Tíminn - 23.07.1960, Side 5

Tíminn - 23.07.1960, Side 5
TÍMINN, laugardaginn 23. júlí 1960. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjamason. Skrifstofur 1 Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Rannsókn olíumálsins Dagblöðin birtu í gær nýja skýrslu frá setudómurum þeim, sem fást við rannsókn olíumálsins svonefnda Nið- urlagsorð þeirrar skýrslu munu vart hafa farið framhjá neinum, en þau hljóðuðu á þessa leið: „Skylt er að geta þess, a8 við rannsókn málsins hafa rannsóknardómararnir mætt skilningi núverandi forrá8a- manna HÍS og Olíufélagsins h.f. á nauðsyn þess, að mál þetta mætti upplýsast og rannsókn þess verða serri fyrst til lykta leidd. Liðsemd sú, sem forráðamenn félaganna hafa veitt dómurunum við öflun gagna, hefur verið siík, að án þessarar aðstoðar hefði rannsóknin að öllum lík- indum, lítt þokazt áleiðis." Þetta er í fullu samræmi við bað, sem Helgi Þor- steinsson framkvæmdastjóri innflucningsdeildar SÍS og formaður stjórnar Olíufélagsins og H.Í.S. sagði á aðal- fundi S.Í.S. Helgi skýrði þar frá því, að af hálfu forráða- manna olíufélaganna hefði allt verið gert til að auðvelda starf dómaranna og fá málið upplýst til fulls. Þessi afstaða er í fullu samræmi við viðhorf sam- vinnuhreyfingarinnar frá fyrstu tíð. Samvinnumenn hafa alltaf lagt áherzlu á og munu leggja áherzlu á, að komi fyrir einhver afbrot hjá fyrirtækjum samtakanna, þá verði þau upplýst til fulls og þeir., sem sekir kunna að reynast, látnir sæta fullri ábyrgð. Þetta viðhorf hefur átt sinn þátt í því, að miklu minna hefur orðið um af- brot hjá samvinnufélögunum en öðrum fyrirtækjum, þótt aldrei verði það til fulls útilokað þar fremur en annars staðar, að svartii sauðir geti skotið upp kolli Það er því í fyllsta máta rangt og óréttlátt, þegar reynt er að nota hin svokölluðu olíumál til að ófrægja samvinnuhreyfinguna. Hitt mætti fremur vekja athygli, að umrædd brot gerast hjá fyrirtækjum, sem ekki eru byggð upp á samvinnugrundvelli, þótt þau séu í tengslum við samvinnuhreyfinguna. Á það ber svo að leggja áherzlu, sem kom fram í Mbl. í gær, að mál þetta verði sönnun þess, að „við búum í réttarríki, þar sem allir séu jafnir fyrir lögunum “ Sam- vinnumenn munu aldrei skorast undan því. að lögin nái til þeirra. En það er eðlileg og heilbrigð krafa, að þau nái ekki síður til annarra. Það er ekki sízt frá þessu sjónarmiði, sem því verður mikil athygli veitt hvert framhald þessara mála verður. Hreinni svör Landhelgisgæzlan hefur nú svarað fyrir hönd Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra þeim fyrirspurnum, sem Tíminn beindi til hans um það, hvort brezkir tog- arar væru nú skrásettir og ákærðir fyrir landhelgisbrot með sama hætti og fyrir sakaruppgjöfina, en frásagnir brezkra togaraeigenda og háttsettra manna hjá Land- helgisgæzlunni hafa bent til þess að svo væri ekki. Því miður eru þessi svör landhelgisgæzlunnar hvergi nærri nógu skýr. Það er sagt, að „upplýsingum sé safn- að sem fyrr“ og „auga verði haft“ með þeim brezkum togurum, sem kunni að leita hafnar. ,,ef tilefni þætti til að hafa nánara tal af skipstjóranum“ Hvers vegna er forðazt að segja hreinlega, að landhelgisbrotin séu skrá- sett og viðkomandi skipstjóri verði Kærður og dæmdur, ef til hans næst? / Óljóst orðalag í þessum efnum, er aðeins fallið til áð veikja aðstöðu okkar og að ýta undir Breta. Hér þarf því miklu skýrari og hreinni svör. ERLENT YFIRLIT / > > / / '/ / ? / / / / / / '/ ? r '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / