Tíminn - 23.07.1960, Page 9

Tíminn - 23.07.1960, Page 9
 9 f dag er GuSlaugur Brynj- óffsson útgerðarmaður 70 ára. Hann er Rangæingur að upp- runa en lifði manndómsárin í Vestmannaeyjum og þar átti hann ævina bezta, þó saga hans í Reykjavík hin síðari ár sé eftirminnileg. Fréttamaður blaðsins hitti Guðlaug að máli fyrir nokkru og spurði hann um liðna daga. — Ég fluttist til Vestmanna eyja tvítugur, segir Guðlaug- ur, — áður hafði ég róið í Eyjum. Ég réri fyrst á opnum bátum en síðan á mótorbát- um, þeir voru að koma um þessar mundir. Ég varð for- maður 21 árs, það var 1911. — Áttirðu sjálfur bátinn? — Ég átti þriðja part. Þetta var gamall danskur kappsigl- arl, eins og undirskál í lag- fnu, en ,gott sjóskip og mikill siglari. Hann var með 10 hest afla Dan-vél. — Var ekki erfitt fyrir unga menn að eignast bát á þessum árum? — Ég var búinn að vera i góðum skiþsrúmum síðustu árin, segir Guðlaugur, — bú- inn að vera vélamaður 2 ver tíðir. Þá fengu menn fast kaup, góðir sjómenn fengu svona 150-—200 krónur og mótoristar fengu að beita streng og áttu það sem á slrenginn kom. Þriðji partur í bátnum kostaði 650 krónur. — En ég fi'skaði illa og hætti formennsku í þrjú ár, þá byrjaði ég aftur og fiskaði vel. Þá tók ég við bát hjá gömlum aflamanni og orð- lögðum sjómanni og þótti ýmsum ofdirfð- Og svo réri hann með mér að auki, það | var það sem yfirtók. Þetta var | hörkumaður og mikill sjó- sóknari. En hann skipti sér aldrei af því sem ég gerði. Og þetta gekk vel. Síðar var ég formaður hjá Gísla J. Johnsen, þeim gamla athafnamanni. Ég var með' stærsta bát sem þá var til í Eyjum, hann var 14 tonn.. Hann var í fyrstu álitinn allt, of stór til fiskveiða. Á sumrin j var ég með hann í transporti milli Eyja og Reykjavíkur og einnig austur í'Vík. — Hvemig féll þér við Gísla? — Hann var góður hús- bóndi og skemmtilegur. Það var bezti tími ævi minnar, þessi fjögur ár, sem ég var hjá honum. — Kannski þú hafir náð þér í konuna þá? — Ég hef átt þrjár konur, svarar Guðlaugur, — ég kvæntist fyrst Höllu Jónsdótt ur írá Vestmannaeyjum árið 1914. Ég missti hana fjórum árum seinna í spönsku veik- inni. Það var mikið um dauðs föll í Eyjum þá, hvergi lét- ust fleiri úr veikinni miðað við íbúatölu. Við áttum son og dóttur og þau lifa bæði. Ári síðar kvæntist ég í ann að sinn, heldur Guðlaugur áfram, — sú kona mín hét Valgerður Guðmundsdóttir, fædd í Reykjavík en alih upp á Bildudal. Við áttum sjö börn, 3 syni og fjórar dætur. Eltzi sonur okkar drukknaði af togaranum Bjarnarey árið 1949, hann var annar stýri- maður, tók út á cnnan Sóla- dag. Valgerði missti ég árið! 1937. Sæbjörgu Guðmundsdóttir, kvæntist ég árið 1949, hún er ættuð úr Vopnafiröi. Þessar konur reyndust mér allar vel og voru mér mikill styrkur í lífinu, fyrirmyndár og úr- valskonur, fallegar og góðar Þær voru dálítið ólíkar allar ágætar á smn hátt. — Hvað um þína útgerðar sögu? — Árið 1920 keypti ég enn þriðja part í bát, segir Guð- laugur, — átti hann í eitt ár og keypti svo þriöjung í stærsta bát í Vestmannaeyj- um. Það var Minerva, 22 tonna bátur. Seinna seldi ég hann stýrimanni mínum og báturinn fórst með allri á-1 höfn. | Gísli J. Johnsen hleypur af stokkunum í Korsö 1939. Stðð ekkert til boða nema tugthúsið og kirkjugarðurinn Rætt vií Guðlaug Bryajólfsson, fyrrverandil útgerðarmann í Vestmannaeyjum Guðlaugur Brynjólfsson — tugthúsið eða kirkjugarðinn Við fiskuðum aðallega á línu en byrjuðum með netin upp úr 1917 og notuðum þau mest. Aflinn var allur verkað ur í saltfisk og seldur út til Spánar, Portúgals og Ítalíu. Árið 1925 eignaðist ég vél- bátinn Glað. Lét byggja hann í