Tíminn - 23.07.1960, Síða 7
TjMlNN, femgardagkjjg 23. jélí 1960.
7
Það mun hafa verið seint á ár-
inu 1927, sem nokkrir áhugamenn
um ferðamál komu saman í Kaup-
þingssalnum í Reykjavík og stofn-
uðu Ferðafélag íslands. Ferðafé-
lagið er því nú komið nokkuð á
fertugsaldur. Stofnendurnir voru
um 60, allir búsettir í Reykjavík,
nema einn, sem átti heima úti á
Iandi.
Líklega er nú meirihluti þess-
ara manna dáinn, en Ferðafélagið
lifir . enn góðu lífi, og vonandi
gerir svo um mörg ókomin ár.
Það hefur margt starfað og eru
r.ú félagsmenn þess um sex þús-
ur.d, eða hundraðfalt fleiri en
við stofnun þess.
uppi í KerlingafjöIIum. Það mun
hafa verið frá Hreppamönnum. Sá
ég þar sums staðar að féð lá á
snjósköflunum í hitanum og virt-
ist það una sér þar reglulega vel.
Sögðu varðmenn á Kili mér að
sunnanféð sækti allfast á varnar-
girðinguna, en norðanfé sæist þar
nær aldrei nálægt girðingunni.
Að morgni var stigið árla úr
rekkju í Kerlingafjallaskálanum
Gg haldið hærra til fjalla. Margir
gengu á Snækoll, sem er hæsti
I f jallstindur í nágrenninu, hátt á
115. hundrað metra á hæð. Þaðan
; er mjög víðsýnt. Sást þaðan m.a.
suður á haf, að sjá fyrir austan
' Ingólfsfjall og líka norður á Húna
Með Ferðaféiaginu
til Keriingaf jalla
Meðal mest áberandi starfa
féiagsins er útgáfa fjölda merkra
héraðslýsinga, sem félagið hefur
látið semja — og bygging margra
ferðamannabústaða á öræfum.
Ferðafélagið á nú slík ferða-
mannaheimili, sem það hefur
látið reisa í Hvítárnesi (um 30
svefnrúm), í Kerlingafjöllum (40
—45), Hveravöllum (34), Þjófa-
dölum (10), Hagavatni (12), Snæ-
fellsjökulshálsi (10—20), Land-
mannalaugum (32), Þórsmörk
(50). Alls nokkuð á þriðja hundr-
að svefnrúm. Rúmföt eru þó eng-
in í þeim nema dýnur til þess að
Iiggja á.
Sá, sem þetta ritar, hefur ný-
lega komið í fáein þessara ferða-
rnannaskýla, og sannfærðist þá
um það ennþá betur en áður, hve
þarft og gott verk hefur þarna
verið unnið af Ferðafélaginu. Auk
þess að vera einnar nætur skýli
fyrir ferðafólk, fer nú sífellt í
vöxt að fólk dvelji í þessum ferða-
mannastöðum yfir nokkra daga í
sumarleyfum sínum og sumir
heila viku. Hefur það þá stund-
um einnig með sér tjöld. En hús-
in eru þá fyrir það meira þegar
slæmt er veður.
Hi'túnartæki eru í húsunum og
nokkuð áf ymsum áhöldum, sem
mættu þó gjarnan vera nokkru
meiri sums staðar. — Skemmdir
af mannavöidum kváðu vera fá-
tíðar. En stundum væri þrifnaði
og hirðusemi talsvert ábótavant
hjé þeim, sem nytu góðs af þess-
uir ferðamannaskýlum. Þó væri
rreirihluti manna farinn að ganga
sómasamlega um.
í ferðinm, sem ég fór með
Ferðafélaginu nýlega, var Jóhann-
es Kolbeinsson fararstjóri, traust-
ur og ágætur maður, sem vill vel-
ferð ferðamanna og Ferðafélags-
ins.
Við gistum nálægt 40 í húsi fé-
lagsins í Kerlingafjöllum, sem
var verið að enda við að stækka
að miklum mun. Veðrið var hið
fegursía þar efra, sólskin, blíða
og heðiur himinn
Félagshúsið í Kerlingafjöllum
síendur við fagran grashvamm,
sunnan í móti í um 700 metra hæð
frá sjó. Jökulkvísl streymir fram
rétf sunnan við það. Undraðist ég
h-æ mikill gróður var þarna, eftir
ailar grjót- og sandauðnirnar, sem
að baki lágu. Blágresi, fíflar og
sóleyjar juku mikið á fegurðina
í þessum fagra háfjallahvammi
rétt við húsið. I
Nokkur gróður var hærra þarna
i fjöllunum og bar þar mest á
lambagrasi, geldingahnapp, ýmsum
háfjallablöðkum og mosa. Annars
er oftast fjarska gróðurlítið um-
hverfis Kjalveg, víðast s'tór'eflis
grjótauðnir, en þó á einstaka stað
þar lftilsháttar gróðurrindar, og
var þar víðast einhver strjálingur
af sauðfé. Þó var það einna mest
fióa. Mælifellshnúkur í Skagafii'ði
blasir vel við frá Kerlingafjöll-
um og Kjalvegi og reyndar mörg
önnur fjöll í fjarlægð.
