Tíminn - 02.07.1960, Page 6

Tíminn - 02.07.1960, Page 6
6 T.ÍMíLH*í, laugardagiim 2. jájí;T960. „Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Þegar bað barst í tal, að Sig- urður Kristinsson fyrrverandi for- stjóri yrði áttræður 2. júlí, flaug mér í hug þetta erindi úr alda- mótaljóðum Hannesar Hafsteins. Tímamót 'eins og aldamótin síð- ustu, urðu þjóðinni fjörgjafi. Öld- in sem var að kveðja, skilaði miklum og góðum arfi til hinnar r.ýju. Hún hafði alið afburða stjórnmálamenn, skáld og aðra hstamenn. Þjóðin hafði endur- heimt alþingi að nýju og eigin fjárráð. Félög og eimstaklingar liöfðu hafið sókn gegn margs kon- ar kúgun og arðráni eriendra kaup manna og heimtuðu að fá stjórn- frelsi landsins viðurkennt. Gigjur góðskáldanna hrifu hugi rr.anna svo hjörtun slógu örar, kjarkurinn óx og með nýrri öld eygðu þeir nýjan him*:n og nýja jörð. Á þessum aldarmorgni, vorið 1901, útskrifaðist Sigurður Krist- insson úr Möðruvallaskóla, þeim skóla, sem mótað hefur svo marga vaska drengi, er viða hafa staðið fremstir í fylkingu, í baráttunni íyrir bæítum efnahag og menn- ingu fólksins í landinu, á hinni nýju landnámsöld. Þótt námstíminn á Möðruvöll- um væri aðeins tveir vetur, varð árangur kennslunnar undraverður. Auk almennrar fræðslu, öðluðust nemendur víðsýni, vorhug og trú á mátt sinn og megin. Möðruvell- i.e.gar urðu eftirsóttir sem kenn- arar, verzlunarmenn og til ann- arra starfa. Margir þeirra urðu dugnaðar bændur og völdust til forystu í sveitamálum og til þing- mennsku. Úr röðum Möðruvell- inga fékk samvinnuhreyfingin r.iarga af sínum forystumönnum. Foreldrar Sigurðar: Kristinn Ketilsson og kona hans, Hólmfrið- ur Pálsdóttir, bjuggu í Öxnafells- koti, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, þegar Sigurður fæddist, 2. júlí 1880. En cíðar á öðrum jörðum í hreppnum. Synir þeirra hjóna vcru fjórir og allir landsþekktir. Eins og kunnugt er, varð aðallífs- starf þeirra Hallgríms, Sigurðar og Aðalsteins hjá Kf. Eyfirðinga og Sambandi ísl. samvinnufélaga, en séra Jakob varð kunnur kenni- rr.aður, skólastjóri og fræðslumála sijóri. Sigurður réðist til verzlunar- starfa á Fáskrúðsfirði árið 1902. Það sama ár, tók Hallgrímur bróð- ir hans við Kf. Eyfirðinga, jafn- framt því sem hann var skrifari hjá Páli Briem amtmanni. Hafði félagið átt mjög erfitt frá því 1896, er Englendingar lögðu höml ur á innflutning lifandi sauðfjár. Hallgrímur tók félagsmálin föst um tökum, svo brátt rétti það úr kútnum. Árið 1906 breytti hann fé laginu í sölufélag að fyrirmynd Rochdale-skipulagsins. Þá vantaði hann aðs-toðarmann og leitaði til Sigurðar bróður síns.Réðist Sigurð ur til Kf. Eyfirðinga sama ár. Varð það bæði Eyfirðingum og þjóðinni til mikillar gæfu. Samvinna þeirra bræðra var með ágætum og heppi leg félaginu. Hallgrímur stjórn- r.