Tíminn - 26.08.1960, Side 3

Tíminn - 26.08.1960, Side 3
TÍMINN, föstudagmn 26. ágúst 1960. Samþykktu vantraust á bæjarstjóra (Framh. af 1. síðu). og mun setudómari verða settur í málið. Það hafði hins vegar ekki verið gert í gærkveldi. Lögfræðingur Daníels bæjarstjóra er hins vegar Sveinbjörn Jónsson. Anduð bæjarbúa Þannig stóðu málin í gær'kveldi, en mikil ólga var í bænum vegna þessara aðfara og megn andúð og undrun. Var jafnvel búizt við, að fil borgarafundar yrði boðað um mál þetta og gæti hann jafnvel orðið í kvöld. Innan Alþýðuflobksins og Sjálfstæðisflokkisns eru skoðanir einnig mjög skiptar um þetta og fjöldi manna í þessum flokkum, sem metur að verðleikum hið mikla og giftudr’júga starf Daníels Ágústínus- sonar og vill engan þátt eiga í þessum aðförum. Sjálfstæfösmenn tregir Eins og kunnugt er, buðu vinstri flokkarnir þrír fram sameigin- legan lista við síðustu bæjarstjórnairkosningar og náðu meirihluta og hafa síðan staðið saman ,að stjórn bæjarins, eins og á fyrra kjörtíma- bili. Öllum, sem til þekkja er það Ijóst, að Daníel Ágústínusson hefur gegnt starfi bæjarstjóra af alveg óvenjulegum dugnaði, reglusemi og framkvæmdaþrótti. Þegar hann kom að, var fjárhagur bæjarins í molum svo og allur rekstur hans og framkvæmdir. Með komu Daníels hófst þar alveg nýtt tímabil. Þar var ráðizt í stórfelldar framkvæmdir, svo sem hafnargerð og gatnagerð og byggingar ýmiss konar. f öllum bæjarrekstri og fjármálum hefur ríkt viðurkennd reglusemi, og er fjárliagur bæjarins nú orðinn traustur. Standa nú yfir geysímiklar framkvæmdir í bænum. Það hefur hins vegar orðið ljóst síðan íhaldið og kratar tóku saman höndum um ríkisstjórn, að forkólfar Alþýðuflokksins á Akra- nesi hafa orðið æ fráhverfari samstarfi um bæjarmálefnin og þráfald- lega leitað til fulltrúa Sjálfstæðisflokksins urn samstarf, en þeir verið har'la tregir til, enda hafa þeir litla trú á forystu krata í bæjarmálefn- Uim ,og er það álit byggt á reynslu. Benedikt Gröndal, frambjóðandi Alþýðuflokksins, í Vesturlands- kjördæmi, hefur þó róið að því öllum árum að fá vinstra samstarfinu slitið og hefur gert sér tiðförult upp eftir síðustu daga til þess að reka endahnútinn á það verk. Mun þetta vera helza afrek hans fyrir Akranes sem þingmanns. Síðustu dagana virðast fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þó hafa orðið tiUeiðanlegri við Krata, og munu þar hafa komið til áhrif frá æðri stöðum utan Akraness. Fjölmargir Sjálfstæðismenn á Akranesi, eink- um hinir yngri, hafa þó hinn versta bifur á þessu og frábiðja sér alls ábyrgð á framkomu krata í bæjarmálefnum. Er því alveg óvíst hvernig iþessu nýja samstarfi reiðir af. Hálfdán Sveinsson gaf á fundinum í fyrrakvöld berorða skýringu á því, hvers vegna hann vildi víkja Daníel frá. Hann sagði, að Daníel hefði ver'ið ráðinn bæjarstjóri 1954 sem „lykill að ríkisstjó.rninni“ en nú þyrfti þess „lykils“ ekki við lengur!! Hvað sem á eftir þessu fer, er það augljóst, að hér er um hreina og beina pólitíska ofsókn að ræða, og er það almennt álit borgara á Akranesi, sem skilja vel, hvílík hætta bænum stafar af þessu brölti, skapar ringulreið og vantraust á bæjarfélagið, þegar þannig er að farið á miðju kjörtímabili. Banvænt eitur í umferð í gærkvöld; augiýsti lögreglan í Kópavogi í útvarpinu eftir brúsa með nikótíni sem horfið hefði frá gróðrarstöðinni að Sæbóli í Kópa- vogi. Óblandað nikótín er hið háskalegasta eitur og banvænt mönnum, jafnvel í smáum skömmtum, en það mun vera not- að útþynnt við úðun í gróðrarstöð- inni. Það var varðveitt á fjögurra líira brúsa, svipuðum venjulegum oliubrúsa. Ekki er vitað hvenær brúsinn hvarf af gróðrarstöðinni, en hans var ekki saknað fyrr en í gærkvöldi og hvarf hans þá til- kynnt lögregiunni. Liggur í aug- um uppi að háski getur verið á íerðum, hafi eitrið lent í höndum barna eða óvita. — Rétt