Tíminn - 23.07.1960, Page 8

Tíminn - 23.07.1960, Page 8
8 TÍMINN, laugardaginn 23. júlf 1960. Fðstudag 8. þ.m. ritar SigurSur Hreiðar greín í Tímann til and- svars grein minni frá 24. júní, en tilefni hennar var grein í Vett- vangi æskunnar í Tímanum 2. júní er hét Æskan og áfengismál- in. Og nú þ. 14. júní birtist grein í Vettvangniim, Enn um áfengið, eftir Eystein Sigurðsson, og er mín þar við getið. Vil ég af þessu tvöfalda tilefni, greinum Sigurð- sr og Eysteins, leggja orð í belg að nýju, ef gagn mætti að verða. Ekki tel ég það neinum til gagns að vera að pexa við Sig. Kreiðar um það sem hann telur ranga túlkun mína á orðum og skoðun þremenninganna og skiln- ingsskort minn á rituðu máli. Ekki sé ég heldur ástæðu til and- svars þó hann reyni að vera svo- lítið ótugtarlegur við mig, út af orðalagi sem hægt var að hengja hatt sinn á. Ekki fer ég að orð- lengja þó hann kalli mig blek- skussa, ef ég skil þá íslenzkt mál rétt, ásamt þeim öðrum er hafa tekið sér penna í hönd vegna hinn ar upphaflegu greinar, en meðal þeirra er einn aldinn heiðursmað- ur er skrifaði í Tímann á undan mér. En ég held að ef Sig. Hr. temdi sér meiri háttvísi, mundi hann ná betri árangri í starfi sínu sem blaðamaður. Það er þó örfátt er ég get ekki látið vera að vekja athygli á í grein Sig. Hr. Hann skilgreánir persónufrelsi (sem ég sagðist ekki treysta mér til að skilgreina) sem „frelsi til hverra þeirra athafna, sem ekki skerða eignarrétt og sjálfsákvöi'ðunarrétt annarra." Síðan bætir hann við, að ef ein- bver stæli frá sér væri það frek- leg skerðing á persónufrelsi sínu, en þó einhver eða einhverjir fari á fyllirí, sé það sér óviðkomandi og sínu persónufrelsi. Ég á nú satt að segja dálítið erfitt með að skilja þetta. Ölvaður maður setur sig sjálfviljugur út úr því vitræna sombandi við meðborgarana, sem hann allsgáður telur sjálfsagt og þjóðfélagið gerir kröfu til. Meðan hann er í ölvunarástandi verða somborgarar hans fyrir margs kon- ar skerðingu og áníðslu á sínu eigin persónufrelsi, beint og ó- beint, af hans völdum. Væri auð- velt að taka ótvíræð dæmi þessu til sönnunar, þó það verði ekki gert að þessu sinni. Sig. Hr. furðar á því, ef ég er orðinn svo gamall að ég sé búinn að gleyma því þegar ég var barn og lék mér í pollum, og hversu það hafi verið gaman. Vel man ég þá daga og minnist þeirra með ánægju. Það er eðlilegt og skilj- anlegt að börn óhreinki föt sín í slíkum leik, en maður væntir ann- ars af fullþroskuðu fólki en að það leiki sér á fjórum fótum í pollum og vilpum, bæði í beinum og óbeinum skilningi. Sig. Hr. segir, að ef ég ætli að koma í veg fyrir að hann sanni aö bindindismenn á íslandi eigi sök á því ástandi sem hér ríkir í áiengismálum, þá verði ég að brenna öllum fundargerðum, sam- þykktum og áskorunum templara, svo og öðrum skrifum þeirra. Þetta er fremur fljótfærnislega á- lyktað, og mundi hann þurfa að leggja fram skilmerkilegri sönnun fyrir sekt okkar en þá, að við höf- um gert samþykktir og skrifað 1 blöð. f niðurlagi greinar sinnar segir Sig. Hr. að hann ætli að gerast alvarlegur, og um það sem hann segist segja í alvöru vil ég sérstaklega ræða. Sama máli gegnir um grein Eysteins, en hann svarar spurningunum sém fjórmenningarnir svöruðu i Vett- \angnum 2. júní, á