ði félagsmálum, viðskiptum út á við og undirbjó af hinni mestu framsýni nauðsynlega framtíðar- aðstöðu félagsins með lóðakaup- um og byggingum. En Sigurður stjórnaði daglegum afgreiðslustörf um og ýmsum skrifstofustörfum. Félagið óx eins og lækur í vor- leysingum, bæði að félagsmanna- tölu og umsetningu. Öll störf gengu giftusamlega, svo það naut vaxandi vinsælda og trausts með hverju ári. Stjórn sambar - leitaði fast eftir að Haligrirnur tæki að sér störf fyrir Sambandið. Haustið 1912 lét hann tilleiðast að fara utan, einkum til að selja kjöt frá félögunum. í fjarveru hans tók Sigurður að sér forstöðu félagsins. Næstu ár toguðust stjórn Sambandsins og stjórn Kf. Eyfirð- Áttræður í dag: SIGURÐUR KRISTINSSON, fyrrverandi forstjóri irga á um Hallgrím. Reyndi Hall- grímur að koma öðrum manni að sem erindreka Sambandsins, en um það varð ekki samkomulag. Lét þá stjórn kaupfélagsins und- an, með því skilyrði, að Sigurður hefði forstöðu félagsins í fjarveru bróður síns. Þegar heimsstyrjöldin 1914 skall á. jukust störf Hallgríms fyrir Sam bandið með hverjum degi. Haustið 1915 stofnaði hann fasta skrif- srofu í Kaupmannahöfn. Þó hélzt þaö fyrirkomulag til ársloka 1917, að Hallgrímur var hvort tveggja, eiindreki Sambandsins og kaupfé- lagsstjóri Kf. Eyfirðinga. En þá tók Sigurður við kaupfélagsstjóra- stöðunni á eigin ábyrgð. Stiiðið var ennþá í algleymingi og margt uggvænlegt. Ekki voru veðurguðirnir blíðir á manninn. Þann 5. jan. 1918 gerði aftaka norðan stórhríð og „landsins forni fjandi“, hafísinn, fyllti Eyjafjörð. Frostið var oftast í janúar frá 20 til 36 stig. ísinn fraus saman og leysti eigi úr innfirðinum fyrx en u m sumarmál. Engin skip komust til Akureyrar á þessu tímabili. En um páskaleytið var hægt að af- greiða 3 skip við Hjalteyri. Allar vörur úr skipunum og í, voru keyrðar á sleðum eftir firðinum milli Hjalteyrar og Akureyrar. Þótt tiðarfar væri erfitt bæði árin 1918 og 1919, var verðlag innlendra vara það hátt, að bænd ur juku inneignir sínar og hagur félagsins stóð í blóma. Stríðinu var lokið, það rýmkaðist um flutn inga til landsins. Menn voru því bjartsýnir á að hefja framkvæmd- ir við byggingar og aukna ræktun og veita sér ýmislegt sem skort hafði stríðsái'in. Kaupfélag Ey- Lrðinga var orðið langstærsta verzlun í héraðinu og óskabarn liéraðsbúa. Fyrri hluta árs 1920, var geysi- mikill innflutningur til landsins og menn sáu ekki fram í tímann. \ erð innfluttra vara hafði hækkað rnjög, en þegar kom fram á sum- arið, sáust merki þess að gjald- eyrisvörur mundu falla gífurlega. Þannig dundi á kreppa, alvarlegri en samtímamenn höfðu áður þekkt. Vorharðindi 1920 kostuðu menn stórfé í fóðurbæti og varð skuldasöfnun óumflýjanleg af þessum orsökum. Samvinnumenn reyndu að stemma á að ósi. Beitti Sambandið Kf. Eyfirðinga og mörg fleiri félög til þess öll- 1 um tiltækum ráðum. ■' Félagsmenn Kf. Eyfirðinga tóku j erfiðleikunum af miklum mann- ; dómi og skapfestu. Þeir vissu að ■ félag þeirra stóð á öruggum jgrunni, stjórn þess í traustum ihöndum og örlög beggja saman- tvinnuð. Vitanlega urðu menn áhyggju- fullir yfir því, hvernig úr rættist. Iíklega þó enginn meira en Sig- j urður Kristinsson. Á honum hvíldu fr'amkvæmdirnar. Hann varð að stýra framhjá holskeflum kreppunnar og koma áhöfn og fleyi heilu í höfn. Það létti hon- um starfið að hvort tveggja var t’.aust. Sigurður var mjög heilsugóður )g hinn mesti vinnuþjarkur. Oft vann hann langt fram á nætur, unni sér ekki nægilegrar hvíldar og þegar við bættust ærnar áhyggj ur, hlauí að minnka sá varasjóður orkunnar, sem er jafn nauðsyn- legur hverjum manni, eins og vara ^sjóður er fyrirtækjum, til að mæta óvæntum óhöppum. SIGURÐUR KRISTINSSON flytur skýrslu sína á aðalfundi S.