áður en blaðið fór í prentun átti það tal Við lögregluna í Kópavogi, og hafði þa ekkert til brúsans spurzt. Hann var varðveittur í kompu inn af gróðurhúsi, og hefur einhver gert sér ferð þar inn til að sækja hann eÍDhvern tíma í gær. Sú för getur orðið dýrkeypt, — gætiíájsndhafi brúsans ekki allrar varúrar. Fáir diopar af eitrinu eru banvænir. Lögreglubíll ! hörðum árekstri Var að flytja slasaða konu í sjúkrahús. Klukkan rúmlega 11 í fyrra kvöld varð mjög harður á- rekstur á gatnamótum Lauga- vegar og Snorrabrautar, þar sem lögreglubifreiðin X-2 frá Selfossi rakst af miklu afli á Volkswagenbifreiðina R-482. Kona, sem sat i framsæti Volkswagenbifr. datt út úr bílnum við áreksturinn, og dróst síðar með unz bílarnir stöðvuðust en þótt merkilegt megi virðast slapp hún mjög litið meidd. Nánari tildrög voru þau, að R- 482 var á leiö noiður Snorrabraut og ætlaði áfram norður yfir Lauga Heyiö brann og þak af hlöðunni í gærmorgun varð mikill heybruni að Grund í Eyjafirði. Kom eldurinn upp í heygalta við hlöðu, og brann og skemmdist mikið hey bæði í galtanum og hlöðunni. Er tjón bóndans að Grund mikið og tilfinnanlegt. Það var klukkan 6 í gær- morgun að slökkviliðið á Ak- ureyri var kvatt að Grund, en þar býr Snæbjörn Sigurðs Skarst á fæti í gærdag var unglingspilt- ur, Kjartan Steinbach, Birki- mel 8A fluttur í sjúkrabíl á slysavarðstofuna. Mun Kjart an hafa stigið á glerbrot í fjör unni og skorizt nokkuð á fæti. — Talsvert hefur verið kvartað undan því að fólk gangi óþrifalega um baðstað inn i Nauthólsvík. Er það al- gjör óþarfi að kasta þar frá sér flöskum og öðru skrani, sem meiðsli geta hlotist af og mætti fólk hafa það í huga. Ólympfuleikarnir eru hafnir í Róm son einhverju stærsta búi í Eyjafirði. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í heygalta miklum við fjós- hlöðu bæjarins, og hafði eld- urinn borizt yfir í hlöðuþak- ið. Margt manna af næstu bæjum dreif að til hjálpar, og gekk slökkvistarfið vel eftir atvikum. Miklar skemmd ir urðu þó á heyi, bæði úti og | ihni. Þakið brann af hlöð- j unni, og komst eldur í heyiði þar inni og niður með veggj ! um. Þurfti að rífa upp umj helming heysins til að kom- ast fyrir eldinn. Urðu mikl- ar skemmdir af vatni í hlöð- unni. Þá brann mestur hluti galtans úti, og nokkrar skemmdir urðu á fjósþaki. Upptök eldsins munu hafa verið sjálfsíkviknun i galtan um, en óþurrkar hafa verið í Eyjafirði undanfarið o; hey ið ekki fullþurrt. f gær hafði ekki verig áætlað hversu mik ið hey hefði eyðilagzt í brun- j anum, en vitaö er að það er j mikið og tjón Snæbjarnar að Grund tilfinnanlegt. E.D. ) Róm 25.8. NTB — Giovanni Gronchi forseti Ítalíu setti í dag formiega 17. olympísku leikana í Rómaborg. Sól skein í heiði og geysilegur hiti var, er á 5. þúsund íþróttamenn og konur gengu fylktu liði inn á Olympíuleikvanginn í dag. Keppendur gengu fylktu liði frá Olympíuþorpinu, sem er um 5 km. frá leikvangin- um. Fyrstir komu Grikkir skv. venju en ítalir ráku lest ina en alls taka 85 þjóðir þátt í leikunum, sem eru hihir stærstu í sögunni til þessa. Leikarnir settir Er íþróttafölkið hafði gengj ið inn á leikvanginn var Ol-j ympíufáninn dregin að hún og ungur ítalskur stúdent j hljóp síðasta spölinn með Ol- ympíueldinn inn á leikvang- inn en þar mun hann loga til 11. september, er leikun- um lýkur. Síðan var sleppt fjölmöiRum dúfum sem tákni um friö og bræðralag. Gron- chi forseti setti "síðan leik- ana og ítalski kringlukastar inn Consolini vann olympíu- eiðinn fyrir hönd allra kepp enda. Guðm. og Ágústa í dag Setningarathöfnin tók u. þ. b. eina klukkustund og við- staddir voru um 100 þúsund áhorfendur. Keppnin hefst í kvöld og verður þá keppt í hnefaleikum og sundknatt- leik. Á morgun verður m. a. keppt í sundi og keppa þá Guðmundur Gíslason og Ágústa Þorsteinsdóttir af ís lands hálfu. Auk þess verður keppt