Tíminn - 02.07.1960, Page 12

Tíminn - 02.07.1960, Page 12
■pfcar* N N, lasgM’daginn 2. JOÍ 1<36». ... ‘5 i'.^ö .: •• <'■- . ’(%4v \í. «, “*r“ MÖKí;**,í. Auðveldur sigur tilraunaiandsliðsins — en Ieikurinn vitS Red Boys er enginn mæli- kvar’ði á getu leikmanna eía liðsins í heild RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Tilraunalandslið það, sem landsliðsnefnd valið, vann auðveldan sigur á Red Boys á Laugardalsvellinum í fyrra- kvöld með fimm mörkum gegn engu, en leikurinn er þó lítill mælikvarði á getu liðs- ins, því til þess var Red Boys alltof veikt lið. í heild var leikurinn frekar daufur. Að vísu brá fyrir nokkrum góð- um samleiksköflum, og ef til vill var þetta bezti leikur Red Boys hér, en heildarsvipurinn var engan veginn viðunandi. Það er áreiðanlegt að lands liðsnefnd mim gera talsverð- ar breytingar á þessu liöi fyr ir landsleikinn við Þjóðverja fyrst í ágúst. f markinu stóð Helgi Daníelsson sig ágæt- lega — en lítið reyndi þó á hann og hann heldur stöðu sinni' örugglega. Að þessu sinni léku þrír menn í öftustu vörn, sem allir leika miðverði í liðum sínum, það eru þeir Kristinn Gunnlaugsson og Hörður Felixson sem bakverð ir og Rúnar Guíðmannsson sem miðvörður. Hörður komst nokkuð vel frá leik sínum, en hann lék nú bakvörð í fyrsta sinn. Að vísu urðu honum á mistök fyrst í leiknum, eink um þegar hann ætlaði eitt sinn að gefa knöttinn til Helga í markinu, en Luxem- borgari komst á milli. Ekki varð þó mark úr. En Hörður vann þetta vel upp síðar í leiknum, og höfuðkostur hans er, að hann reynir alltaf að finna samherja. Rúnar var nokkuð góður á miðjunni, en átti þó í erfiðleikum með Letsch eins og í leiknum á þriðjudaginn, enda er Letsch langbezti framherji Red Boys. Kristinn gerði einnig margt vel, en gerði sig einnig sek- an um margvísleg mistök, og var furðulegt, að ekki skyldu koma mörk upp úr eihhverj um þeirra. Sennilega verða þeir Rúnar og Hörður áfram í vörninni, en sterkara yrði áreiðanlega ef þeir skiptu um stöður, því Rúnar hefur meiri reynslu en Hörður í bakvarð arstöðu. Dugnaður framvarðanna Um tíma náðu framverð- imir, Sveinn Teitsson og Helgi Jónsson, nær algerum yfirráðum á miðjunni, með góðri aðstoð innherjanna, Þórólfs Beck og Sveins Jóns- sonar, og átti tilraunalands- liðið þá sinn bezta leikkafla. Hins vegar má segja, að þeir báðir, einkum þó Sveinn hafi verið fullákafur í sókninni, og slitnaði þá sambandið milli sóknar og varnar. Sveinn vann sennilega langmest af öllum leikmönnum liðsins, og sam- vinna hans og Arnar Stein- sen var oft mjög góð, og varö upphaf minnsta kosti tveggja marka, en hins vegar léku þeir allt of þröngt á köflum og gættu þess ekki að dreifa spilinu. Helgi Jónsson hefur mikla möguleika til að halda stöðu sinni sem vinstri fram vörður, þó þeir Garðar Árna son og Guðjón Jónsson komi þar einnig sterklega til greina. Of lítil samvinna í framlínunni lék hægri armurinn mjög vel, og var það einkum Erni Steinsen að þakka, sem nú lék sinn bezta leik í sumar, fljótur, gefur góða knetti, og um fram allt; eigingirni er ekki til í leik hans. Sveinn og Þórólfur Glæsilegasta markið í leiknum f fyrrakvöld var þegar Örn Steinsen, nr. 7, hafði leikið upp að endamörkum og gefið fyrir markið og Sveinn Jónsson (sést ekki á myndinni) spyrnti viðstöðulaust í mark. Markmaðurinn gerði heiðarlega