Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstndaginn 26, ágfcit 196ft.i Dönsk kona, búsett í Kenya í Afríku skrifaSi tímaritinu „Tidens Kvinder" svohljóS- andi bréf um sína hagi: Hér er atlt í lagi. Mér líSur vel — eiginlega agætlega. Jafnvel of vel ... og eftir tíu ár viS þær aSstæS- ur — æ, ég veit ekki hvaS segja skal. Hið ytra er allt í lagi. Yndis- legt hús, stói garður og sólin skín alitaf og eilíflega á nýslegna gras- bietti. Rósir, fjólur og kaprifol- ium blóstra og ilma, á trjánum vaxa hvítar orkídeur. Rétt utan við garðinn tekur skógurinn við (og þar morar allt af spellvirkj- um síðan varnir gegn Mau-Mau hreyfingunni féllu niður). Dúfurn- ar kurra í trjánum og í fljótinu er ailt krökkt af silungi. En ég þori ekki framar að fara á veiðar, hvorki að skjóta fugla né fiska, sem mér þólti þó svo skemmtilegt 'AXVENPMí/ hverja Ijósíælna skrifstofu og borga þar 10 shillinga fyrir bílinn og 100 fyrir húsið, en í staðinn fá þeir fallegt afsal fyrir hvoru tveggja, sem þeir eiga að framvísa þegar hvítu mennirnir fara úr landi. Og ir.eð þetta eru allir ánægðir. Upphafsmaður þessarar htigmyndar er senn svo efnaður, að hann getur sezt í helgan stein með pomp og prakt. Hinir veifa afsölunum og láta sig dreyma að þeir eigi hús og bíl og fá af því ,.stóran haus eins og það heitir á swahilimáli. Þér trúið þessu ekki? Það er þó satt. Klukkan er níu að morgni. Mað- urinn minn er farinn til borgar- innar að sækja varahluti i dráttar- Hér er allt í lagi — þori ekki, síðan að skuggalegur r.áungi veitti mér eftirför í nokk- ur skipti. Hann hvarf á milli runna, þegar ég tók loksins í mig kjark, neyddi skjálfandi fæturna ti. að snúa við og miðaði á hann rifflinum. Fallega húsið okkar ljómar af hreinlæti, um það sjá þjónarnir okkar tveir, þessir elskulegu pilt- ar. sem ég þori ekki framar að hafa innan dyra eftir að dimmt er orðið, eða eftir klukkan sex. Því jí.fnvel þó að þeir séu elskulegir, þá eru þeir þó svartir. Og sálir þeirra verða bráðum eins svartar og hörundið, yfir þá er ausið á- róðri um UHURU — frelsi, en án jafnréttis og bræðralags. Þeir eru svo ótrúlega auðginnt- ir. f Nairobi og fleiri borgum er sem stendur mjög vinsælt meðal hjnna svörtu heimskingja, að skrifa upp númer á bílum, sem þeim lízt á eða götunöfn og númer á húsum, sem þeir gætu hugsað sér að eiga. Svo fara þeir á ein- vélina, en hún bræddi úr sér vegna þess að sá sem stjórnar henni ók henni olíuiausri í fyrrinótt. Við höfum fjórar dráttarvélar og með þeim er plægt og herfað nótt og c!ag svo að jörðin verður tilbúin þegar sáningartíminn kemur í maí. Þess vegna sé ég ekki manninn r>;nn aftur fyrr en seint í kvöld, því við eigum iangt í kaupstað. Ég á allan daginn fyrir mér, sól- vermdan, ósnort'.nn. Dóttir okkar’ er á heimavistarskóla, og sonur oickar leikur sér við svarta kúa- smalann okkar, sem er bezti vinur hans. Sonurmn er á fjórða ári, kúa smalinn. sjö eða átta ára 1 morgun fór ég út i garðinn og tíndi biím, það var yndisleg stund. Við erum stödd 8.500 fet yíir sjávarmal og skammt frá mið- baug, of hátt uppi til að maður þoli garðvinnu. Eftir að setja nið- ur nokkrar plöntur og kippa upp fáeinum illgresisdúskum snarsvim- ar mann og það sem eftir er dags- ins ætlar höíuðið að klofna af kvöl Husqvarna automatic s | um. Einu sjnni annaðist ég sjálf heimilisstörfin í hálft ár, þegar mér fannst óþolandi að halda áfram að telja og telja allt sem ég átti, svo að ekki yrði öllu stolið. Mér þótti gaman að því að ræsta, þvo, matreiða og þvo upp. En eftir hálft ár leit ég út eins og lang- amma mín af ofþreytu. Svona hátt yiir sjávarmál þolir maður enga líkamlega áreynslu. Ég gæti kannske prjónað? Ég hef gaman af því, en ef satt skal segja, þá er ástandið þannig, að þó að við eigum á pappírnum verð- mæti fyrir hálfa milljón, þá eigum við ekki svo mikið sem 50 shillinga í reiðufé. Það meinar okkur samt ekki að borða rússneskan kavíar og drekka franskt kampavín, það faum við út í reikninginn okkar hjá kaupmanninum. En hann hef- ur því miður