í knattspyrnu en keppni í frjálsum íþróttum hefs ekki fyrr en 31. ágúst. Frh. bls. 15. Barn verður undir bíl í Jökuldal Um þrjúleytið i fyrradagj varð það slys að Hjarðarhaga' i Jökuldal að tveggja áraj stúlkubarn varð undir vörubíl' þar á túninu og slasaðist mikið. Var barnið flutt í flug-j vél til Revkjavíkur þá um kvöldið og mun líðan þess' hafa verið allgóð eftir atvik- um í gær. Nánari atvik voru þau, að bóndi að HjarSarhaga, Benedikt Hjarðar, \ai að hirða hey af túni og not- að„ við það vörubíl af Chevrolet gerð. Lenti undir afturhjóli Mun Benedikt hafa verið að færa bílinn til þar á túninu er barnið varð fyiir hílnum. Lenti það undir aíturhjóli og ók bíllinn alveg yfir það. Héraðslæknir var kvaddur til cg kom haun þegar á vettvang. Var ákveðið að senda stúlkuna með flugvél til Reykjavíkur og var hún síðan flutt til Egilsstaða. Flugvélin lagði af stað þaðan um níuleytið í ivrrakvöld. — Eins og áður getur mun litlu stúlkunni hafa liðið sæmilega eftir atvikum i gær. Hún er dóttir hjónanna á Hjarðarhaga, Benedikts Hja'rðar og Antoníu Sigurðardóttur. G.S. —h veginn. Þegar hann kom að Lauga veginum var grænt ljás, svo hann ók áfram, öví hann tók ekki eftir að neinn bíll væri að nálgast með hættuljós eða vælu (sirenu). Sá engan bíl Þá var logreglubíllinn, sem að sögn ökumanns, Jóns Guðmunds- sonar lögregluþjóns á Selfossi, var bæði með logandi rautt hættuljós og vælu í gangi, að koma vestur Laugaveginn. Lögreglubíllinn, sem einnig er útbúinn sem sjúkrahíll, var að koma frá Selfossi með slas- aða konu, og ók rakleitt yfir gatna mctin móti rauðu Ijósi, þar sem ökumaður tók ekki eftir neinum bíl á leið yfir götuna. Skipti þá engum togum, að bifreiðarnar skullu saman, horn í horn. Árekst urinn var svo harður, að kona ökumannsins á Volkswagenbílnum, Guðrún Einarsdóttir, kastaðist út við höggið, en Volkswagenbíllinn snaraðist í sömu stefnu og X-2 og barst með bonum nokkurn spöl. Guðrún mun þó hafa sloppið ó- meidd, að mestu, og maður henn- ar, Gunnar Bjarnason, slapp með skrámu á hr.é. Engan sakaði í limum bílnum, en báðir bílarnir voru svo skemmdir, að dráttarbíla þurfti til að fjarlægja þá af staðn- um. Bar ekki saman Blaðamaður frá Tímanum kom á vettvang rétt er slysið var ný- Síieð, og aflaði sér þá flestra þeirra upplýsinga er hér fara að framan. Þó bar sjónarvottum alls ekki saman um, hvort X-2 hefði haft vælu í gangi er hún kom að gatnamótunum. Sögðu sumir, að hún hefði verið sett í gang um leið og bíllinn ók inn á gatna- mótin, aðrir rétt um leið og árekst urinn varð, og enn aðrir að ekki hefði heyrzt í vælunni fyrr en bíl- arnir skullu saman, líkt og þá hefði slegið saman. Datt af baki X-2 var sem fyrr segir að koma með slasaða konu til Reykjavíkur frá Selfossi. Var það Viktoría Jónsdóttir frá Selfossi, ep hún hafði fallið af hestbaki rétt hjá Ábæ í Ölfusi og mjaðmargrindar- brotnað, að því er talið var. Hana sakaði ekki við áreksturinn, og var hún þegar sett í sendibíl, sem að kom, og flutt á leiðarenda. Tylliástæ'ður (Framh. af 1. síðu). úaggjald. í sambærilegum kaup- siöðum eru daggjöld ’á elliheimil- um 65—80 kr. eða kr. 7300—12775 hærri yfir árið. Af þessu er ljóst, að vistmenn elliheimilsns á Akra- nesi hafa búið við þau beztu kjör, sem þekkjast og ber að fagna því, sagði Daníei Þegar kraía kom fram um það í vor, að hér væru formgallar á vegna eins vistmanns, neitaði ég að taka hann út úr og taldi eðli- legt, að jafnt gengi yfir alla og skýrði Tiyggingastofnun ríkisúns frá þessu. Það er því furðuleg ó- svifni að gcra þetta að árásarmáli á hendur mér. Um annað atriðið — kaup á vörubíl fyrir bæinn, er hið sama að segja, það er hin fui'ðulegasta átylla. Um þessi kaup voru höfð samráð við tvo bæjarráðsmenn, og flestir bæjarfulltrúarnir töldu framkvæmd þessa hina mestu nauðsyn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.