Bandaríska utanríkisráðuneytið Torveldar skrifíinnska og ofstjórn starf þess og stefnu? ÞVÍ ER ekki að neita, að mjög hefiur hallað á Bandaríkin í áróðursstyrjöldinni við Sovét- ríkin undanfarna mánuði. Bamdaríkjaimen'n viðurkenna þetta ekki sízt sjálfir og reyna að leita skýringa á þessu. Stjómarandstæðingar í Banda- ríkjunum kenna að sjálfsögðu ríkisstjórninni um, ramgri stefnu hennar O'g misheppnuð- um vinnubrögðum þeirra, sem hún hefur teflt fram til forustu. Þeir, sem eru ríkisstjórninni velviljaðir, reyna að sjálfsögðu að finna á þessu aðra skýringu. Meðal þeirra blaða, sem hafa rætit um þetta mál nýlega, er hið íha'ldssama vikurit, U.S. News & World Report. Það ræðir vissa hlið þessara mála í grein, sem ber fyrirsögnina' Hvað er í ólagi í utanríkismála- ráðuneytinu? Þessari spurn- ingu er svo meira reynt að svara í greininni með ýmsum upplý'SÍngum en með beinum ályktunum. Þar sem mikið er nú um þessi mál rætt, þykir ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr þessari greim hér á eftir. EFTIR að hafa minnzt nokk- uð á ófarir Bandaríkjanna að undanförnu, lætur blaðið mann, sem það telur vel kunnugan. fá orðið. Hann segir: — Þeir menn, sem starfa í utanríkisráðuneytinu í Wash- ington, eru greindir, duglegir og samvizkusamir. Galli þeirra er samt sá, að þeir gera sér hvergi nærri fulla greim fyrir hinu byltingarsinmaða hugarfari andstæðingsins, sem keppt er við. Þeir átta sig ekki til fulls á því, sem er að gerast í heim- inum. Það vantar þó ekki, að beir hafi einskonar alfræðibók um þetta allt. En hver þeirra er yfirleitt sérfræðingur á tak- mörkuðu sviði. Viðkomandi maður þekkir kannske ástandið í einu landi mjög nákvæmlega eða ákveðið viðfangsefni. En Það vantar samræmda heildar- samræmið í þetta allt saman. Það vantar samræmd heildar- stefnu, sem allir viðurkenna og unnið .sé sam'kvæmt. Blaðið segir, að annar maður, sem lengi hafi unnið í utanríkis þjónustunni bæði heima og er- lendi'S, hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að Bamdaríkin hefðu raunverulega enga utan- ríkisstefnu. ÞÁ HEFUR blaðið eftirfar- andi eftir sama mamni: — f orði kveðnu móta utan- ríkisráðherrann og aðstoðar- menn hans utanríkisstefnuna. Þetta gera þeir í nafni forset- ans og í samráði við hann. í reynd er þetta þannig, að það er öryggisráð ríkisins (National Security Council), TRUMAN — forseti, sem var óragur við að taka ákvarðanir. sem markar megindrættina, en utanríkisráðherranm er aðeins einn meðltmur þess. Sterkur utanríkisráðherra ræður þar miklu, en sarnt getur hann þó verið bofinn ráðum þar. Undir Öryggisráð ríkisins heyra svo undirráð, áætlunar- ráðið (Planning Board) og framkvæmdaráðið (Operation Co-ording Board). Það fyrr- nefnda fylgist með gamgi heirns mála og gerir áætlanir eða til- lögur um það til Öryggisráðs ríkisins, hvermig einstökum at- vikum skuli mætt. Þegar Örygg isráðið, þar sem forsetinn skip- ar forsætið, hefur tekið ákvörð un sína, tekur framkvæmdaráð ið við og sér um framkvæmd á henni í samráði við utanríkis- ráðherra og utanríkisrá'ðuneyt- ið. Eins og gefur að skilja, getur þetta fyrirkomulag verið mjög seinvirkt. Þó er ekki öll sagan sögð enn. Frá framkvæmda- ráðinu ganga málin til ýmissa umdirráða, sem eru takmörkuð við viss svæði eða verkefni. Þá þarf að hafa samráð við ýmsar 'Sérstofnanir, ef viðkomamdi mál snerta þau, fjármálaráðu- neytið, hermálaráðuneytið, Al- þjóðabankann o. s. frv., enda eiga flestar þessar stofmanir fu’lltrúa