Tíminn - 13.07.1960, Page 5

Tíminn - 13.07.1960, Page 5
T'Í'M IN N, miðvikudagum 13. júlí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. AfgreiSslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. „Lýðræði“ Rhees Þegar lesendur Mbl. fengu blaðið í hendur síðast liðinn föstudag, fer varla hjá því, að sumum þeirra hafi brugðið nokkuð í brún, er þeir litu a fyrstu síðuna. Þar mátti lesa með stórum stöfum: Bylting á íslandi? Grein- in, sem fylgdi á eftir, hófst á þessa leið: „Alltaf öðru hvoru berast af því fréttir, að lýðræðið eigi víð^ um heim í vök að verjast fyrir ofbeldismönn- um, og oftsinnis hefur það hent í löndum, sem menn töldu vel á veg komin til varanlegra lýðræðislegra stjórnarhátta, að ólýðræðisleg öfl hafa komizt til valda. íslendingum hafa þótt slíkir atburðir svo fjarlægir, að lýðræðissinnaðir menn hafa ekki látið sér til hugar koma að til slíkra vandræða gæti komið hér á landi.“ Rétt á eftir segir svo á þessa leið: „Það hlýtur þess vegna að-teljast til hinna mestu og verstu tíðinda, sem hér hafa spurzt um langt skeið, að málgagn stjórnmálaflokks, sem telur sig lýðræðissinn- aðan, gerir því skóna í gær, að flokkur þess kynni að telja réttlætanlegt að standa við hlið kommúnista í hreinni byltingu hér á landi‘“ Eftir þennan hátíðlega og alvöruþrungna inngang, birtir svo Mbl. það, sem á að vera orsök hinnar stóru fyrirsagnar um byltingu á íslandi. Tíminn hafði í forystu- grein daginn áður komizt svo að orði, að íslendingar myndu ekki fremur en Suður-Kóreumenn þola illa stjórn- arhætti leppstjórnar. Samkvæmt framangreindum inngangsorðum Mbl er ljóst, að það telur Suður-Kóreu hafa verið „vel á veg komna til varanlegra lýðræðislegra stjórnarhátta“ undir forystu Syngmans Rhees, og að það hafi verið „ólýð- ræðisleg öfl“ og kommúnistar, er steyptu honum úr stóli. Það telur það svo „til hinna mestu og verstu tíð- inda, sem hér hafa spurzt um langt skeið“, að Tíminn skuli fullyrða, að íslendingar myndu ekki fremur sætta sig við stjórnarhætti Syngmans Rhees en Suður-Kóreu- menn. Vissulega mun það blað vandfundið í heiminum, sem hefur skrifað eins um atburðina í Suður-Kóreu og Mbl. gerir hér. Undantekningarlaust hafa öll frjálslynd blöð fordæmt stjórnarhætti Syngmans Rhees og talið það eðlilegt og óhjákvæmilegt, að þjóðm ræki stjórn hans af höndum sér. Það er líka fullkomlega viðurkennt, að þar voru lýðræðissinnuð öfl að verk; en ekki kommún- istar, enda er starfsemi þeirra bönnuð í Suður-Kóreu af skiljanlegum ástæðum. Af þessu má vissulega læra mikið um skoðanir Mbl.- manna á því, hvað sé lýðræði og hvers konar stjórnar- hætti menn eiga að þola, án þess að mögla Yfirgnæf- andi meirihluti íslendinga er hér hins vegar áreiðanlega á allt öðru máli og því munu allar tilraunir mistakast til að koma á stjórnarháttum Syngmans Rhees á íslandi. Orðheldni valdhafanna Af skýrslu Félags atvinnuflugmanna, er birtist í blað- inu í gær, er það nokkurn veginn ljóst, að samkomulag hefði náðst milli deiluaðila án þess að til verkfalls hefði l'omið, ef ríkisstjórnin hefði ekki ckorizt í leikinn og bannað verkfall alllöngu áður en samningatíminri rann út. Ef menn bera þetta saman við marggefin fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hafa engu, afskipti af kaup- deilum, geta menn dæmt um orðhfúdni og áreiðanleika þeirra manna, er nú fara með stjórn á íslandi. ---------- Walter Lippman ritar um alþjóðamál: --------------- Vandi Bandaríkjanna að takmarka byltingu Castros við Kúbu eina Bein íhlutun í málefni Kúbu væru mjög óhyggileg Æ MEIR hefur Castro- stjórnin hegðað sér eins og hún væri beinlínis að gera tilraun til að espa Bandaríkin til vopn aðrar íhlutunar. Enn hefur hún þó til allrar hamingju þyrmt mannslífum, en hún hefur gert flest annað, sem á undanförnum árum hefði nægt til þess, að sjóherinn hefði gengið á land og tekið Havana og steypt stjórninni. Hún hef- ur lagt undir sig eignir Banda- dkjamanna án þess að Iáta nokkrar bætur fyrir koma. Hún hefur eflt gegn okkur hatur alls staðar, þar sem hún hefur getað komið því við. Hún hefur gert samninga við Sovétstjórnina, sem