Tíminn - 16.07.1960, Qupperneq 12
12
TÍMINN, laugardaginu 16. júlí 1960.
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
Akurnesiiigar sigruðu sam-
steypu Vals og Keflavíkur
Leikurinn var hinn daufasti í heimsókn Arsen-
al-leikman'iianna. Albert kann sitt fag enn
Síðasti leikur Arsenal-leik-
mannanna þriggja með Akra-
nesi var daufasti leikur heim-
sóknar Bretanna. Akranes lék
þá gegn sameinuðu liði frá
Val og Keflavík, og lék Albert
Guðmundsson með þessu liði.
Akranes bar sigur úr býtum
með þremur mörkum gegn
engu, og þó leikurinn hafi
verið nokkuð jafn eru það
verðskulduð úrslit
I>a3 er athugunarcfni fyiir hina
ungu menn, sem léku í liði Vals
og Keflavíkur, að elzrti maður liðs
ins, Albert, sem vart hefur snert
á knetti í tvö ár, var sá maðurinn
í liðinu, sem sýndi mesta leikni,
gaf beztar sendingar, og var frum-
kvöðull að beim samleik, sem liðið
náði — þrátf fyrir það, að hann
r.f skiljanlegum ástæðum hafði
litla yfirferð, enda orðinn nokkuð
þungur á sér. Og áhorfendur
kunnu sannarlega að meta leikni
Alberts og var honum óspart
klappað lof í lófa. Án Alberts'
hefði þetta lið verið mjög tæt-
ingslegt — því þar voru margir
mjög veikir einstaklingar.
Skoruðu fyrsta markið
Eins og áður segir var þessi
leikur daufur og lítið var um
skemmtileg augnablik. Samsteypa
Vals og Kefiavíkur varð á undan
ti'. að skora. Högni Gunnlaugsson
tók hornspyinu frá hægri og Al-
bert skallaði í átt að marki, en
knötturinn hrökk af varnarleik-
nanni til Bergsteins Magnússonar,
sem spyrnti knettinum í markið,
en Kelsey komst ekki að vegna
þess hve bakverðirnir þrengdu að
honum í mai'kinu.
Þegar tæpur hálftími var af
leik tókst Akurnes'ingum að jafna.
Sigurður Albertsson var þá með
knöttinn í vítateig og var alltof
semn að losa sig við hann þannig,
ao Helgi Björgvinsson náði kneft-
inum af honum á markteignum.
Gunnlaugur markmaður Hjálmars-
son hljóp út á móti Helga, en
hann renndi knettinum örugglega
framhjá Gunnlaugi. Á næstu mín-
útu komst Bergsteinn frír að
marki Akraness, en spyrna hans
á markið var alveg misheppnuð
og var sem sending fil Kelsey.
Undir lok hálfleiksins færðist
rokkuð fjör í leikinn. Á 40. mín.
fékk samsteypan hornspyrnu og
var knötturínn gefinn til Árna
Njálssonar, sem spyrnti mjög vel
fyrir markið, og Bergsteinn náði
knettinum og lék inn að marki og
skaut á markið, en Kelsey varði
mjög vel. Strax á eftir varð mikil
hætta tvívegis við markið hinum
megin, en Gunnlaugi tókst í bæði
skiptin að bjarga mjög vel. Og á
síðustu mínútu hálfleiksins fékk
samsteypan enn hornspyrnu, sem
Högni tók ágætlega. Sigurður
Albertsson skallaði „hárfínt"
fiamhjá markinu.
2—0 í síSari hálfleik
Lengi vel í síðari hálfleik var
samsteypan talsvert í sókn og
stjórnaði Albert liði sínu þá vel,
en leikurinn var mjög hægur, og
óskiljanlegt, að Akurnesingar
skyldu einnig taka upp þennan
gönguhraða knattleik. Samsteypan
átti þá nokkur góð færi t.d. var
Eergsteinn í góðu færi á 11. mín.,
í leikhléi í fyrrakvöld fór fram keppni í 3000 m. hlaupi Meistaramóts
Reykjavíkui*. Krlstleifur Guðbjörnsson sigraöi með yfirburðum á 8:39,2 mín.
en tími á öðrum keppendum var ekki gefinn upp. Guðjón Einarsson tók
þessa mynd. þegar hlaupið var nýhafið. Kristleifur er fyrstur, þá Guð-
mundur Þorsteinsson, Akureyri, þriðjl Norðmaðurinn Bardsen og fjórði
Reynir Þorsteinsson, Röðin var hin sama í marki.
Fáir markmenn, sem hér hafa leikið, hafa sýnt öruggara grip en Kelsey, markvörður Wales og Arsenal. Hér
grípur hann knöttinn sínum járnfingrum og hann hreyfist ekki. Aðrir leikmenn á myndinni eru frá vinstri:
Hólmbert Friðjónsson, Keflavík, Jón Leósson, Akranesi, Bergsteinn Magnússon, Val, og Sveinn Teitsson, Akra-
nesi. — Ljósmynd: Guðjón Einarsson.
en spyrnti yfir, og á 21. mín. kom
það sem áhorfendur biðu eftir.
