Tíminn - 23.07.1960, Page 6
6
T f MIN N, laugardaginn 23. júlí 1960.
Þeg-ar ég ih'eyrSi frá því sagt í
útvarpinu að GuðríSur Olafsdóttir
frá Húsavík hefði dáið á sjúkra-
liúsi í Beykjavík 22. febrúar s. 1.,
varð mér óvenju hverft við. >ó
vissi ég vel um aldur hennar, kom
in hárbt á þriðja ár yfir níraett, f.
9. júní 1867. En — það var minn-
ingin um hana og mann hennar,
iséra Jón Arason, sem birtist í hug
mxnum. Og hún var mér enn svo
kær og hugstæð, að ég áttaði mig
ekki strax á því, hvað árin voru
orðin m'örg síðan ég kynmtist þeim.
Og mú vaæ hún Ifka farin.
Snemma á góu veturinn 1917,
er ég á gangi norður aðalgötuna
á Húsavík. Það er yndislegt veður,
stafalogn og heiður himinn. Sólin
er rétt hnigin á bak við háu fjöll-
in í vestri, en geisiar hennar brotna
enn í skýjaslæðum, sem mynda
óslitin, töfrandi litasambönd yfir
fölbláum möttli fjallanna, alla leið
á haf út, þar sem þau endurspegl-
ast í ólýsanlegum liitbrigðum í hin
um skyggnda, blikandi fleti. Ég
nem staðar og horfi á þessa hljóðu
kveðju dagsins, — dagsins, sem
ég hafði þó svo lengi kviðið fyrir.
Svo verður mér litið um öxl. Það
er eins og hvíslað að mér, að þar
sé eitthvað, ®em þessi dagur er
að kveðja. Þá sé ég, að blá kollur-
inn á hinu fagurskapaða fjalli,
rétt ofan við bæinn ljómar enn
af sólarglóð. Og það er engu líkar
en efstu brúnir þess séu alþaktar
fagurrauðum rósum. Og þótt ég
komist ekki hjá að gefa þessu gæt
ur er þó hugurinn bundinn við
annað.
Ég er á leið upp að prestssetr-
imu Húsavík. Þar á óg að dvelja
næstu 6—8 vikur við nám hjá séra
Jóni. Þar á ég að vera með al-
ókunnu fólki, spm ég hef aldrei
séð. Og þetta er í fyrsta sinn, sem
ég fer úr foreldrahúsum þangað,
sem ég þekfci engan. Kvíðinn er
því allsráðandi þetta yndislega
kvöld. Þó hafði mér verið sagt,
að þarna byggi gott fólk. Allir,
sem þangað höfðu farið í sömu
erindum, og þeir voru margir,
höfðu látið mjög vel yfir veru sinni
þar. Allir sögðu, að séra Jón væri
einstakur tungumálamaður og
ágætur kennari. Margir, sem skóla
göngu höfðu í_ huga, leituðu því
fyrst til hans. Ég vissi líka, að öll
börn þeirra hjóna, sex, voru nú
uppkomin og farin að heiman.
Finnbogi Rútur var bóndi á Sigurð
arstöðum á Sléttu, Ólafur orðinn
læknir, Kristinn í menntaskólan-
um og yngsta barnið, Ari, einnig
kominn í skóla. Þegar þetta þaut
um hug minn, fa-nn ég sárt ti-1 þess,
hve ég sjálfur var stutt á veg
kominn, skildi ekki eitt orð í ensku,
sem þó átti að vera aðal náms-
'greinin, ásamt dönsku, íslenzku
og reikningi. Eldri dóttirin Kari-
tas, sem ég kunni varla að kveða
að, var víst heldur ekki heima,
en sú yngri, Katrín, dvaldi víst
enn að mestu hjá foreldrum sín-
um. Og ekki óx kjarkurinn við
það. En hér varð ekki aftur snúið.
Ég reyndi því að herða mig upp,
iþó að erfiðlega gengi.
Ég nálgast óðum gluggana, en
þeir snúa á móti vestri og blasa
þvf við mér, á nýlegri byggingu,
vestan við gamla bæinn, en áfast
við hann og stefni á dyrnar, sem
eru á miðri hlið. Þá sýnist mér
bregða fyrir andliti innan við
syðstu gluggana. Ég blæs þung-
an._ Örlagastundin er runnin upp.