tilraun til að verja, en knötturinn var kominn í markið áður en hann gat kastað sér. — Ljós- mynd: Sveinn Þormóðsson. skiptu vel um stöður, og báð'ur, Guðjón Jónsson, Fram,'sjái ir voru þeir vel virkir. Sveinn sem lék í stöðu vinstri út- sem skoraði tvö ágæt mörk — og herja. Þegar tekið er tillit Þórólfur renndi sér hvað eft- 1 til þess hve Guðjón fékk sára ir annað í gegn um vörn Red lítið að vinna úr, er ekki ann Boys, en tókst ekki að reka að hægt að segja, en hann endahnútinn á upphlaupin, hafi komizt mjög vel frá og er slæmt til þess að vita. Hefði hann verið á skot- skóm í þessum leik, hefðu mörkin getað orðið miklu fleiri. Bergsteinn Magnússon, Val var reyndur sem miðherji í þessum leik og tókst ekki að gera þeirri stöðu skil, enda henni algerlega óvanur. Berg steinn er mjög leikinn og fljótur, og vel er hugsanlegt að hann gæti náð góðum á- rangri sem útherji — og þann möguleika þarf lands- liðsnefnd að athuga. Og þá er aðeins einn maður ónefnd mjog leiknum, en hann skoraði tví vegis. Hins vegar var það aðalgalli í leik liðsins, hve lítið var leikið vinstra megin og sárasjaldan sáust góðar skiptingar frá hægxi til vinstri. Þetta þarf að laga og ef vel á að fara þurfa allir hinir 11 leikmenn að vera með i leiknum allan tímann. Aðalvandamáliö með fram línuna er að finna miðherja.1 Þórólfur nýtist betur fyrir lið ið sem innherji, en eins og staðan er í dag, er ekki um annan miðherja en hann að ræða — nema landsliðsnefnd Joel Dina Lenzi, sem er 17 ára, er ein af skærustu stjörnum Banda- rikjanna í dýfingum. Hún er talin nokkuð örugg með að komast ■ Ólympíulið Bandarikjanna, og þar með verður hún meðal líklegustu sigurvegara í dýfingum í Róm. Hér sést hún í æfingum af þriggja metra palli. einu sinni þá hæfileika, Gunnar Guðmannsson ræður yfir og geri hann aö miðherja. Gunnar hefur hvaö eftir annað sýnt, að hann nýtur sín einna bezt sem mið herji (Samanber leik KR og Red Boys), en hann er hins vegar einn af þeim leikmönn um, sem landsliðsnefnd lítur ekki f náð sinni til. Gaman væri að sjá þessa framlínu í leik: Örn, Sveinn, Gunnar, Þórólfur og sem vinstri út- herji Bergsteinn, Ellert eða Guðjón. Leikurinn Fyrsta verulega hættan í leiknum kom á 22. mín., þeg ar Kristinn hitti knöttinn illa og hann hrökk fyrir fæt ur innherja Red Boys inn í vítateig, en sá misnotaði hið upplagða tækifæri, og í stað- inn fyrir 1—0 fyrir Red Boys hafði landsliðið náð 1—0 mín útu síðar. Þá var spyrnt föstu skoti á mark Red Boys og einn varnarleikmaðurinn varði með hendi innan víta teigs, og dómarinn Jlannes Sigurðsson dæmdl auðvitað vítaspyrnu. Þórólfur Beck tók vítaspyrnuna og spyrnti næst um í mitt markið, en Kemp markvörður vék til vinstri og náði því ekki að verja. Þegar tæpar fimm mínút- ur voru eftir af hálfleiknum skoraði landsliðið sitt annað mark. Þórólfur lék þá alveg í gegn, en var of seinn að skjóta á markið, og komust varnarleikmenn fyrir hann. Þórólfur gaf þá til Bergsteins og hann spyrnti til Sveins, sem stóð óvaldaður á mark- teig og renndi Sveinn knett- inum örugglega í mark. Marg ir voru á því — þar á meðal sumir leikmenn Red Boys — að Sveinn hefði verið rang- stæður, en það var mesti mis skilningur. Hægri bakvörður inn hafði brugðist í rang- stöðutaktik varnarinnar og (Framh. á 15. síðu.) i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.