Tíminn - 16.07.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 16.07.1960, Qupperneq 14
14 TÍMINN, laugardagmn 16. Júlí 1960. og ég veít að þér erus stolt,T kæra Natalía. Nei, komiS bara með mér. Bíllinn minn | er hérna rétt hjá og ég skal j aka yður heim. Það tekur ekki langan tíma, og svo get J ég ekið hingað aftur og sagt ag þér hafið haft svo hræði- | legan höfuðverk að þér hafið j orðið að fara heim. Það segir enginn neitt við því. Trúið mér, kæra barn, það er það bezta og einasta sem þér getið gert. Hún féllst á þetta. Þar að auki gat hún ekki hugsað um annað en það sem hún hafði séð . . . og ef hún færi heim og beint í rúmið .... Mikill léttir það væri að geta verið alein í sínu eigin her- bergi. Að geta farið í rúmið og grátið sig í svefn . . . Þau gengu ' yfir sléttuna, sem virtist grá í tunglsljós- inu. Hann hjálpaði henni yf- ir enn eina girðingu og svo komu þau að bílnum. Hún bað þess í hljóði að hann yrti ekki á hana. Hún gæti ekki haldið uppi samræðum núna og hann virtist skilja það, þvl að hvorugt þeirra sagði orð á leiðinni heim. Hann tók bara sígarettu, kveikti 1 henni og rétti henni hana án þess að segja orð. Glebe House sýndist hvitt i tunglsljósinu. Drauðahús. Hr. Valentine hafði' talað um það sem „heimili“, en fyrir henni var það minna „heim- iii“, en fyrir henni var það skuggalegt, og óaðlaðandi. Hún fór að skjálfa. Áfallið hafði lamað huga hennar, en nú fór óttinn að gera aftur vart við sig. — Yður er kalt, sagði hr. Valentine. — Eg skal gefa yður koníakglas. Eg á flösku af góðu Courvoisier. Það hit- ar yður. Hana langaði ekki í koníak, en þegar hann ítrekaði það, fann hún enga frambærilega afsökun. Þau gengu inn for- salinn, og hann lét sprek á eldinn í arninum. Snarkið og Ijósið frá eldinum hafði góð áhrif á skapið. Hún gekk að aminum og rétti út hend- urnar . . . — Þetta er betra, er það ekki? Hann virtfst ánægður, já næstum glaður, en það var ekki eðlileg gleði. — Það er ekkert sem jafnast á við geisl andi bál og glas af góðu koní- aki þegar illa liggur á manni. Eg skal ná í koníakið. Eg veit ekki hvort Fritz er farinn að sofa, það er ekki orðið svo framorðið. Hún leit í gylltan Sheridan spegil sem hékk yfir arnin- um. Henni krossbrá. Hún var rauð og útgrátin í framan, og hárið var allt í óreiðu. — Eg verð að bæta eitthvað úr þessu, hugsaði hún og gekk upp tröppurnar og hljóp við fót inn í herbergið sitt. Það var að minnsta kosti friðsælt. Ó, ef hún bara gæti verið hér, Læst dyrunum, pakkað niður dótinu sinu og horfið hljóðlega næsta morg- un! Hugsunin um að komast burt frá þessum stað gerði hana augnablik rólega. En innst inni vissi hún að þetta voru bara draumórar. Hún gat ekki sloppið strax. Eitthvað sem var sterkara en hún sjálf hélt í hana. Hún þvoði sér, lagaði á sér hárið og púðraði andlitið. Svo gekk hún út á ganginn og gekk niður stig- ann. En hvað allt var hljótt. Það var eins og þetta stóra hús hér úti á tanganum væri algerlega einangrað frá um- heiminum. Hún gat vel skilið að þetta andrúmsloft hefði ekki átt við móður Frins, en hafði það verið svo ömurlegt að hún hefði viljað yfirgefa það allt? Hún stanzaði þar sem stig I inn beygði. Það brakaði veikt í þrepinu. Það var langt síð- ’ an hún komst að raun um að | dauði frú Valentines hefði ekki verið slys. Og fyrst hún1 hafði ekki löngun til að fremja sjálfsmorð eins ogj Berta sagði, þá gat þetta1 ekki hafa verið annað en . . . morð. Clarke taldi svo vera. Og hún var þá að fara niður til að hitta morðingja Hún stóð eins og negld við þrepið. Hún svitnaði og hún varð að beita sig valdi til að halda áfram. Þögnin var hræðileg, en skyndilega heyrði hún að bíll var sett- ur í gang og síðan ekið burt. | Hafði Mr. Valentine gefistj upp á að bíða eftir henni? Vonin kom litnum aftur ^ fram í kinnar hennar og hún! flýtti sér niður. En Mr. Val- entine stóð viö arinninn og horfði inn í eldtungurnar. Hann sneri sér við þegar hún kom inn. Koníaksglös stóðu tilbúin á litlu borði. , — Nú erum við aftur lík- ari sjálfum okkur er það ekki? Hún lét sem hún heyrði ekki það sem hann sagði. — Eg heyrði í bíl sem ók í burtu. Eg hélt þér hefðuð farið aft- ur í veizluna. — Nei, Fritz og Bertha' voru ekki farin að hátta, svo að ég lagði til að þau færu í smá ökuferð og færu með skilaboðin. Þau hafa gaman af ökuferðum, þó að það sé orðið framorðið. — Eg skil. Það er allt í lagi með að Fritz og Bertha færu með skilaboð til Clarks, en hún fann til hræðsiu við tilhugsunina um að vera al- ein með þessum manni Hræðslan sem gagntók hana varð skyndilega svo mikil að hún gleymdi næstum því ör- væntingu sinni yfir því sem hún hafði séð fyrr um kvöld- ið. Mr. Valentine skenkti