Tíminn - 02.07.1960, Qupperneq 5

Tíminn - 02.07.1960, Qupperneq 5
TÍMINN, Laugardaginn 2. júlí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastióri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Vaxtaokrið Á íslandi eru nú allt að helming' hærri útlánsvextir en í þeim nágrannalöndum okkar, þar sem þeir eru hæstir. Ríkisstjórnin heldur því fram, að þetta sé þáttur í efnahagsráðstöfunum hennar og eigi að stuðla að því, að koma fjármálum þjóðarinnar á réttan kjöl. Slíkt er þó augljós blekking. Hinir háu vextir gera að sjálfsögðu allt verðlag dýr- ara — auka verðbólguna. Aukin verðbólga er ekki leiðin til að koma fjárhagnum á réttan grundvöll. Háir vextir draga ekki úr eftirspurn eftir lánsfé, þegar síhækkandi verðlag og verðbólga eykur stöðugt á lánsfjárþörfina. Háir vextir eru ekki til hagsbóta fyrir sparifjáreig- endur, þegar þeir stuðla öðrum þræði að því að auka verðbólguna og rýra þannig verðgildi krónunnar. Með hinum háu vöxtum er því ekki að neinu leyti stefnt að því að gera efnahagslífið heilbrigðara — að koma fjármálum þjóðarinnar á réttan kjöl, eins og það er orðið. Tilgangurinn er allt annar. Hinir háu vextir eru einn þátturinn í því markmiði ríkisstjórnarinnar að koma á nýjum þjóðfélagsháttum á íslandi — nýrri eignaskiptingu, nýrri tekjuskiptingu. Eða réttara sagt: Það á að hverfa aftur til þeirra úreltu þjóðfélagshátta, er ríktu hér fyrir 40—50 árum. Hinum háu vöxtum er ætlað að koma hinum efna- minni einstaklingum á kné. Þeir eiga að neyða hinn efna- litla húseiganda til að selja íbúðina sína. Þeir eiga að gera hinum efnalitla bónda ófært að reka búskap. Þeir eiga að koma hinum efnalitla útgerðarmanni á kné. Þeir eiga að kippa grundvellinum undan hinum lakar stæðu kaupmönnum. Þeir eiga að neyða samvinnufélög- in til samdráttar, ásamt ráninu á innlánsdeildunum. Þegar allt þetta er fengið, geta hinir fáu „sterku“ ein- staklingar, sem allt þetta er gert fyrir, látið greipar sópa um núv. eignir almennings í landinu. Þetta er aðalmarkmiðið, framtíðartakmarkið með vaxtaokri ríkisstjórnarinnar. Vaxtaokrið á ekkert skylt við heilbrigðar aðgerðir í efnahagsmálunum. Vaxtaokrinu er hms vegar ætlað að breyta þjóðfélaginu — skipta þjóðinni í fáa auðmenn og marga öreiga. Þá fær forsætisráðherrann að lifa aftur hina „gömlu, góðu daga“, er hahn þráir svo mjög. Af mörgu, sem núv. ríkisstjórn hefur misjafnt gert, er vaxtaokrið eitt hið versta og hættuiegasta. Þess vegna verður að beina baráttunni að því alveg sérstaklega.að rík isstjórninni verði ekki fært að viðhalda því til langframa. Það þurfa allir þeir mörgu. sem vaxtaokrið bitnar á, að láta ríkisstjórnina og stjórnarflokkana finna nógu eindregið. Hvað tefur? Framsóknarflokkurinn fór þess strax á leit á mið- vikudagskvöld, er fregnir bárust af ofbeldi brezka sjó- hersins á Grímseyjarsundi, að kallaður yrði saman fund- ur í utanríkismálanefnd. Formaður nefndarínnar tók því vel, en fundur nefndarinnar hefur þó ekki verið haldinn. Hann strandar á ríkisstjórninni, sem telur málið enn ekki nægilega upplýst. Enn hefgr ríkisstjórnin ekki mótmælt þessu ofbeldi við brezku stjórnina, svo að kunnugt sé. Hvað tefur? Á alveg að þegja við ofbeldinu’ Eða er verið að draga í efa, að íslenzku varðskipsmennirnir hafi haft rétt fyrir sér? / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / < / / / / / / < / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / i / / / / / / / / / / / / / / / / / > ~ ERLENT YFIRLIT Samningaþófiö um afvopnunina Rússar muSa. áróSur sinn viS viShorfín í Asíu og Afríku ÞAÐ HEFUR vakið all- miikla athygli, að Rússar hafa slitið afvopnunarráðstefnunni sem staðið hefur yfir í Genf undanfarna mánuði, með því