Noregi. Upphaflega var hann 16 tonn, en seinna lét ég stækka hann upp í 20 tonn. Glaður var mesta happaskip og fiskisæll. Hann var gott sjóskip, lenti til dæm is í Halaveðrinu á heimleið frá Noregi. Það var þegar tog ararnir fórust. En Glaður komst heilu og höldnu í höfn. Hann fórst fyrir fimm árum, en bátsverjar björguðust í gúmmíbát. Þá var ég löngu búinn að selja hann. Næst lét ég byggja mér bát í Danmörku, segir Guð- laugur, — það var árið 1939. Þann bát kannast margir við, 22 tonna bátur, sem heitir Gísli J. Johnsen. — Þú hefur tekið mikmn þátt í félagsmálum í Eyjum? — Nokkuð svo. Ég var vara maður í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn tvö kjör tímabil. Ég var framfærslu- fulltrúi einnig. Þá var ég einn af stofnendum verkalýðs félagsins. — Hvernig var því tekið af Inn a veltend um ? — Það mætti engri mót- spyrnu. Þá var Gísli J. John- sen helzti athafnamaður í Eyjum og hann sýndi okkur skilning og samúð. Það var erfíðast að eiga við fólkið sjálft, margt af því var hrætt og hikandi að ganga í félagið. Ég var líka einn af stofn- endum kaupfélagsins Dríf- andi. Það andaði heldur köldu að þvi. En við fengum strax ágætan forystumann, ísleif Högnason. Hann fékk margt óþvegið orð í eyra og það dundu á honum skammirnar, en það var eins og að skvetta vatni á gæs. Hann kærði sig kollóttann. Hann fór á haus inn í kreppunni 1930, þá fór allt á hausinn. — Þú hefur komið víða við? — Ég átti hlut að stofnun samtaka útgerðarmanna og var í samnínganefnd í 11 ár. Ennfremur einn af stofnend um Netagerðarinnar og for- maður hennar nokkurn tíma, stofnaði með öðrum fiskverk unarstöðina Stakk og svo var ég . . . . Nú grípur Guðlaugur fram í fyrir sjálfum sér: — Nú skulum við hætta, þetta er að verða eins og líkræða. Við skulum sleppa öllu þessu, þetta verður bara grobb. Og fréttamaðurinn lofar aö sleppa þessu öllu. — Svo flyztu tú Reykjavík- ur? — Já, þá hófust hrakning arnir og andistreymið. hafði misst konuna eins og ég hef sagt þér, dæturnar fluttar til Reykjavíkur og mig langaði að vera í þeirra skj ólt. Svo ég seldi allt sem ég átti í Eyjum nem abátinn, braut allar brýr að baki mér og sigldi til Reykjavíkur með bátinn. Ég hugðist eiga góða daga, róleg ár, dóla í bugt- inni með bátinn og keypti mér hálfbyggt hús í höfuð- staðnum. Ég skuldaði engum manni krónu og hélt að höf uðstaöurinn yrði því feginn að bættist við nýtt atvinnu- tæki. En það blés ekki byr- lega, ég var rekinn úr húsinu, allt að því, og skipað að hafa mig burt úr höfninni með bátinn, Ég fékk hvergi neitt pláss fyrir veiðarfærin, var á sífelldum hrakhólum og var loks vísað á stað þar sem seinna reis Fiskiðjuver ríkis- ins. En þar flæddi og allt eyðilagðist hjá mér. Svo hafði ég ekkert næði með bát inn, var sífellt skipað að færa bátinn, hann var alls staðar fyrir. Loks sá ég mér ekki annað fært en að selja hann árið 1944. — En hvað um húsið? — Þegar ég kom til Reykja víkur vissi ég að það þurfti lögum samkvæmt leyfi frá bæjaryfipföldum til að setj- ast að. Ég sótti um leyfið en fékk synjun. Á þessum árum fluttist hundruð manna, jafn vel fleiri þúsund, í stríðum straumum til Reykjavíkur. Þetta fólk spurði ekki neinn um leyfi og það var ekkert amast við því. Þetta voru ný lög, sett 12. apríl 1942. Eg var búinn að kaupa húsið fyr ir þann tima, en hafði ekki undirskrifað kaupsamning- inn og var ekki nógu klókur að dagsetja hann fyrir tím- ann. Fasteignasalinn bar fyr ir rétti að kaupin hefðu verið fastmælum bundin fyrir þann tíma, en það dugði ekki til. Ég mátti að vísu eiga hús ið, mátti raunar eiga alla Reykjavík, en alls ekki búa þar. Ég hrökklaðist úr