Tíminn - 23.07.1960, Síða 16
Ástandið í Kongo:
6 hvítir eftir
af tvö þúsund
í bænum Matadi við Kongófljótið
Khafnarblaðið Politiken
sendi einn blaðamanna sinna,
Aage H. Pedersen, til að fylgj-
ast með atburðunum í Kongo
og í grein er birtist eftir hann
s.l. fimmtudag lýsir hann því
er gæzlulið S.þ. hélt inn í upp-
reisnarbæinn Matadi við
mynni Kongo-fljótsins, en á
þeim slóðum hófust óeirðirnar
í Kongo. Fara hér á eftir í
lausl. þýðingu stuttir kaflar úr
grein blaðamannsins:
A slaginu kl. 5 á miöviku-
daginn marzeruðu herflokk-
ar S.þ. inn í Matadi við
trumbuslátt og lúðraþyt. Það
var áhrifamikið að sjá hina
afvopnuðu innfæddu her-
menn standa í röð meöfram
götunum og maður þarf ekki
langan tíma til að átta sig
á því að hér er um að ræða
hin óvenjulegustu hernaöar-
átök.
Dauðaþögn ríkti
Dauðaþögn ríkti í bænum
þegar herliðig hélt ihnreið
sína. Allt var lokað og það
sást ekki hræða á götunum,
nema hinir afvopnuðu inn-
fæddu hermenn Kongó-
stjórnar. í Matadi stóðu mikl
ir bardagar 11. júlí og skv.
upplýsingum sem mér voru
gefnar skutu Belgíumenn
þann dag 18 innfædda til
bana. Eftir bardagana milli
Belga o g hinna innfæddu
tæmdist bærinn svo til gjör
samlega af hvítum mönnum
og eru nú aðeins 6 eftir af
hinum 1990, sem fyrir voru
og hinir sex hugdjörfu menn
gæta þess vel að halda sig
rækilega innan o.yra.
Rán og rupl
Ógnaröld ríkti í Matadi eft
ir bardagana. Rúður í verzl-
unum voru brotnar og þær
(Framhald á 15. síðu).
Dagiegur viðburSur í Leopoldville: Belgískur hermaður stöSvar Kongo-
svertingja, rannsakar vegabréf hans og spyr um vopn. í baksýn sjást
vopnaðir fallhlífahermenn Belga. Belgiski herinn er nú senn á förum og
gæzluliðinu í landinu fjölgar.
Skemmtiferð Framsóknarfélaganna
í Reykjavík
hefst í fyrramálið frá Framsóknarhúsinu kl. 9 árdegis. Allir
þátttakendur þurfa þá að vera komnir á staðinn. Þeir sem
eiga eftir að panta eða sækja pantaða farmiða, sæki þá fyrir
kl. 2 í dag. Þeir verða afgreiddir til þess tíma í skrifstofunni
uppi í Framsóknarhúsinu — sími 1-55-64.
■
jr
JJ
Island í gamla daga”
Það var allt á ferð og flugi
niður við Fjallfoss í gær. Þar
var verið að skipa upp vörum
frá Evrópuhöfnum, málning-
arvörum, gleri, girðingaefni
og bjór. Heineken’s bjór.
Við klöngrumst upp snarhall-
andi landganginn og veltum því
fyrir okkur, hvernig við komumst
r.iður í lestarnar, þar sem menn-
irnir eru að vinnu. Sem við stönd-
um þar og þenkjum, kallar einn
spilstjórinn til okkar:
— Ætlið þið að taka myndir?
— Já, hvernig komumst við nið-
ur?
(V
Fylgzt með uppskipun úr Ffallfossi í um það
bil stundarfjóróung
— Niður já. Viljiði komast nið-
ur?
— Já.
Spilstjórinn kallar til annars
spilstjóra framar á skipinu, og
tjáir honum vandræði okkar. Sá
reynist fær um að leysa vandann,
og við færum okkur fram eftir í
því skyni að fara niður. Þegar við
komum að stiganum, kallar enn
til okkar spilstjóri, sá þriðji sem
á vegi okkar verður. Þeir eru
nxargir að vinnu:
— Ætliði að taka myndir?
— Já. Lízt þér ekki vel á það?
■— Nei.
— Jæja?
— Ætliði niður?
— Já, ef við þorum.
— Langar ykkur í bjórinn?
■— Fáum við nokkuð?
— Nei, ekki dropa.
Við paufumst niður. Þar stend-
ui tollvörður með miða í hendi og
fvlgist með uppskipuninni.
— Fá þeir ekki bjór, kallagrey-
in sem vinna í þessu?
— Þeir mega það ekki.
— Gera þeir það ekki samt?
— Ojú.
— Hvað gerið þið þá?
— Við sjáum það ekki.
— En ef þið skylduð nú ekki
kcmast hjá því að sjá einn með
hálfa dós? Hvað geriði þá við af-
ganginn? Hellið honum í sjó'nn? '
— Onei, það er ekki svo mikið
ve.rðmæti, þessi bjór.
Meðan við ræðum við tollvörð-
inn er komin ókyrrð á kallana í
lestinni. Myndavél hefur svo pirr- j
andi áhrif á suma menn. Við fáunx j
(Framil á 15. síðu.) — að stinga króknurr* í vasann —