Tíminn - 02.07.1960, Qupperneq 11
TÍjMI N.N, laugardagiim 2. júlí 1960.
11
K SVÖRTUM NÚTUM
Fats hefur selt fímm
tíu milljón plötur
! Þáttaskipti j
| í dag verða hér á sí'öunni I
| þáttaskipti, Bjöm Bragi hef j
! ur hætt me3 þátt sinn „Með í
J sínu lagi“ að sinni, en við I
j tekur Svavar Gests og mun !
í hans þáttur verða nefndur J
j „Léttir tónar“. Blaðið vill j
hér nota tækifærið og þakka i
J Birni Braga fyrir vel unnin
j störf og bjóða um leið !
j Svavar Gests velkominn. J
j Það er í rauninni alveg j
óþarfi að fara að kynna j
! Svavar hér, því að hann er j
j landsmönnum m. a. kunnur j
j fyrir skemmtilega útvarps- !
j þælti, eins og t. d. „Nefndu j
j lagið“ og gamanþátt, sem j
hann skrifaði í eitt af dag j
! blöðum bæjarins fyrir nokkr j
Ium árum undir dulnefninu !
„Spói“. Þá hefur hann orð J
á sér sem góður gamansagna j
höfundur. Einnig er hann j
J kunnur sem góður hljóð j
j færaleikari og hljómsveitar J
j stjóri. Við gefum Svavari J
j hér með orðið: j
Kominn aftur
eftir 10 ár
Einhver skemmtilegasta plat-
an, sem ég heyrði í útvarpinu,
þegar ég var strákpjakkur, hét
„l’m the hushand and the wife
of Missis Jones“. Hún var sung
in og leikin á banjó af enska
gamanvísnasöngvaranum
George Formby. (Lag þetta
skaut á þeim tíma upp kollin-
um í revíu hér og var laginu
þá einfaldlega gefið nafnið Ég
er maðurinn hennar Jónfnu
hans Jóns). Fleiri lög heyrði
maður á þeim árum í útvarp-
inu með Formby, til dæmis
„When I’m cleaning windows“.
Hann hefur engu gleymt.
George Formby sást hér í
GEORGE FORMBY
nokkrum enskum kvikmyndum
en isvo hvarf hann alveg af sjón
arsviðinu. Hann settis-t í h-elgan
stein og lifði á tekjunum eða
öllu -heldur tekj-uafgan-ginum.
i Nú hefur hann, eftir rú-mlega
tíu ára hvíld, dregið fram banjó-
ið si-tt og sungið og 1-ei-kið inn
á plötu. Það kom fram lag, sem
allt að því hafði v-erið samið
fyrir hann. Það var reyndar
þýzkt að uppruna og heitir
Banjo Boy. (Þetta lag hefur fyr
ir mörgum vi-kum haslað sér
völl hér á landi á plötu með
hinum dönsk-u bræðru-m Jan og
Kjeld).
Skemmtilegar vísur voru gerð-
ar við hina en-sku útgáfu af la-g
inu og nú er hægt að fá Banjo
Boy sungið a-f George Formby
í hverri plötuverzlun í Eng-
landi og banjóieikur hans á plöt
unni sýnir, að hann hefur en-gu
gleymt.
Allmiklar breytingar hafa
orðið á hljómsveitum Reykja-
víkur undanfarnar vikur. Þar
ber -hæst, að Ragnar Bjarnason
söngvari hætti hjá Birni R. Ein-
arssyni að Hótel Borg. Mun
ósamkomulag ha-fa valdið. Ragn
ar hefur sungið í Lídó í júní-
mánuði. Hann m-un hins vegar
vinna í hi-num ýmsu skemmti-
kiúbbum á Keflavíkurfiugvelli
í júlí. Þangað tekur hann með
sér litla hljómsveit, sem Krist-
já.n Magnússon píanóleikari
mun stjórna. En Kristján mun
hætta hjá Birni R. í júnílok. ...
Björn R. hyggst ráða til sin
ANNA MARÍA
söngkonuna Önnu Maríu Jó-
hannsdóttur frá Akureyri um
nokkurra vikna skeið. Anna
María er nokkuð þekkt dægur-
lagasöngkona. Söng fyrst með
hljómsveitum á Akureyri, síð-
an m-eð hljómsvei-t Karls Jóna
tanssonar í Reykjavík og nú
síðustu vikurnar var hún í all-
veglegu isön-ghlutverki í reví
unni Eitt lauf, sem sýnt va-r í
Reykjavík. Annars hefur því
verið hvíslað á milli manna að
ástralska negrasöngkonan
Georgia Lee, sem söng á Borg
fyrir meira en ári síðan, muni
væntanleg þangað aftur. Hún
vakti mi-kla hrifnin-gu meðal
Borgargesta og ekki ólíklegt að
hún muni gera það enn á ný,
þó að nú sé erfiðari samkeppni,
þar sem æ fleiri veitinga-hús
hafa farið inn á þá braut að
skemmta gestum sínum með
erlendum skemimtikröftum....
Ólafur Gaukur gítarl-eikari og
Svanhildur Jakobsdóttir söng-
kona eru fyrir nokkru hætt í
Leiktríóinu, sem leikið hefur í
Leikhúskjallaranum. Ólafur
mun að öllum líkindum ráðast
í hljómsveit Kristjáns Magnús-
sonar, er greint var frá hér að
ofan. En hvort Svanhildur fer
að -syngja með annarri hljóm-
sveit er enn ekki ákveðið.