húsinu og var eiginlega hálfgerður skógarmaður eftir það. Fæst- ir vildu hafa mig í vinnu og ég mátti helzt ekki láta sjá mig. Ég hefði auðvitað átt að vera kyrr í húsinu og þá hefðu þeir skipað mér burt úr bænum. Þá hefði ég skotið mér undir fátækralögin, sem mæla svo fyrir að engan megi flytja nauðugan á sína sveit. Raunar stóð mér ekki til boða neitt i Reykjavík nema tugthúsið og kirkjugarð urinn. En ég var áfarm í bæn um, langaði til Vestmanna- eyja, en þar átti ég ekkert eftir. Svo ég lenti í húsa- braski og drasli. Keypti mér svo vörubíl og fór að keyra á Þrótti. Krakkarnir mínir urðu logandi hrædd um að mér yrði ekki vært. Einu sinni komu fulltrúar frá húsa leigunefnd heim og yfir- heyrðu þau mig um herbergja fjölda og íbúa. Ég var ekki heima þegar þeir komu og hef síðan verið látinn í friði. En ég hafði af þessu mikla raun og peningaútlát, ég var alltaf að borga lögfræðing- um. Nú líður mér ágætlega, hef góða vinnu hjá Vinnu- veitendasambandinu, inn- heimti reikninga. En þetta var talsvert mál á sínum tíma og skrifað um það í blöð in. En ég sakna alltaf fólksins i Vestmannaeyjum, mér finnst alltaf ég vera að koma heim þegar ég kem til Eyja. Þar býr gott fólk eins og raun ar alls staðar. Ég hef hvergi fest rætur nema í Vestmanna eyjum. Með Ferðafélaginu (Framhald af 7. síðu) Lestir gátu þó búizt við að yrði á hverri stundu. — Hef ég aldrei séð slíkt framferði í farþegabil á hröðum akstri, hvorki utan lands nc innan. Og víðast erlendis myndi slíkt framferði bílstjóra á fjölmennum farþegabíl verða til þess að hann yrði tafarlaust rek- iun frá starfi. Nokkrir útlendingar frá ýmsum j löndum voru meðal farþeganna. j C>g spurðu sumir þeirra með undr | unarsvip mig að, hvort svona hátta ! lag í bílaakstri væri siður á ís- landi. Sennilegt er að ef svipað væri og þetta í farþegabílaakstri, þa myndi brátt verða litlar tekj- ui af útlendingum, er ferðuðust með bifreiðum hér á landi. En sem betur fer er slíkt sífellt mas langar leiðir og ástleitni við bíistjórana ekki algengt, þótt oft séu- óþarflega miklar samræður við þá meðan þeir eru undir bíl- síýrinu. Þarna er eitt af þeim mörgu misfellum í okkar ferðamálum og engar sannanir fyrir, hve oft þær valda slysum. En þetta þarf að laga og því er á þetta minnzt hér, vegna óvanalega mikils tilefnis. Víða erlendis eru bílstjórar á i.uþegabílum einangraðir frá far- þegunum. En þegar það er ekki þá forðast farþegarnir yfirleitt að tala við þá meðan þeir eru í akstri, nema sem allra minnst. Ferðafólkið þyrfti að gefa þessu atriði gaum, sem hér hefur verið drepið á og reyna að koma í veg fyrir að slík hneyksli komi fyrir í ferðum þess framvegis. Við, sem unnum Ferðafélaginu og erum þakklátir því fyrir það sem það hefur gert í ferðamálum, vonumst fastlega eftir að það verði sem víðast til fyrirmyndar og kappkosti að útrýma ýmsum ó- siðum í ferðamálunum, og að það geri fólki feleift að ferðast, m.a. inn um hin seiðandi öræfi hins fígra lands vors, eins og það hef- ur nú mjög greitt fyrir i mörg undanfarin ár. Og sem flestir ættu að ganga í þetta merka félag. Það kostar eiginlega ekkert, þegar tillit er tekið til að allir félagsmenn fá héraðslýsingabók frítt á hverju ári. Ilún er oftast meira virði en árgjaldinu nemur. Ferð mín með Ferðafélaginu inn á öræfin var fróðleg og skemmtileg að öllu leyti, nema þessu eina atriði, sem ég ræddi örlítið um hér að framan, og ég vona að Ferðafélagið veiti athygli og aðrir, er farartækjum ráða. Siíkra er skyldan, að gera sem allra flest, sem líklegt er til þess að forða slysum á ferðalögum. Vigfús Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.