar allra alda. Það
velduir aldnhvörfum í lífi
þjóðanna, og jafnvel við hin
frumstæðustu skilyrði er
það samt mikil menningar
v-aki, sem býr yfir ótæmandi
möguleikum til að mennta
og manna þjóðir og ein-
staklinga, fræða þær og
göfga. Það er annars óþarfi
að eyða orðum að menning-
argildi útvarpsins, svo aug-
Ijóst er það. En þótt undar-
legt sé, hefur það þó slnar
neikvæðu hliðar, og er raun
ar svo með marga góða hluti,
og verður komið að því síð-
ar, eihkum ef þar er ekki
valinn og víðsýnn maður í
hverju rúmi.
Það er margt og mikið bú-
ið að skrifa um útvarpið,
bæði réttmætt og óréttmætt,
og gagnrýni af ýmsu tagi
komið fram, en mar-gt af
því hefur veris ómerkilegt
nöldur, þar sem hver talar
frá sínum þrön-gu bæjardyr
um. Til dæmis hið þráláta
nudd um æðri tónlist í út-
varpinii. Það væri mákilu
meiri ástæða til að gagn-
rýna útvarpið fyrir hina lé-
legu og menningarsnauðu
tónlist, sem það flytur, en
þeir eru miklu færri, sem
kvarta yfir henni. Annars
vil ég segja það almennt um
da-gskrána, að hún mun
hvorki vera verri né betri
en við má búast í svo fá-
mennu landi. Kannski er
hún- óþarflega mikið bundin
við höfuðborgina. Eg held
að það mætti fá fleiri og
fjölbreyttari sjónarmig fram
með þvi að leita víðar aö.
HANNES J. MAGNUSSON
Það mætti kannski einnig
vekja athygli á því að út-
varpið er að verulegu leyti
í þjónustu efnishyggjunnar,
t. d. í erindaflutningi. Þegar
frá eru taldar útvarpsguðs
þjónustur eru nauðasjaldan
flutt erindi um trúmál al-
mennt, siðgæðismál, bind-
indismál, sem eru mjög illa
séö, enda vandfarið með öll
þessi mál á opinberum vett
van-gi. Nokkuð er fjallað um
listir og vísindi, og þá fyrst
og fremst efnisvísindi. Og
hvernig er við öðru að búast
á svo mikilli efnishyggjuöld?
Útvarpið ber þess einnig
greinilegan vott, að það er
fyrirtæki mikillar fræðslu-
og upplýsingaaldar. Allt á að
leysa með þetkingunni. Trú
in á fræðslu og þekkingu er
í algleymingi. Það er því eðli
legt að þessi mikli þjóöar-