kon- ásamt góðum vinum og góðu lconíaki á eftir. En þið unga fólkið .... fara að safna blóð bergi að næturlagi .... ann- ars hefi ég litla trú á að ætl- unin hafi verið að safna blóð bergi .. .. hefur frekar átt að vera rómantík í tungls- ljósi. Haldið þér það ekki líka Natalía? Hún fann dimm augu hans hvíla spyrjandi á sér. — Ég býst við því, sagði hún vandræðalega. — Eg skal viðurkenna að kofi Ambrights er ekki beint skemmtilegur, en samt. Þeg- ar fólki er boðið í samkvæmi finnst mér að það eigi að halda saman. Að fara út í Hann bandaði frá sér með hendinni. — Eg skil mæta vel hvern- ig yður líður, væna mín, en yður skjátlast. Það er betra að ræða um hlutina. Þá finn- ur maður oftast einhverja leið, sem er kanske ekki sú, sem næst liggur, en þrátt fyr ir það jafn góð. Stundum betri. Og ég hefi á tilfinning- unni, Natalía, að við tvö get- um fundið vænlega leið. Hún leit á hann án þess að skilja hvað hann átti við, án þess að þora að reyna að skilja hvað hann gat verið að fara. Hún fann til þyngsla í höfðinu og uppgötvaði sér til stórrar furðu að hún hafði Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames 26. íak handa henni. Hann vermdi glasið milli handanna og hellti ögn af koníaki í það, vermdi það aftur og rétti henni það með báðum hönd- um. Það var næstum eins og [ hann framkvæmdi . helgiat;- höfn. Hún rétt bragðaði á því. Það hitaði henni örlítið, en ekki mikið. Það gerði hana að minnsta kosti ekki ánægð ari. Hr. Valentine endurtók at- höfnina með sitt eigið glas. — Já, það var betra, sagði hann hrifinn um leið og hann smakkaði á því, og sett ist í þægilegan bakháan stól og rétti fæturna í áttina að eldinum. — Ö1 er góður drykk ur, en eft;r mínum smekk er það ekki upplífgandi drykk- ur. Því síður er það „herra- manns" drykkur, þó það virð ist ekki hafa mikið að segja nú til dags. , En helztu rök mín á móti öli eru þau, að það gefur ekki tilefni til samræðna, ekki þess konar samræðna sem mér geðjast að. Þær eiga bezt við eftir góðan miðdegisverð, myrkrið til að safna blóð- bergi .... bókstaflega hlægi- legt, nema ætlunin hafi yerið að gera þetta, sem Frig og Meg gerðu. Hún kipptist við Það sveið enn. Hann hlaut að vita það og hafa með vilja sagt þetta til þess að særa hana. — Mér þykir það leitt ef ég hefi sært yður, sagði hann strax, en hún vissi vel að það var' ekki sannleikanum sam- kvæmt. — Eg hefði ekki átt að segja þetta, Natalía. Samt er ég feginn að ég gerði það. Vitið þér hvers vegná? Nei, hún vissi ekki hvers vegna, ef það var ekki vegna þess að hann hataði hana og vildi særa hana eins og hann gat. — Eg held að við ættum að ræða um það, sagði hann, þegar hún anzaði ekki. Það var satt að segja til að fá tækifæri til að tala við yður að ég ók yður hingað. Hún reyndi að brosa, en tókst heldur illa. — Ég vil helzt ekki tala um það, ef yður er sama, hr. Val- entine. nær lokið úr koníaksglasinu. Hann tók einnig eftir því. — En vina mín, ósköp er ég lítið kurteis. Leyfið mér að bæta í glasið. Nei, hristið ekki höfuðið .Gott koníak hef ur aldrei sakað neinn. Þvert á móti. Hún lokaði augunum og hallaði sér aftur á bak í stóln um. Enn einu sinni sá hún Frin og Meg fyrir sé í hug- anum. Hann notaði tækifær ið og fyllti glasið á ný. Og hví skyldi hún hafa á móti því. Kanske vínið gæti deyft sviðann í hjarta hennar. Hún rankaði við sér þegar hún sá að hr. Valentine hafði fært stól sinn alveg upp að hennar og nú laut hann að henni al- varlegur á svip og lagði hönd sína um axlir hennar. Það var með herkjum að hún gat stillt sig um að æpa og ýta hönd hans frá sér. — Eg sagði að mér þætti leiðinlegt að þér sáuð til Meg og Frins í kvöld, sagði hann. En ég var ekki alveg hrein- skilinn. Eg veit að það var hið bezta, sem skeð gat. Og ég held ekki, að hjarta yðar EIRÍKUR víðförli Töfra- sverðið 178 Eiríkur horfðist nú í augu við Bor Khan. — Þú getur rengt mig, ef þér sýnist en sverðið er horfið — Þú lýgur, hrópaði khaninn og otaði spjóti sínu að Eiríki. — Komdu með sverðið, annars verð- ið þið drepnir. — Dreptu þá, segir Eiríkur. — En þú finnur ekki sverðið fyrir það. Bor Khan skipar mönnum sínum að slá tjöldum og snýr sér aftur að Eiríki. — Ykkar verður gætt hér. Við ræðum um sverðið síðar. — Við ættum að flýja, segir Svitjod. — Þeir halda að við vit- um hvar sverðið er niðurkomið og það er einasta, sem hefur kom ið í veg fyrir að þeir dræpu okk ur. — Við getum ekki flúið, svarar Eiríkur. — Við höfum of marea særða. í sama mund smaug Ervin út úr tjaldinu og ætlaði tíl huncis síns. Hann nálgast tjald khansins, en þá sprettur þar upp skuggaleg mannvera, hleypur og felur sig í kiarrinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.