Reynir Sigurðsson vibrafónleik-
ari mun taka sæti Ólafs Gauks
í Leiktríóinu. Reynir var fyrr
á árinu hljómsveitarstjóri í
Silfurtunglinu. Þar lék með hon
um ungur, efnilegur gítarleik-
ari, Gunnar að nafni, sem ný
lega hefur tekið sæti Jóns Sig
urðssonar trompetleik-ara í
hljómsveit Árna Elfars að Röðli.
Þar leikur Gunnar m. a. á
hawaii-gítar, en á það hljóðfæri
hefur vart heyrzt leikið hér á
landi síðan Ole Östergaard
sfcrapp ofan af Akranesi og lék
inn á pl-ötu með Öskubuskum.
Fyrst minnst er á Ole, þá skal
þess getið, að hann fluttist fyr
ir nokkrum árum til Reykjavík-
ur og lék um alllangt skeið með
hljómsveit Guðmundar Han-
sen í Þórscafé .. Jón Sigurðs-
son trompetleikari, sem kunn-
ur er úr mörgum danshljóm-
sveitum (nú síðast með Árna
Elfar) og eins hefur hann um
árabil leikið með sinfóníuhljóm
sveitinni, hyggst leggja land
undir fót á næstunni og nema
trompetleik í Englandi . . .
Allmargar nýjar hljómplötur
eru væntaniegar á markaðinn
á næstunni: Óðinn Valdima-rs-
son hefur s-ungið inn tvö ný
lög. þá hefur Elly Vilhjálms
loksins látið tilleiðast að syngja
inn á eina plötu, verður gaman
að sjá hvernig henni tekst upp,
því að Elly er okkar reyndasta
og hæfasta söngkona í dag.
Guð-bergur Auðunsson i.afur og
sungið inn á nýja plötu. Þá
hefur og v-erið í undirbúningi
plata með hinum un-ga sön-gv-
ara í Keflavík, Einari Júlíus
syni og loks má bæta því við,
að í rá.ði er að hljómsveit Svav-
ars Gests leiki inn á sína fyrstu
plötu bráðlega. Haukur Mort-
hens sem nýlega er kominn úr
Danmerkurreisu sön-g að sjálf-
sögðu inn á eina plötu þar, ef
ekki tvær. En mitt í öllu þessu
plötutali: Hvernig stendur á
því, að það er að verða ár síð-
an við fen-gum nýja plötu með
hinni ágætu Helenu Eyjólfs-
dótfcur? — essg.
Það eru n-ákvæmlega tíu ár
síðan Fats Domino söng inn á
sína fyrstu hljómplötu, en á
þessum tíu árum hafa selzt
fimmtíu milljón plötur með
þessum „raddlausa” söngvara.
Fats Domino er fyr,st og
fremst píanóleikari, en hann
byrjaði að syngja til að skapa
meiri fjölbreytni í hljómsveit
sinni. Söngur hans féll í góðan
jarðveg og þrátt fyrir hina litlu
rödd hans, þá hafa plötur hans
selzt vel í flestum löndum
heims.
Þær eru ekki svo fáar Fats
Domino plöturnar, sem hafa
komið hingað til lands á und
anfömum árum og alltaf verið
rifnar út í hljóðfæraverzlun-
um. Þá h-efur heldur ekki liðið
sá laugardagur að ek-k: hafi
Nöfnin Sammy Davis og
May Britt eru lítt þekkt hér
á landi og verða þau því
kynnt lítillega áður en
lengra verður haldið Sarhmy
Davis er amerískur negri,
frægasti og fjölhæfasti
skemmtikraftur Ameríku.
Eftirhermusöngur hans hef-
ur fyrst og fremst stuðlað að
því að gera hann frægan. og
þá auðvitað hinn eðlilegi
söngur hans. Þar þykir hann
ekkert standa að baki Frank
Sinatra. Hann leikur á fjöl-
mörg hljóðfæri af ýmsum
gerðum og í ofanálag er
hann einhver fremsti stepp-
dansari Bandaríkjanna..
Tekjur hans fyrir að koma
fram á skemmtunum nema á
degi hverjum tugum þús-
unda.
mátt heyra eina eða tvær Fats
Domino plötur í íslenzka út
varpinu. Þið munið eflaust eft
ir löguuum „Margie“, „I’m
gonna be a wheal some day“,
„Oountry boy“ og mörgum
fleirum, sem Fats Domino gerði
þekkt hér á landi.
Reynt hefur verið að fá Fats
Domino til að heimsækja ís-
land, en ekki verið hægt að
ganga oð tilboði ha-ns, því ,að
hann er í svo háum tekjuflokki
skemmtifcrafta í Am-eríku, að
hér þyrfti að vera þrjú þúsund
manna samkomusalur, svo að
hægt væri að láta hljómleika
hans bera sig. Þess vegna verð
um við að láta okkur nægja
plötur hans, því að örlítið brot
af þessum fimmtíu milljónum
hafa selzt hér á landi.
May Britt er sænsk þokka
gyðja, 24 ára að aldri, sem
varð fræg um heim allan á
síðasta ári er hún lék f nýrri
útgáfu af hinni heimsfrægu
kvikmynd Blái engillinn.
Og nú er komið að því að
skýra frá hvers vegna þau
Sammy Davis eru saman á
mynd: Þau ætla að ganga í
heilagt hjónaband eftir
nokkra mánuði, en þetta til-
kynntu þau blaðamönnum í
London fyrir stuttu. Vakti
það að sjálfsögðu heimsat-
hygli, því svart-hvítt hjóna-
band er ekkert sældarbrauð
f Ameríku. En við vonum að
allt fari vel og þau Sammy
og May verði sæl í hjóna-
bandinu, því þegar allt kem-
ur til alls, þá er ástin lit-
blind, og það er það sem
mestu máli skiptir.
Heimsfrægur svertingi
og sænsk þokkagyðja