Tíminn - 23.07.1960, Qupperneq 1
Síld á öllum
miðum í gær
- en veiði heldur dræm sem fyrr
í gær var enn mikil síld á
öllum miðum allt frá Skaga-
grunni austur til Norðfiarðar,
og var nokkur veiði í fyrri-
nótt og gærmorgun, en torf-
urnar eru stöðugt mjög þunn-
ar og mikil glæráta í yfir-
borðinu. Kostar það bátana
mikið umstang að ná í sæmi-
legan afla.
400 iaxar úr
Laxá í Þing.
Samningar um ána renna
út í haust
Um 400 laxar eru nú komn-
ir á land úr Laxá í Aðaldal
sagði Jón Þorbergsson bóndi
á Laxamýri í viðtali við blaðið
í gær. Hefur meira en helm-
ingur laxanna veiðst í Laxa-
mýrarlandi.
Taldi Jón að þetta væri fremur
rýr veiði og fyrir neðan meðallag,
enda gengi laxinn seint í ána í ár.
Veiðin mun þó heldur að glæðast
þessa dagana.
í ágústlok renna út samningar
I.axárfélagsíns við bændur í Aðal-
dai og er óvíst hvað verður, en
allmargir aðilar munu hafa áhuga
á að taka ána á leigu. Má vafalaust
húast við sprengiboðum í ána og
eiga þeir lítinn heiður skilið sem
fyrir slíku standa.
Mörg skip fengu síld á
Skagagrunni, og komu um 20
skip inn til Siglufjarðar í
gær. Aflahæst voru: Sigurfari
VE, 400 tunnur; Muninn GK,
342; Víkingur ÍS, 400; Ásólf
ur ÍS, 300; Suðurey VE, 300;
Heimir KE, 400; en mörg skip
voru með slatta og allt niður
í 20—30 tunnur. Þau sem
betri afla fengu þurftu yfir-
leitt að kasta margsinnis á
síldina. Síldin er allvæn, en
þó gengur talsvert úr henni
og í bræðslu.
Aftur er tekið að lifna yfir
Raufarhöfn, en þar hefur ver ;
ið dauflegt undanfarið. í
gær bárust þangað um 5000 *r»
tunnur síldar úr 15—20 skip ' ' “ "
um. Aflahæst var Vonin II.
meö 500 tunnur, en önnur
voru með minna og niður í
smáslatta. Þessi síld fékkst
út af Sléttu. — Síðdegis í gær
Framb-'M '• 3. síðu.
MbLafhjúpar
innræti sitt
S. I. laugardag birti Morg-
unblaðið rangfærða frétt um
launafyrirkomulag hjá kaup-
félaginu Dagsbrún í Ólafsvík,
Aldarafmæli tveggja
kirkna í Fnjóskadai
Á sunnudaginn verður hald-
ið hátíðlegt aldarafmæli
tveggja kirkja í Hálspresta-
kalli í Fnjóskadal, Hálskirkju
og lllugastaðakirkju. Verða
guðsþjónustur í báðum kirkj-
um þá um daginn og síðan
efnt til sameigínlegrar kaffi-
drykkju að Brúarlundi í Vagla
skógi. Allir þjónandi prestar í
S-Þingeyjarsýslu, sex talsins,
verða1 viðstaddir.
Guðsþjónusta hefst kl. 10.30
f.h. að Hálsi og kl. 2 e.h. að
(Framhald á 3. síðu).
þar sem sagt er að starfsmenn
félagsins fái launin greidd
einungis í vöruávísunum á
félagið. Þessi frétt er aug-
sýnilega skrifuð > þeim til-
gangi einum að sverta starf
samvinnufélaganna sem allra
mest, og þá ekki fengizt um
þótt tilefnið sé upplogið og
staðreyndir afbakaðar.
Daginn eftir var þessi frétt
tekin fyrir í Tímanum og
skýrt frá hinu sanna í sam-
bandi við hana, að vöru-
ávísanir félagsins séu einung
is notaðar þeim félagsmönn
um til hagræðis, sem það
vilja, svo sem þeim er vilja
fá vörulán um stundarsakir.
Félagið lánar þeim þá þessar
ávísanir, og þykir báðum að-
Framhald á 3. síðu.
Kaupmannahafnarblaðið POLITIKEN hefur eins og kunnugt er
gefið út sérstakt íslandsblað sem fylgiblað með blaðlnu, sem kom
út í gær, en myndin hér að ofan er af forsíðu þess. Það er skemmzt
frá því að segja, að blað þetfa er hlð glæsilegasta að efni og útliti
og á POLITIKEN þakkir skllið fyrir framtakið.
Meðal hins fjölbreytta efnis má minnast á fróðlega forsiðugretn
eftir Martln Hansen, forseti íslands, utanríkisráðherrar Danmerkur
og íslands svo og ambassadorar rita í blaðið, Jón Helgason rltar
um handritin, Halldór Kiljan um íslenzkar bókmenntir, greinar eru
um Skálholt, Heklu, íslenzk flugmál, Davíð Ólafsson ritar um togara
og herskip á íslandsmiðum. Fjölmörg ísienzk fyrirtæki auglýsa í'
blaðlnu auk danskra og lengi mætti telja. Eins og fyrr hefur verið
sagf kemur þetta myndariega blað út í ttlefnl af fundi Norðurlanda-
ráðs í Reykjavík.
Það var ekkl að sökum að spyrja er þetta myndarlega blað kom
á markaðinn á götum Reykjavíkur í gær. Það seldist upp á svip-
stundu.
Aldrei á vakt, er
þeir taka myndir!
Menn veita því athygli, að Morgunblaðinu berast oft myndir frá
starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar af atburðum, sem gerast í
starfinu við strandgæzluna. í gær kom enn mynd frá starfi um
borð í varðskipi — í Mbl. Af því tilefni hringdi TÍMINN til Péturs
Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar og spurðist fyrir um
hverju þetta sættl. Pétur svaraði Ijúfmannlega, sagði mennina með
sínar „prívat-myndavélar" og tækju á þær „prívat-myndir".
— Já, en eru þetta ekkl menn í opinberu starfi?
— Jú, en þeir segja, að þeir hafi ekkl verið á vakt, þegar þeir tóku
myndirnar.
— Og látið þið það gott heita?
— Ég hef borið þetta undir ráðuneytið — það er víst ekkert
hægt að gera. (Framhald á 15 siðu)
Stóð ekkert til boða nema ti igtl rnsið — 1 bls. 9 1