Tíminn - 13.07.1960, Side 12

Tíminn - 13.07.1960, Side 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn 12. júlí 1060. RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON Nýi heimsmethafinn í spjótkasti Landsiiö í írjáls- um íþróttum valið — Keppir vií Norímenn, Dani og Belgíumenn í Osló hinn 21. og 22. þessa mánatiar Stjórn Frjálsíþróttasam- bands íslands ákvað á fundi sínum 11. þ.m. skipan lands- liðs íslendinga í frjálsum í- þróttum til keppni við Norð- menn, Dani og Belgíumenn, í Osló 20. og 21. þ.m keppni í kringlukasti í nefndri landskeppni. Fararstjóri verður Stefán Krist- jánsson, formaður laganefndar FRÍ. Fyrirliði liðsins á leikvelli var valinn Vilhjálmur Einarsson. Landsliðsnefnd fer utan með Flug félagi íslands 18. júlí n.k. (Frétt frá FRÍ.) Á sunnudaginn setti hinn 23 ára Bandaríkjamaður, Bill Alley, nýtt heimsmet í spjótkasti á móti í New Jersey. Hann kastaði 86,39 metra, en eldra metið átti landi hans Al Cantello og var það 86,04 metrar. Bill Aliey vakti fyrst verulega athygli I vor, þegar hann náði hvað eftir annað mjög góðum árangri í þessari grein, en fyrir þann tíma var hann nær óþekktur. Alley varð annar á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir Rómarleikana og kastaði þá yfir 81 metra f fyrsta kasti, en meiddist f öxl og gat ekki kastað af fullum krafti eftir það. Can- tello bar sigur úr býtum á mótinu. Bill Alley stundar nám í háskólanum í Kansas og markmið hans er að kasta 300 fet, eða yfir 91 metra og ef tekið er tillit til þess hve mikiili framför hann hefur tekið síðustu mánuðina, ætti það ekki að vera fjarlægt takmark fyrir hann. Myndaserían hér að ofan sýnir vel stíl Alley, en sagt er, að hann hafi óvenjulegan sterka kasthendi, og er að öðru leyti mjög vel byggður fyrir spjótkast. Liðið verður skipað sem segir: hér Hit$ mýja heimsmet í tugþraut: Johnson náði betri árangri en Kusnetsov í átta greinum 100 m hl: Hilmar Þorbjörnsson, Á 200 m hl: Hilmar Þoi'björnsson, Á 400 m hl: Hörður Haraldsson, Á 800 m hl: Svavar Markússon, KR 1500 m hl: Svavar Markússon, KR 5000 m hl: Kristl. Guðbjörnss., KR 10000 m hl: Hafst. Sveinsson, HSK 110 m grhl: Pétur Rögnvaldss. KR 400 m grhl: Guðión Guðmson. KR 3000 m hindrhl.: Hafsteinn Sveinsson, HSK 4x100 m boðhl: Hilmar Þorbjörns- son, Á; Vilhjálmur Einarsspn, ÍR; Valbjörn Þorláksson, ÍR; Hörður Haraldsson, Á. 4x400 m boðhl: Hörður Haralds- son, Á; Svavar Markússon, KR; Guðjón Guðmundsson, KR; Þór- ir Þorsteinsson, Á. Hástökk: Jón Péturson, KR. Langstökk: Vilhj. Einarsson, ÍR Þiístökk: Vilhj. Einarsson, ÍR Stangarstökk: Valbj. Þorlákss., ÍR Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR Spjótkast: Valbjörn Þorláksson, ÍR Sleggjukast: Þórður Sigurðss, KR Þá var ákveðið að sigurvegarinn i kringlukasti á Meistaramóíi R.eykjavíkur verði valinn til Og enn svam hann Akureyri, 11. júlí. — í gær synti Eyjólfur sundkappi Jóns son, frá Svalbarðseyri til Akureyrar, en það er um 7 km. vegur. Sundið gekk mjög vel, og var Eyjólfur þrjá tíma og tuttugu mínútur á leið- inni. Veður var leiðinlegt hér á sunnudaginn, norðan kaldi og húðarrigning. Þrátt fyrir það tók mikið fjölmenni' á móti Eyjólfi, er hann steig á land á Torfunesbryggju á Akureyri. Var sundgarpurinn hylltur með húrrahrópum og. honum færðar allmikil fjár hæð að gjöf. Gaf bæjarstjórn Akureyrar honum talsverða upphæð og einni'g voru sam- skot meðal almennings. E.D. Eins og skýrt var frá á síð- Betri í átta greinum unni í gær setti Rafer John- son