alvarlegan og ýmsu Ieyti athyglisverðan hátt. Það er smávegis missögn eða misskilningur í grein E.S., sem ég tel rétt að leiðrétta. E.S. segir í upphafi, að ég hafi tekið þessar 4 áðurnefndu spurningar til með- ferðar og svör fjórmenninganna. Þá segir hann litlu síðar að ég mæli hvergi beinlínis fyrir algeru áiengisbanni, þó ég fjalli urr INDRIÐI INDRIÐASON: Nokkur orð um áfengismálin leiðir til að draga úr drykkju- skapnum. Af þessu dregur hann þá ályktun, að líklega séu góð- templarar farnir að hallast frá al- geru banni sem úrbótaleið frá á- fengisbölinu. Tilefni greinar minnar voru svörin við spurningunum, og þó aðeins svör þriggja þeirra við sumum spurninganna. Spurningun- um sjálfum svaraði ég ekki, og hin ar ýmsu leiðir til að draga úr á- fengisneyzlu ræddi ég ekki heldur neitt að ráði. Inntak greinar minn ar voru þau viðhorf er birtust hjá þremenningunum gagnvart áfeng- isvandamálinu almennt. Það er því misskilningur hjá E.S. að hægt sé að slá nokkni föstu um skoðun mina eða templara yfir- lcitt, hvort áfengisbann sé æski- lcgt, af því sem í grein minni stóð, enda fullyrðir hann ekki að svo sé. Spurningu eins og þeixri, hvort áfengisbann sé æskilegt, er ekki hægt að svara á viðhlítandi hátt, nema að vissar forsendur séu gefn ar, sem hvorki lágu fyrir hjá spyrjandanum eða voru skapaðar af þeim er svöruðu. Það orsakaði að svör þremenninganna urðu með þeim hætti, að þeim varð ekki látið ómótmælt. Ef spurt hefði verið t.d. hvort æskilegt væri að setja áfengisbann nú sam- stundis, t.d. á næsta alþingi, þá hefðu svör þeirra verið skiljan- lcgri. Nánast virðist þetta hræði- lega orð, áfengisbann, birtast þeim í gervi einhvers ofbeldisverknað- ar eða þrælafjötra sem eigi skyndi lega að leggja á þjóðina, í trássi við guð og menn og að öllum fornspurðum. Slíkt viðhorf er fá- smna. Þanmg eru ekki lög sem þessi sett í lýðfrjálsu landi og muindi sjálfsagt fáir telja æski- legt. Áfengisbann verður vafalaust ekki sett hér í lög, nema með sterkann meirihluta þjóðarviljans a& baki. Það er ósk okkar templ- ara og margra bindindissinnaðra manna, að skapa þann þjóðarvilja, og þegar sá þjóðarvilji væri fyrir hendi, er barnalegt og ólýðræðis- legt að vera að æpa um ofbeldi og valdboð. Þetta skýrði ég í fyrri grein minni. En til þess að þetta megi verða, þarf hugarfarsbreytingu eldra og yngra fólks í öllum stéttum, og hugarfarsbreyting er nauðsynleg, þar eru þeir mér sammála Sig. Hr. og E.S., — en það má ekki setja neitt bann með ofbeldisfull- um aðgerðum segja þeir. Alveg rétt, ungu menn. En hvaðan er slíkt ofbeldisskraf komið? Ekki frá mér að ég held, eða frá templ urum yfirleitt. Þó við lítum svo á að áfengisbann sé takmark, þá er það takmark er þjóðin setur sér sjálf, þegar hún telur siðferð- isvitund og þroska einstaklinganna hafa þróazt þann veg, að þeirj vilji styðja slík lög og halda í J heiðri, í stað þess að setja „stolt“ i sitt í að brjóta þau niður. Mér er engin launung á hvert \ markmið og stefna góðtemplara-. reglunnar er. Því verður bezt lýst j með því að taka upp kafla úr sameiginlegum grundvallarákvæð- urc reglunnar. Þar segir m.a. „Góð. templarar vilja gefa mönnum fag- urt eftirdæm; með algeru bind- j indi einstaklingsins á áfenga1 dtykki, skapa heilbrigðar lífsvenj ur í