Sumt af mannskapnum gekk
upp til hveradals, sem er þarna
allhátt í Kerlingafjöllum og er
þar mikill jarðhiti: vatnshverir,
gufuhverir, Ieirhverir og marg-
breytileg litadýrð. Fagurgrænir
smáblettir voru þar til, sem
prýddu mjög í öræfaauðninni, í
um þúsund metra hæð frá hafi.
(sýður og bullar í, öld eftir öld.
Hefur verið mikið þægilegt að
, hafa þarna alltaf sjóðandi vatn
við hendina fyrir vesalings útlag-
jana, sem voru að reyna að varð-
i veita líf sitt í hörkum vetrarhríða
langt uppi á öræfum — og í vörn
fvrir ásókn byggðamanna að
bneppa þá í fangelsi.
Hverirnir þarna eru sumir ein-
kennilegir og fagrir. Og var vel
tii fundið að friðlýsa þá. En hrædd j
ur er ég um að sú friðlýsing beri
ekki nógan árangur', því nýlega
var t. d. búið að koma stórum tré-
drumb niður í einn fegursta hver-
irn og aðkomið lausagrjót var að
veltast við suðu annars hvers á
börmum hans.
Sjálfsagt virðist vera að festa
upp í húsi Ferðafélagsins strang-
ar aðvaranir og hvatningar um að
skemma ekki hverina né annað
verðmæti þarna, en slíkt sást
hvergi.
Suður á Nýja Sjálandi varð ég
fvrir nokkrum árum fyrir þungum
ásökunum í garð íslendinga um
aó þeir væru búnir að eyðileggja
mikið af dásemdum lands síns,
þar sem þeir væru búnir að stór-
skemma flesta sína beztu hveri.
Auðvitað bar ég á móti þessu,
en notalegra hefði verið fyrir mig
að bera mótmælin fram með
betri samvizku en ég gat gert.
Eitt atriði úr ferðalaginu með
I erðafélaginu, sem miður var,
finnst mér ég verða að minnast
á áður en ég lýk þessum fáu lín-
um.
Bílstjóri okkar var myndarlegur
maður, sem auðsjáanlega kunni
vel að aka bíl, samt var mikil
furða að hann skyldi ekki hrökkl-
Fimmtugur:
Henrik Thorlacius
lektor
F. f. hefur reist myndarlega skála i Kerlingarfjöilum og víSa annars
sfaðar. Hér getur að líta einn skálann, sem sé í Þórsmörk.
Hofsjökull er þarna skammt fyr-
ir norðaustan og var hann alger-
lega þokulaus og mjallahvítur, en
Langjökull i suðvestri var talsvert
sxolóttur á litinn.
Þrír ungir menn úr ferðahópn-
um lögðu strax af stað gangandi
snemma morguns, og ætluðu að
gista við Arnarfell næstu nótt, en
ganga síðan niður í Gnúpverja-
luepp. En eitt par varð eftir og
a-tlaði að dvelja þarna í Kerlinga-
flöllum í viku. En aðalhópurinn
lagði af stað upp úr hádegi norð-
vestur yfir grjótauðnirnar
Á Hveravóllum var fjölmenni
fyrir. Þar var m.a. hinn kunni og
ágæti fararstjóri, Hallgrímur Jón-
asson, með allstóran ferðamanna-
hóp á vegurn Ferðafélags íslands.
Höfðu þeir komið úr langri ferð,
seinast norðan yfir Kúluheiði. Þar
var líka Garðar Þormar með stór-
an hóp o. fl. mætir menn.