Ég nem staðar á tröppunum og
er að búa mig undir að banka á
dyrnar. Þá opnast þær skyndilega
innan frá og út kemur fremur
smávaxin kona. Hún er sýnilega
létt á fæti, frjálsmannleg í hreyf-
ingum og svo ungleg og aðlaðandi,
þegar hún tekur í hönd mína og
býður mig velkominm, að ég næst-
um gleymi að taka undir kveðju
hennar, eins og við á. Þetta er hús-
móðirin, Guðríður Ólafsdóttir.
Rétt á eftir birtist í dyrunum mað
ur hennar, séra Jón. Ég þekki
hann strax af umsögn. Hann er
MBNNING:
ósérhlífni og starfsgleði fyrir
'hvert það málefni, sem hún fann
að varð samferðamönnunum til
Guðríður Ólafsdóttir
fremur lágur vexti en þrekinn, i
hæglátur og festulegur og göfug-
ma'nnleg't bros leikur um varir
tons, þegar hann tekur í hönd
mína og býður mig líka velkom-
inn. Og á einni svipan var allur
kvíði -næstum horfinn. Hlýhu-gur
þeirra og elskulegt viðmót, við
fyrstu sýn hafði strokið hann
burtu, en aukið þróttinn, eins og
'geislar sólar, sem falla á hnípiö
strá eftir hrímiþakta nótt. Og þar
sem ég stend hjá þeim í dyrunuim
virðist mér þau lesa í hug minn,
að þarna sé óframfærinn ungling-
ur að ganga fyrstu skrefin út í
lífið upp á eigin spýtur. Þetta
skynjaði ég þó enn betur, er mér
hafði verið vísað til sætis inni í
S'tóru stofunni, rótt sunman við
ganginnn og frú Guðríður spurði
mig, hvar ég hefði gist í nótt,
hvort ég væri ekki blautur í fæt-
urnia, ég 'hlyti að vera orðinn
þreyttur og ýmislegt fleira. Þanndg
hefði mín eigin móðir spurt. Slík
nærgætni snerti viðkvæma strengi
í brjósti mínu og vakti strax hlý-
hu'g, sem var af sömu rótum runn-
inn og ást ba'rnsins til þeirrar
konu, sem það skynjar að vill af
fúsum vilja veita því vernd og
skjól. Og sama milda brosið lék
enn um varir séra Jóns, þar sem
hann gekk um gólf, skammt frá
mér og spurði mig mjög venju-
legra spuminga um h '"Isufari
manna og fleira úr K'elduhverfi,
þar scm óg hafði gist nóttina áður.
Og fyrr en varði höfðu þessar ást-
úðlegu viðtökur komið jafnvægi á
hug minn. Ég hafði haldið, að
þessi gáfaði prestur, sem ég hafði
kviðið fyrir að láta kenna mér,
talaði lítið um annað en andleg
mál. Hann mundi aðallega ræða
um hinar misjöfnu leiðix mannlegs
Iífernis, villuráfandi sauði, yfir-
sjónir ýmiss konar og afleiðingar
þeirra í ríki himnanna, sem ég
botnaði ekkert í. Nú heyrð’ ég,
með eigrn eyrum, að hann gat
spjallað svona við tæpra sextán
ára ungling, sem ekkert vissi og
aldrei hafði kynnzt þeim stóru
stundum lífsins, sem hann sjálfur
hafði orðið að þreyta fangbrögð
við og sigrasit á.
Þegar ég svo rétt á eftir gekk
út að einum vesturglugganum í
stofunni og horfði yfi.r flóann og
íjöllin og litbrigði skýjanna, fannst
mér heimurinn hljóta að vera
miklu yndislegri en mig hafði ór-
að fyrir. Og þá stundina virtist
mér það liggja í augum uppi, að
alveg eins og sólin megnaði að
gera kveðju dagsins svona dásam-
lega fagra með geislum sínum,
eins léki enginn vafi á, að aðeins
góðir menin gætu líka gert lífið
svona bjart og heiHandi.
Um kvöldið fylgdi Guðríður mér
upp á loft, yzt og austast í þessum
stóra bæ, sem ég botnaði þá ekk-
ert í. Þar svaf tengdafaðir hennar
Ari. Ég átti að sofa í sama her-
bergi og hann. Því fagnaði ég af
alhug, því að einverunni hafði ég
kviðið. Og með sama blíða viðmót
inu bauð hún mér: ,,góða nótt“.