þjóðfélögunum og undirbúa jarðveginn fyrir menningu án á- fengis. — Þeir vilja bjarga drykkjumanninum undan valdi á- fengisins og veita honum styrk í baráttu hans með því að taka hann bræðralag reglunnar. — Þeir vilja auka þekkingu manna á af- leiðingum áfengisnautnarinnar og stuðla að vaxandi fræðslu í skól- um um bindindis- og áfengismál. — Þeir vilja vinna að og styðja setningu laga, sem draga úr neyzlu áfengra drykkja, unz á- fengisverzlun og áfengisneyzlu er með öllu útrýmt. — Þeir vilja styrkja þá félagslegu starfsemi og menningu, sem elur félaga sína Indriði Indriðason upp til að vera góðir þegnar og kemur þeim til andlegs og líkam- legs þroska.“. — — Þetta er að mínu viti ástæðu- laust að kenna við ofbeldi eða of- Sfæki. Við lítum svo á, að éfengis- neyzla sé ónauðsynleg og óæski- leg, og við viljum kenna öðrum að skilja þetta. f fyrri grein minni komst ég svo að orði: „Mig lang- ar til að álíta að samábyrgir borg- arar í þessu þjóðfélagi kjósi sér til handa og niðjum sínum að þurrkaðar séu upp áfengisvilpurn- ar af framaleið fólksins til feg- urri og betri lífskjara, og það er siðferðisleg, fjárhagsleg og menn- ingarleg skylda ríkisvaldsins að síuðla að því.“ Sig. Hr. kemst svo að orði í niðurlagi greinar sinnar: „—hvað mig snertir væri mér meinlaust við algera útrýmingu þess (þ. e. áfengið), og er mjög illa við margt það sem fylgir í kjölfar vínneyzlu. En það er eins með þetta og ann- að, að menningin verður að þró- ast neðan frá, en ekki með vald- boði af hæðum. Það er því ekki hægt fyrir fámennan hóp að spyma klaufum við, án þess að líta á málið frá fleiru en einu sjónarmiði. Bindindismenn verða að gæta að því, að almennings- álitið ræður öllu. Meðan almenn- iugsálitið í landinu afsakar öll giöp með því að fremjandi þeirra hafi verið fullur, er það full sýkna, þótt hart sé til að vita.“ — Vald- boð af hæðum, er líklega bann, sem hann heldur að þessi „fá- menni hópur“, sem líklega eru templarar, muni skella á andvara- lausan almenning, fyrirvaralaust. E. S. segir í grein sinni: „Því fer fjarri, að ég vilji á r.okkurn hátt bera brigður á það, að almennur drykkjuskapur á. skemmtisamkomum sé svartur bieftur á heiðursskildi þjóðarinn- arv En sú er trú mín. að þessi blettur verði ekki á braut þveg- inn með ofbeldisfullum aðgerðum í líkingu við áfengisbann. Betra r(ð tel ég að ráðast heldur á al- menningsálitið og reyna að breyta acsföðu manna til áfengis eftir hóf samari leiðum Dagblöðin hafa sýnt það í stjórnmálabaráttunni, að þau eru máttug áróðurstæki. Gætu þau nú ekki tekið höndum saman og upphafið áróðursherferð gegn áfenginu? Svipaðan áróður mæfti og viðhafa meðal æskunn- ar í skólum landsins. Ég hygg, að slíkar barátfuaðferðir myndu reyn ast öllu heppilegri í baráttunni igegn áfengisbölinu en ofbeldis- fullt sölubann eða aðrar sölutak- markanir.