ekki ullargarn, svo að ég hef ekki efni á að prjóna sokka. Og það er ekki til einn ó- stoppaður sokkur á heimilinu. Við ^feurn tvo bíla, sinn handa b.voru Bftkar hjónanna. En eins og ástandið er núna, alls staðar fram- in mcrð, rán og nauðganir, þá þori ég ekkert að fara í bíl. Það er líka óskemmtilegt að láta kalla ókvæð- isorð á eftir sér þegar maður er með tvö börn í bílnum. Ég þori ekki að gera mér í hugarlund hvað gæti komið fyrir okkur, ef við festum bílir.n í leirefjunni, sem liggur á ölium vegum núna um regntímann. Ólíklegt að hjálpsam- ir blökkumonn kæmu þá að ýta bíinum — þvert á móti. Svo ég get ekki farið út að aka. Einu sinni héÞ ég, að ég myndi skrifa bækur og teikna myndir þegar ég Vær: komin t;l Kenya og hefði nægan tíma. En fyrst fædd- ust börnin og eitt rak annað, fing- urnir stirðnuðu og það varð erfitt að teikna. Eftir tíu ára dvöl hér á hálendinu eiu litlu, gráu heilasell- urnar farnar að visna. Minnið er farið. Ég get lesið glæpasöguna tvisvar og þrisvar án þess að muna hver var morðinginn. Lesið hef ég — og lesið mikið, og nú þola augun ekki meii’a. Ryk- ið, þessi þurri hiti og skæra birta hafa líka skemmt augun. Einu sinni byrjaði ég að skrifa bók, en mig rak í vörðurnar — og Robert Ruak, Elspeth Huxley og Heming- way gera þetta líka, snöggt um betur. Hvað er þá eftir? Að di'ekka pg i gleyma. Eða tómleiki, iðjuleysi og þrá j eftir eðlilegra lífi. 1 TILKYNNING til útsvarsgjaldenda í Garíahreppi. Skrá um niðurjöfnun útsvara í Garðahreppi árið 1960 liggur frammi til sýnis í þinghúsinu á Garða- holti og í barnaskólahúsinu við Vífilsstaðaveg frá föstudeginum 26. þ. m. til fimmtudags 27 sept- ember n. k., alla virka daga frá kl. 1 e. h. til kl. 7 e. h. Útsvarsseðlar verða bornir heim til gjaldenda næstu daga. Frestur til að kæra yfir útsvcrum er til fimmtu- dags 27. september n. k. og skulu kærur sendar til sveitarstjóra fyrir þann tíma. Sveitarstjórinn í Garðahreppi 25 ágúst 1960. Samvinnuskólinn — BIFRÖST Inntökupróf fer fram í Menntaskólanum í Reykja- vík dagana 20.—24. september. Þátttakendur mæti til skrásetningar 1 Bifröst — Fræðsludeild — Sam- bandshúsinu, mánudaginn 19. sept. Umsóknir um inntökupróf berist fyrir 1. sept- ember. SKÓLASTJÓRI. Sem stendur reýnum við allt | sem fært er til að losa fjármuni svc að við geíum byrjað heima upp á nýtt. En þaó er dýrt að koma sér fyrir þar og mjög erfitt að losa peningana hér. Það tekur sinn tjma — ef vel gengur. En getum við þá lifað eðlilegu lífi heima evtir tíu ár í Paradís? Ju, þetta er Paradís. Við höfum eiskað og elskum fjöllin í Kenya, dali og skóga og vötn. Blökku- mennina, rykuga vegina, hitann, forarvilpur regntímans — allt! En við erum bitur eftir von- brigði og áföll síðustu tíma og við crum þreytt Ég skal ekkki tal um stjórnmál. Heima skilur fólk okkur ekki, þar heldur fólk að blökkumennirnir séu stjórnmálalega þroskaðir og siðmenntaðir, að við oíbjóðum þeim með vinnu og höldum niðrij laonum þeirra. Að þeir geti sjálfir | stjórnað landi sínu og málum. Það geta þeir ekki. Og þeir vita það’ sjálfir, forsprakkarnir eru sér úti um feit bein. Sko, þarna gat ég ekki stillt rr.ig. En þetta er von- lsust. Bara við gætum losað pen- ingana en það er erfitt, allt er bundið í jarðnæði, búsmala og vél- um. En við reynum, því að við sjá- um, að hér eigum við enga fram- tið og börn okkar ekki heldur. Ef hægt er að prenta þetta allt, þá megið þér gjarna gera það, svo að fleiri sjái hvernig okkur Iíður hér. Ég gæti Iíka skrifað eitthvað jákvæðara — einhvern annan dag þegar skjaldkirtillinn starfar betur eða þegar ég er svolítið drukkin, en jþað er ég ekki í dag. Eg er 31 árs og eigi mér að tak- ast að lifa eðlilegu lífi heima, þá dugar ekki að koma þangað gömul um aldur fram, bitur, drykkfelld og spikfeit. Er það? t *. X V saumavélin stoppai í fatnað, testir tölui saumar hnappagöt zig-zag brðderar og að sjálfsögðu saumar venjulegan saum EinkaumboS: GUNNAR ÁSGEÍRSSON Suðurlandsbraut 16 Shm 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.