er andvíg Ameríkumönnum, og hún er bendluð við óeirðir og undir- róður í ríkjum í Karabíska haf- FYRR A TIMUM eða allt fram til heimsstyrjaldarinnar síðari, hefði hegðun Castros án alls efa valdið bandarískri íhlutun. Þessi hefur nú ekki orðið raunin og ástæðan er sú, að við höfum undirritað samn- ing við hin amerísku ríkin, sem hindrar vopnuð afskipti af innanríkismálum annarra rikja. Fimmtánda grein þess samn- ings kveður skýrt á um það, að hverju einstöku ríki sé með öllu óheimilt að beita vopna- valdi í því skyni að hafa með því áhrif á innanríkisdeilur eða mál æinarra ríkja, hver svo sem ástæða til þeirra kunni að vera. Þessi samningur. sem undirritaður var af forsetanum og staðfestur af þinginu, af- vopnar okkur gjöisamlega, eins og er, gegn Castro. Við þetta bætist sú staðreynd, að svo lengi sem aðeins er hér um að ræða eignir og fjármuni, en ekki hefur komið til blóðsút- hellinga, myndi það stórum auka óvinsældir okkar jafnt í Asíu og Afriku sem meðal bandamanna okkar í Evrópu, ef við beittum vopnavaldi gegn Castro. í þeirra augum væru vopnuð afskipti af innanríkis- málum Kúbu ekki annað en nýtt Ungverjaland. Á ÞVÍ er enginn efi, að Castro er sér þess fyllilega meðvitandi, að eins og samn- ingum er nú háttað. er hann óhultur þrátt fyrir aðgerðir hans með eignir bandarískra og brezkra aðila og þrátt fyrir allt, sem hann lætur sér um munn fara í áróðri sínum. f mínum augum er það mest áhyggjuefni, hvort hér er um að ræða, að Castro neytir nú þessarar aðstöðu sihnar til þess að snúa hinum byltingarsinn- uðu Kúbumönnum gegn útlend ingum, meðan hann tekur eignir þeirra eignarnámi, eða hvort hér er um að ræða miklu víðtækari og djúpstæð- ari áform en fram koma í kúb- önsku byltingunni einni sam- an? Standa nokkrir beir aðilar að baki Castros, sem séu að reyna að koma Bandaríkjunum í þá klemmu, er myndi eyði- leggja orðstír okkar hér urn slóðir og jafnframt í hinum óháðu hlutum Asíu og Afríku? Með öðrum orðum stöndum við andspænis þvj vandamáli. hvort hér er eingöngu um að Emmwood i Daily Mail, London. „Það er víst hyggilegt að láta Kúbu eiga sig". ræða innanríkismál í ICúbu eða hvort hér er aðeins leikinn einn leikur í skák alþjóðastjórn málanna. ENN ERU engin þau teikn á himni, er gefi okkur ákveðin svör við þessum spurningum. En svo mikið hygg ég þó að sé augljóst, að við megum ekki með nokkrum ráðum láta etja okkur til vopnaðra af- skipta og hernáms Kúbu. Miss- ir eigna og fjandsamlegur á- róður Castros eru smámunir á við þann álitshnekki, sem við myndum bíða við að bæla nið- ur vinsæla þjóðlega byltingu í nágrannaríki með vopnavaldi. Ekki skulum við heldur gera okkur í hugarlund, að efnahags þvinganir muni hafa mikil á- hrif. Þær munu aldrei fella Hannoversche Presse. Castro. Hann getur áreiðanlega reiknað með sovézkri aðstoð, og við stöndum vamarlausir gegn því, þótt Sovétríkin veiti ríkjum í nágrenni okkar efna- hagsaðstoð á svipaðan hátt og við höfum oftlega gert við nágranna þeirra. Á EINU SVIÐI þessa vandamáis getum við leyft okk- ur afskipti, en það er fálm Castros í málefni nágranna- landa hans við Karabíska hafið. Að vísu getum við ekki gengið hreint til verks, því að samn- ingurinn, sem áður getur, bann ar okkur öll bein afskipti, nema ef um árásir á bandaríska þegna er að ræða. En við get- um hæglega komizt að sam- komulagi við nágianna Castros eins og Brasilíu, Mexíkó, Kól- umbíu og Venezúela í því skyni að takmarka byltingu Kúbu- manna.við Kúbu eina. Berle ambassador, sem hefur til að bera djúpstæða þekkingu á málefnum þessara ríkja, er einkum hlynntur eftirliti með vopnaflutningum. Þetta er í fullu samræmi við ákvæði samningsins um það. að árás á eitt Ameríkuríki skoðist sem árás á bau öll. Ef komið væri á gagngerðu eftirliti með öll- um vopnaflutningum til og frá Kúbu, myndi það án efa stuðla að því, að lægja ævintýralöng- un Castros til aðgerða í lönd- um utan Kúbu. Slíkt eftirlit myndi að líkindum gera Amer íkuríkjunum fært að sitja af sér Kúbubyltinguna og loka hana inni, ef svo mætti kom- ast að orði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.