Tíminn - 13.07.1960, Síða 8

Tíminn - 13.07.1960, Síða 8
8 T f MIN N, miffnkudaginn 13. júlí 1960, IRENA HUML: Alþýðulíst lifir enn í Póllandi í Póllandi er mikill áhngi á list- sköpun aliþýðu manna, en alþýðu- list stendur með miklum blóma þar í landi. Einkum hneigjast margir að útskurði, en það á ræt- ur að rekja til hinna hefðbundnu ihelgimynda, sem hvarvetna má sjá í landinu. Hvarvetna á víða- vangi má sjá útskomar helgimynd ir, sem ljá landslaginu sér.stæðan þok’ka. Nafnlausir útskurðarmenn hafa gert mörg hundruð líkneskj- ur af hinum harmþrungna Kristi, af Maríu mey með ungböm eða af dýrlingum, og formið er breyti- legt í samræmi við listhefð hvers héraðs. Ýmsar þessara mynda eru nú geymdar á söfnum sem dæmil um hina auðugu listhefð pólsku; þjóðarinnar á þessu sviði. Alþýðulist í borgunum Nútíma myndasmíði alþýðu- amnna er byggð á grunni fortíðar- innar en 'heldur þó aðeins hefð- inni áfram að nokkru leyti að því er varðar efni og stíl. Breyting- amar stafa af nýjum viðhorfum listamanna og óskum nýrra kaup- enda, sem nú eru konmir til sög- unnar, þannig að nú em myndirn- ar einatt veraldiegri. Því markað urinn fyrir alþýðulist er nú ekki lengur til .sveita, heldur í bæjun- um. Og nýir viðskiptavinir hafa valdið breyttum formum. Verald- leg viðfangsefni, atriði úr sveita- lífi, myndir af bændum og hús- dýruim, þykja eftirsóknarverðust á sýningum, samkeppnum og handa söfnum. Slíkar pantanir fela í sér opinberan stuðning ríkisins við alþýðulistina. Óskir einkasafn ara hafa einnig haft viss áhrif á þróun þessarar listgreinar. Einnig má greina áhrif frá persónulegum tengslum, sem tekizt hafa milli al- þýðulistamanna og listaskólanna, sem oft bjóðast til að leiðbeina þeim. Þannig þróast nú hin hefð- bundna helgiimyndlist við hlið list- ar, sem ekki er trúarlegs eðlis. Einblína meS ofsa á áhorfandann Leon Kudla er nú eimn sérstæð- asti myndlistarmaður Póllands og hann stendur á mörkum prímitív- isma og alþýðulistar. Hinar „bama legu“ trémyndir hans, málaðar í öllum regnbogans litum, bera skýr höfundareinkenni. Honum tekst aðdáanlega vel að afmarka fleti og hefur þá yfirleitt stóra, en sér- kennir persónurnar með látbragðs einkennum, auk þess sem þær hafa venjulega — og er það sér- stætt fyrir Kudla — vandlega mót- uð, útstæð augu, sem einblína með ofsa á áhorfandann. Myndir þessar eru mjög sterkar í byggingu og þroski þeirra birtist einnig í mjög persónulegri með- ferð listamannsins á viðfangsefn- inu, sem.ljær þeim reisn, þótt flestar séu þær smáar. Þær eru oft hafðar á listsýningum við hlið verka eftir atvinnumenn og sóma sér vel. Myndir Kudlas eru óvenju legar sökum þess hve hugarflug listamannsins er mikið. Þær eru bæði veraldlegar og hefðbundnar, en viðhorf listamannsins er jafn- an ferskt og listrænt. Gjörólík hinum stórskornu myndum Kudlas eru sköpunarverk Jedrzej Wawros, en hann sinnir eingöngu trúarlegri list. Wawro er ólærður og trúaður alþýðulista- maður, fæddur í Kraká, og í mynd- um hans er að finna fjársjóð af sönnu hugarflugi og heiðríkan anda. Hann skreytir myndir sínar oft með trjám eða fuglum og fyll- ir þær út með haglega gerðurn bekkjum. Myndir hans eru hefð- bundnar, en ást Wawros á sfcreyt- ingu greinir helgimyndir hans, bænahús og biblíumyndir frá öðr- um af sama tagi. En helgimyndir annars lista- manns, Felix Blaszczyk — frá Nieszaw — orka á áhorfandann með 'hinum fullkomna einfaldleik sínum. Persónur hans eru mjög lifandi og áhrifaríkar, einnig í hinum hefðbundnu viðfangsefnum, og ihljóta að trufla menn í hug- leiðslu og bænrækni, er þær mæta augum þreytts pílagríms á vegum úti. Lágmyndir af stigamönnum Joszef Janos, listgmaðurinn frá Podhale, gerir myndir af næsta ólíku tagi. Hann byrjaði á því að gera útskorin húsgögn handa fjalla búum, en nú sker hann einkum í ferhyrnd lindarborð. Lágmyndir hans sýna oft stigamenn, sem enn lifa í munnm'ælasögum í Podhale, stundum einnig fræga Pólverja, eins og Jan Matejko eða Nikolaus Kópernikus. Ekki skortir heldur á trúarleg viðfangsefni í myndum hans. Meðal hinna snjöllustu ebr einn ig að nefna tréskurðarmanninn Jan Itutkowski — 'sem einnig er frá Nieszaw — en hin Ijóðræna mynd hans „Storkar“ var sýnd á 5. heknsmóti æskunnar í Varsjá. Myndir hans einkennast af íhalds- semi og eru oft tvíhverfar. Mikið úrval af myndum Rutkowskis er að finna á þjóðmi'nj'asafiúnu í Torun. Þetta stutta yfirlit er síður en svo tæmandi. Það dregur aðeins upp útlínur hinna fremstu lista- manna, sem geta töfrað fram barns legar og hrífandi myndir úr litlum trébút, svo óbrotnar og einfaldar að þær vekja hrifningu listfræð- inga. Málaralist alþýðumanna birtist um þessar mundir ekki í eins sam •stæðri mynd og skurðlistin, þar sean allir hafa sama efnivið og sama frumstæða verkfærið — skurðarhnífinn. f málaralistinni er einnig um að ræða mismunandi tækni, sem gerir nokkra skiptingu eðlilega. Málverk af Janosik og ræningjunum Kunnust eru glermálverk þau, sem eiga djúpar rætur í listhefð- inni í Podhale. Upphaf þeirra er að leita til hinnar snjöllu og kunnu lístakonu Helena Roj-Kozlowska í Zakopane. Málverk hennar sýna ævintýrin um Janosik og ræningj- ana — sem þegar -ru orðin sí- gild — og einnig myndir af dýrl- ingum, eða myndarefnin eru sótt í daglegt líf og siði sveitafólks — og var ekkert fordæmi fyrir slík- um myndum. Glermálunartækni laðaði einnig að sér ungan listamann úr skól- anum í Zakopane, Jan Jae'-''niak. Þegar í fyrstu verku^ hans — sem fjölluðu um píslarsögu Krists og eru í Witkievicz-kapellunni í Jaszczurowiec og kirkjunni í Mur- zasichel — birtist næmur skilning ur á litum og haganleg myndbygg- ing. Listamaðurinn kynnti sér nýj ungar í evrópskri 1 útímalist og hagnýtti þær í myndum sínum, sem sýna heim fjallabúanna, sem hefur verið nátengdur honum frá bernsku. Þar má sjá stúlku greiða hár sitt eða herberg' yíru í Por- onin, þar sem Lenin situr yfir bók j um sínum. Myndir Franciszeks „..neczkis —; sem er smali frá Zywiec — eru; gerólíkar að tækni. Myndir sýnari málar hann .. pappír eða pappai með vatnslitum eða límlitum, og þær eru náskyldar verkum ann- arra listamanna í Podhale, einkan- lega þegar hann tekur fyrir þjóð- sögurmar um Janosik. Trúarmynd- ir hans eru öllu ósjálfstæðari og veikari. Flatarskyn Janeczkis og hin mikla skreytigáfa hans gera verkin mjög þokkafull. Hugkvæmur „sunnudags- málari" Olíumálverk Theofils Ociepka — sem er námumaður í Wieczorek kolanámunni í Jgnow — eru ger- ólík. Tæknin er önmir og málverk- in eru á mörkum atvinnulistar, áhugamannalistar og alþýðulistar, og formið er í senn raunsætt og ævintýralegt og einstætt. Viðhorf listamanmsins eru oft Ijóðræn og skáldleg og skreytingar hans eru jafn nákvæmar