í sjálfu framkvæmda- ráðimu. Þetta leiðir oft af sér samningaþóf og málamiðlun, því að sjónarmið þessara aðila fara ekki alltaf saman. Þetta kostar iðulega mikil fundarhöld og þjark og oft þarf t. d. að margendursemja sama bréfið eða ályktunina. Þetta hentar i'lla uta'nríkisþjónustu stórveld- is, þegar atburðirnir eru farnir að gerast eins hratt og á sér stað nú á dögum. Sama sagan endurtekur sig eimnig í sendiráðunum erlendis. Þar eru auk starfsmanna utan- ríikisráðuneytisins, fulltrúar ýmissa annarra stofnana, og getur þetta valdið innbyrðis þófi og seinagamgi þar. ÞRIÐJI maðurimn, sem blaðið ræðir við, hefur starfað lengi í utanríkisráðuneytinu. Svar hans er í stuttu máli það, að U'tanríkisráðun'eytið einkenmist af ofþenslu, of miklu manna- haldi, ofstjórn. Það sé orðið að lítt starfhæfu skrifstofu- bákni. Fjöldi þeirra starfs- manna, er sé í sendiráðunum erlendis, hafi lítið að gera, beri lítil skyn á utanríkismáil og hugsi mest um að lifa þægilegu lífi. Bezt reynist sendiráðim, þar sem þau séu skipuð fáum en starfsvönum og starfshæfum mönnum. Fjórði maðurinn, sem blaðið talaði við, er eimnig vel kunn- ugur að tjaldabaki. Hann segir, að áætlunarráðið sé iðulega klofið í tlllögum sjnum til Ör- yggisráð'S rSdisims, og það í stórmálum. Þetta auðveldar að sjálfsögðu ekki störf Öryggis- ráðsins. Nýlega þurfti líka Ör- yggisráðið fimm fundi til að afgreiða visst mál. Fimmti maðurinn, sem blaðið ræddi við, bætti því við, að samþykktir Öryggisráðsins byggðust iðulega á málamiðlun. Afleiðingim verður sú, að ákvarðanir verða slappar og stefnan loðin og grautarleg. Sterkur forseti myndi bæta mjög úr þessu. Truman var óragur við að taka ákvarðanir. Dulles gerði það fyrir Eisen- hower meðan hans naut við. Herter, sem er ekki eims ná- tengdur Eisenhower og Dulles var, hlífist meira við því að taka meiriháttar ákvarðanir upp á eigim spýtur. BLAÐIÐ getur fleiri um- sagna, sem gamga í svipaða átt. Endanleg niðurstaða þess er sú, að skriffinns'kan í uta’nríkis- ráðuneytinu sé alltof mikil, alltof mikill tími fari í fundar- höld og gagmlitlar ráðagerðir, sumt af völdum uranríkisráðu- neytisims hafi færzt til annarra stofnama og endurskipulagning sé nauðsynleg til þess að tryggja markvissa stefnu og fljótari ákvarðanir. Þ. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/■ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Laugardaginn 18. júní s.l.| var aðalfundur Kvennasam- bands Vestur-Húnavatnssýslu haldinn á Hvammstanga. — Hófst hann með guðsþj ón- ustu í Hvammstangakirkjn. Sóknarpresturinn, séra Gísli1 H. Kolbeins prédikaði. For-' maður Kvennasambandsins, frú Jósefína Helgadóttir setti fundinn og stjórnaði honum. Rakti hún starfsskýrslu Kvennasambandsins fyrir undanfarið ár. Hafði garð- yrkjuráðunautur ferðast um félagssvæðið á s.l. ári, sem leiðbeinandi um skipulag skrúðgarða. Byggðasafns-. Aðalfundur Kvennasam bands V-Húnavatnss. nefnd starfaði á árinu, gef-i in voru andvirði 20 sjúkra- rúma til hins nýja sjúkrahúss á Hvammstanga 100 þús. kr. Minningarsjóður frú Jónínu Líndal á Lækjamóti, hefur verið geymdur hjá gjaldkera Kvennasambandsins. Sam- kvæmt ósk barna Jónínu sál. var honum variö til kaupa' á Orgel-harmonium, sem verði eign sjúkrahússins á Hvammstanga. Kvennasam- bandinu hafði á árinu borizt góð gjöf frá Hirti Jónssyni Reykjavík, kr. 2000,00, og fleiri gjafir hafði Kvennasam bandinu borizt á árinu. Frú Jósefína Helgadóttir, sem (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.