“ Ofnæmi þessa unga fólks fyrir ímymduðu cfbeldi templara og arnarra bindindissinnaðra manna í þessum málum, er sorglegt, en e.t.v. er ofnæmi þeirra ekki eins roikið og orðin gefa tilefni til. Stór orð eru stundum notuð þeg- ar minni orð hefðu betur átt við. Samhugur og samvinna er það, sem með þarf í þessu máli sem öðrum. Sig. Hr. og E.S. láta báðir á- kveðið í ljós, að almenningsálifið þurfi að breytast í afstöðunni til áfengismálanna. Sig. Hr. með því íð áfellast það almenningsálit er afsaki glöp manna með því að þeir hafi verið fullir. Þetta er hár- rétt, og það var einmitt þetta við- horf, sem ég deildi á hjá ung- frúnni í fyrri grein minni. E. S. segir að dagblöðin ættu að taka höndum saman og upphefja áróð- ursherferð gegn áfenginu. Mæli hann manna heilastur. En það þarf víst meira til en þó við Eysteinn Sigurðsson segjum það í samein- ingu. Það þarf víst að verða all- róttæk hugarfarsbreyting hjá roörgum blaðamönnum og ritstjór- um áður en það verður. En blöðin eru sterk áróðurstæki, því er áríð- andi að þeim sé beitt í þágu góðra nrálefna. Eins er það rétt hjá E. S. að áróður eða fræðslu um áfengið ætti að viðhafa meðal æskunnar í skólum landsins, en þar er víða við ramman reip að draga, og þekki ég nokkuð til þess. Athyglisvert er það sem E. S. segir um okkar margumtalaða vatn og bjórbrugg. Hann segir: „Vegna atvinnu minnar hef ég á undanförnum árum oft átt leið yf- ir Arnarhól, og hafa mér þá tíðum borið fyrir augu vesalingar þeir og áfengissjúklingar, sem þar haf- ast mikið við. Mér hefur fundizt að þau fórn- , arlömb áfengisins, sem ég hef séð íþar, væru nógu mörg fyrir þótt Jvæntanlegum fórnarlömbum bjór- , drykkjunnar væri ekki bætt í þeirra hóp. Það má vera, að hið j guðsblessaða og ágæta drykkjar- | vatn okkar megi nota til að búa til heimsins bezta bjór, hvað 1 sem því líður, þá er sú staðreynd óhrekjanleg, að hjá mörgum er bjórdrykkjan fyrsta skrefið til varanlegs og skaðvænlegs drykkju- j skapar.“ Þökk sé E S. fyrir þessi ummæli. E.S. ber ekki brigður á, að áfengis- neyzla landsmanna sé „svartur biettur á heiðursskildi þjóðarinn- ar.“ Sú er einnig skoðun mín. Þegar litið er á áfengisvanda- roálið, er augljóst að höfuðorsök þess, hve erfitt er að fá þar við- unandi lausn, er sú að fólkið al- mennt virðist ekki vera sér þess meðvitandi að þetta er samfélags- n:ál, sem þjóðinni í heild ber að leysa til sem almennastrar far- sældar fyrir landslýð. Áfengis- vandamálið er stærsta mannúðar- og siðbótamál er ókkar þjóð á enn óleyst. Því er það, að almennt afskipta- leysi einstaklinga, fjölmargra fé- lagasamtaka, stjórnmálaflokkanna, alþingis og ríkisstjórna gagnvart áfengisvandamálinu um tilraunir til jákvæðrar lausnar, er stærri og svartari blettur á heiðursskildi þjóðarinnar, svo notuð séu orð E.S., en sjálf áfengisneyzlan. Slíkt afskiptaleysi, sú kaldræna eigin- girni og skammsýni er í því felst, er blettur sem aðéins verður af- þveginn með samstilltu og fórn- fúsu starfi í átt til mannbóta og mannheilla. Þarna er stórt og göfugt verkefni fyrir æsku þessa lands. Verkefni er mundi efla stolt hennar og manndóm, efla efnalegt sjálfstæði hennar, heilbrigði og heimilishamingju, en við þessar eigindir er áfengið í sjálfgerðri og óumbreytanlegri andstöðu. „Miss Universe“ 1960 Alheimsfegurðarsamkeppnin fór fram að vanda vestur í Ameríku fyrir skömmu og var þar fríður flokkur. Sigurvegarinn varð kornung amerfsk stúlka frá Utah, Linda Bement, og ef að líkum lætur bíður hennar mikill frami. Hér er hún með eina gjöfina, sem hún fékk eftir sigurinn, metin á 50 þús. dollara — sem kæmi henni vel f hjónabandinu síðar meir — KAFFIKANNA ÚR GULLII

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.