láta fulltrúa sína og annara kammúnistaríkja ganga af fundi eftir að hafa lýst yfir því að þeir álitu hána tilgangs- lausa og myndu því skjóta mál- inu til næsta allsherjarþings S. Þ. Þetta gerðist á fundi ráð- stefnunnar síðastliðinn mánu- dag. Við því hefur ekki verðið búizt, að ráðstefna þessi næði neinum teljandi árangri, en þó k^...i það á óvart, að hún skyldi enda svona skyndilega. Þessi brottganga Rússa var O'g enn hrottalegri fyrir þá sök, að kunnugt var um, að vestur- veldin ætluðu sér að leggja fram nýjar tillögur á þessum fundi, þar sem gengið væri lengra til móts við Rússa en áður. ÞESSI framkoma Rússa hef- ur að sjálfsögðu mælzt illa fyrir í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum, en öðru máli gegnir vafa lítið í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. Ekkert ríki í þessum heimsálfum átti fulltrúa á ráð- stefnunni og mæltist það því misjafnlega fyrir meðal þeirra, er Bandaríkjamenn og Rússar komu isér saman um það í fyrra að færa málið af vettvangi Sam einuðu þjóðanna, þar sem það hefur verið í meira en áratug og allar þátttökuþjóðir S. þ. geta tekið þátt í umræðum, og yfir til ráðstefnu, sem var skip- uð fulltrúum fimm ríkja í Atl- antshafsbandalaginu og fimm ríkja í Varsjárbandalaginu. Við ræðurnar voru þar með ein- skorðaðar við ríki í Evrópu og Norður-Ameríku. Ef vel á að vera, þurfa allar þjóðir að taka þátt í viðræðum um afvopnun- armálin. Það hefur líka sézt á ýmsu, að ýmsar þjóðir í áður- nefndum þremur heimsálfum hafa talið sig sniðgengnar með afvopnunarráðstefnunni í Genf. Það mun því ekki mælast illa fyrir meðal þeirra, að afvopn- unarmálin færast aftur inn á v. ttvang S. Þ. ANNAÐ mun og hafa hvatt Rússa til þess að fara inn á þessa braut. Hinar nýju tillögur þeirra virðast að ýmsu leyti mælast sæmilega fyrir meðal hlutlausra þjóða. Meðal þeirra, NEHRU — Rússar miða tillögur sinar og áróður í afvopnunarmálum ekki sízt við viðhorf hans og annarra forustumanna óháðra ríkja. sem hafa alveg nýlega farið hrósyrðum um þær, er Nehru forsætisráðherra Indlands. Eihk um lýsti Nehru fylgi sínu við það atriði rúsnesku tillögunn- ar, að byrjað skyldi á því að banna öll flugskeyti eða flug- vélar, sem gætu flutt kjarnorku vopn, og að leggja niður erlend- ar herstöðvar. Þetta er nefni- lega í samræmi við það, sem Ind verjar hafa áður lagt til, en vesturveldin beitt sér gegn, þar sem þetta myndi breyta hern- að-rlegum styrkleika Rússum í vil. Vegna þessarar afstöðu Ne- hrus og fleiri forráðamanna ó- háðra ríkja, er ekki ósennilegt, ao Rússar geri sér vonir um að geta fengið talsverðan stuðning með tillögum sínum á þingi S. Þ. eða a.m.k. styrkt það álit, að það strandi jafnvel öllu meira á vesturveldunum en Rússum, að samkomulag náist í afvopnunarmálunum. Flest bendir am.k. til þess, að áróður Rússa í sambandi við þessi mál, miðast meira við viðhorfið í Asíu og Afríku en viðhorfið í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. ÁSTÆÐAN til þess, að málið var á sínum tíma flutt af vett- vangi S. Þ., var sú, að Rússar neituðu að taka þátt í afvopn- unarnefnd, er starfaði á vegum S. Þ., nema hún væri þannig skipuð, að hlutlausar þjóðir hefðu þar oddaaðstöðu og fuil- trúar væru þar nokkurn veginn jafnmargir frá vestrænum ríkj- um og kammúnista ríkjunum. Bandaríkjamenn vildu hins veg ar ekki fallast á aðra skipun en þá að fulltrúar frá vestur- veldunum og fylgiríkjum þeirra væru í meirihluta í nefndinni. Þetta leiddi til þess, að hún starfaði ekki. Afleiðing þess var sú, að Krustjoff og Eisen- hower komu sér saman um, þegar samúð þeirra var birt í fyrra, að efna til ráðstefnunnar í Genf er væri skipuð fulltrúum