Í.S., 22. júní s.l. Hallgrímur Kristinsson andaðist 30. janúar 1923. Hans var sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Sigurður hafði barizt hraust- lega við kreppuna norður í Eyja- Lrði. Hallgrímur við kreppuna hjá öllum kaupfélögum Iandsins. Þau höfðu litið til hans eins og liðsmenn til herforingja á vígvelli, er þeir treysta til að leiða sig til s'gurs. Báðir höfðu unnið vamar- sigur. Nú þurfti nýjann foringja og liðsmennirnir urðu sammála u.m, að þeir treystu engum betur en Sigurði til að taka við foryst- junni. Eigi var Sigurði ljúft að jhverfa frá Eyfirðingum. En sagan jendurtekur sig. Vilhjálmur Þór •hafði um árabil verið náinn að- jstoðarmaður Sigurðar. Þótt Vil- ! bjálmur væri ungur að árum, Itreysti Sigurður og stjórn kaupfé- j lagsins honum allra manna bezt til iþess að taka við Kf. Eyfirðinga. j Því varð það að ráði, að Sigurð- ' ur réðist forstjóri Sambandsins frá 1 júlí 1923. j Það var mikil þrekraun fyrir jSigurð, að koma frá hvíldarlausu jsíarfi og taka við ennþá erfiðari viðfangsefnurr. á víðara vettvangi. En þrautsaigja og vilji báru hann yfir allar torfærur. Áð vísu var hann málum kunnur þar sem hann hafði átt sæti í stjórn Sambands- iiis frá 1915. I Einnig var það honum mikill js'yrkur í starfi, að framkvæmda- stjórar Samhandsins, þeir Aðal- sreinn bróðir hans, framkvstj. inn futningsdeildar, Jón Ámason, framkv.stj. Útflutningsdeildar, Guðmundur Vilhjálmsson, framkv. stj. í Leith og Oddur Rafnar, fram- kv.stj. í Kaupmannahöfn, voru öllum hnútum kunnugir, hver á sínu sviði og hinir öruggustu til sóknar og varnar í efnahagsbar- áttu samvinnumanna. Þegar kreppan skall á 1921, hófu andstæðingar samvinnu- manna hatrammar árásir á Sam- bandið og kaupfélögin, bæði í blöð nm, bæklingum og á mannfund- um. Á þeim vettvangi gátu sam- vinnumenn teflt fram ein- vaialiði til sóknar og varn- ar. Nægir að nefna nöfn þeirra Jónasar frá Hriflu, Tryggva Þórhallssonar, þáverandi ritstjóra Tímans, og Jónasar Þorbergssonar, þáverandi ritstjóra Dags. Þessir menn gátu tekið undir með Agli Skallagrímssyni: „Börðumk einn við átta, en við ellifu tysvar.“ Þeir gengu með sigur af hólmi. Vinsældir Sambandsins fóru vax- ar.di og iánstraust þess hélzt ó- skert. Fyrstu árin eftir að Sigurð- ur tók við Sambandinu voru sæmi- ieg verzlunarár. Áhrif kreppunn- er fóru minnkandi og vakandi við- leitni ríkti til framsóknar á öll- um sviðum. Heimskreppan sem byrjaði í Bandaríkjunum 1929, hafði ekki alvarleg áhrif hér á landi fyrr en 1931. Atvinnuleysi í bæjunum varð ofc tilfinnanlegt og efnahagur al- mennings t:l sjávar og sveita versn aði stórlega. Mjög var erfitt að sjá við skuidasöfnun hjá kaupfé- lógunum í fyrstu, en tókst svo vel að furðu gegnir. Með árvökulum augum stóð Sigurður fast á verð- iuum. Eins og stundum vill verða, vantaði nokkur félög nauðsynlega kjölfestu til að standa af sér fr'ost nepju tveggja krepputímabila. Þau gáfust upp. En öðrum, þó illa væru stödd, sem sýndu staðfastan vilja til endurreisnar, var hjálpað eftir föngum. Verðfallið