Tíminn - 26.08.1960, Page 7

Tíminn - 26.08.1960, Page 7
T í MIN N, föstudagiiin 26. ágúst 1960. 7 Kálfafeíls- kirkja vígð Kirkjan að Kálfafelli í Fljótshverfi hefur nú verið sfækkuð og endurbyggð eins og áður hefur verið greint frá í blöðum. Fór endurvígsla kirkjunnar fram s. I. sunnu- dag og hófst athöfnin með skrúðgöngu biskups, vígslu- votta og sóknarnefndar til kirkjunnar og báru vígslu- vottar og sóknarnefndarmenn gripi kirkjunnar þangað. Gekk svo biskup fyrir allt- ari og tók vift munum kirkj unnar og raðaSi þeim á altar ið og jafnframt voru ljós tendruö. Síðan las Bergur Helgason meðhjálpari bæn. Við vígsluna, sem fram fór meg venjulegum hætti, flutti biskup, herra Sigurbjörn Ein arsson vígsluræðu sína, virðu lega og djúphugsaða. Þá pré- dikaði sóknarpresturinn, sr. Gísli Brynjólfsson prófastur og ræddi' um hina nýju kirkju, jafnframt benti hann á það í eftirtektarverðri prédikun og sýndi fram á með dæmum úr þjóðlífinu, að margt myndi betur fara í þjóðlífi okkar, ef menn söfnuðust til kirkn- anna um helgar og ættu þar helgar stundir til þess sam- eiginlega að uppbyggjast. í lok guðsþjónustunnar fór fram altarisganga. Altaris- þjónustuna framkvæmdi bisk up og prófastur. Að þescari hátiiðlegu at- höfn lokinni, bauð sóknar- nefndin öllum kirkjugestum til veglegs hófs, og veittu kon ur safnaðarins af mikilli rausn. Því næst var gengið til kirkju á ný og hófst þar nú samkoma, sem Ólafur J. Jóns son, bóndi á Teygingalæk stjórnaði, en Ólafur er for- maður sóknarnefndar. Pærði hann öllum, er að kirkjusmíð inni stóðu þakkir. Er hér var komið, flutti | sóknarprestuirinn snjallt og Hin endurvígöa kirkja er 1 stórfróðlegt erindi um Kálfa hið fegursta hús, stíllinn er fellskirkju og presta hennar hreinn og sterkur. Hún tek- og rakti þá sögu, allt frá ur um 40—50 manns í sæti, Skaftáreldum og þar til presta en upp undir 100 manns voru kallið var lagt niður árið við vígsluna. Rúðurnar í 1880. Einnig ,gait prófastur kirkj ugluggunum eru úr lit- þess, að á Kálfafelli hefði uð gleri og gerir það kirkju- staðið kirkja síðan um 1200. húsið mun kirkjulegra. — Á eftir prófasti flutti séra Valgeir Helgason Ásum í Skaftártungu fagurt vígslu- kvæði, er hann hafði sjálfur I ort í tilefni dagsins. Því næst , tók til máls Páll Pálsson cand. | theol. úr Reykjavík. Páll bar j fram árnaðaróskir, þakkaði að honum hefði verið boðið til vígslunnar og drap á, að hann væri með vissum hætti tengdur Kálfafellskirkju, þar sem afi hans og ömmubróðir hefðu verið síðustu prestarnir þar og faðir hans var fæddur að Kálfafelli. Minntist Páll bjartra minnihga úr Skaftár- þingi og var ávarp hans þrungið ættjarðarást og guðs trú. Frú Guðríður Pálsdóttir Seglbúðum flutti hlýjar og velviðeigandi kveðjur og Ósk- ar Jónsson fyrrv. alþingis- maður, Vík i Mýrdal flutti skörulegt ávarp og hvatti menn til þess að fórna starfi og tíma í þágu kirkjii og kristni. Að lokum tók til máls biskup íslands, bar hann fram þakkir fyrir það, sem fram hafði farið og bað öll- um blessunar Guðs. Oskar Jónsson, sem er for- maður kirkjukórasambands Vestur - Skaftafellsprófasts- dæmis, stjómaði söng, bæði við vígsluathöfnina og vajr jafnframt organisti. Sóknarnefndina skipa: Ól- afur J Jónsson formaður, Teigingalæk, Björgvin Stef- ánsson Rauðabergi og Bjöm Stefánsson, sem er kirkju- bóndi að Kálfafelli. Meðhjálp ari er Bergur Helgason Kálfa felli. Vígsluvottar voru: Séra Gísli Brynjólfsson prófastur Kirkjubæjarklaustri, séra Val geir Helgason Ásum, Páll Páls son cand. theol. Reykjavík og Ólafur J. Jónsson Teyg- ingalæk. Veður var milt og gott og allra mál, að vígsluathöfnin, hófið og samkoman hefðu farið fram með virðuleik og glæsibrag. Þetta er tekið sama*i af manni sem viðstaddur var vígsluna, þar sem ég gat ekki komið þvj við að vera þar. Vilhjálmur Valdimarsson. Klaustri ..v.x.w.vv»v*v*v.v*v*v»v*v Auglýsing um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun reiShjóla meS hjálparvé! fer fram í bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segr: Miðvikudaginn 31. ágúsf R-1 til 100 Fimmtudaginn 1. sept. R-101 — 200 Föstudaginn 2. sept R-201 — 300 Má'nudaginn 5. sept. R-301 - 400 Þriðjudaginn 6. sept. R-401 - 500 Miðvikudaginn 7. sept R-501 - 600 Fimmtudaginn 8. sept. R-601 700 Föstudaginn 9. sept. R-701 — 800 Skoðun á reiðhjólum með hjálparvél sem eru í inotkun hér i bænum, en skrásctt ann- ars staðar, fer fram 5. til 8. sept. Sýna ber skilríki fyrir hví, að lögbooir vá- trygging fyrir hvert reitShjól sé í gildi At- hygl skal vakin á því, að vátryggingarið- gjald ökumanna ber atí greiða vií skotSun. Vanræki einhver að koma reiðhjéli sínu til skoðunar á réttum degi. verður isann látinn sæta sektum samkvæmt umfe; Sar- iögum Qg reiðhióliS tekiS úr nmferð. hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnisí öllum, sem hlut eiga aði má!i Lögreglustjórinn í Reykjavík. 25. ág 1960. Sigurión Sigurðssoit Ordinary Plug Tip ELDRI GERÐ Hcimsþckkl mcrki | InnbyggSur útvarpsþéUir Eigínloikar nýju Rafkertanna eru þessir: 1. Ein.gcrð fyrir hægan scrn hraðan akslur. 2. Sólfyllast ekki. 3. Gefa mesta orko. 4. Spara eldsneyti. 5. Eru fáanlcg með útvarpsþcttl. 6. Eru ódýr. NÝ GERÐ The Electíic Anto*Lite Company VðrttBItiUSjumar í Bandaríkjunum hafa sent á markaðinn nýja gcrð áf rafkcrtum. Þessi rafkcrti ncfnast í auglýsingum þeirra Power-Tip. Rafkcrti þessi hafa marga kosti fram yfir cldri gwðir, bð að vcrð þcirra sé hið sama. AUTO-LITE Rafkerti fyrir aUar tegundir véla. Tn* Eieclrip Auto>Ute Compm, • e*port Oivision Chrysler Outlðlng • N«w York 17 N Y . O.S A Brautarholti 6 Reykjavík Símar: 15362, 19215.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.