Ég hafði ekki dvalið Iengi þarna
í Húsavík, þegar mér fannst ég
hafa heyrt og .séð talsvert fleira
en á heilu ári heima. Strax fyrsta
daginn fyrir hádegi tók séra Jón
m.ig í tíma og ákvað hvernig kennsl
unni skyldi hagað. Og hann gerði
það með svo mikilli lipurð og ljúf-
mennsku, að hún sigraði næstum
allan minn kvíða og efasemdirnar
lika.
Fljótt fann ég, að enskan ætlaði
að verða mér erfið. Mér fannst
stafsetningin ótrúlega strembin,
frá Húsavík
svo að ekki .sé meira sagt. En þá
barst mér óvænt hjálp. Yngri dótt
irin, Katrín, var heima. Og hún
sá víst hvað mér leið og var fús
til að hjálpa. Ég þurfti því ekki
annað en til hennar, bæði með
framburð og stafsetningu, þegar
erfiðlega gekk og mig rak upp á
sker. En það var langtum oftar
en ég vil láta uppi.
Ötrúlega margir áttu daglega
erimdi heim á prestssetrið. Sumir
þurftu að hitta húsmóðurina og
aðrir séra Jón. Þau höfðu þá tals-
vert kúabú. Þangað sóttu því nokkr
ir mjólk. Og mörg voru þau glösin,
fleytifúU, sem Guðríður gaf mér
aukreitis og ég kunni varla við
að þiggja fyrst, en drakk svo eins
og kálfur. Þar voru einmig hestar
og talsvert margar kindur. Frú
Guðríður varð því að hafa um-
sjón með mörgu, bæði innan bæj
ar og utan, því að séra Jón var
bundinn við sín störf O'g svo fór
hann stundum að heiman. Ég tók
líka fljótt eftir því, og undraðist
stórum, hve hún var öllu kunnug
og iskjót til ráða ef eitthvað var að.
Mér virtist henni liggja allt í aug-
um uppi, án þess að hika eða velta
vöngum yfir þvi. Og oft var glatt
á hjalla í stofunni og þá ekki síð-
ur í vélarhúsinu, sem var áfast
við hana að austan. Þar voru mörg
gamanyrði látin fjúka og oft hleg
ið dátt. Eitt kvöldið komst ég líka
í kynni við alveg nýja og áður
óþekkta tilveru. Fjármaður séra
Jóns var þá Helgi Flóventsson,
sem búsettur var á Húsavík og all-
ir þekktu. Hann sá um féð bæði
úti og inni. Og mér þótti ekki
ónýtt, þegar gott var veður, að
skreppa út og láta inn féð með
honum. Þá fór hann að segja mér
smá ævintýri. Og sum þeirra man
ég enn. Og hann lék persónurnar
af þeirri list, að furðu gegndi. Og
það var ekki einu sinni að rödd
hans virtist koma beint frá ungri
blómarós eða afgömlum karlfausk,
og allt þar á milli, heldur breytt-
ist útlit hans allt og þó mest and-
liið. Þá lagði ég líka hlustir við,
þegar séra Jón > var að tala við
ýmsa kunningja sína, sem komu til
hans. Bezt man ég eftir séra
Matthíasi í Grlmsey, sem ég held
að hafi verið bekkjarbróðir hans
í S'kóla. Stundum barst þá tal'
þeirra að ýmsum atburðum frá
skólaárum og léku þá báðir á als
oddi. Einnig man ég vel eftir
Benedikt Björnssyni kennara, Að-
alsteini Kristjánssyni kaupmanni
og ýmsum fleirum, er komu til
að hitta séra Jón. Þá þótti mér
heldur ekki amalegt að fá að léttaí
mór upp og sikreppa niður í bæ
eftir einhverju fyrir frú Guðríði.
Stundum fór ég_lika með bréfmiða
fyrir Ara til Árna Sigurðssonar
baupmanns. En hann ásamt konu
isinni og dóttur, Láru, voru einu
íbúamir, sem ég hafði áður kynnzt
og þekkti vel á Húsavík. Á miðann
hafði Ari skrifað eitthvað smávegis
sem hann kom fvrir í vísu og gat
ég ekki leynt drýgindunum, þegar
ég rétti Arna miðann. Og ekki
minnbuðu þau við það, ef það um-
beðna fékkst, og^ með því fylgdi
önnur vísa frá Árna, sem oftast
var. Þótti þá Ara ég fara happa-
ferð og hafði gaman af. Margri
góðir taflmenn voru þá á Húsvík
og var séra Jón einn af þeim.