mikla á afurðum bndsmanna á árunum 1931 til 1933, kom mörgum fyrirtækjum og einstaklingum á kaldan klaka. Einnig lá við að mikill fjöldi bænda mundi flosna upp. Til að sporna við þessu voru kreppulög- i'r, sett, 1933. Þau voru framkvæmd á næstu tveimur árum. Skuldaskil urðu mikil, og sköpuðu sumum kaupfélögum erfiðleika í biIi.Fyrir Sambandsins hönd fór Sigurður með þessi mál. Veitti hann bæði kaupfélögum og einstaklingum ó- rcetanlega aðstoð við lausn þess- r.ra mála. Eftir framkvæmd kreppulag- anna, urðu framkvæmdir og fram- farir með auknum hraða, sem jókst ennþá meira við stríðslokin 1945 og hefur haldið áfram til þessa dags. Þótt Sigurður léti aldrei mikið á sér bera í stjómmálum, hefur hann verið virkur og áhrifamikill þátttakandi í störfum Framsókn- arflokksins frá stofnun hans. Því varð hann atvinnumálaráðherra í iliráðabirgðastjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar 1931. Þegar Sigurður varð 65 ára, j sagði hann af sér, sem forstjóri j Pambandsins frá 1. janúar 1946. Sigurður var oi'ðinn þreyttur eítir 40 ára umfangsmikil og á- hyggjuþung störf, síðustu 23 árin í mesta ábyrgðarstarfi hjá sam- vinnusamtökunum í landinu. Langvarandi takmarkanir á inn- flutningi, mikil atvinna á stríðs- árunum og verðþensla í stríðslok- in, mynduðu gilda sjóði hjá at- vinnufyrirtækjum og einstakling- um. Peningarnir lágu vaxtalausir í bönkunum og öðrum sjóðum. Þetta ástand hrópaði á framkvæmdir á öilum sviðum. Inneignir einstak- linga í kaupíélögum og kaupfélaga í Sambandinu voru mjög miklar. Kreppuskuldirnar úr sögunni. Hér var við miklu að taka. Fannst Sig- urði eðlilert og málum vel borgið, ef hinn reyndi og framkvæmda- sami samvinnumaður, Vilhjálmur Þór, fæki við af sér, eins og áður, er hann fór fr'á Kf. Eyfirðinga. Formaður Sambandsins, Einar Árnason, andaðist 1948. Þá var Sigurður kosinn formaður og hef- ur verið það síðan, þar til á aðal- fundi Samb2ndsins, er lauk í Bif- röst þann 23. júní s.l. Þá gaf hann ekki kost á sér lengur. Fundurinn færði honum alúðar þakkir fyrir öll hans störf og hyllti hann svo innilega og af siíkum hlýhug, að augljóst var að hér var verið að kveðja kæran vm. Hér að framan hef ég drepið á nokkur atriði, sem hafa markað áfanga í ævistarfi Sigurðar Krist- ins'sonar. Störf hans og líf, hafa verið svo saman tvinnuð, að eigi vcrður skilið á milli. Öll þessi storf hafa verið unnin í þágu sam- vinnufélaganna og allrar þjóðar- innar. Þessir aðilar áttu mikið undir, að bau væru vel af hendi leyst. Það sem af er þes'sari öld, hcfur verið tími mikilla byltinga í atvinnulífi og öllum háttum þjóð- arinnar. Hann hefur verið ný land námsöld með óstöðugu veðurfari, þar sem sjaldnast var hægt að sjá fyrir að morgni veðrabiigði dags- ins. í æsku hugs'aði Sigurður sér að verða bóndi. Það varð hann ekki í eiginlegri merkingu, en hann V2rð ráðsmaður á stærra búi en áður hefur þekkzt á landi hér. Sem æðsti yfirmaður fjármála hjá samvinnufélögunum, hefur hann löngum þurft að vera á verði eins og bóndi sem á það undir sól og regni, hvort uppskeran kemur að notum. Öllum samvinnumönnum ber saman um, að uppskeran hafi ver-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.