Albert fékk knöttinn á vítateig og
spyrnti föstu skoti, sem lenti neðst
í markhorninu, en Kelsey gerði
sér lítið fyrir og varði snilldar-
logaH
Það var því heldur á móti gangi
leiksins, þegar Akurnesingar skor-
uðu mark á 28. mín. Þeir náðu
snöggu upphlaupi, og Clampton
fékk knöttinn í góðu færi og þá
var ekki að sökum að spyrja;
lrnötturinn lá í netinu. Þau eru
ekki fá mörkin, sem Clampton
hefur s'korað í þessum leikjum
með Akranes-liðinu
Á 36. mín. sást fallegasta send-
ingin í leiknum. Albert gaf þá
langa, hnitmiðaða spyrnu fram
miðjuna, sem datt fyrir framan
fætur Högna Gunnlaugssonar •—
op ieiðin að markinu var opin.
En Kelsey snaraði sér á móti mið
herjanum og honum tókst ekki
betur en að spyrna knettinum í
búk markmannsins, og þar fór
eitt bezta tækifæri leiksins —
nema hvað, að Albert fékk ekki
síðra tækifæri tveimur mín. síð-
ar, er Páll Jónsson sendi mjög vel
til hans inn í vítateig, og allir
biuggust við marki, en Albert
spyrnti hátt yfir. Það kom sann-
arlega á óvart, en nokkrir leik-
menn voru inn í markteignum, og
knötturinn varð að fara framhjá
þeim.
Á 41. mín. skoruðu Akurnes-
mgar sitt þriðja mark og var það
jafnframf faljegasta markið í leikn
um. Knötturinn var gefinn inn á
vítateig frá hægri, og Skúli.
Hákonarson spymti strax hörku-
skoti á markið, sem fór í boga
efst í markhornið og gekk þctta
svo fljótt fyrir sig, að Gunnlaug-
ur rétt náði að lyfta höndum *íþþ-
fyrir höfuð sér í markinu.
Ágæt heimsókn
Þessari heimsókn Airsenal-leik
niannanna er nú Iokið, en þeir
héldu heimleiðis í gærmorgun.
Það hefur verið mjög lærdómsríkt
að sjá þessa menn í Ieikjum hér
— og áreiðanlegt að íslenzkir
knattspyrnumenn — en þó fyrst
og fremst Akurnesingar — hafa
getað lært mikið af þeim, bæði
hvað stöðumat og ieikni snertir.
í þessum leik eins og hinum fyrri
(Framhald á 13. síðu)
Friðrik gerði jafntefli við Elis-
kases og Packmann I fáum leikjum
I fjórtándu og fimmtándu tefli v,arö hjá Rosetto og
umferð á skákmótinu í Buenos
Aires gerði Friðrik jafntefli.
í fjórtándu umferð hafði hann
svart gegn Eliskases og varð
skákin jafntefli eftir 22 leíki.
Wade í 26 leikjum; Fischer
og Kortsnoj í 29 leikjum;
Eliskases og Friörik í 22 leikj
um. Biðskákir urðu hjá Szabo
og Guimard; Ivkov og Evans
og Benkö og Gligoric. Úrslit
í 15. umíerð hafði Friðrik j biðskákanna urðu þau, að
hvítt gegn Paekmann, og varð l Guimard vann Szabo í 571
sú skák einnig fljótt jafntefli, j leikjum; Ivkov og Evansj
eða í 21 leik. Reshevsky erj gerðu jafntefli í 51 leik, en
efstur eftir 15 umferðir með s^^k þeirra Benkö og Gligor i
ic fór aftur í bið. !
f 15. umferð urðu úrslit
10Ú2 vinning, en Rússarnir
sækja fast á.
í 14. umferð urðu úrslit
þessi: Reshevsky vann Wexl
er í 35 leikjum. Packmann
vann Unzicker í 28 leikjum og
er það fyrsta skákin, sem
Unzicker tapar á mótinu. —
Taimanov vann Uhlman i 34
leikjum. Pogelman vann
Bazan í 45 leikjum. Jafn-
þessi: Taimanov vann Ros-
etto í 42 leikjum; Kortsnoj
vann Ivkov í 30 leikjum;
Gligoric vann Fogelmann í
32 leikjum. Wade fórnaði
drottningunni og mátaði
Benkö í 26 leikjum, og Szabo
vann Bazan í 34 leikj um. Jafn
tefli gerðu Reshevsky og Uhl
mann í 15 leikjum, Friðrik
og Packmann í 21 leik, og
Evans og Eliskases. Biðskákir'
urðu hjá Unzicker og Wexler
og hjá Guimard og Fischer.
Staðan í mótinu eftir 15
umferðir er þannig:
1. Reshevsky 10y2
2. Kortsnoj 10
3. —5. Evans, Szabo
Taimanov 9
6. Unzicker 8Vz og bið
7. Friðrik 8Vo
8. Guimard 8 og bið
9.- -10. Rosetto og
Uhlmann 8
11. Packmann 71/2
12. Gligoric 7 og bið
13. Ivkov 7
14,- -15. Benkö og J
Wexler 6 og bið
16. Eliskases 6
17. Fi'scher 5Vz og bið
18. Fogelmann 5y2
19.- -20. Bazan og
Wade 4