frá Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu, eins og áð- ur segir. Á þingi S. Þ. í fyrra, varð hins vegar samkomulag um að setja á laggirnar afvopnunar- nefnd, er væri skipuð fulltrú- um allra ríkja. Sú nefnd hefur hins vegar ekkert starfað, þar sem ákveðið hefur verið að bíða eftir því, hvort nokkur árangur næðist á ráðstefnunni í Genf eða ekki. Það kemur hins vegar mjög til álita, hvort hún skuli nú kvödd saman. Bandaríkjamenn eru sagðir vilja það, og að vesturveldin verði þannig fyrri til að leggja hinar nýju tillögur sínar fram á vettvangi S. Þ. en Rússar, sem hafa lýst yfir því, að þeir ætli að bíða til allsherjarþingsins í haust. Frakkar eru hins vegar sagðir þessu andvígir. ÞAÐ KEMUR hér fram eins og oftar, að vesturveldin eiga oft erfitt um að sameinast um leið- ir og hefur það m.a. staðið í vegi þess, að þau gætu • lagt fram heilsteyptar og aðgengi- legar tillögur. Ýmis sérsjónar- mið hafa staðið þar í vegi. Bersýnilegt virðist, að enginn árangur næst í samningum um afvopnunarmálin í náinni framíði. Rússar munu ekki verða til viðtals um slíkt fyrr en nýr forseti hefur tekið völd í Bandaríkjunum. Þangað til munu þeir halda uppi áróð- urssókn, er mun fyrst og fremst miðast við viðhorfin í Asíu, Afríku og SuðurAmeríku. Fyr- ir vesturveldin skiptir miklu að þau haldi svo á málum, að hin- ar óháðu þjóðir í þessum heims álfum geri sér Ijóst, að raun- hæf afvopnun strandar ekki á þeim. Þ.Þ. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / r / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Þorsteinn GuSjónsson: ðrkin, sverðið og tönnin Tvö dagblöð islenzk — væntanlega eiga fleiri að bætast við — fluttu nýlega þá vel þegnu frétt, að örkin hans Nóa sitji erm á AraratfjaUi, ó- fúin og vel varðveitt eftir æðilanga dvöl. Þessi frétt og undirtektirnar, sem hún fær, er eitt af merkjum þess hve fjórtánda öldin og framhald ið af henni eiga hér enn meiri ítök en margur hyggur. Minnist ég í þvi sambandi hinnar mjög svo frásagnar- verðu tíðinda, sem þóttu, þegar bróð ir (munkur) Árni Ólafsson flutti þau til íslands árið 1407 kominn úr ferð sinni um Suðurlönd. (Bróðir Árni var mjög guðhræddur maður og páfan- um kær svo fáir hafa orðið til að bera brigður á það sem slíkur mað- ur sagði). í þeim stað er Affrlca heit- ir sá hann hjaltið af sverði Sigurðar Fáfnisbana, mæltist honum 10 fóta (feta) langt . . . þar var og tönn j úr Starkaði gamla, hún var þverrar I handar breið og löng. Þannig segja annálar frá. — Ekki var það bróðir Árna til neins álithnekkis né tafar á framabraut hans að fara með slík ar sögur, þótt helzti þjóðlegar væru, enda var hann vel birgur að öðrum sögum og kristilegri, heldur munu hafa verið á hinn veginn. Nokkrum árumu síðar hlaut hann biskupsemb- ætti og kom út hingað, „hafandi svo stórt vald sem enginn hafði fyrir honum haft áður, einn um sig, lærð- ur né leikur". Auk Skálholtsbiskups embættis hafði hann: „hirðstjórn i með sköttum og skyldum og öllum konunglegum rétt, biskuplegt umboð yfir heil. Hólakirkju, settur visitator yfir allt ísland" o. s. frv.. Er þessi voldugasti imaður einhver, sem verið hefur á fslandi ekki frægari i sögu íslands en hófi gegnir og munu nú á tímum næsta fáir, jafnvel með al þeirra, sem ekki eru ófróðastir, kunna hann að nefna. Valdinu fylgdi auðsæld meiri en dæmi voru til og segir þannig frá yfirreiðuum hans: „tóku allir Norðlendingar hann yfir sig með góðum vilja . . . og veittu honum hlýðni. Kom hann svo heim aftur með miklum fjárafla í Skál- holt.“ Sat Árni svo í Skálholti sinu og segir ekki margt af dvöl hans þar, nema hvað ætla má að þann hafi dá- I lítið „slegið um sig“ með þeirri pen I (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.