og myndsíkynið. Hann er óvenjulega hugkvæmur „sunnudagsmálari“, og ævintýra- Ieg blóm og dýr og fullkomnar táknmyndir ljá verkum hans ein- kennilegan blæ. Sköpunarverk hans eru sjálfstæð, ekki tengd neinni listhefð 'heldur einstafclings bundin, og stíU hans er ekikar frumlegur. Hömlulaust hugarflug Nikifor, málarinn frá Krynica — sem nú er einnig kunnur í Frafcklandi eftir sýningu sína þar — verður ekki dreginn í neinn dilk. Hjá,honum blandast saman frum- stætt viðhorf til veruleikans og hömlulaust hugarflug. Stundum Hér eru ungar pólskar stúlkur að skera fögur mynztur f plast. Gretar O. Fells, rithöfundur: r Orar undirheima Oft kemur það fyrlr mlg, þegar ég er á gangi á götum úti, að menn, sem ég þekki ekki, og hef jafnvel aldrei séð áður, ganga í veg fyrir mig, nefna mig með nafni og taka mig tali. Venjulega er erindið að biðja mig um peningalán, sem þeir telja sig ætla'að borga, stundum jafnvel eftir hálfa klukku- stund. Það stendur aðeins svo illa á fyrir þeim, að þeir t eru peningalausir 1 svipinn, en þurfa hins vegar mjög á peningum að halda. Stund um eru þessir menn undir. mjög auðsæjum og leiðinleg um áhrifum áfengis, aðrir kunna betur með að fara, eða eru ekki áberandi ölvað ir. Ég hef gert mér það að reglu, að sinna ekki fjár- beiðnum þessara manna. — Peninga þá, sem þeim áskotn ast, nota þeir venjulega til að kaupa sér áfengi fyrir, og auka þann veg á auðnuleysi sitt. Ég vil ekki vera þeim samsekur um það. Það er í fullu samræmi við þann skort á háttvísi, sem vín- drykkjunni er oft samfara, að ef það kemur fyrir, að ég rekist síðar á þessa bein ingamenn alls gáða, virðast þeir ekki þekkja mig og lát- ast jafnvel ekki sjá mig. — Býst ég við, að margir fleiri hafi svipaða sögu að segja. Ég nefni þetta aðeins sem eitt af mörgu, er svo að segja daglega minnir á hina ó- fögru og óheillavænlega dýrkun Bakkusar i þessum bæ. Sannleikurinn er sá, að mjög horfir nú til vandræða í þessum efnum, og góðviljað ir og alvarlega hugsandi menn hafa miklar áhyggjur af ástandinu, sem alltaf virð ist vera að versna. Það er ekki ætlun mín að auka á neina bölhyggju eða svart- sýni i þessum efnum, og ekki ætla ég mér heldur þá dul að leggja neitt verulega nýtt til málanna, þó að ég muni leggja meiri áherzlu á sumt í þessu sambandi en ýmsir aðrir gera. En ég hef hugsað mér að reyna meðal annars að varpa einhverju ljósi hinna guðspekilegu fræða yfir málið. En áður en ég sný mér að því, vil ég með örfáum orðum minnast á nokkrar helztu orsakir ó- fremdarástands þess, er nú ríkir hér í þessum efnum. — Ein ástæðan er hernámið. íslendingar hafa vegna þess haft óvenju mikil peninga- ráð. Þeir hafa og margir hverjir stofnað til persónu legs kunningsskapar- og vin áttusambanda við hina út- lendu hermenn, hermenn sem neyta víns, og vanda ekki ráð sitt mikið meira á því sviði en í ástamálun- um. Koma þeirra til lands- ins hefur átt mikinn þátt i tvenns konar ,,ástandi“; lausung og léttúð í ástamál- um annars vegar og ógæti- legri meðferð áfengis hins vegar, enda er þetta hvort tveggja oft samfara. Hið svo kallaða „sarnkvæmislíf“ á og ennþá, eins og það hefur lengi átt, mikla sök á áfengis ósómanum. „Boð“ og skemmtanir, sem venjulega eru aðalviðfangsefni þeirra, sem engin raunveruleg við- fangsefni hafa, eru ekki að-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.