Tíminn - 13.07.1960, Page 6

Tíminn - 13.07.1960, Page 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 13. júlí 1960. MINNINGARORÐ: Sigurgeir Jóhannsson frá Litlu-Fellsöxl Fæddur 18. júní 1919, dáinn 28. maí 1960. Hinn 28. maí síðast liðinn lézt á | Sjúki'ahúsi Akraness Sigurgeir Jó-| hannsson frá Litlu-Fellsöxl, eftir skamma legu. Að Geiri, eins og við kölluðum hann daglega, er farinn, er ófrá- vikjanleg staðreynd, sem ekki verð ur komizt fram hjá, hans blaðsíða í bók lífsins náði ekki lengra en þetta. En þó hún næði ekki yfir r.ema 41 ár, var hún þéttskrifuð af gðvild, hjálpsemi og prúðri framkomu í hugum allra, sem þekktu hann. Og þó hann væri bara bóndi uppi í sveit, var hann svo fjölhæfur, að undrum sætti, ég held að allt, sem hann einbeitti huganum að, hafi á skammri stund legið opið fyrir. Og höndin var hög og viljinn óþrjótandi til að framkvæma, enda urðu margir að- rjótandi glöggskyggni hans og góðra handtaka. Glaðlyndur var hann og góður félagi, enda hafði honum orðið vel til vina, það mátti bezt sjá við útför hans. Enginn sveitarhöfð- ingi hefði getað farið fjölmennari siha hinztu för en hann fór. Það mátti líka sjá, að sveitungar hans vildu kveðja hann svo vel og virðu lega sem þeir gátu. Hver einasti hugur, hver einasta hönd vildi gera sitt bezta, allir sem einn. Og ég veit, að einmitt svona samein- ing hefði honum líkað, hann var iriikill áhugamaður um félagslíf. Og ef samstarfið er gott, er svo ótiúlega margt hægt að fram- kvæma. Sigurgeir var fæddur á Litlu- íellsöxl 18. júní 1919. Foreldrar hans voru hjónin Þorkatla Gísla- dóttir og Jóhann Símonarson sem þai bjuggu um áratuga skeið. Þor- katla var frá Stóra-Botni í Botns- dal úr hópi 10 systkina, dóttir Gisla Gíslasonar og Jórunnar Magnúsdóttur, sem þar bjuggu. Jóhann var einnig ættaður úr Borgarfirðinum, var hann bróðir Bjarna prests á Brjánslæk og Frá Litlu-Fellsöxl ég frétt hef spurt, sem fyllir mig hryggSarþunga, að hafi þar dauðinn hrifið burt húsbóndann glaða og unga. Hve svipleg og hörð er sú sorgarstund, er sviftist heimili vörnum, þá fyrirvinnan er grafin í grund frá grátandi konu og börnum. Ég veit hve biturt það brjóstið sker, þá burtu fer góður drengur, og aldrei að siá í heimi hér þann hjartans vininn sinn lengur. Ekkjan á nú svo erfiða þraut við ástvinar kaldan náinn og börnin ungu með augun sín blaut, því elsku pabbi er dáinn. En huggast þú ekkja og huggist þið börn, því heilagur drottinn lifir, sem ætíð er mæddum og veikum vörn allan veraldar skilning yfir Því nú er hann, ykkar ástvínur dýr. frá andstreymi ieystur og kvölum hvar ykkar hann fagnandi bíður og býr í blikandi ljóssins sölum. Það sakna þín fleiri, Sigurgeir, en syrgjandi konan og börnin. sem vildir þeim hrjáðu um veraldar leir æ vera skjólið og vörnin. Og fyrir það lofsyrðin þýðu færð þú og þakkir frá guði og mönnum og launin hin þráðu — það er mín trú, þú þiggur í heilagleik sönnum Hér kveðja þig ekkjan og börnin blíð á bölþungri saknaðarstundu og fela þig nú á fársins tíð í frelsarans líknar mundu. Þau vita þig heilan í hamingjustærð, þó hylji þig stóra móðan, og ást þeirra og blessun þú alla færð. Þau áttu vininn svo góðan. S. R. HraísutJupottar 4 I. Kr. 367,50 Pottar m/Jiykkum botni 2 1. — 110,45 do. do. do. 4 I. — 157,10 do. do. do. 8 1. — 228,65 Pottar m/þunnum botni 20 1. — 399,90 do. do. do. 30 1. — 518,75 SÍMAR: 13041 - 11258 Búsáhaldadeild þeirra systkina. Sigurgeir var, ~ yngstur af 4 börnum hjónanna á Litlu-Fellsöxl, og á Litlu-Fellsöxl tívaldi hann til æviloka. Nú eru 2 af systkinunum dáin, Aðalsteinn dó 1944, rúmlega þrítugur að aldri, en eftir lifa Jórunn hús- freyja í Neðra-Nesi í Stafholts- tungum og Snæbjörn kennari við Flensborg í Hafnarfirði. Vorið 1945 giftist Sigurgeir eftirlifándi kcnu sinni, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur frá Flekkuvík á Vatnsleysu stiönd, og hófu þau þá búskap á Litlu-Fellsöxl í félagi við foreldra Sigurgeirs. Einnig keypti hann og nytjaði jörðina Fellsaxlarkot, sem liggur að Litlu-Fellsöxl. Það er mikið starf, sem eftir Sigurgeir liggur frá þessum árum, bæði í ræktun og byggingum, auk alls, sem hann vann utan heimilis, en það var oft mikið. Eins og áður er sagt, var Sigur- geir félagslyndur mjög og starfaði hann mikið að_ félagsmálum byggð arlags síns. Á síðustu missirum vann hann mikið við byggingu fé- lagsheimilis sveitarinnar. Var hann jafna hrókur alls fagnaðar í hópi sveitunga og vina. Þeim Ingibjörgu og Sigurgeir varð fimm barna auðið, elztur er 15 ára piltur, Aðalsteinn að nafni, og fjórar dætur: Sigríður, Hans- ína, Þorkatla og Sigurbjörg. Og nú er Sigurgeir farinn héð- an til starfa á öðrum tilverustig- um, en vinir hans og kunningjar kveðja hann og þakka honum fyrir alla hjálpsemina og skemmtilegu ^ samverustundirnar. A.Á. Bifreiðasalan við Borgartún 1 Við höfum stórt sýningar- pláss. Þér sem hafið i huga að kaupa eða selja bíl, gjörið svo vel og hafið tal af Björgúlfi Sigurðssyni. Símar 18085 og 19615. Skólavörðustíg 21, sími 11407 Grilongarn Golfgarn FALLEGIR LITIR Grófir bandprjónar frá 2V2—10 PÓSTSENDUM FATABÚÐIN TILKYNNING Þar sem sveitarstjóri Ólafsvíkurhrepps hefur hætt störfum hefur hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps ákveðið að leita eftir ógreiddum reikningum og kröfum á hreppssjóð og stofnanir hans. Er því hér með skorað á alla er hafa slíka reikninga og kröfur á hreppssjóð og stofnanir hans að senda tilkynningar um það til hreppsnefndar Ólafsvíkur- hrepps til 25. júlí næst komandi þar sem verið er að gera upp reikninga. SKIPA- OG BlFREIÐASALAN við Borgartún 1 Odviti Ólafsvíkurhrepps

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.