Stundum skrap ég fyrir Guðríði
niður í Kirkjubæ. Þar bjó þá vina-
fólk þeirra prestshjóna. Þá voxu
fjögur systkinin heima: Kristjana,
Þórarinn, Kristján og Guðbjörg.
Og þegar Kristján tók fiðluna sín<a
og spilaði fyrir mig, fannst mér
allt lífið verða leikur einn.---
Daglega var ég sjónarvottur að
því hve Guðríður var allt í senn:
vökul, dugleg, reglusöm og um-
gangS'góð. Hún hafði líka langa
reynslu að baki. Tæplega þriggja
ána missti hún móður sína, Karitas.
Pór hún þá í fóstur til Kristins
Magnússonar skipasmiðs í Engey
og konu hans Guðrúnar Pétursdótt
ur. Hjá þeim var hún til 16 ára
aldurs. Þá réðst hún að Odda til
séra Matthíasar Joehumssonar, sem
þar var prestur og konu hans Guð-
rúnar Runólfsdóttur, en hún var
móðursystir Guðríðar. Þar var
stórbú og mannmargt heimili. Tók
Guðríður strax virkan þátt í öllu
með frænku sinni. Síðar fluttist
hún með þeim hjónum til Akur-
eyrar. Þar giftist hún séra Jóni,
sem var bróðursonur .séra Matthí-
asar. Hún kunni því góð skil á
flestu, þegar hún sjálf tók við hús-
móðurstörfunum. Ég varð líka
fljótt var við það, að á Húsavík
voru ýmsir sem leituðu til hennar,
þegar vanda bar að höndum. Þar
áttu þeir góðan hauk í horni.
Starf Guðríðar var því margþætt.
En heilladísir höfðu fært henni veg
legar gjafir í vöggugjöf. Það var
beilla. Það var skilningur og nær-
gætni við alla, sem urðu að standa
fáiklæddir í stormum lífsins. Það
var glaðlyndi og gamansemi, sem
er í ætt við sólskinið, en að baki
þess bjó óvenjulegur kjarkur og
lífsþróttur og trygglyndi svo af
bar. Og isíðast e nekki sízt var það
trúin á að þrátt fyrir allar ógnir
og böl og ægisár, sem einstaikling-
ar og þjóðir veita hverir öðrum,
þá sigri þó að lokum hinn æðri
máttur mannssálarinnar. Og án
efa hefur þessi trú verið henni
rnesti styrkur gegnum lífið og
stutt hana á sundum sorgarinnar.
Mann sinn missi hún 14. marz 1928
og öllum sonunum nema þekn
yngsta, varð hún að fylgja til
hinztu hvíldar. En þrátt fyrir allt
stóð hún bein og sterk eins og
björkin, sem aldrei bognar fyrr
en í bylnum sóra síðast.
Þegar ég nú lít um öxl, 43 ár
aftur í tímann, nemur hugurinn
staðar við þessi fyrstu kynni, þeg-
ar hún tók á móti mér í dyrunum
heima hjá sér, nærgæin, skilnings-
rík o.g blíð, eins og bezta móðir.
Og oft hefur það síðar komið í
hug minn, hve mikil blessun það
væri hverju ungmenni, sem kveð-
ur ástríka foreldra og leggur af
stað út í heiminn að hitta slíkan
verndara á leið sinni og mega
dvelja í umsjá hans, meðan það
er að átta sig á hinum freistandi,
háværa og oft heillandi nið hins
hraðfleyga lífs, sem með bros á
vör og blik í augum, hvíslar ögr-
unarorðum og lofar hverjum þeim,
sem koma vill með í dansinn, gulli
og grænum skógum.
Yfir þessari dvöl minni í Húsa-
vík hjá Guðríði og séra Jóni ríkir
enn og mun ávallt ríkja unaðsleg-
ur bjarmi vorbjartra minniinga.
Fyrir þær vil ég nú flytja mínar
dýpstu þafckir. Slíkar minningar
eru mér svo mikils virði. Þær
vekja hjá mér álxka kenndir og
sólarlagið litauðga, sem heillaði
mig mest, þegar ég stóð út vð
'glU'ggana í stofunni hennar —
fyrsta kvöldið.
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi.
Bifreiðarakstur
kenni bifreiðakstur. Nýr
bíll. — Upplýsingar í síma
24523.