nýtt heimsmet í tugþraut á úrtökumóti í Bandaríkjun- um fyrir bá grein. Margir aðr- ir menn náðu góðum árangri • keppninni, til dæmis náði Formósu-Kínverjinn C. K. Yang betri árangri en fyrr- verandi heimsmet Kusnetsov — eða 8426 stigum. Rafer Johnson keppti nú í fyrsta skipti á íþróttamóti siðan í fyrrasumar, en þá lenti hann í bílslysi og meidd ist mikið í baki, og hefur þessi árangur hans nú vakið mjög mikla athygli. Hann hlaut 8683 stig — en met Kusnetsov, sem sett var í Moskvu 16. og 17. mal í fyrra vor, var 8357 stig. Á Olympíu leikunum í Melbourne 1956 varð Johnson annar, á eftir landa sínum Milton Camp- bell, en Johnson keppti þá mikið meiddur og gat ekki náð sínum bezta árangri. I A úrtökumótinu náði John son betri árangri í átta grein um en Kusnetsov. Aðeins há- stökkið og 1500 metra hlaupið var lakara hjá honum. Á öðr um stað í síðunni er árang- ur hans í einstökum greinum. Johnson mun áreiðanlega geta bætt þennan árangur talsvert t.d. bæði í hástökki og spjótkasti. Þess má geta, að á æfingu kastaði hann nýlega spjótinu 76.64 m., en það er lang bezti árangur, sem tugþrautarmaður hefur náð í þeirri grein. Bezti ár- angur í heimi í spjótkasti í tugþrautarkeppni á Johnson, en hann kastaði 72.59 metra, þegar hann setti heimsmet sitt, 8302 stig, sem Rússinn bætti svo síðar. Formósu-Kínverjinn C.K. Yang varð bandarísk- ur meistari í fyrra og hlaut þá 7549, en fyrst í vor bætti hann þann árangur talsvert. Þó bætti hann persónulegan árangur sinn í tugþraut mjög mikið á mótinu, og verður sennilega hættulegasti keppi nautur Johnsons á Olympíu- leikunum, þótt Kusnetsov hafi áreiðanlega ekki sagt sitt síðasta orð. Beztu grein- ar Kínverjans er stangar- stökk 4.21 m., 110 m. grinda hlaup 14.1 sek., tó,ngstökk 7.75 m., 400 m. hlaup 48.0 sek. og I spjótkastinu kastaði hann aðeins styttra en John son, 71.08 metra. í tugþrautarkeppninni voru þátttakendur 26, og árangur þeirra í sumum greinum var svo góður, að það hefði nægt Þrír beztu í tugþraut Hér fer á eftir árangur þriggja beztu manna í tug- þraut: Þar er hið nýia heimsmet Johnsons, árangur Kínverjans Yang, og fyrrum heimsmet Kusnetsov frá í fyrra: Greinar Johnson Yang Kusnetsov 100 m hlaup 10.6 10.7 10.7 Langstökk 7.55 7.75 7.35 Kúluvarp > 15.85 14.22 14.68 Hástökk 1.78 1.68 1.89 400 m hlaup 48.6 48.0 49.2 110 m grindahlaup 14.5 14.1 14.7 Kringlukast 51.98 42.21 49.94 Stangarstökk 3.97 4.22 3.90 Spjótkast » 71.10 71.08 65.06 1500 m hlaup 5:09.9 5:09.3 5:04.6 Samtals 8683 8426 8357 jjdooi/Æi\.ciiuum Lii ao iiomasc í bandaríska Olympíuliðið, ef þeir hefðu unnið þau á úr- tökumótinu. Mike Hermann vann t.d. langstökkið með átta metra stökki. Hinir þrír keppendur Bandaríkjanna í Róm verða sennilega Johnson, Phil Mul- key og Dave Edström. Mul- key hlaut 7652 stig, en Ed- ström 7530 stig — og er ár- angur Edström mjög athyglis verður, þar sem hann var meiddur í síðustu fimm grein unum. Hann var hins vegar talsvert frá bezta árangri sín um, sem er 8173 stig, en þaö er fjórði bezti árangur í heimi. Úrtökumótið fór fram I heimaborg Edström, Eugene í Oregon, og urðu áhorfend- ur fyrir vonbrigðum vegna meiðsla Edström, en samt var mikil gleði yfir því, að honum skyldi takast að tryggja sé_r rétt á Rómar- leikana. í háskólanum í Oregon eru þegar fjórir í_ þróttamenn auk Edström, sem keppa munu í Róm. þeir Bill Dellinger (5000 m.), Dyrol Burleson og Jim Grelle (1500 m.) og Otis Davis (400 m).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.