Tíminn - 23.07.1960, Page 2
TÍMINN, laugardagmn 23. júlí 1960.
,2
Köttur í bóli bjarnar
Fyrir nokkru fannst bjargarlaus selskópur liggjandi uppi i fjöru á dönsku eyjunni Lálandi. Nú voru góð ráS
dýr, en dýravinir fundu þau. Tík á staSnum var gotin og litla kópnum var vísað á einn spenann með hvolpun
um og ekki ber á öðr.u en að honum líki vel vistin.
Heillaóskakort til þess
að afla sér fjármagns
Frá aðalfundi kvenfélagins Hringsins
Aðalfundur Kvenfélagsins
,.Hringsins“ var haldinn þ. 9.
júní síðastl. og fóru þar fram
venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn félagsins skipa nú þess-
ar konur: Soffía Haraldsdóttir
formaður, Margrét Ásgeirs-
dóttir varaformaður, Eggrún
Arnórsdóttir gjaldkeri, Sig-
þrúður Guðjónsdóttir ritari og
Guðrún Hvannberg. í vara-
stjórn eru þessar konur: Her-
dís Ásgeirsdóttir Dagmar Þor-
láksdóttir, Hólmfríður Andrés
dóttir og María Bernhöft.
Fjáröflunarnefnd sú er kosin
var í fyrra til tveggja ára hef-
ur starfað með góðum árangri.
Alls námu tekjur Bamaspítala-
sjóðs á þessu reikningsári kr.
463.759.10. Félagið vill færa öllum,
som styrkt hafa sjóðinn sínar beztu
þakkir. í des. síðastl. var afhent
kr. 1.000.000.00 til byggingar
Barnaspftalans og nemur þá fram-
lag sjóðsins samtals kr. 4.273.000.
00. Alls hefur safnazt í sjóðinn kr.
G.388.759.10. Eignir Barnaspítala-
sjóðs eru ávaxtaðar í verðbréfum
og í bönkum. Reikningar sjóðsins
og aðrir reikningar félagsins eru
endurskoðaðir af löggiltum endur-
skoðanda, og veiða þeir birtir í
B-deild Stjórnartíðinda.
HéraðshátíS í Mýrasýslu
í Mýrasýslu verður haldin að Bifröst sunnudaginn 7. ágúst.
Góð skemmtiatriði.
Nánar auglýst síðar.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN.
Kjördæmabing og héraðsmót
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins verður haldið að
Vogalandi, Króksfjarðarnesi, í dag laugardaginn 23. júlí.
Hefst kl. 3. e. h.
Héraðsmótið verður haldið að Bjarkarlundi á morgun,
sunnudaginn 24. júlí og hefst kl. 3 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Mótið sett.
2. Ávörp. Alþm. Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson,
enn fremur Markús Sfefánsson deildarstj.
3. Ræða: Þórarinn Þórarinsson ritstj.
4. Gamanþættir: Haraldur Adolfsson, Gestur Þorgrímsson og
Jón Sigurðsson.
5. Einsöngur: Erlingur Vigfússon, undirleikari Fritz Weis-
chappel.
Almennur söngur milli atri^
ifNARFÉLÖGIN.
Til fróðleiks hefur stjórn félags-
ins fengið upplýsingar hjá Krist-
birni Tryggvasyni yfirlækni um
tölu sjúklinga á Barnadeildinni,
þann tíma sem deildin hefur starf-
að, og hvernig þeir skiptast á hina
ýrnsu landshluta. Tala bama, sem
legið hafa í Barnadeild Landsspít-
alans frá 19/6 ’57 til 31/12 ’59 er
alls ,1362. Úr Reykjavík, Kópavogi
og Seltjarnarnesi eru 60,9% en
annars s'taðar af landinu 39,1%.
Félagið vill gjarnan benda al-
menningi á, að hinn nýi og full-
komni barnaspítali, sem vonast er
eftir að verði tekin í notku eftir
2 ár, verður fyrir börn af öllu
landinu. Það hefur þegar komið í
Ijós, hve ómetanlegt er að geta
sent sjúklinga í sérstökum erfið-
um tilfellum hingað á Barnadeild-
ina, og eflaust verður árangur enn
betri þegar hinn nýi spítali, sem
á að verða búinn hinum full-
komnustu tækjum, tekur til
starfa.
Laxaber — nýr runni
tii heimilisræktunar
Frá fréttaritara Tímans í Nes
kaupstað. — Fyrir tæpum sex
árum fékk Eyþór Þórðarson,
kennari í Neskaupstað þrjá
græðlinga frá Skógrækt rikis-
ins af plöntu sem Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri
hafði þá flutt til landsins frá
Alaska, en þar og í Kaliforníu
eru heimkynni hennar. Plant
an hlaut á íslenzku nafnið
Laxaber. Hún er runni, mjög
bráðvaxta og harðger og ber
fullvaxta aldin talsvert áþekk
hjúpaldini rósarinnar, rautt
eða gult á lit og hið bezta til
matar. Eyþór gróðursetti
græðlingana í garði sínum;
döfnuðu þeir með ágætum og
báru aldi'n í fyrra, þá 5 ára
gamlir. í vor blómstruðu þeir
þegar í apríl og létu ekki á
sjá þrátt fyrir frost og kulda
sem þá gerði. Aldinin eru nú
fullþroska, og tíndi Eyþór á
dögunum 1 kg. af þessum
þremur runnum, en talsvert
er enn eftir af hálfþroska
berjum. Plantan er að sögn
Eyþórs mjög auðveld í rækt-
un, dafnar vel án mikillar
umhirðu, en þvi betur sem
henni eru sköpuð betri skil-
yrði. Plantan er mjög blað-
skrúðug, ber blóm í maí og
sómir sér vel sem skrautjurt.