Fróðlegt var að litast um á
Iiveravöllum og skoða m.a. rústir
af kofa Eyvindar ag Höllu rétt
við Ey-’inda.’hvo ba’ sem iafnan
ast út af veginum öðru hverju. Á
Hveravöllum í heimleið bauð hann
kvensnift nokkurri í bíl sinn við
hiið sér úr föstu sæti, er hún
hsfði í öðrum bíl. Og varð þá við
það kurteis útlendingur að víkja
úr sætinu við hlið bílstjórans. En
kvenmaður þessi virtist sama teg-
und og skáldið kvað um:
,,Þinn líkami er fagur sem
laufguð björk,
en sálin ægileg eyðimörk.“
En fyrir þess konar kvenfólki
. er oft talið að karlmenn séu
; undra veikgeðja.
I Þessi kvensnift lék svo sífellda
, ástaleiki“ við bílstjórann alla leið
til Reykjavíkur — nokkuð yfir
200 km leið — fyrir sjónum milli
20—30 farþega, er horfðu með
undrun og talsverðum beyg á úr
sætum sínum. Virtust tilraunir
hennar sífelit bera vott um ásókn
j að fá bílstjórann til að horfa á
! annað en veginn framundan. Og
j þr.ð heppnaðist undra vel, þótt
; ekki yrði samt slys að því, sem
(Framhaid á 9. síðu).
Henrik Thorlacius, lektor,
er fimmtíu ára í dag. Við vin
ir hans viljum gjarnan minn
ast hans á þessu stóra afmæli.
Henrik Thorlacius er af
góðum ættum. Hann er fædd
ur 22. júlí 1910 á Bakkafirði.
Hann er sonur hjónanna
Samssonar Jónssonar og
Guðrúnar Thorlacius.
Faðir Henriks Thorlacius
er kunnur hagleiksmaður,
sem er bæði húsa- og báta-
smiður, og þekkja hann marg
ir að öllu góðu.
Móðir Henriks var Guðrún
dóttir Daníels Thorlacius í
Stykkishólmi, góð kona og
vinsæl.
Mín virðing fyrir Henrik
Thorlacius vaknaði, þegar
kona mín benti mér á það
eitt sinn, er hann borðaði mið
dag hjá okkur. Ég sagði
„Hvað er nú að ske? — Af
hverju dekkarðu svona fínt
borð fyrir okkur? Þá sagði
hún: „Hann er vinur þinn“.
Okkar samstarf hefur verið
sérstaklega gott og vonaxii
kemur það mörgum að gagni.
Hið vandasama starf um is-
lenzka málið á bókinni ,,Verk
legri sjóvinnu“ er meira hon
um að þakka en nokkrum öðr
um, og er sennilegt, að hans
almenna starf og þátttaka,
eins og margra ungra drengja
á íslandi, í vinnu sinni til
sjós og lands eigi þar sinn
uppruna.
Áhugi Henriks Thorlacius
hefur líka fengið byr i starfi
hans í Stýrimannaskóla ís-
lands og hefur hann fengið
mikla þökk hjá mörgum nem
endum skólans, sem notið
hafa kennslu hans á mennta
vegi þeirra.
Starf Henriks Thorlacius í
Slysavarnafélagi íslands er á
margan hátt merkilegt, og
hefur hann sér í lagi borið
Austurland fyrir brjósti, og
gleyma fáir hans góðu ræðu,
þegar hann fékk samþykkt á
Slysavarnaþingi upphaff að
byggingu bjOiunarskútu fyr
ir Austurland, og endaði
hans skilmerkilega ræða á
þessum orðum: „Látum Aust
urland ekki gleymast".
Henrik Thorlacius hefur
verið rithöfundur frá unga
aldri, og hefur hann skrifað
margar góðar bækur, sem eru
mikið lesnar af góðum bóka-
mönnum og prýða góð heim-
ili víða um land.
Henrik Thorlacius á marga
vini hér og erlendis, og hef-
ur hans „correspondance" við
merka erlenda menn orðið
honum og íslendingum til
sóma.
í starfi sínu sem lektor við
„Maryland Universitet“ og
kennsluna á Keflavíkurflug-
velli, þar sem hann kennir
íslenzku, þýzku og frönsku,
hefur hann orðið sér og land
inu til virðingar, en þarna
hafa margir fyrirmenn frá
Ameríku starfað og notið
kennslu herra Henriks Thorla
cius, og sú vinátta, sem þar
hefur skapazt, er bæði góð og
æskileg.
Um leið og ég skrifa þessar
línur um góðan vin minn og
starfsfélaga, vil ég að sjálf-
sögðu óska honum til ham-
ingju með fimmtíu ára af-
mælið og þakka honum fyrir
góða vináftu og sérstaklega
hógværðina, sem kemur mér
svo vel.
22. júlj 1960.
Ársœll Jónsson.
Royal lyftiduft er
heimsþekkt gæðavara sem reynslan
hefur sýnt að ætíS má treysta.