Aðalgildi hennar er þó aldin-
in, sem er hinn bezti matur
og minnir helzt á jarðarber.
Telur Eyþór Þórðarson að
rækta megi plöntu þessa til
skrauts og nytja við flest
heimili, en hann veit ekki til
að aldini hennar hafi fyrr
náð fullum þroska hér á
landi, enda landnám hennar
ungt. V.S.
„Pétur og úlfurinn”
í íslenzkri útgáfu
Starfsári Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands lauk um miðj-
an júlí. Höfðu þá verið haldnir
12 sinfóníutónleikar í Reykja-
vík og 8 utan Reykjavíkur og
auk þess tvennir skólatón-
leikar í Reykjavík.
Stjórnendur voru Wilhelm
Brúckner-Ruggeberg frá
Hamborg; Hans Zanotelli frá
Darmstadt; Róbert Abraham
Ottósson; Henry Swoboda frá
New York; Bohdan Wodiczko
frá Varsjá.
Nýmæli er það, að hljóm-
sveitin tók upp á segulband
„Pétur og úlfinn“, æfintýri
með tónleikum eftir Serge
Prokofieff. Helga Valtýsdóttir
sagði söguna en stjórnandi er
enn víða ófullkomnir á Vest
fjarðakjálkanum, og mátti
sums staðar ekki tæpara
standa, að stóra bifreiðin
kæmist leiðar sinnar. í þess
ari ferð voru tónleikar haldn
ir á ísafirði, Bolungarvík,
Suðureyri, Flateyri, Núpi í
Dýrafirði, Þingeyri og Pat-
reksfirði. Hljómsveitarmenn
höfðu samastað að Núpi, með
an dvalizt var vestra.
Auk ofangreindrar starf-
semi, sem að öllu leyti fer
fram á vegum hljómsveitar
innar sjálfrar, hafa hljóm-
sveitarmenn aðstoðað við
flutning á 6 verkefnum Þjóð
leikhússins á síðasta starfs-
ári og komið fram í leikhús-
inu alls 69 sinnum. Einnig
hafa þeir komið fram á 35
dr. Václav Smetácek. Ætlun tónleikum hljómsveitar Ríkis
in er að yfirfæra þessa upp-
töku á hljómplötu, sem vænt
anlega kemur á markaðinn
í haust.
Starfinu lauk að þessu sinni
Hingað til hefur það fé, sem' inni meg tónleikaferðum til
Akureyrar og til Vestfjarða.
langmestu leyti komið frá Reyk-, AknrPvrar var fari3 f
v-kingum. Hefur almenningur hér Tl1 Akureyrar var lari l .ig
í bæ ávallt sýnt starfsemi „Hrings-
ins“ frábæran skilning og höfð-
ingsskap.
Kvenfélagið „Hringurinn“ hefur
vélum, en til Vestfjarða var
farið í 38 manna langferða-
bifreið og með sendiferðabif-
reið undir fyrirferðarmestu
látið prenta heillaóskakort, og er hljóðfærin. Sú för tafðist
(Framhald á 15 síðu) I mjög af því, hve vegir eru
Ný umferðardeild
lögreglunnar
8 móturhjól og 3 bílar skipta bænum á milli sín
Nýlega tók til starfa ný um-
ferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík og er hún til húsa
við Skátaheimilið við Snorra-
braut. Hefur umferðarlögregl-
an þar á að skipa átta mótor-
hjólum og þremur bílum.
Bænum er síðan skipt í ákveðin
hverfi og hefjast eftirlitsferðir um
þau kl. 10 að morgni dag hvern
og er skipt i þrjár vaktir. Hafa
lögreglumenn 6 stærri móturhjól
og tvö minni en þau þykja henta
betur til eftirlits í bænum.
Umferðardeild þessi mun hafa
verið sett upp i tilraunaskyní í
desember s.l. og gaf þá svo góða
raun að ákveðið var að halda þessu
áíram.
útvarpsins, auk sinfóníutón-
leika, sem útvarpað hefur
verið.
Minnissteinn
afhjúpaður
Á sunnudaginn kemur verð
ur að Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd afhjúpaður minnis-
steinn á altarisstæði gömlu
kirkjunnar þar. Eins og kunn
ugt er var Saurbæjarkirkja
flutt um set, er nýja kirkjan
var reist þar fyrir nokkrum
árum, en á hinu forna kirkju
stæði hefur staðið kirkja svo
lengi sem menn vita og trú-
lega frá upphafi. Þar hefur
Hallgrímur Pétursson messað
á sinni tíð. Er steinninn reist
ur til að minna á kirkjustæð
ið og varðveita það frá
gleymsku. Messa verður á
Saurbæ kl. 2 e h. á sunnudag,
og að henni lokinni verður
steinninn afhjúpaður.